Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 2

Morgunblaðið - 30.04.1993, Síða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 ■ ■ ÞAD borgor sig ekki aö taka líffið of alvar- legaf því við komumst hvorf sem er ekki liff- andi fró því. ELBERT HUBBARD Kertahlíf. Hirsla undir símaskrá. Katrín Waagfjörð stendur hér við tillögu af nótnastatívi. Margar raunhæfar lausnir bárust í nýsköpunarsamkeppni barna Nýsköpunarverk átta til fimmtán ára nemenda voru til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur um siðustu helgi þar sem jafnframt fór fram verðlaunaafliending fyrir þau verk, sem dómnefnd taldi skara fram úr sem besta hugvitið. A sýningunni mátti sjá bæði teikningar og fullgerða hluti ungu hugvitsmannanna og voru gestir á einu máli um að börn væru fullfær um að koma með frábærar, einfaldar og raun- hæfar lausnir fyrir daglegt líf okkar á tækniöld. Mönnum bar saman um að þjóðhagslega hagkvæmt væri að styðja við bakið á hugvits- mönnum, einfaldlega vegna þess að þeir væru í eðli sinu vinnuskap- andi og því fyrr sem þeir fyndust, því betra. Nýsköpunarsamkeppni grunn- skólanema er landskeppni og var fyrst haidin í fyrra. Hún er haldin á vegum Fræðsluskrifstofu Reykja- víkurumdæmis, Tækniskóla íslands, íþrótta- og tómstundaráðs Reykja- víkurborgar og Félags íslenskra hugvitsmanna. í fyrra bárust 75 hugmyndir í keppnina. Vel þótti til takast svo ákveðið var að gera keppnina að árlegum viðburði. I ár bætti aldeilis um betur því alls bár- ust 215 hugmyndir frá krökkum hvaðanæva að. Af þeim eru, sam- kvæmt mati matsnefndar, 25 hæfar til framleiðslu strax. Keppninni var skipt í tvennt. Ann- ars vegar var um að ræða uppfinn- ingu á nýjum hlutum og hins vegar endurbætur á eldri hlutum. Þrír ung- ir hugvitsmenn fengu verðlaun í hvorum flokki fyrir sig og afhenti Markús Örn Antonsson, borgar- stjóri, verðlaunin. Eldavélaborð í fyrrnefnda flokknum hlaut Linda Rut Hreggviðsdóttir, Grunn- skóla Eskifjarðar, 1. verðlaun, tölvu frá Nýhetja, fyrir eldavélaborð, sem kemur sem framlenging út af elda- vélinni. Hún segir að borðið eigi aðallega að vama því að böm nái í potta og pönnur og helli yfir sig. Einnig sé borðið hentugt sem skurð- arbretti. Kertahlíf Önnur verðlaun, Danmerkurferð fyrir tvo frá Flugleiðum, fékk Ingólf- ur H. Hermannsson, Foldaskóla, fyr- ir uppfinningu á kertahlíf. Hann segir að búnaðurinn sé ætlaður ofan á venjuleg kerti, en gler hindri að loftið leiki fijálst um logann. Innri hólkur liggur á brún kertisins og lækkar í takt við eyðslu þess. Nótnastatív Þriðju verðlaun, 25 þúsund kr. frá íslandsbanka, komu síðan í hlut.Katr- ínar Waagfjörð, Ketilsstaðaskóla í Mýrdal, fyrir nótnastatív sem hún hannaði, en Katrín fékk fyrstu verð- laun í fyrra fyrir uppfinningu á tösku með hillum. Sjálf er Katrín að læra Fimm nemar í fatahönnun í úrslit FIMM stúlkur komust í úrslit í forkeppni alþjóðlegrar samkeppni ungra tískuhönnuða 1993 sem haldin var í veitingahúsinu Berlín fyrir skömmu. Að keppninni stendur Smirnoff og er henni ætlað að gefa ungum nemum í tískuhönnum færi á að koma hæfileikum sínum á framfæri undir