Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARUAGUR I. MAI..1993 Garðahönnun Grunnur aó „ÞAÐ LANGAR flesta til að eiga fallegan garð við húsið sitt, en svo er mismunandi hvað fólk vill leggja mikla vinnu í garðinn. Oft heyrist setn- ingin „ég hef engan tíma til að hugsa um garð“. En það er ekki hægt að eiga falleg- an garð nema að hugsa vel um hann. Það er heldur ekki bara kvöð, því fylgir mikil ánægja því að garðurinn er eins og barn. Hann er lif- andi og þeim betur sem hugsað er um hann þeim mun betur claustra _! _ !»-4 4- T '1' 4- i i i; í;| i Pergola dafnar hann, eigendum sínum til meiri ánægju,“ segir Stanislas Bohic, garðahönnuður. Frakki sem flutti til íslands fyrir 15 árum og hefur starfað við garða- hönnun síðan . MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 C 9 EINFALDARI LAUSN á hugmyndinni. Hér er stóri pallurinn allur í sömu hæð og ekki stúkaður frá öðrum hlutum garðsins. GRUNNHUGMYNDIN byggir á því að nýta garðinn vel að vestan og sunnanverðu og Ioka af litla „paradís" í bakgarðinum. sto utanhússklæðning Eru eftirfarandi vandamál að angra þig? ALKALÍ-SKEMMDIR SÍENDURTEKIN MÁLNINGARVINNA FROSTSKEMMDIR LÉLEG EINANGRUN LEKIR VEGGIR EILÍFAR SPRUNGUVIÐGERÐIR Ef svo er, skaltu kynna þér kosti sto-utanhússklæðningarinnar: STO-KLÆÐNINGIN ...er samskeytalaus akríl-klæðning ...er veöurþolin ...leyfir öndun frá vegg ...gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri ...er litekta og fæst í yfir 300 litum ...er teygjanleg og viðnám gegn sprungumyndun er mjög gott ■KLÆÐNINGUNA ...er unnt að setja beint á vegg, plasteinangrun eða steinull ...er hægt að setja á nær hvaða byggingu sem er, án tillits til aldurs eða lögunar Sto-klæöningin þekur 70 þúsund fermetra víðs vegar um land STO-KLÆÐNINGIN ENDIST - ÞÝSK GÆÐAVARA STO-KLÆÐNING Á ÍSLANDI í 6 ÁR VEGGS RÝÐIf BlLDSHÖFOA 18 4 SÍMI 91 - 67 33 20 FAX 91 - 67 -43 20 Garðáhöld í sérflokki - yfir 100 ára reynsla 4 Umboðsmenn á Islandi: K. Þorsteinsson & Co. SkútuvogilOE • 104 Reykjavík • Sími 685722 • Fax 687581 tanislas segist merkja mikla hugar- farsbreytingu varðandi garðamálin frá því sem var. „Breytingin er mjög til batnaðar og fólk er farið horfa í meira í samhengi á húss og garðs. Jafnvel á meðan húsið er enn á teikniborðinu. Slík verkefni eru mjög skemmtileg og bjóða upp á samvinnu garðarkitekts og arki- tekts hússins." Þegar skoðuð eru nýleg hverfi á höfuð- borgarsvæðinu vekur nokkra eftirtekt að lóðir eru fremur litlar. Nema dæminu sé snúið við eins og Stanislas gerir, húsin eru of stór. En staðreyndin er að oft er erfiðara að skipuleggja lítinn garð en stór- an. í lítinn garð hentar verr gróður sem er plássfrekur. Stór og mikil tré, eða blómabeð í litlum garði „rninnka" hann. Gróður sem er ekki of stórvaxinn eða mikill um sig „stækkar" lítinn garð, jafn- vel þótt talsvert sé af honum. „Fólki fmnst stundum að litlir garðar bjóði upp á lítið annað en grasflöt og lim- gerði,“ segir Stanislas. „En það er hægt að gera litla garða mjög skemmtilega og búa til skjól þannig að garðurinn nýtist vel. Slétt grasflöt með lágu limgerði sem á mörg ár eftir í vexti áður en það gefur eitthvað skjól, hefur miklu minna nota- gildi.“ Varðandi skjólið bendir Stanislas einnig á að fólki hætti til að hafa skjólveggi og skjólgirðingar of stuttar, t.d. þannig að sá hluti grasflatar sem er í skjóli sé en- fremur í skugga. „En það er nauðsynlegt að búa til skjól, bæði til að fólk geti notað garðinn og til að skapa gróðri betri vaxtar- skilyrði. Þegar gróðurinn hefur svo fengið að vaxa gefur hann af sér skjól líka og með tímanum og útsjónarsemi getur garð- ur sem áður gustaði um orðið að skjólgóð- um sælureit." Stanislas var beðinn um að koma með grófar hugmýndir að lausn á lóð sem virð- ist nokkuð dæmigerð að stærð fyrir þau hverfí sem eru að byggjast upp nú. Tvær götur liggja að lóðinni, í norður og svo vestanmegin, sem talsverð er umferð um. Út frá baklóðinni sem snýr í suður kemur halli niður að læk sem rennur á milli lóðarinnar og leikvallar. Lóðin er um 840 fermetrar og húsið um 210 fermetrar. Auk aðalanddyris og inn- gangs í bíiskúr á austurhlið hússins, eru