Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 1
OAaUTciÖ’í ftgMÐ81T3A=l GIQAJaHUOHOM FOSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Ú tleiga öry ggiskerfa í íbúðarhús fer töluvert vaxandi Morgunblaðið/Júlíus fyrra og á hann ekki von á síðri undirtektum í ár. S.l. 2 ár hefur Securitas boðið upp á örygg- iskerfi í stuttan tíma. ***®®^®®®* „Viðbrögð voru lítil Menn viljn fyrst, en tóku svo vern lausir vid kipp. Um páska voru öll kerfi, sem við eig- um til, í útleigu og verða útbúin fleiri fyr- ir sumarið,“ segir Hannes Guðmundsson hjá Securitas. Skynjurum er komið fyrir vítt og breitt um íbúð og þeir tengdir tæki, sem hringir sjálfkrafa í stjórnstöðvarnar ef umgangur er innan dyra eða ef eitthvað fer úrskeiðis, s.s. vatnsleka eða rafmagnsleysis svo eitt- hvað sé nefnt. RLR barst í fyrra 179 kærur vegna inn- brota í einbýlishús og raðhús, 189 kærur vegna innbrota í fjölbýlishús og 211 kærur vegna þjófnaða úr íbúðarhúsum. „Það verður að segjast eins og er að al- mennt sinnir fólk ekki lágmarks varrúðaráð- stöfunum, sem gætu dregið úr líkunum á innbrotum og þjófnuðum í híbýli,“ segir Ómar Smári Armannsson hjá forvarnardeild lögreglunnar. „Huga þarf að læsingabúnaði hurða, búnaði opnanlegra glugga og nauð- synlegt að virkja nágrannana til að vera á varðbergi því fjölmörg innbrot uppgötvast einmitt vegna vakandi áhuga nágrannanna. Það er margt hægt að gera sem ekki þarf að kosta mikla peninga," segir Ómar Smári. óhyggjur í fríum sínum Töluverð eftirspurn hefur verið eftir öryggis-leignkerfum í íbúðarhús upp á síðkastið, skv. upplýsingum frá Securitas og Vara. Hjá fyrirtækjun- um má kaupa vakt skemmst í 2 vikur og kostar þjónustan 9-15 þús. kr. Hér eiga einkum í hlut húseigendur, sem byggja á ferðalög, og vilja njóta öryggistil- finningar á meðan. „Þegar menn hafa keypt orlofsferð upp hundruð þúsunda króna er 10-15 þús. kr. útgjöld vegna öryggisvaktar ódýr þægindafjárfesting svo menn þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að eitthvað komi fyrir í fríinu ,“ segir Viðar Ágústsson, frkvstj. Vara. Vari bauð í fyrsta skipti upp á orlofs- vakt í fyrrasumar í samvinnu við Visa Island og nutu um 100 húseigendur orlofsvaktar í Innbrot 1990-92 Kærur til Rannsóknarlög- reglu ríkisins vegna innbrota í hús. Kærur vegna þjófnaðar úr íbúðarhúsum (ekki innbrot) voru 210,213 og 211 árín þrjú. ’91 ’92 Nýtt fyrirkomulag á símtölum milli fslands og útlanda SÍMASTJÓRNIR í 13 löndum hafa gert samkomulag um nýtt fyrirkomulag á beinum símtölum milli landa. Er það fyrst og fremst til hægðar- auka fyrir þann sem staddur er í útlöndum og vill hringja heim með lágmarkskostnaði. Ragnar Benediktsson yfírdeildar- stjóri hjá PóSti og síma sagði að smám saman fjölgaði löndum sem byðu þessa þjónustu. Hið athyglis- verða við hana væri að nú má skuld- færa símtalið á þriðja aðila. Sem dæmi má taka íslending sem er á hóteli í Noregi þar sem álagn- ing á símtöl er mikil. Með því að hringja í tiltekið númer greiðir hann eins og innanbæjarsímtal væri en fær samband við 09, talsamband við útlönd, á íslandi. Þaðan er hon- um gefíð samband við símanúmer sem hann biður um en getur látið skuldfæra það á hvaða númer sem er eða greiðslukort. „Við treystum á heiðarleika fólks og vonum að fáir reyni að svindla. Komi það upp verður málið sett í rannsókn. Byijað yrði á að leita upplýsinga hjá þeim sem hringt var til.“ Afgreiðslugjald fyrir beint símtal af þessu tagi er 230 kr. en geta má að það er 460 kr. fyrir „collect” símtal. Gjald fyrir símtalið er aftur á móti samkvæmt gjaldskrá Pósts og síma til viðkomandi lands. ■ Dýrustu bílarnir lækka um 3% en hækkun á þeim ódýrustu LÖG um vörugjald á bifreiðar taka gildi 1. júlí nk., en skv. þeim verður innheimta tolla af bílum aflögð en þess í stað lagðir á 4 flokkar vöru- gjalds. Vörugjaldið miðast við rúmtak vélar, en ekki rúmtak vélar og þyngd bíls, eins og verið hefur. Að meðaltali verður 4% verðhækkun á bílum með minnstu vélarstærðir vegna vöru- gjaldsins, en bílar með stærstu vélarnar lækka um 3% að meðaltali í verði. Jón Steingrímsson hjá fjármálaráðuneytinu segir að á heildina litið valdi þessi breyting lítilsháttar samdrætti í tekjum ríkissjóðs miðað við óbreyttan innflutning. Á bíla með vélarstærð 0-1400 rúmsentri- metra leggst á 30% vörugjald, 1401-2000 rúmsentri- metra 45% vörugjald, 2001-2500 rúmsentrimetra 60% og á bíla með stærri vélar 75%. Sérstök gjaldgrein er fyrir vörubíla, rútur, snjósleða, bifhjól og fjórhjól, og verður vörugjaldið frá 10% upp í 70%. 30% tollur var lagður á rútur fyrir 18 farþega eða fleiri, en skv. lögunum leggst á þær 15% vörugjald. Vörubíl- ar, rútur fyrir 10-17 farþega og rafbílar bera 30% og 70% á bifhjól, vélsleða og fjórhjól. Pétur Ó. Pétursson frkvstj. Bílaumboðsins segir að þetta sé tekjutilfærsla frá þeim sem kaupa minnstu Range Rover lækkar um hátt í 300 þúsund kr. 1. júlí nk. en minnstu bílarnir hækka að meðal- tali um 4%. bílana til þeirra sem eru að kaupa jeppa. „Það þykir mér skondið nú því þetta eru auknar álögur á þá sem minnst mega sín. Þetta hefur áhrif til lækkunar stórra bíla sem er óeðlilegt nú. Þessi breyting hefur ekki áhrif til hækkunar eða lækkunar á okkar bíla,“ seg- ir Pétur Óli. Finnbogi Eyjólfsson blaðafulltrúi Heklu hf. segir að Range Rover lækki um nær 300 þús. kr. Hann sagði að breyting á verði minni bíla drægi úr sölu- möguleikum og snerti ekki síst viðskiptavinina. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.