Morgunblaðið - 30.04.1993, Side 5

Morgunblaðið - 30.04.1993, Side 5
C 5 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Að fæða barn er náttúruleg athöfn, sem á ekkert skylt við sjúkdóma eða veikleika „ÞAÐ AÐ fæða af sér barn er ein mesta og innilegasta lífsreynsla, sem kona verður fyrir. Þess vegna er svo nauðsynlegt að konan stjórni því sjálf við hvaða aðstæður hún fæðir, í hvaða stellingu, hveija hún kýs að hafa í kringum sig, hvað hún borðar og drekkur og síðast en ekki síst þarf hún að þekkja ljósmóðurina, sem kemur til með að aðstoða hana í fæðingunni,“ segir breska ljósmóðirin og fyrirlesarinn Caroline Flint í samtali við Daglegt líf, og bætir við að því sé mikilvægt að sama ljósmóðirin fylgi verðandi móður feril- inn á enda, allt frá byrjun til loka meðgöngu. „Annað væri eins og að fara í brúðkaupsferð með ókunnum manni,“ segir hún. Caroline Flint var gestafyrirlesari á ráðstefnu Ljósmæðrafélags íslands sem haldin var sl. föstudag. Hún starfar sjálfstætt sem ljósmóðir í London og vinnur nú orðið mest- megnis við heimafæðingar þó hún hafí jafnframt mikla reynslu af ljós- mæðrastörfum á sjúkrahúsum. í fyrra gerðist hún ráðgjafi bresku rík- isstjórnarinnar á sviði fæðingarhjálp- ar. Hún er íslenskum ljósmæðrum kunn þar sem hún hefur skrifað greinar í mörg fagtímarit og gefið út bækur. Eitt þekktasta verk henn- ar er bókin „Sensitive Midwifery" sem kom fyrst út árið 1986. Þar er fjallað um mismunandi stellingar í fæðingu, umönnun og eftirlit ljós- móður í virkri fæðingu, heimafæð- ingar og margt fleira. A bókarkápu segir að nauðsynlegt sé að konan öðlist sjálfstraust, hún bæði treysti á sjálfa sig og ljósmóðurina. Sjálf segir hún bókina vera samsafn hug- mynda og hugsana fólks sem sé næmt fyrir þörfum kvenna á með- göngu og í fæðingu. Teymlsvinna Árið 1991 birti Caroline niðurstöð- ur rannsóknar, sem fjallaði um hvemig nýtt þjónustuform, sem fólst í teymisvinnu flögurra ljósmæðra innan sjúkrahúss, yki ánægju og stuðlaði að samfelldari þjónustu fyrir hóp kvenna með lága áhættu. í þeim hópi hittu verðandi mæður mun færri aðila í meðgöngueftirliti en ella og í 98% tilfella þekktu þær þann ein- stakling, sem sá um þær í fæðing- unni. I samanburðarhópnum, sem fékk hefðbundna þjónustu, var sú tala 20%. Stofnanafæðingar Caroline segir að engar sannanir liggi fyrir um það að stofnanir á Morgunblaðið/Ámi Sæberg Caroline Flint, gestafyrirlesari og ljósmóðir. borð við spítala séu öruggir staðir til að fæða böm á. „Á sjúkrahúsum er tæknin ofnotuð og þar grassera jafnframt ýmsir smitsjúkdómar. Fæðing er á hinn bóginn náttúrulegt fyrirbrigði, sem á ekkert skylt við sjúkdóma eða veikleika þó margir læknar reyni að láta líta svo út. Læknar þurfa að koma til sögunnar í veikindum fólks, en þegar fæðing er annars vegar þarf konan fyrst og fremst á stuðningi ástvina og ljós- móður, sem hún þekkir, að halda.“ Heimafæðingar Caroline segir að aðeins um 1% fæðandi kvenna í Bretlandi fæði ár- lega í heimahúsi, eða um 8.000 kon- ur á ári. „Markmiðið er að árið 2000 verði sú tala komin upp í 30%, en stefna stjómvalda er einmitt sú að stuðla að aukningu heimafæðinga jafnframt því að konur hafi meira val en nú er.“ Samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfírvalda í Bretlandi á störfum ljósmæðra í heimahúsum sem nær y-fir tíu ára tímabil kemur fram að 89% kvennanna fæddu eðli- lega, 6% fóru í -keisaraskurð og í 5% tilvika þurfti sogklukkur og tangir. 