Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1993, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 AKSTURSÍÞRÓTTIR Góð öryggisþróun „ÞRÓUNIN í öryggismálunum hefur veriö mjög góð, bæði hvað varðar bílana og ökumennina. Menn eru famir að smíða bUana miklu betur og vita að fúsk við keppnisbíla skUar engum árangri. Mér finnst menn líka bera meiri virð- ingu fyrir eigin öryggi, þótt alltaf séu einhveij- ir sem vilja sjá á eftir sem fæstum krónum í hjálm, galla og þess háttar. En hugsunarháttur- inn hefur breyst. Það situr enginn alvöru akst- ursíþróttamaður í gallabuxum í bilnum, ekki frekar en að knattspyrnumaður fer á stígvélum inn á völlinn. LIAA STA.FIR og merki á bílinn, bátinn skiltiS, gluggann inni sem úti IPennanum Hallarmúla 2 getur dú fengið límstafi útskorna eftir únum óskum. 50 litir og 150 eturgerðir, auk fjölda mynda og tákna. Einnig er hægt aS fá fyrirtækja-, félaga- og vörumerki skorin með stuttum fyrirvara. C3 jjllllli Hallarmúla 2 S. 81 32 11 Við getum þaggað niður í þeim flestum Sendum í póstkröfu! Gott verÓ — Gæðaþjónusta ÍSETNING Á STAÐNUM Verslið hja fagmanninum. Bílavörubú&in Skeifunni 2, Í1 29 44 að hefur orðið mikil breyting á í þessum efnum og hana má að stórum hluta þakka tilkomu ralls á íslandi. Með þeirri akstursíþrótt efldust áherslumar á öiyggismálin til muna og það hefur skilað sér út í aðrar greinar akstursíþrótta," seg- ir Benedikt Eyjólfsson, betur þekkt- ur sem Benni í Bílabúð Benna, en sú verslun hefur m.a. sérhæft sig í vörum fyrir akstursíþróttir, enda eigandinn í hópi þeirra sem fengu akstursáhugann á unga aldri, áhuga sem lifir góðu lífi enn og segja má að hafi lagt grunninn að ævistarfinu. Svo eignaðist Benedikt jeppa Fyrst vom það mótorhjólin og mótorhjólaviðgerðir og svo eignað- ist Benedikt jeppa sem hann byij- aði á að taka í sundur og endur- smíða. Síðan lá leiðin í torfæru- keppnir, sandspymu og kvartmílu á ámnum frá ’77 og framyfír ’82 með vægast sagt góðum árangri þótt hann vilji ekki gera mikið úr honum. En það vekur líka athygli þegar skoðaðar em myndir frá keppnum á þessum ámm, að Benedikt er kominn með fjögurra punkta belti, lokaðan hjálm, veltigrind og keppn- isstól á sama tíma og margir mættu til leiks með opinn hjálm, enga velti- grind, tveggja punkta belti og þar fram eftir götunum. „Það kom bara ekkert annað til greina, keppnisandinn var nógur fyrir til að maður færi ekki líka að storka forlögunum með því að vera ekki með öryggisbúnaðinn í lagi,“ segir Benedikt. Annað atriði sem hann segist snemma hafa lagt áherslu á var að mæta alltaf með bílana hreina og gljáandi til keppni. „Það hefur alltaf farið í taugamar á mér að sjá menn koma til keppni á skítugum bflum, það er svona ákveðin óvirðing við ökutækið og þá sjálfa." Þarf að kynnast bílunum „En svo er heldur ekki nóg að vinna í bílunum og keyra þá bara í keppnum. Menn þurfa líka að gefa sér tíma til að keyra keppnis- bflana sína og kynnast þeim, þann- ig að þegar komið er út í keppni séu menn að keyra bfla sem þeir þekkja. Það kann að hljóma ein- kennilega, en ég líki þessu stundum saman við það sem gerist í hesta- mennskunni. Þar tala menn um að til að ná því besta út úr hesti þurfi að kynn- ast honum og vita hvemig hesturinn hugsar. Bíllin hugsar auðvitað ekki, en það er enginn bíll nákvæmlega eins og annar og menn þurfa að gefa sér tíma til að kynnast öllum eiginleikum og viðbrögðum síns bfls ætli þeir sér að komast langt í keppni. Benedikt segist almennt vera ánægður með þá þróun sem verið hefur á undanfömum