Morgunblaðið - 30.04.1993, Side 12

Morgunblaðið - 30.04.1993, Side 12
12« <£ ■MORGUNBLÆIÐ B'ÖSCÚDÁíQÍÍK'. ÍKMKÍL ,199,3 NTIR ■ Toyota Carina E langbakur sameinar marga kosti TOYOTA Carina E langbakur- inn sem frumsýndur var fyrir skemmstu hefur þegar áunnið sér vinsældir hérlendis og hafa selst yfir 10 bílar hjá Toyota umboðinu, P. Samúelssyni í Kópavogi. Carina E kom á markað í fyrra og skutbíllinn siglir síðan í kjölfarið í ár. Car- ina E er meðalstór bíll, fram- drifinn með tveggja lítra og 133 hestafla vél og fáanlegur með hand- eða sjálfskiptingu. Óhætt er að fullyrða að Carina lang- bakurinn er eigulegur bíll með ríkulegum búnaði, rúmgóður vel og hentugur fjölskyldubíll við margs konar aðstæður, lip- ur borgarbíll og góður ferða- bíll. Toyota áætlar að framleiða kringum 60 þúsund bíla af þess- ari gerð í verksmiðjum sínum við Nagoya í Japan og er gert ráð fyrir að um 12 þúsund þeirra seljist á Evrópumarkaði. Grunnverð Carina E langbaks- ins er 1.730 þúsund krónur fyr- ir handskiptan bíl. Carina E langbakurinn er nokkuð laglegur. Fram- og |h afturendar eru vel ávalir og hefur hönnun langbaksins tekist vel en stallbakurinn er þó alltaf fallegri tilsýndar. Bíllinn rís nokkuð upp að ■Ji aftanverðu og setja mjókk- andi gluggar einkum þann svip. Aðalluktir og afturlukt- ir eru allstórar og vatns- JJJ kassahlífín fínleg. Undir ** framstuðara, sem einnig er fínlegur, eru þokuluktir og nokk- uð breiður og áberandi stuðara- listi nær umhverfís allan bílinn. Vel heppnuA sæti Að innan ber fyrst að nefna vel heppnuð sætin, fram- sem aftursæti og gefa þau gott rými á alla kanta. Mælaborðið er hefð- bundið í uppsetningu og er þar að fínna alla nauðsynlega mæla og skemmtilegur svipur næst með einfaldri, bogadreginni línu á mæláborðshillunni. Stokkurinn í mælaborðinu milli framsætanna er nokkuð breiður og þar er kom- ið fyrir voldugu útvarpi með ka- settuspilara og miðstöðvarrofum. Gírstöng er á stokknum sem gengur síðan aftur milli framsæta og er hún vel staðsett. Gott er og fljótlegt að koma sér vel fyrir við stýrið en þó ber örlítið á þrengslatilfínningu hjá ökumanni og má segja að þessi Morgunblaðið/jt Toyota Carina E langbakurinn er laglegur bíll og eigulegur. þrengsli séu það eina sem telst til galla. Höfuðrými er þó ágætt í framsætum og ekki síðra í aftur- sætum. Þessi þrengsli í framsæt- um virka kannski meiri en þau eru í raun og veru vegna þess hve sætin sjálf eru breið, stýrið nokk- uð stórt og áðurnefndur miðju- stokkur í mælaborðinu breiður og mikill og má því segja að rýmið sé nýtt til hins ýtrasta. Útsýni er gott á allar hliðar og tekur heldur ekki langan tíma að átta sig nokk- uð vel á lengd og breidd bílsins en heildarlengdin er 4,53 metrar. Eins og á öðrum bílum með vel rúnnuðum framhomum tekur lengstan tíma að fá nákvæma til- fínningu fyrir hægra framhomi. Vélin er tveggja lítra, fjögurra strokka, 16 ventla og 133 hest- afla línuvél. Vélarblokkin er úr léttu steypujárni, strokklok úr áli, tveir ofanáliggjandi kambásar og hafa tæknimenn Toyota með ýms- um ráðum reynt að gera bílinn í senn spameytinn og aflmikinn. Meðaleysðlan er kringum 11 lítr- ar. Þá er ytra byrðið þannig frá- gengið að fátt eitt getur skapað vindgnauð. Carinan er búin sjálf- stæðum MacPherson fjöðrunar- búnaði og fóru fram miklar próf- anir og rannsóknir í rannsókna- og þróunarmiðstöð fyrirtækisins í Röskur í vióbragói Sætin Þröngt öku- mnnnsssti Belgíu. Lögð var áhersla á að ná fram fjöðrunarkerfí sem hentað gæti sem best notkun í Evrópu. Hvað sem um það má segja er fjöðrunin ágætlega mjúk og aftur- flöðmn virðist samt hæfílega stíf til að þola nokkra hleðslu án þess að stöðugleiki minnki. Bíllinn tek- ur vel á móti djúpum holum og þvottabrettum án þess að öku- maður