12% þeirra kvenna, sem kusu að fæða heima, þurfti að flytja á sjúkra- hús, aðallega vegna þess hversu seint fæðingin gekk. Þar af voru aðeins 3% neyðartilvik. I sex til sjö af hveij- um þúsund tilvikum var um burðar- málsdauða að ræða sem er svipað hlutfall og á íslandi þar sem er eitt lægsta hlutfall í heimi. Caroline leggur áherslu á að heim- ili fæðandi kvenna séu mjög öryggir fæðingarstaðir, síður en svo verri en sjúkrahúsin, og bendir jafnframt á að íslenskar ljósmæður séu mjög vel þjálfaðar til þess að fylgjast' með konunum ferilinn á enda. „90% kvenna, sem hafa upplifað fæðingu á sjúkrahúsi og í heimahúsi, kjósa heimilið umfram sjúkrastofnanir. Þar eru konurnar í sinu eigin umhverfi. í raun getur hvaða vistarvera sem er orðið fyrir valinu sem ákjósanleg- ur fæðingarstaður. Það er konunnar að segja til um það. Algengt er að þær fæði kijúpandi fyrir framan stól eða sófa eða sitji á hækjum sínum úti á gólfi. Á síðustu þremur árum hafa aðeins þijár konur af hundrað kosið að fæða í rúminu," segir ljós- móðirin. Ingibjörg Einisdóttir, formaður Ljósmæðrafélags íslands, segir að heimafæðingar á íslandi séu mjög sjaldgæfar. Þó hafi sjö- konur í Reykjavík kosið að fæða heima í fyrra og það sem af er árinu í ár séu komnar fjórar heimafæðingar. „Við höfum í raun allar aðstæður til þess að bjóða upp á heimafæðingar sé þess óskað. Við höfum bæði þekking- una og jafnframt er til samningur Ljósmæðrafélagsins og Trygginga- stofnunar sem í raun er byggður á áratuga starfi og er hann enn í góðu gildi,“ segir Ingibjörg. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir Á ráðstefnu Ljósmæðrafélagsins mættu 150 ljósmæður af 210 sem í félaginu eru, sem telst vera metþátttaka. Djáknar geta m.a. annast undirbúning fermingarbarna Djáknanám verður við Háskóla íslands frá og með næsta hausti FRÁ og með næsta hausti verður hægt að leggja stund á djáknanám við Háskóla Islands. Annars vegar er boðið upp á eins árs framhaldsnám fyrir þá sem lokið hafa háskólaprófi í uppeldis- eða hjúkrunargreinum og hins vegar þriggja ára nám. Þó nokkrir íslendingar hafa lagt stund á djáknanám erlendis, aðallega í Noregi og Svíþjóð. Að sögn Einars Sveinbjömssonar for- seta guðfræðideildar hafa fáir verið vígðir til starfa innan söfn- uða Þjóðkirkjunnar og enginn starfandi djákni núna. —Að hvaða leyti eru djáknar ólíkir prestum? „Djáknar sinna ýmsum líknar- störfum innan safnaða, heimsókn- um og fræðslu. Þeir geta til að mynda annast fræðslu fermingar- barna, haft umsjón með sunnu- dagaskólum og Biblíusamlestri." Mikill áhugi ð nðmlnu Einar segir að mikið hafi verið spurt um hina nýju námsbraut í Háskólanum og ef innritun verði í samræmi við fyrirspurnir megi búast við mörgum nýnemum í djáknanámi næsta vetur. Guð- fræðinám fyrir presta tekur fimm ár, en í djáknanámi sem tekur þrjú ár, verður meiri áhersla lögð á greinar sem tengjast uppeldis- og líknarmálum. Djáknanemar munu til dæmis hvorki læra grísku né hebresku sem er hluti af guð- fræðinámi. Að loknu djáknanámi segir Ein- ar að fyrirhugað sé að fólk fái starfsþjálfun. Áður en þeir hefji störf við söfnuð muni biskupinn yfir íslandi vígja þá til starfsins. Vígslustig djákna er hið næsta fyrir neðan presta. í fornkirkjunni voru