Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 3

Morgunblaðið - 30.04.1993, Page 3
MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUPAGUK l(i. APRÍL 1993 g a Morgunblaðið/Kristinn Borgarstjórinn í Reykjavík ásamt verðlaunahöfum, frá vinstri: Linda Rut Hreggviðsdóttir, Fjölnir Guðmannsson, Katrín Waagfjörð, Jó- hannes Páll Gunnarsson, Rúnar Páll Rúnarsson, Úlfhildur Elín Þor- láksdóttir, Gerður Jónsdóttir, Ingólfur H. Hermannsson. bæði á píanó og klarinett og segir hún að oft sé allt of lítið pláss fyrir nótumar ef sama lagið teygir sig yfír á fleiri síður. Katrín segir að nýja hugmyndin sé einkar hentug ef tónverkið er á 3-4 blöðum og einnig ef enginn standur er fyrir nótur á hljóðfærinu. Statívið er laust, en hægt er að festa það með sogskálum á píanó eða orgel og klemma nótna- blöðin á. Hún segir keppnina vera mjög skemmtilega og hún ráðgeri að taka þátt í þriðja sinn. „Ég er að vfsu ekki ákveðin hvað ég bý til næst. Það verður bara að koma í ljós.“ Hún segir kennarana í skólanum mjög áhugasama um að leiðbeina krökkunum, en þess má geta að krakkar úr Ketilsstaðaskóla, sem er sveitaskóli, fengu þrenn verðlaun í fyrra. Hirsla fyrir símaskrá í útlits- og formhönnunarkeppn- inni, sem náði yfir endurbætur á eldri hlutum, fékk Rúnar Páll Rún- arsson, Foldaskóla, 1. verðlaun, tölvu frá Örtölvutækni, fyrir hirslu fyrir símaskrá. Slík geymsla ætti víða heima þar sem símaskráin er ekki alltaf á sínum stað, segir Rúnar. Nestismappa Önnur verðlaun, Danmerkurferð fyrir tvo frá Flugleiðum, komu í hlut Fjölnis Guðmannssonar, Grunnskóla Eskifjarðar, fyrir nestismöppu. Hann segist hafa tekið eftir því að illa hafi farið um nestið sitt í skóla- töskunni og því hugsað málið upp á nýtt. Ekki fer þó meira fyrir nest- ismöppunni hans Fjölnis en þykkri skólabók og því gengur hún þægi- lega í skólatöskuna. „Maður tekur flöskuna af og boxin í sundur. Svo opnar maður boxin og tekur glasið og tappann af og fær sér að borða,“ segir Fjölnir. Nytjastóll Þriðju verðlaun, úttekt hjá Hag- kaup, fékk Úlfhildur Elín Þorláks- dóttir, Hvassaleitisskóla, fyrir nytja- stól, sem í senn er bæði stóll og hirsla. Til dæmis er tilvalið að hafa stólinn í svefnherbergi þar sem hægt er að geyma buxur svo þær krump- ist ekki, peysu er hægt að smeygja yfir axlir stólsins og skúffur í stóln- um má nota undir hvað sem er. Að auki veitti Tækniskóli íslands tveimur nemendum til viðbótar sér- stök verðlaun fyrir tæknilegt inn- sæi, en verðlaunin voru verkfæra- kassar til að hvetja hugvitsmennina ungu til frekari dáða. Þau verðlaun komu í hlut Gerðar Jónsdóttur, Vík- urskóla, Vík í Mýrdal, fyrir uppfínn- ingu á nýjum íslenskum bakpoka, og Jóhannesar Páls Gunnarssonar, Austurbæjarskóla, fyrir uppfinningu á vélhníf. Bakpokl Gerður segir að hugmyndin að bakpokanum hafi orðið til sem hug- ljómun eitt sumarkvöldið í fyrra þeg- ar hún var að slá gras í garðinum heima. Þetta á fyrst og fremst að vera handhægur hlutur, sem á að vera íslensk framleiðsla. Hægt er að nota hann sem bakpoka ein- göngu, eða bakpoka og svefnpoka eða bakpoka og tjald, allt eftir því hvað við á hverju sinni, segir Gerður. Vélhnífur Vélhnífurinn er aftur á móti mat- hnífur, sem á að nota þegar maður er að borða frekar seigt kjöt, segir Jóhannes Páll. Hnífurinn er með tveimur mjóum blöðum sem skjótast sitt í hvora áttina þegar takkanum ofan á hnífnum er haldið niðri, þ.e.a.s. þegar eitt blaðið fer fram, fer hitt aftur. Hnífurinn gengur fyr- ir lítilli rafhlöðu, sem knýr mótorinn, sem síðan knýr blöðin. „Hugmyndin varð til þegar ég var að borða kjöt þann 22. febrúar sl. Vegna þess hversu seigt kjötið var, datt mér í hug hvað lífið væri miklu auðveldara ef