þurfí að fípast eða láta sér koma nokkuð á óvart, bíllinn líður yfír ójöfnur án hliðarstökks. Hér þarf þó að gæta þess að vera hvorki á of miklum né of litlum hraða, fjöðrunin nýtur sín best á venjulegum ferðahraða. VerAið hagstætt í heild má segja að Toyota Carina E GLi langbakur eins og Sætin fá góða einkunn. hann heitir með öllu, komi vel út og er erfítt að finna á honum snöggan blett. Þetta er fjölhæfur bíll, lipur í borg og dijúgur á allan hátt úti á þjóðvegi, gott rými fyr- ir fólk og farangur og umgengnin öll er þægileg. Og verðið: Grunn- verðið er 1.730 þúsund krónur fyrir bílinn með 5 gíra handskipt- ingunni en 1.855 sé bíllinn tekinn sjálfskiptur. Það er tvímælalaust hagstætt verð fyrir slíkan bíl þar sem staðalbúnaðurinn er ríkuleg- ur en hér verður hver og einn kaupandi að dæma um hvort hann vill ráða við. Þrátt fyrir hefðbundna upp- setningu mælaborðs næst skemmtilegur svipur með ein- faldri bogadreginni mæla- borðshillunni. T0Y0TA CARINA E GLILANGBAKUR í HNOTSKURN VÉL: Tveggja lítra, 4 strokkar, 16 ventlar, 133 hestöfl, raf- eindastýrð innsprautun. Aflstýri. Veltistýri. Sjálfstæð MacPherson íjöðrun. Diskahemlar að framan, skálar að aftan. Læsivarðir hemlar. LENGD: 4,53 m, breidd: 1,69 m, hæð: 1,42 m (með þakboga 1,47 m). HJÓLAHAF: 2,58 m. Hæð undir lægsta punkt: 15 cm. ÞYNGD: 1.310 kg. HEILDARÞYNGD: 1.750 kg. Farangursrými 485 lítrar, stækkanlegt í 860 1. Bensíntankur tekur 60 lítra. Rafstillanlegir útispeglar. Samlæsingar. Rafstýrðar rúðuvindur. Hiti í framsætum. Sóllúga. Álfelgur. Útvarp, kassettutæki og geislaspilari. Rafeindastýrð fjögurra þrepa sjálfskipting. VERÐ: Rúmar 2,2 milljónir með aukahlutunum. UMBOO: P. Samúelsson, Kópavogi. Að sjálfsögðu er hægt að bæta við ýmsum aukabúnaði og var bíllinn sem prófaður var reyndar með ýmsum slíkum búnaði, svo sem sóllúgu, læsivörðum hemlum, álfelgum, geislaspilara og loftkæl- ingu og verðið þá líka 2,2 milljón- ir. Ef ráðleggja á einhvern auka- búnað má hiklaust mæla fyrst með læsivörðum hemlum sem kosta 95 þúsund krónur og örygg- ispúða sem kostar annað eins. Hitt er meira til þæginda fremur en að það sé nauðsyn. ■ Jóhannes Tómasson Meiri áhersla lögð á smábíla JAPANSKIR bílaframleiðendur ætla í framtíðinni að leggja aukna áherslu á framleiðslu smábíla, með 1,0-1,3 lítra vél- um, þar sem sala á stærri bílum heldur áfram að dragast saman. Bílasérfræðingur telja líklegt að Mistub- ishi-verksmiðjurnar verði með minnsta bíl- inn, þ.e.a.s. bíl sem svipar mjög til mslOOO tilraunabílsins sem sýndur var á bílasýn- ingunni í Tókíó. Toyota-verksmiðjurnar ráðgera að bjóða Japanskir bílaframleiðendur ætla í auknum mæli að snúa sér að framleiðslu smábíla. Toyota Starlet með 1,0 Iítra vél og Nissan mun hugsanlega fjölga afbrigðunum af verðlaunabílnum Nissan Micra. ■ Bandarískar bílaleigur endurskoda gjaldskrár NOKKRAR bílaleigur í Bandaríkjunum hafa tekið upp þá nýbreytni að leigja ekki út bíla til yngri en 25 ára eða krefj- ast hærri greiðslu af þeim en öðrum. Bílaleigur í Bandaríkjun- um reyna að skera niður kostnað við tryggingar með því að leigja ekki út bíla til þeirra sem tilheyra áhættuhópi. Flest útibú bandarísku bílaleig- unnar Budget Rent A Car leigja ekki bíla til 25 ára og yngri, og Alamo Rent A Car í Flórída leggur á 15 dollara, tæpar eitt þúsund kr. daglega á leigu til aldurshóps- ins 21-25 ára. Margar bílaleigur hafa einnig hafið að kanna hvort væntanlegir viðskiptavinir séu á lista tryggingafélaganna yfír þá sem hafa oft lent í tjóni. Hertz-bílaleigan krefst mun hærri leigu af þeim sem eru skráð- ir til heimilis í borgarhlutum efna- minna fólks New York, þar sem fyrirtækið hefur tapað stórfé vegna tjóns sem bílar þess hafa orðið fyrir. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.