Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 4
4 G MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 RALL Fiölskylduíþrótt í ótjcm ór Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson RALLAHUGINN hefur vaxið með árunum, sérstaklega eftir að Jón fór að keyra með Rúnar í bílnum og hvað þá þegar Baldur var farin af stað líka. Petra Baldursdóttir sem hér er með „drengjunum“ sínum, eigin- manninum Jóni Ragnarssyni og sonunum Rúnari og Baldri, hefur tengst ralli á íslandi frá 1975 og fylgst með eiginmanninum, báðum sonum sínum og dótturinni í keppni. Það er stundum talað um „kon- una á bak við manninn“, en þegar kemur að Petru Baldurs- dóttur, er miklu réttara að tala um „konuna á bak við manninn - og börnin“. A hennar heimili heitir fjölskylduíþróttinn nefni- lega rall og hefur gert allt frá árinu 1975, þegar eiginmaður- inn Jón Ragnarsson hóf sinn feril í sæti aðstoðarökumanns með bróðir sinn Ómar við stýr- ið. Eftir farsælan feril þeirra bræðra í nokkuð mörg ár flutti Jón sig yfir í ökumannssætið og eldri sonurinn á heimilinu, Rúnar, þá 15 ára gamall, gerð- ist aðstoðarökumaður föður síns. Samstarf feðganna leiddi af sér glæstan árangur, fjóra íslandsmeistaratitla og vel- gengni sem var áframhaldandi eftir að feðgarnir skiptu aftur á sætum og Rúnar tók við stýr- inu. egar það svo gerðist á liðnu sumri að Rúnar varð að vera frá keppni vegna hálsmeiðsla, Jón ákvað að keyra sjálfur í síðustu keppninni og fór að litast um eftir aðstoðarökumanni var það dóttirin Sveinbjörg, þrítug þriggja barna móðir, sem settist við hlið föður síns, „og ég er ekki viss um að henni hafi þótt pabbi sinn keyra nógu hratt,“ segir Petra. Og sama sumar kom ungur maður inn í rallið sem á endanum var kosinn akstursíþróttamaður ársins. Það var yngsta bamið á bænum, Baldur Jónsson, sem seldi bílinn sinn, keypti keppnisbíl af pabba sínum og hóf þáttöku í flokki óbreyttra bíla með félaga sinn Guðmund Pálsson sem að- stoðarökumann. „Það kom mér ekkert á óvart að sjá á eftir krökkunum í rallið, því Jón er búinn að vera í þessu svo lengi að til dæmis strákarnir þekkja eiginlega ekkert annað,“ segir Petra og viðurkennir að hún hefði nú stundum í gegnum tíðina alveg getað hugsað sér að keyra sjálf í keppni. „Hins vegar er alveg nóg fyrir heimili að gera út einn keppnisbíl. Það er heldur ekkert gaman að ralli nema að menn séu á almenni- legum græjum og satt best að segja hefur mér aldrei þótt mínir menn vera á alveg nógu góðum bílum. Hefði alltaf viljað hafa þá örlítið betri,“ segir hún brosandi. Og það er ljóst að það eru fleiri en keppnismennirnir á heimilinu sem hafa gaman að bílum og akstri. — Þegar Jón byijaði á sínum tíma, heldurðu að það hafi hvarfl- að að þér að heilum 18 árum síðar myndir þú ennþá hafa fulla ástæðu og enn meiri til að hvetja menn í keppni? „Nei, það hefði mér aldrei dott- ið í hug. En ég skal alveg viður- kenna að minn áhugi hefur vaxið með árunum og ég hef gefið mér meiri tíma til að fylgjast með, sér- staklega eftir að Jón fór að keyra með Rúnar í bílnum, hvað þá þeg- ar Baldur fór af stað líka.“ - Hefurðu aldrei verið hrædd? „Alltaf. Ég hef alltaf verið með ákveðna hræðslu um að eitthvað gæti komið fyrír, bæði þegar Omar og Jón voru að keppa og sérstaklega þegar drengirnir voru komnir í keppni líka. Og ég ætla nú ekkert að lýsa því hvemig mér Ég hef stundum brosad aó sjálf ri mér þegar ég er aé tala vid þáá milli leiéa i keppnum. Er i sömu setning- unni aé hvetja þá til aé ná betri hraéa og aé segja þeim aé passa sig á aé aka ekki of hratt! leið í fyrra þegar Rúnar og Jón veltu bílnum nánast beint fyrir framan mig. En svo er þetta dálítið mót- sagnakennt hjá manni og ég hef stundum brosað að sjálfri mér þegar ég er að tala við þá á milli leiða í keppnum. Er í sömu setn- ingunni að hvetja þá til að ná betri hraða og að segja þeim að passa sig á að aka ekki of hratt! Það er svona þegar metnaðurinn og móðurtilfinningin virka sam- an.