maður hefði hníf, sem líktist venju- legum mathníf, en hann hefði mótor sem hjálpaði til við kjötskurðinn," segir uppfinningamaðurinn. É Jóhanna Ingvarsdóttir Hættulegar draumfarir í morgunsárið ÁLAG á hjarta- og taugakerfi er meira þegar okkur dreymir. Draum- farir eru oft miklar í morgunsárið og nýlegar rannsóknir vekja upp spurningar um hvort þar sé kannski komin ástæða þess að hjarta- áföll eru algengari á þeim tíma sólarhrings. Það tímabil nætur sem okkur dreymir er kallað svefnblik, en margir þekkja það undir enska skammstöfunarheitinu REM, sem stendur fyrir rapid eye movement. Meðan okkur dreymir hreyfast aug- un ótt og títt og á þeim tíma er lík- amsstarfsemi með nokkrum krafti. Svefn og draumar hafa löngum ver- ið vinsælt viðfangsefni vísinda- mánna og niðurstöður oft athyglis- verðar. í The New England Journal of Medicine er sagt frá nýlegri rann- sókn sem reyndar var ekki viðamik- il, en eigi að síður athyglisverð. Átta fullfrískir karlmenn voru sjálfboða- liðar í rannsóknarstarfínu og var lík- amsstarfsemi þeirra mæld meðan þeir sváfu. Sjálfvirka taugakerfið var virkt á meðan draumfarir stóðu yfir. Streituhormónar geystust um líkam- ann og líkaminn bjó sig undir átök. Blóðþrýstingur hækkaði og hjart- sláttur jókst eins og að degi til. Á öðrum svefnstigum var líkamsstarf- semin mun hægari, blóðþrýstingur lægri og hjartsláttur ekki eins ör. A REM-svefnstigi, eða meðan mennina dreymdi, var sjálfvirka taugakerfið helmingi virkara en á öðrum svefnstigum. Fyrri rannsókn- ir hafa leitt í ljós að REM-svefn er um Vs hluti heildarsvefns og draumf- arir tíðari í morgunsárið en fyrri hluta nætur. Af þessu álykta rann- sóknarmennirnir að mögulegt sé að samband sé milli tíðni hjarta- áfaila árla morguns og hinnar öflugu líkamsstarfsemi í REM-svefni. ■ BT hveiju sinni. Haldin eru íslandsmót og um helgar er verið að sigla líka. Bjarni segir að siglingar séu ekkert karlasport, algengt sé að hjónafólk sé í þessu og hvað hann snertir hafa bæði fjölskylda og starfsfélagar ver- ið með honum að sigla. Langur biðlisti barna á Vann Islandsmeistaratltllinn - Keppir þú alltaf á sumrin? „Ég reyni að koma því þannig við. Við erum þriggja manna áhöfn sem keppir saman.“ Þess má reynd- ar til gamans geta að áhöfn Bjama vann íslandsmeistaratitilinn fyrir nokkrum árum í kjölbátasiglingum en þeir keppa á 22 feta bát. - Verður ekkert leiðin- legt að keppa í hverri viku oft við sömu aðil- ana? „Öll keppni sem slík er spennandi og það er með sigl- ingar eins og annað, það er alltaf hægt að vera að bæta sig og læra. Það krefst nákvæmnar tækni að sigla vel og aðstæður eru aldrei eins. Hefur stundaö siglingar síö- astliðin tutt- ugu sumur Siglt víða um heim Bjarni segist hafa siglt víða, verið undan ströndum Skotlands og í aust- anverðu Miðjarðarhafi undan Tyrk- landi og Grikklandi. Hann hælir að- stöðu til siglinga í gríska og tyrk- neska hafinu. Þar er þjóðlífið áhuga- vert og gjarnan hefur hann verið utan alfaraleiða. „Ferðamátinn er heillandi því maður er fq'áls og þarf ekki að vera háður því að finna sér næturstað. Frá sjó fæst líka annað sjónarhom á lönd og staði. Það þarf ekki að leita til útlanda til að það eigi við. Víða í nágrenni Reykjavíkur em fallegir staðir sem gaman er að skoða frá sjó og fugla- og dýralífíð við strend- umar hér er fjölbreytt." Bjarni segir að eftir að hafa ferðast á þennan hátt erlendis þar sem víða er mikil umferð báta þá njóti hann friðsæld- arinnar við íslenskar strendur og óspilltrar náttúm þeirra. <m forskólaaldri hjá talmeinafræðingum Þ, r og s eru þau hljóð sem börn ná síðast tökum á þegar þau eru að læra að tala og álitið að um 5-6% forskólabarna hafi frávik í