Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 Ó, þessar lífsins lystisemdir UM LANGA hríð hefur verið rætt, ritað og rifist um óholl- ustu kaffis. Sérstaklega hafa augu manna beinst að ófrískum konum og sýnt fram á að kaffidrykkja geti aukið líkur á fósturmissi. Ennfremur hefur verið talið líkJegt að samband væri milli kaffidrykkju á meðgöngu og lítillar fæðingar- þyngdar nýbura. Nýjar rannsóknir benda aftur á móti til þess að kaffi sé ekki eins slæmt og margir hafa haldið fram. Bandaríska lyfja-og matvælaeftir- Asiaweek er grein um kaffín og litiðlflokkar kaffín undir lyf og ákvað rannsóknir á áhrifum þess. Kaffín árið 1980 að setja hið örvandi efni er meðal annars í kaffi, en einnig í á lista yfir óæskilega_ neysluvöru kakói, tei og kóladrykkjum. fyrir ófriskar konur. I tímaritinu Úr ljósu yfir í sterkari litatóna Te af telauf- um: 43 mg. Kakó: 13 mg. Trekkt kaffi : 85 mg. Kaffínskert kaffi: 2,5 mg. VEÐRÁTTAN setur meira mark á mannvirki hér á landi en annars staðar og þurfa Islendingar því að leggja meiri vinnu í viðhald húsa sinna en aðrar þjóðir. Húseigendur geta sparað sér mikla fjármuni og fyrirhöfn með því að standa rétt að verki í upphafi og gæta þarf þess að húsin séu varin á þann hátt sem besta raun gefur. Ólafur Már Sigurðsson, markaðsstjóri hjá Hörpu með nýtt útilita- kort Hörpu. Aö undanförnu hefur það færst í aukana við mólun húsa að utan að notaðir eru líflegir litir, ' bæði sterkir og afger- andi litatónar sem og jarðlitir. Sama gildir hvort húsið er klætt búrujórni eða bygging- arefnið er steinn eða viður. að sögn Ólafs. Nauðsynlegt er að háþrýstiþvo þessi hús og hreinsa sem mest af gamalli málningu. Síðan er gott að láta veggina standa í afvötnun og útöndun í nokkurn tíma því oftast leynist í veggjunum raki sem ekki hefur átt nægilega greiða leið út. Reynd- ar má bera vatnsfæluna strax á því að hún hleypir rakanum út í gegnum sig en gott er að bíða með að mála, jafnvel þangað til næsta_ sumar. Málningarkerfið, sem Ólafur segir að gefi besta raun á stein sé böðun með vatns- fælu og síðan málaðar tvær um- ferðir eða böðun og síðan málað einu sinni með terpentínuþynntri akrýlmálningu og ein til tvær umferðir með vatnsþynnanlegri akrýlmálningu. Þegar steinhús er endurmálað, er sílanfestir notaður á þá fleti sem bletta þarf eftir skröpun eða hreinsun og síðan á alla þá fleti sem koma undan málningu sem hreinsuð hefur verið af með há- þrýstiþvotti. Fyrst er blettað og síðan eru heilmálaðar tvær um- ferðir af þeirri málningu, sem val- in hefur verið. ■ Jóhanna Ingvarsdóttir ££ Eins og heimur hátískunn- ar, fer málning í gegnum reglubundnar tískusveiflur. kk Að sögn Ólafs Más Sigurðs- sonar, markaðsstjóra hjá ^ málningaverksmiðjunni %f% Hörpu, er þróun í litavali nokkuð sveiflukennd þar ^ sem að smekkur fólks breytist ört í þessum efnum semöðrum. „Fyriraðeins um fimm árum síðan voru flest hús máluð hvít, síðan tóku svokallaðir pastellitir við. Nú eru sterkari Iitir meira afgerandi sem gefur vissulega umhverfínu meiri fjölbreytileika en ella. Algengt er að valdir séu þrír litir til málunar utanhúss. Þá er gjarnan valinn einn litur, sterkur og