djáknar aðstoðarmenn bisk- ups og önnuðust einkum félagsleg mál. Hlutverk hinna tilvonandi djákna hér á landi er því áþekkt, nema hvað þeir starfa við hlið presta í stað biskups. „Það má segja að þessi nýja námsbraut lýsi þeirri útvíkkun sem átt hefur sér stað undanfarið í starfi kirkjunnar Söfnuðir sem hafa djákna í þjónustu sinni verða betur megnugir að sinna hvers kyns líknar- og félagsstörfum en áður. Þörf á slíku hefur aukist og eru kirkjuskjól fyrir böm að- eins eitt dæmi af mörgum um breyttar áherslur í starfi kirkjunn- ar.“ —Nú virðist kirkjan fremur svifasein og þung í vöfum. Áttu von á að útskrifaðir djáknar fái störf við hæfi innan safnaða? „Það er erfitt að segja til um það og vissulega gæti orðið vandamál fyrir djákna að fá urh- svifalaust vinnu. Við förum samt sem áður af stað með námið af bjartsýni og í góðri trú.“ ■ Brynja Tomer Kaffín getur valdið auknum blóð- þrýstingi, hraðari hjartslætti og hræðslutilfinningu. í Asiaweek segir að að lyfja-og matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum hafi sett kaffín á „svarta listann" í kjölfar dýrarann- sókna. Ófrískum rottum var gefið mikið magn af kaffíni og í kölfarið komu í heiminn margir ungar sem að einhverju leyti voru vanskapaðir. Ófrískar konur tóku þátt í rann- sókn sem nýlega var gerð í Banda- ríkjunum. Bamaheilbrigðis- og þró- unamefnd Bandaríkjanna skipulagði rannsóknina og var konum skipt í tvo hópa eftir daglegri kaffín neyslu þeirra. Niðurstöður benda til þess að ófrískum konum sé óhætt að neyta kaffíns svo framarlega sem það sé innan skynsamlegra marka. Fylgst var með konum _ á með- göngu og eftir fæðingu. í öðmm hópnum vom konur sem neyttu minna en 300 mg af kaffíni á dag. Ekki kom í ljós aukin tíðni á fóstur- missi og fæðingarþyngd barnanna var í flestum tilfellum eðlileg. Börn þessara kvenna þyngdust eðlilega á fyrstu vikum eftir fæðingu. Samanburðarhópurinn drakk meira en 300 mg af kaffíni á dag, meira en 3 kaffibolla eða 7 tebolla. Fleiri börn úr þeim hópi reyndust eiga í einhvers konar erfiðleikum skömmu eftir fæðingu. Færri voru jafn þroskuð og börnin úr fyrri hópn- um og almennt voru þau léttari við fæðingu. Læknar benda á að kaffín sé oft í kaffínskertu kaffi og tei,. og einnig sé oft ofurlítið kaffín f því sem selt er sem kaffínlaust. Upplýsingar á umbúðum eiga þó að segja til um hvort og þá hversu mikið kaffíninni- hald sé í vömm. Þeir ráðleggja þung- uðum konum að styðjast við þumal- puttaregluna að drekka ekki meira en 2 kaffibolla á dag, það er að segja ef þær telja að kaffín sé ein af þeim lífsins lystisemdum sem sé þess virði að neyta. g Brynja Tomer ACIDOPHILUS FYRIR MELTINGUNA Gh Fœst i beilsubúðum, lyfjabúðum og heilsuhillum matvöruverslana. eilsuhúsið Kringlan sími 689266 Skólavörðustíg sími 22966 Er meltíngin i ólftgi? Margt getur truflað eðlllega starfsemi melUngarfæranna, t.d. langvarandi óheppilegt mataræði. Algengast er þó að neysla fúkkalyija setji melUnguna úr jafhvægi vegna þess að lyfin eyða þvi miður ekki einungis sjúkdóinsvaldandi sýklum, heldur rústa þau jafnframt nauðsynlegum gerlagróðri melUngarfæranna. 111 að koma starfsemi þeirra aftur í eðlilegt horf eru notaðir ACIDOPHILUS gerlar. ACIDOPHILUS töflur, þægilegar í inntöku, koma jafnvægi á melUnguna. Guli miðinn tryggir gæðin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.