málþroska. Áður var gripið inn í þegar barnið var komið í grunn- skóla en það hefur breyst og er æ algengara að talmeinafræðingar og talkennarar aðstoði börn strax á forskólaaldri. Langur biðlisti er hjá talkennurum og talmeinafræðingum þessa stund- ina og aðallega em það forskólaböm sem bíða. Daglegt líf heimsótti tal- meinafræðinga sem reka stofu í Skip- holti til að spyrja um hvað vefst eink- um fyrir ungviðinu. „Það em aðallega framburðargallar, seinkun á mál- þroska og ýmsar málhamlanir sem há bömum sem til okkar koma“, segja þær. Oft em bömin með eðlilegan málskilning en tala lítið og er gott að grípa strax inn í. Það er æskilegt að fá þau ung til kennslu meðan þau em sem næmust fyrir málinu." Barn á að vera talandi fjögurra ára - En hvenær á bam að vera tal- andi ? „Um fjögurra ára aldur á barnið að vera orðið nokkuð vel talandi svo ókunnugir skilji. Málið er þá ekki fullkomið en vel skiljanlegt." Foreldrar em oft óöraggir og vita kannski ekki hvemig á að kenna barninu ákveðin hljóð eða örva það og þvi er foreldrafræðsla nauðsynleg. Þegar bam þarf að ná tökum á hljóði er rétta aðferðin ekki að segja því að það sé að tala vitlaust heldur segja orðið aftur og leyfa því að heyra það rétt. Vlðvörunarelnkenni - Hver em helstu einkenni hjá MorgunDiaoio/Ami sæberg I Skipholti reka sjö talmeinafræðingar saman stofu sem þejr sinna sem hlutastarfi. Frá vinstri, Elisabet Arnardóttir, Þóra Sæunn Úlfsdótt- ir, Jóhanna Einarsdóttir, Asta Sigurbjömsdóttir, Bryndís Guðmunds- dóttir og Þóra Másdóttir. Á myndina vantar Stellu Hermannsdóttur. barni sem þarf að- stoð? „Sé barn á leik- skóla seint til máls eða aðrir örðugleikar gera vart við sig fylgj- ast fóstmr með þeim og benda foreldrum á. Oft skynja foreldr- amir sjálfir að í sam- anburði við önnur böm þá hljóti bamið að þurfa aðstoð.“ Það er óheppilegt hve langt er milli ítar- legrar læknisskoðun- ar á bömum vegna málþroska. Börn eru skoðuð 18 mánaða og síðan ekki fyrr en fjögurra ára. Ýmis frávik koma einmitt í ljós á þessu tímabili. Ef foreldrar eru áhyggjufullir af því Morgunblaðið/Kristinn barn er seint til máls má alltaf hafa samband við talkennara eða tal- meinafræðing. Það nægir oft að gefa foreldram leiðbeiningar. Það em aðeins 5 ár síðan talmeina- fræðingar fengu löggildingu á starfi sínu. í skólum komu þeir til starfa upp úr 1970 en það eru einungis nokkur ár síðan þeir fóm að sinna forskólabömum. Um 50 talkennarar og talmeina- fræðingar em í félaginu. Auk þess' að starfa við almenna gmnnskóla em þeir á endurhæfingadeildum, leik- skólum, í Öskjuhlíðarskóla, hjá. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkis- ins og við Heyrnleysingjaskólann. Fullörönlr þurfa Itka aðstoð Þar sem talkennarar em starfandi' við grunnskóla fá börn þjálfun í sín- um skóla nema um alvarlega líkam- lega ágalla sé að ræða sem hindra mál og málnotkun. Talmeinafræð- ingar sem reka stofur fá líka full- orðna til sín, m.a. vegna raddvanda- mála. „Fólk beitir stundum röddinni rangt í starfi og á það við um kenn- ara, söngvara, leikara, presta, stjórn- málamenn, fréttamenn o.fl. Fólk nýtir oft öndun illa í tali, hefur stöð- uga spennu í hálsi og herðum o.s.frv. Það getur endað í misbeitingu radd- arinnar svo hún bregst sem er slæmt fyrirþá sem nota hana mikið í starfí.“ Einnig koma menn í talþjálfun sem vegna heilablóðfalls eða höfuðskaða hafa orðið fyrir málstoli eða þvoglu- mæli. Ár hvert verður fjöldi manna fyrir málstoli, missa hæfni til að skilja og/eða tjá sig munnlega og skriflega. „Við greinum og þjálfum fólkið, geram meðferðaráætlun og höfum ráðgjöf fyrir aðstandendur sem er mikilvæg.“ ■ gi'g .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.