Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993
SAGT ER að New York sé borg sem aldrei sefur og víst
er að ferðamenn eiga auðvelt með að finna sér eitthvað
til dundurs innan borgarmarkanna. Ef eitthvað er þá er
framboð skemmtana, uppákoma og staða að skoða of
mikið og getur gert gesti ringlaða fyrstu dagana. En
þegar vorar færist fjör í mannlífið utandyra og áfram
er endalaust framboð áhugaverðra menningarviðburða.
Markaður á Union torgi
Morgunblaðið/Einar Falur
Morgunblaðið/Einar Falui
Metropolitansafnið Morgunblaðið/Einar Falur
Fyrir ferðamenn í sinni fyrstu
heimsókn til New York er kjörið
að fara í skoðunarferð út að
Frelsisstyttunni þar sem hún
stendur í hafnarmynninu því um
leið gefst tækifæri til að sjá
Manhattan-eyju úr nokkurri fjar-
lægð með öllum sínum skýja-
kljúfum. Þá er einnig áhrifamikið
að fara í siglingu á ánum sitt-
hvorumegin við Manhattan í
ljósaskiptunum; rétt eins og að
líta yfir borgina úr tumi Empire
State byggingarinnar, þeirrar
sem King Kong kleif á sínum
tíma eða úr Twin Towers.
Þá er gaman að ganga um
Central Park og fylgjast með
mannlífínu í þeirri gróðurvin,
heimsækja fjármálahverfíð og
síðan Soho með öllum sínum
galleríum og vinalegu andrúms-
lofti. Þar í nágrenni er Litla ítal-
ía með marga góða veitingastaði
og Kínahverfíð, litskrúðugur
ævintýraheimur, nokkrar götur
þar sem kínverskan er opinbert
mál, físksalar á gangstéttum og
margt forvitnilegt á boðstólum.
Verslanir er víða en hvað flestar
í miðborginni milli 34. og 57.
strætis. Þar eru einnig flest hót-
elin og hávaðinn mestur og ekki
skrítið þótt fólk hafí ekki eirð í
sér til að dvelja þar lengi. Og
ekki aðeins á Manhattan því
margt áhugavert gefur einnig að
líta í hinum ijórum hverfum
borgarinnar.
Fimm hundruð punda konur
og 50 punda rotturtil sýnis
í góðu helgarveðri er gaman
að koma til Coney Island í Brook-
lyn, þar eru leifar fomrar frægð-
ar þessarar fyrrum mest sóttu
baðstrandar heims. Enn eru þar
parísarhjól, sitthvað skrítið til
sýnis, eins og fímmhundruð
í Williamsburg
punda konur og fímmtíu punda
rottur og mannlífíð er skemmti-
legt. Þar skammt undan er Brig-
hton Beach, forvitnilegt og ört
vaxandi hverfí rússneskra inn-
flytjenda, kavíar, pylsur og vodki
í verslunum. Og kassinn af Prins
póló kostar 300 krónur.
Annars staðar í Brooklyn, í
Williamsborg, er í nokkrum sam-
liggjandi götum stærsta samfé-
lag hasída gyðinga í heiminum,
komnum frá A-Evrópu eftir
Heimsstyrjöldina seinni. Karlar
eru svartklæddir með hatta og
slöngulokka og konur með hár-
kollur og í rósóttur kjólum eru
eins og út úr skáldsögu eftir Sin-
ger. Þá er nyrst í Bronx stór
dýragarður sem er gaman að
ganga um, dýrin ekki lengur í
búrum heldur á rölti innan girð-
inga og einnig sérstakt að að
fara um hverfíð suður af og sjá
hvemig mannfólkið hefur það í
stórborg eins og New York, þar
sem nóg er af öllu og einnig af
eymd.
Söngleikir og
myndllstarsýningar
Engum þarf að leiðast á kvöld-
in. Allir vita af söngleikjunum
við Broadway og einnig má sjá
margar áhugaverðar leiksýning-
ar. Jassklúbbar eru nokkrir og
enginn svikinn af að koma við á
sveiflustöðum eins og Blue Note
eða Village Vanguard í Gre-
enwich Village. Miðaverð tólf til
átján hundruð krónur. Mikil upp-
lifun er að koma í Metrópólitan,
þótt Kristján Jóhannsson sé ekki
á sviðinu, er ekki hörgull á snjöll-
um listamönnum þar á bæ, sýn-
ingar daglega og stundum tvisv-
ar á dag. Miðar kosta frá 500-
7.000 kr.í bestu sæti. Ballettinn
er þar svo og Fílharmóníusveitin
sem er undir stjórn undir stjóm
Kurts Masur. Þá em kvikmynda-
hús um allan bæ og hægt að sjá
það nýjasta í bandarískri og evr-
ópskri kvikmyndagerð sem og
klassískar kvikmyndir.