afgerandi, á tréverk eins og glugga, hurðir, þakkanta og jafnvel á þakið sjálft. Annar litur, mildari, er valinn á sökkla og minni fleti og loks aðal- liturinn, t.d. mildur jarðlitur, á stærstu fletina sem tónar við sterkari litina." Ólafur segir að þróunin hafí einnig verið þessi í viðarvörn, en nú er unnt að mála viðinn og veija í öllum regnbogans litum. „Ljósir litir munu vissulega halda velli þó litagleðin sé nú mun meiri en áður. Þeir, sem eru djarf- ir og þora að spila á ímyndunarafl- ið, munu hinsvegar geta tekið þátt í miklum litaleik í sumar,“ segir Ólafur Már um leið og hann féllst á að gefa þeim húseigendum, sem hyggja á útimálningu í sum- ar, holl ráð. Málning skipar stóran sess í viðhaldi húsa, en málningarvinnu má oftast skipta í þrjá flokka: undirbúning, grunnun og málning. Það verður seint brýnt nógsam- lega fyrir fólki að vanda undirbún- ing málunar sem best og spara þar ekki tíma. Málmfleti jafnt sem steypta fleti skal þvo og gamal- málaða fleti, þar sem málning er farin að flagna, skal þvo með há- þrýstivatni. Rétt grunnun er einnig mikil- væg. Bera steinfleti skal grunna með sílanefnum, bert bárujárn með ætigrunni og bert tré með grunnfúavara. Aðstæður við málningarvinnu skipta miklu máli. Þurrt, hlýtt og Kaffein í mg mióið við 150 ml af vökva. sólarlítið veður er hentugast til málunar. Nýsteypta fleti skal ekki mála fyrr en að mánuði liðnum og rakainnihald viðar má ekki fara yfir 17%. Bárujárn Áður en málning bárujáms hefst verður að hreinsa burt ryð, olíur og hvers kyns óhreinindi, t.d. með vírbursta, sköfu og háþrýsti- þvotti. Nýtt bárujám er best að láta veðrast í eitt til tvö ár áður en það er meðhöndlað eins og að neðan greinir. Ómálað, zinkhúðað járn skal gmnna, síðan tvímála með þakmálningu. Ómálað járn skal ryð- og olíu- hreinsa og grunna með ryð- vamarmálningu, síðan tví- eða þrí- mála með þak- málningu. Þegar bámjám er mál- að - skal nota pensil eða kúst, draga vel úr málningunni og sjá til þess að hún berist ekki þykkara á í Iág- bárunni. Yfirleitt em málaðar tvær umferðir og er gott að þynna þakmálninguna með terpentínu um það bil 5-10% í fyrri umferð. Vlður Það vill stundum vefjast fyrir mönnum hvernig þeir eigi að veija tréverk utanhúss fyrir veðri og vindum. Áður en endanlegt efni er borið á viðinn þarf að undirbúa hann vel. Nýr viður þarf að véra hreinn og þurr og rakainnihald undir 17%. Af gömlum við þarf að skafa af allt lauslegt í burtu og gljáandi fleti sem og veðraða verður að slípa með sandpappír. Hægt er að mæla rakainnihald viðar með sérstökum mælum. Síð- an skal gmnna með grunnfúavörn. Þegar undirbúningi er lokið þarf að mála eina til þijár umferðir allt eftir því hvaða efni er notað og hvaða áferð fólk sækist eftir. Stelnn Steypuskemmdir hafa hijáð margan íslendinginn síðustu árin og hefur verið kappkostað að vanda til málningarkerfa þannig að rakanum í steypunni verði greidd leið út en lokað fyrir hann í hina áttina. Viðleitni í þessa átt, sem hefur skilað verulegum árangri, er vatnsfælan svokallaða sem ver steininn fyrir slagregni, Neskaffi: 65 mg. Uppáhellt kaffi: 115 mg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.