kjörorðinu „Ómenguuð lífsgleði". Alls tóku níu hönnunarnemar þátt í keppninni, átta úr Iðnskól- anum í Reykja- vík og einn úr textíldeild Mynd- listar- og hand- íðaskóla Islands. í úrslit komust Anna Rut Steins- son, Filippía P. Elísdóttir, Inga Kristín Guð- laugsdóttir, Oddný Ragna Sigurð- ardóttir, allar úr Iðnskólanum í Reykjavík, og Unnur Knudsen Hilmarsdóttir úr MHÍ. Allar fengu þær 15 þúsund króna s.tyrk til Linda Pétursdóttir, sem á sæti í dómnefnd, og Július P. Guðjóns- son, umboðsmaður Smirnoff á Islandi, ráða ráðum sínum. Sigurvegarinn efniskaupa til þess að fram- leiða og fullgera flíkurnar. Úrslit- akeppnin hér á Islandi fer síðan fram þriðjudag- inn 18. maí á LA Café, Laugavegi 45, og mun ís- lensk dómnefnd raða flíkunum í fyrsta til fimmta sæti. þeirri keppni Bjarni Hannesson við bátinn sinn. Morgunblaðið/RAX Þær stúlkur, sem komust í úrslit eftir forkeppnina, eru frá vinstri: Unnur Knudsen Hilmarsdóttir, Filippía P. Elísdóttir, Inga Kristín Guðlaugsdóttir, Oddný Ragna Sigurðardóttir og Anna Rut Steinsson. mun síðan taka þátt í lokakeppn- inni sem fram fer í Ríó í Brasilíu í október nk. Þar verða fulltrúar frá um 30 þjóðlöndum. Sá hönnuð- ur, sem lendir í öðru sæti hér heima, fær tækifæri til þess að heimsækja Rússland í júní nk. sem gestaþátt- takandi í keppninni þar. Dómnefndina skipa þær Linda Pétursdóttir, Anna Gulla Rúnars- dóttir og Sigrún Hauksdóttir. Dóm- nefndin var sammála um að tillög- umar einkenndu ferskar og fjöl- breyttar hugmyndir hæfileikaríks fólks og hún áleit nokkra þátttak- enda hafa fujla burði til þess að geta náð langt á hönnunarsviðinu, jafnvel hjá stærstu fyrirtækjum heims á sviði fatahönnunar. Dóm- nefndin lýsti einnig yfir ánægju sinni með að ungu og hæfileikaríku fólki skuli gefast svona tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri. ■ JI Hin hliðin á heila- og taugaskurðlækninum BJARNI Hannesson er sérfræðingur í heila- og taugaskurðlækningum á Borgarspítalanum. Þegar hann á lausa stund frá starfinu á sumrin er ekki ósennilegt að hægt sé að ganga fram á hann niðri við Reykja- víkurhöfn því síðastliðin tuttugu ár hefur Bjarni stundað siglingar. „Það er erfitt að finna nokkuð sameiginlegt með skurðlækningum og siglingum en kannski er það ein- mitt ástæðan fyrir því að ég stunda siglingar. Það er afslöppun fólgin í því að takast á við eitthvað allt ann- að og ólíkt starfinu þegar vinnudegi lýkur.“ Bjarni segist alltaf hafa verið fyr- ir útiveru, hann stundar skíðaíþrótt- ir á veturna en söðlar um þegar vorar og fer að huga að bátnum sín- um. „Við byijum að sigla í maí og erum að út september.“ Keppa vikulega á sumrin Hann byijaði að sigla kænu árið 1973, þá var frítíminn hjá honum af skornum skammti og stuttir sigl- ingatúrar hentuðu honum. Aðstaðan var fábrotin fyrir kjölbáta á þeim tíma en í dag segir Bjarni að hún sé til fyrirmyndar við Reykjavíkur- höfn. „Eg fer aðallega í stuttar ferð- ir og sigli um Faxaflóann. Á þriðju- dagskvöldum keppa þeir sem stunda íþróttina og venjulega eru það á milli 10 og 20 bátar sem taka þátt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.