Loks er það myndlistin en New
York hefur löngum verið talin til
miðstöðva á þeim vettvangi og
víst er ótrúlega margt að sjá í
galleríum, bæði í Soho og við 57.
stræti og síðan í söfnunum.
Metrópólitansafnið er risastórt
og marga perluna úr menningar-
og listasögunni, allt frá egypsku
hofí að sjálfsmyndum
Rembrandts. Nútímalistasafnið
er alltaf gaman að sjá hvort sem
er úrval meistaraverka, hina
merkilegu ljósmyndadeild eða
tímabundnar sýningar. Nú er þar
sýning á verkum Josephs Beuys.
Guggenheim safnið austan-
megin við Central Park er opið
á ný eftir stækkun og sýnir fram
á vorið jámskúlptúra Picassos
og fleiri. Þá hefur Guggenheim
opnað útibú í Soho, lítið og
skemmtilegt. Loks má nefna að
í Whitney safninu stendur nú
yfir tíæringur þeirra þar sem
gestir eiga að geta séð þverskurð
þess sem er að gerast í banda-
rískri myndlist um þessar mundir
- og menn hafa ólíkar skoðanir
á því úrvali, nú sem endanær.
■
Einar Falur Ingólfsson
KinfektM burt
afkoddanum
UM hríð þótti ekkert hótel með
hótelum nema það setti konfekt-
mola eða lítið súkkulaðistykki á
kodda gestanna þegar herbergi
voru búin fyrir nóttina. í banda-
rískum ferðablöðum er nú sagt
að þessi hallærislega kvöldgjöf
sé sem betur fer að detta úr
tísku.
Hvort þetta stafar af hagræð-
ingu, hollustuhugmyndum eða al-
mennum spamaði er ekki'á hreinu.
En samt verður eitthvað að koma
í staðinn segja hinir sérfróðu; það
hefur sálfræðilega góð áhrif á gest
sem borgar offjár fyrir herbergi að
fá smákveðju. Stungið hefur verið
upp á einni rós eða appelsínu eða
gulrót á disk við rúmið. ■
Hestaferðir um Vestfiríi
VESTURHESTAR á Reykhólum
hyggjast í sumar bjóða upp á sjö
daga hestaferðir um sunnanverða
Vestfirði sem lýkur með ferð út
í Breiðafjarðareyjar. Ýmist er
gist á bóndabæjum eða í tjöldum.
Verð fyrir sjö daga er 77 þúsund
kr. og er þá innifalið, reiðtygi,
1-2 hestar á mann, leiðsögn, gist-
ing og fæði, svefnpoki, reiðhjálm-
ur, sigling um Breiðafjörð og
ferðir frá Keflavík til Reykhóla
og aftur til baka.
Fyrsta daginn er riðið fyrir Beru-
fjörð að Klukkufelli, síðan er farin
Laxárdalsheiði til Hólmavíkur og síð-
an næsta dag Steingrímsfjarðarheiði
ofan í Djúp. Síðan er riðið upp Langa-
dal ofan í Fjalldali og Þorgeirsdal. Á
sjötta degi er farið um Þorskafjörð
og síðasta daginn er farið í Breiða-
fjarðareyjar og gist í Flatey. ■
Dagsferð á tónleika
Bruce Springsteen
SAMVINNUFERÐIR/Landsýn og
tónleikaklúbbur Bylgjunnar ætla
að efna til hópferðar til írlands á
uppstigningadag, 20. maí, til að
hlýða á tónleika Bruce Springste-
ens. Er farið frá Keflavík að
morgni og um eftirmiðdaginn get-
ur fólk skoðað sig um og verslan-
ir eru opnar fram á kvöld. Tón-
leikarnir hefjast kl. 20 en flogið
er heim um nóttina.
Verð er 19.885 oger innifalið flug,
skattur, miðar á tónleikana og rútu-
ferðir fyrir og eftir þá. ■