Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 9

Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 C 9 Stofnfindur vináttu- og ferdafélagsins 'lsland - Malta ÁHUGAFÓLK um aukin sam- skipti milli íslands og Möltu hef- ur hist að undanförnu og að frumkvæði Björns Jakobssonar hefur verið ákveðið að halda al- mennan kynningarfund um Möltu í Ársal Hótel Sögu kl. 20.30 n.k. mánudagskvöld, 3. mai. Jafnframt verður um stofnfund Ferða- og vináttufélagsins ísland - Malta og ræða og er áhugafólk um málefnið kvatt til að mæta. Malta á sér langa og merka sögu og hefur þessi perla Miðjarðarhafs- ins verið nefnd eyja sólar og sögu. Tilgangur félagsins er að standa fyrir og stuðla að auknum vináttu-, menningar- og viðskiptatengslum milli íslands og Möltu. í þeim til- gangi mun félagið skipuleggja ár- lega eina til tvær kynningar- og Smábátaeigendur sjá til þess að ávallt er ferskan fisk að fá á Möltu. skemmtiferðir til Möltu á hagstæð- ustu kjörum fyrir félagsmenn og jafnframt stuðla að almennum ferðalögum og gagnkvæmum heim- sóknum milli landanna. Að loknu ávarpi Björns Jakobs- sonar flytur Dr. Gottfried Pagen- stert, sendiherra Þýskalands á Is- landi og fyrrum sendiherra á Möltu, erindi um land og þjóð. Að því loknu verður sýnd stutt kvikmynd frá staðnum og síðan greinir Emil Örn Kristjánsson frá ferðamöguleikum til Möltu, en eftir umræður og fyrir- spurnir fer fram stjórnarkjör. ■ Bretum hugnast best í Búdapest BRESKA fyrirtækið Travelscene hefur gert úttekt á borgum sem breskir ferðamenn sóttu heim á sl. ári. Þar kom ýmislegt fróðlegt í ljós og t.d. var Miinchen sú borg sem flesta dreymir um að vitja aftur þó svo að íbúarnir fengju þann vitnisburð að þeir væru fjarri því að vera vinsam- legir. I Búdapest var vingjarn- legasta og viðmótsbesta fólkð. 2! Breskum ferðamönnum J3 fannst menn í Sófíu og Gent jgg þó langhvimleiðastir. Þeim ■ fannst mest til um sögustaði í Prag en síst það sem fyrir '55 augu bar í Salzburg. Besta andrúmsloftið þótti þeim vera í Prag og það versta í Sófíu. Köln fékk vitnisburðinn sem hreinasta borgin og Istanbúl sú subbuleg- asta. Bestu verslanir þóttu mönn- um í Köln og Ghent en þær verstu í Prag og Istanbúl. Næturlífið fannst Bretum fjörugast í New York, Berlín og Búdapest. Sextán ferúaráðgjafar útskrifast FERÐAMÁLASKÓLA íslands var slitið í annað sinn fyrir- nokkru Að þessu sinni útskrifuð- ust 16 nemendur frá skólanum sem ferðaráðgjafar. Námið er alls 600 stundir og er viðurkennt af Félag ísl. ferðaskrif- stofa sem markviss og raunhæfur undirbúningur til að starfa á ferða- skrifstofum. í lok skólaárs gengust nemendur undir alþjóðlegt IATA/UFTA próf sem er viður- kennt af flugfélögum og ferðaskrif- stofum um allan heim og veitir al- þjóðleg réttindi. Aðalkennarar við skólann eru þau Pétur Björnsson og Inga Erlingsdóttir. Við kennslu í innlendri ferða- landafræði var notuð ný bók „Ferðaþjónusta á íslandi" sem Úlf- ar Antonsson og Tryggvi Jakobsson skrifuðu fyrir Ferðamálaskólann. Kenndar voru 34 námsgreinar auk starfsþjálfunar nemenda á ferðaskrifstofum, en skólinn leggur metnað sinn í að nemendur kynnist flestum þáttum ferðaþjónustu. í maí nk. mun skólinn bjóða fólki Kennarar og brautskráðir nemendur úr Ferðamálaskóla íslands. utan höfuðborgarsvæðisins upp á nám í innlendri ferðaþjónustu og verður bytjað með slíka kennslu á Akureyri. Er námið ætlað þeim sem vinna við ferðaþjónustu eða vilja kynna sér þá möguleika sem ferða- þjónusta hefur upp á að bjóða. Auk þess verður boðið upp á 3ja kvölda námskeið fýrir þá sem hafa hug á að ferðast erlendis á eigin vegum svokallað „Flug og bíll“, og verða kynntir ferðamöguleikar, undirbúningur ferðar, akstur og umferðarreglur og leiðarlýsingar. Ferðamálaskóli íslands er rekinn sameiginlega af Félagi ísi. ferða- skrifstofa og Tölvuskóla íslands. Viltu fara til Súdans? SÚDAN er væntanlega ekki fyrsta landið sem kemur í huga manna sem eru að undirbúa sig í ferðalög. Ástandið í landinu hefur lengi verið mjög erfitt, ættbálkar berast á banaspjótum, harðsljórn, neyð og hungur er áreiðanlega ofar í hugum en lit- ríkar kóraleyjar Súdans í Rauðahafinu, þjóðgarðar þar sem öll heimsins dýr una sér, eða voldugir regnskógar suðurhlutans. Súdan er stærsta land Afríku, að fiatarmáli um 2,5 milljónir fer- kílómetra en dreifbýlt miðað við stærð, íbúar um 20 milijónir. Ferðamálaráð landsins hefur ný- lega sent til Ferðablaðsins kort og ýmsar upplýsingar um land og þjóð og bendir á að þar séu marg- ir