“ - Eftir tengsl við rallið í öll þessi ár, hveijar eru eftirminnileg- ustu stundirnar? „Það var auðvitað mjög gaman hérna í gamla daga þegar Jón og NÝR RALLBÍLL Ladan vikur fyrir Lancia Lancia Delta-rallbílar hafa síðustu ár verið bílar þeirra ökumanna sem hreppt hafa heimsmeistaratitla í ralli og og heimsmeistartitl- ar framleiðanda farið til Lancia-bílaverksmiðjanna, sem eru í harðri samkeppni við bíla annarra framleiðenda, bæði í flokki sérútbúinna og flokki óbreyttra bíla í rallakstri. Þá hafa samskon- ar bílar unnið tugi rallmóta um allan heim og Evrópumeistaratit- ila. Nú er einn slíkur kominn til keppni hérlendis, keppnisbíll fyrr- um Ástralíumeistara, sem ökumennirnir Orn Stefánsson, Ævar Sigdórsson og aðstoðarökumaðurinn Ægir Ármansson verða með í rallinu í sumar. að eru ekki tvö stýrij bílnum, heldur munum við Örn skipt- ast á að aka bílnum. Við erum ekki í neinu titlatogi, ætlum að hafa gaman af rallinu og láta aðra um stressið fyrst um sinn. Við eigum eftir að læra á bílinn, sem er öflug- ur og vel búinn,“ segir Ævar Sig- dórsson. Lancia-rallbíll þeirra félaga er með 280 hestafla vél og fjórhjóla- drifi, sem ætti að skila sér vel á íslensku malarvegunum. „Það er ótrúlegt grip, sem bíllinn býður upp á. Hann hreinlega étur sig niður, þegar bensíngjöfin er stiginn til botns og rýkur áfram, hvort sem ekið er á möl eða malbiki. Það er hægt að láta hann dansa gegnum beygjunar og aflið er mun meira en ég hef þekkt í keppnisbíl," segir Ævar. „í fyrra kepptum við Lada Samara-bíl, þannig að stökkið er stórt, en kostur að kunna vel á framhjóladrifið frá fyrri tíð.“ Ævar ekur fyrst Samvinna þremenninganna um rekstur bílsins ítalska þýðir það að annar ökumannanna er alltaf fjarri góðu gamni, þ.e. verður í hópi við- gerðarliðsins á meðan hinn stýrir þílnum undir leiðsögn aðstoðaröku- mannsins Ægis. „Það verður ekkert erfitt að þurfa að horfa í fyrstu keppninni, þegar Ævar ekur í Þoturallinu," segir Örn. „Þótt ég viti hvort sem er að ég myndi keyra hraðar en hann, hvað sem hann kemst hratt! Og ég veit að hann hefur verið að laumast í bílinn á næturna til að máta sætið og finna lyktina af hon- um,“sagði Örn og brosir í kampinn. Meðal búnaðar i Lancia-bílnum, sem var smíðaður í Englandi fyrir Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍTALSK-ÆTTAÐI Lancia-rall- bíllinn verður undir stjórn þeirra Arnar Stefánssonar,_ Ævars Sig- dórssonar og Ægis Ármannssonar, sem hér standa við hann ásamt við- gerðamönnunum. Bíllinn var smíð- aður í Bretlandi 1990 og sigraði í áströlsku rall-keppninni ári síðar. ástralskan ökumann í árslok 1990 sem gengi-N bíll, er fjórhjóladrif sem skiptir aflinu til helminga á milli fram- og afturhjóla, stillanleg Bilstein-fjöðrun, sérstakir keppnis- stólar, fimm punkta öryggisbelti og Halon-slökkvikerfi. Bíllinn mun keppa við nokkra öfluga bíla í flokki óbreyttra bíla, en í þeim flokki verður veittur sér- stakur íslandsmeistaratitill í fyrsta skipti, þannig að tveir meistaratitil- ar verða veittir í rallakstri í ár svip- að og gert hefur verið í torfærunni. GR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.