áratug í akst- ursíþróttunum, en bætir við að vissulega hefði verið gaman að sjá hana dálítið meira í átt við það sem hefur verið í Bandaríkjunum. Keppni án mikils tiikostnaðar „Það sem gerir akstursíþróttir þar frábrugðnar því sem er hér og í Evrópu er að þær eru almennari og venjulegt fólk sem langar til að spreyta sig í t.d. kvartmflu eða akstri á lokuðum brautum gefst tækifæri til þess án mikils kostnað- ar. Hér má kannski segja að menn þurfi að varast að setja markmiðið of hátt, þannig að kostnaður við þátttökuna verði til þess að margir sem hafi áhugann treysti sér ekki út í keppni, eða geri það af vanefn- um. Að því leytinu má segja að til dæmis flokkar eins og „standard“- flokkurinn í torfærunni og krónu- flokkurinn í rallýkrossinu séu mjög sniðug dæmi sem gefa þessum TORFÆRAN Nýjar og betri grindur Torfæran er vinsælasta akstursíþróttinn hérlendis, ef marka má aðsókn á keppnir. í síðasta móti liðins keppnistímabils komu tæplega 6000 manns á mótssvæðið, en þá fór fram lands- keppni milli Islands og Svíþjóðar og íslenskir ökumenn hefndu ófaranna frá því um vorið, þegar sænskir ökumenn sýndu þeim snyrtilegan akstur og unnu. í ár eru horfur á auknum fjölda keppenda, en fyrsta keppni ársins er torfæra Jeppa- klúbbs Reykjavíkur í Jósepsdal þann 9 maí. Þar munu nokkr- ar nýjar grindur líta dagsins ljós. Flestir toppökumenn torfærunn- „ar síðustu ára mæta til leiks, þó margir hafí verið orðnir þreytt- ir í loks síðasta árs, sem endaði með vandræðagangi í kringum það hver átti meistaratitilinn skilin, eftir mistök í frágangi á skýrslum einnar keppninnar. En á endanum heimti Magnús Bergsson frá Sel- fossi titilinn í flokki sérútbúinna jeppa, en Ragnar Skúlason í flokki götujeppa. Báðir verða meðal keppenda í Jósepsdal. Breytingar á stigagjöf Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á reglum í stigagjöf, sem gefur dómurum möguleika á ná- kvæmari stigagjöf, en oft hefur staðið styr um stigagjöf í einstök- um þrautum. Hafa nýjar reglur varðandi aðferð við stigagjöf verið Morgunblaðið/Árni Sæberg AHUGAMALIÐ lagði grunninn að ævistarfinu, Benedikt Eyjólfsson, betur þekktur sem Benni í Bílabúð Benna. greinum akstursíþrótta ákveðið for- skot, því að mönnum gefst í þessum flokkum kostur á að keppa án mik- ils tilkostnaðar. Þeir sitja þá ekki uppi með stórar fjárfestingar ef þeir til dæmis komast að raun um að íþróttin henti þeim ekki.“ Það er auðheyrt að jeppar og jeppakeppnir skipa ákveðinn sess hjá Benedikt og þarf reyndar ekki annað en að litast um í fyrirtækinu til að sjá að hann hefur í gegnum tíðina dyggilega stutt við torfæruna með kostun við keppni. Það eru þó annars konar jeppar sem hafa verið efstir á listanum á undanfömum árum, upphækkaðir, fjórhjóladrifnir fjallajeppar með tilheyrandi breyt- ingum og viðbótarbúnaði. Og hann er ekki einn um áhugann, enda skemmst að minnast Jeppadags Bílabúðar Benna og Ferðaklúbbsins 4x4, þegar nærri 800 jeppar tóku þátt með um 2.000 manns innan- borðs og lögðu leið sína til Nesja- valla, auk þeirrar athygli allrar sem fjallajepparnir og jöklaferðir hafa vakið í fjölmörgum erlendum tíma- ritum. „Ef við lítum á fjallajeppana sem almenningsakstursíþrótt, þótt ekki sé keppt í henni, væri það sú íþrótt sem mestur vaxtarbroddur er í núna. Ég hef nokkuð gaman af því að sjá marga fyrrum keppnisöku- menn komna í jeppadæmið og ekki síst íjölskyldur þeirra, sem eru þá ekki lengur bara áhorfendur, heldur þátttakendur í áhugamálinu." ve I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.