tvennar dyr út á lóðina. Út úr borðstofu á vesturhlið og í bakgarðinn út úr stofu, sem er á lægri palli en aðrir hlutar hússins. „Þessar skissur að garðinum eru í raun þrjár útfærslur á sömu grunnhugmyndinni. Ætti að teikna þær í endanlegri útfærslu mætti bianda þeim saman,“ segir Stanislas. „En ef við tölum út frá útfærslunni á skissu 1, þá er lengd frá húsi að lóðarmörkum framanvið á bil- inu 5-7 metrar. Það virkar kannski ekki mikið til að vinna úr í fljóti bragði, frem- ur en fjarlægðin á vesturhliðinni. En að- koman að húsinu býður upp á stílhreina og einfalda hönnun. Misháir blómakassar með lýsingu mynda gangveg á milli stétt- arinnar og bílastæðis, þannig að við „minnkum" breiddina á svæðinu fyrir framan húsið. Fjarlægðina frá vesturhliðinni að göt- unni við hliðina, „aukum“ við hins vegar með því að loka garðinn frá götunni með timburskilveggjum. Þá er ekki um að ræða langa timburgirðingu í beinni línu og sömu hæð, heldur búum við til dálítið landslag með lögun skilveggsins og hann er mishár, þannig að ákveðið útsýni í þá átt heldur sér og gróður og grjót beggja vegna hans. Með lokun frá götunni er kominn grundvöllur fyrir litla pallinn eða „útigrilis-pallinn" sem opnast út á frá borðstofu. Og ég myndi setja lítið upplýst listaverk á grasflötina fyrir framan hann. Með litlum steinhellum er gangvegur umhverfís húsið og í suð-austur horninu er ágætt pláss fyrir matjurtagarð. En aðalatriðið í þessari útfærslu er suðurpall- urinn, sem yrði lítil paradís. Hann er að mestu lokaður frá með skilveggjum, svo- köiluðu „claustra“ (sjá teikn.), sem eru hentugir fyrir klifurplöntur. Síðan er lítill skjólveggur vestanvið pallinn. Efri hluti pallsins er í sömu hæð og stofan, en geng- ið er niður tröþpur á neðri hlutann og heiti potturinn tengir á milli pallanna. Svo eru svokallaðar Pergolur á fjórum stöðum sem opna á milli svæða í garðinum. Þar sem baklóðin snýr út að læk, en liggur ekki upp við aðra lóð, myndi ég leyfa gróðrinum að vera óreglulegum við lóðamörkin bakatil og láta hann mynda dálítið landslag þannig, í stað þess að liggja í beinni línu,“ segir Stanislas. „Þetta eru mjög grófar vinnuskissur, en í þeim kemur fram sú grunnhugmynd sem ég myndi leggja til, þannig að eigendumir fengju sem mest út úr garðinum, þótt hann sé ekki stór,“ segir Stanislas. Að lokum sagðist hann vilja benda fólki almennt á að gefa sér góðan tíma til að velta garðinum fyrir sér og gera sér grein fyrir því hvemig það vildi nota hann í stað þess að drífa sig í að klára lóðina bara til að klára hana. Og komast svo að því síðar og kannski of seint að eiginlega hefði það viljað hafa hana allt öðm vísi. ve LÆKURINN er til staðar og rennur samsíða baklóðinni - því ekki að nota hana til að búa til litla tjörn? í þess- ari hugmynd er gengið í gegnum garðinn eftir svokölluðum stiklum og möl notuð með grasflötunum. YFIR 4000 LAG VERÐ Urval garðáhalda Búsáhöld, húsgögn, leikföng, gjafavara, skartgrípir o. fl. Verð kr. 190 án bgj. Pöntunarsími 52866 BM b. m agnússon hf. Hólshrauni 2 - siml 52866 - Hafnarfirði Grasklippur með 180 ° snúnings- blaðifrá... íSrgardena Gleðilegt sumar/ ws Upplifðu andblæ miðaldaborga Evrópu - í Fornalundi B.M.Vallá Fornilundur er heitið á nýju sýningarsvæði Fornlína B.M.Vallá er byggð á aldagömlum B.M.Vallá að Breiðhöfða 3. Fornilundur er evrópskum hefðum og fýrirmyndum. í raun lítill lystigarður þar sem Fornlína Fornlínunni tilheyra meðal annars forn- B.M.Vallá og gamalgróinn trjálundur skapa andblæ miðaldaborga Evrópu. I Fornalundi getur þú látið hugann reika aftur í tímann og fengið góðar hugmyndir varðandi garðinn þinn. , kX V -í Fornilundur hlaut viðurkenningu Umhverfisráðs Reykjavíkurborgar 1991. steinn, fornklakkur, fornker, myllu- steinn og garðbekkir. Fornlínan nýtur sín jafnvel hvort sem umhverfið er nýtískulegt eða í gömlum stíl og hún gefur umhverfinu einkar traust og virðulegt yfirbragð. Fáðu sendar upplýsingar um Fornlínu B.M.Vallá hf. © 68 50 06 B.M.VALLA? Steinaverksmiðja: Sóluskrirstora og syningarsvæoi Breiðhöfða 3 sími 91 -6830 06 ;T AUK k100d11-68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.