óviðjafnanlegir staðir sem er- lendir ferðamenn muni hafa gleði og gaman af að heimsækja. Taldir eru upp nokkrir staðir auk suðurhlutans þar sem regn- skógarirnir eru og höfuðborgin, sem heitir Juba, svæði auðugt þar af fornminjum, teygir sig á báðum bökkum Nílarfljótsins norður af höfuðborg landsins, Khartoum til Wadi Halfa, rétt hjá landamærun- um við Egyptaland. Á því svæði þykja margar þessar fornminjar hinar merkustu. Þar eru hinir fornu og merku Kush píramídar, og leyndardóma þeirra hafa vís- indamenn og fornleifafræðingar lengi glímt við og ekki tekist að leysa. Þá er getið um Gemmeiza ferðamannaþorpið sem er í aust- urhluta landsins en þar er dýralíf sérlega fjölskrúðugt. Höfuðborgin Khartoum stendur þar sem mætast Bláa og Hvíta Níl. íbúar eru um níu hundruð þúsund. Þar er frægur úlfalda- markaður og arabískur súk þar sem enn má finna fflabeinsút- skurð að ógleymdum silfurskart- gripum og forkunnarfagrar bast- og tágakörfur. Þjóðminjasafnið í höfuðborginni þykir státa af ýms- um þjóðargersemum og þar eru minjar varðveittar frá því fjögur þúsund árum fyrir Krist. Súdan er múhammeðstrúarland og áfengi af skornum skammti. Allmörg þokkaleg hótel eru í höf- uðborginni og víðar um landið en þeim hefur verið haldið heldur illa við síðustu ár. Vegabréfsáritunar er krafist af flestum. Flugtími frá Englandi er 5-6 klst. í breska rit- inu Business Traveller er ódýrasta fargjald London-Khartoum-Lon- don um 75 þúsund kr. . ■ Jóhanna Krístjónsdóttir hhhh FERÐIR UM HELGINA Fl LAUGARD. 1. maí kl. 10.30 er skíða og gönguferð á Hengil. Gengið upp Sleggju- beinsskarð og á Skeggja sem er hæsti tindur fjallahringsins og að norðvestanverðu á Hengli. Kl. 13 á laugardag er hella- skoðunarferð í Árnaker sem er í hraunbreiðunni neðan við vesturenda Hlíðarfjalls í Ölfusi. Ferðin er tilvalin fjölskylduferð. Sunnud. 2. maí er 5. áfangi í Borgargöngu. Hefst hún við Hjallaenda og gengið um Búr- fellsgjá að Búrfelli og yfir hraunið að Kaldárseli. Gangan tekur um tvo og hálfan tíma. Brottför í ferðir er frá Um- ferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6. ÚTIVIST LAUGARD. 1. maí verður geng- inn hluti gamallar þjóðleiðar er kallaðist Selvogsgatan og var á milli Hafnarfjarðar og Sel- vogs. Ekið er að Kaldárseli þar sem gangan hefst. Gengið yfir Helgadal og hjá Valahnúkum, upp í Grindarskörð. Reikna má með að gangan taki 5-6 klst. Sunnud. 2. maí er fyrsti áfangi nýrrar fjallasyrpu yfir sumartímann. Verður í sumar farið á níu fjöll, annanhvern sunnudag frá 2. maí til 22. ág- úst. Á sunnudag er stefnan tek- in á Skálafell á Hellisheiði sem er 574 m. Brottför kl 10.30 frá BSÍ. Fólk er minnt á að taka með sér nesti og vera á góðum gönguskóm og með legghlífar. Fossavatnsganp 1. maí FOSSAVATNSGANGAN á ísafirði verður farin 1. maí og var fyrst farið í þessa göngu 1935. Frumkvæði á sínum tíma átti Olafur Guðmundsson í Þór. Gangan féll niður 1940-54 en hefur verið á hverju ári síðan. Þátttakendur geta valið um 52 þrjár vegalengdir. Hina eigin- ■S legu Fossavatnsgöngu eða ís- mim landsgöngu sem er 20 km og 1™ lagt af stað við Vatnahnjúk. 'b) Þá er hálf Fossvatnsganga 10 km og byijað er við Kristjánsbúð á Botnsheiði og loks er 7 km ganga þar sem farið er frá Kristjánsbúð og við Miðfellsfót. Mark er við Skíð- heima og lagt af stað kl. 14 í öllum vegalengdum. Islandsgangan er stigakeppni þar sem keppendur ná stigum úr fimm göngum sem fram fara víðs vegar um landið. Fossavatnsgangan er sú fimmta og síðasta af göngunum í íslandsgöngunni og ráðast því úrslit að henni lokinni og verðlaunaafhending fer hér fram. Þátt- tökugjald er 1.200 krónur og innifalið í gjaldi eru kaffi- veitingar að göngu lokinni. Magnús Kristj- ánsson sigraði í fyrstu göngunni 1935 og næstu fjög- ur ár á eftir. Sigur- vegari í fyrra var Gísli E. Árnason. Kristján R. Guð- mundsson er sá sem oftast hefur borið sigur úr býtum í Fossavatns- göngunni eða alls tólf sinnum. ■ Einkennisstafir flugfélaga AY Finnair AZ Alitalia BC Brymon Airways Bl Royal Brunei Airlines CO Continental Airlines Cl China Airlines CX Cathay Pacific GA Garuda Indonesia GN Air Gabon HH Somali Airlines HM Air Seychelles IB Iberia IR Iran Air KE Korean Air KX Cayman Airways MS Egyptair NH All Nippon Airways OA Olympic Airways PR Philippine Airlines PZ Lineas Areas Paraguayas QV Lao Aviation RB Syrian Arab Airlines RY Air Rwanda SAA South African Airways UA United Airlines VN Air Vietnam

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.