Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.1993, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 + Bankamál ÁfeUisdómur yfír bankakerfínu íslenskt bankakerfi er dýrt og óhagkvæmt miðað við mörg önnur lönd samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans en bankamenn setja mikla fyrirvara við þennan samanburð NÝLEG skýrsla Hagfræðisstofnunar Háskólans um íslenska banka og sparisjóði dregur upp fremur dökka mynd af rekstri þeirra með samanburði við bankastofnanir á Norðurlöndunum, í Bretlandi og Bandaríkjunum. Þannig virðist rekstrarkostnaður í bankastarfsemi hér á landi um tvöfalt meiri en í þessum lönd- um. Hvergi eru fleiri bankastarfsmenn og bankaútibú eru óvíða fleiri í hlutfalli við fólksfjölda. Að sama skapi er vaxtamunur hér hærri en í þessum löndum og þjónustutekjur hærri í hlut- falli við heildareignir. Hins vegar eru fyrirvarar á þessum niður- stöðum mjög margir og bankamenn telja þennan samanburð að ýmsu leyti varhugaverðan. I skýrslu Hagfræðistofnunar er á það bent að starfsmannakostnað- ur sem hlutfall af niðurstöðu efna- hagsreiknings var rúmlega 3% að meðaltali á árunum 1985-1991 hér á landi, en tæplega 1,4% að meðal- tali í samanburðarlöndunum. Hjá innlendum viðskiptabönkum er þetta hlutfall um 3% að meðaltali en hjá sparisjóðunum um 3,8%. Þá eru fleiri bankastarfsmenn hér á landi en á Norðurlöndunum samkvæmt skýrslunni. Starfsmenn á hvetja tíu þúsund íbúa hér á landi hafa verið að meðaltali um 112 á árunum 1985 til 1991 á sama tíma og þeir hafa verið um 77 að meðai- tali á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir fækkun útibúa hér á landi á undanförnum árum hafa þau verið fleiri en á hinum Norðurlönd- unum. Útibú á hveija tíu þúsund íbúa hafa verið að meðaltali 7 hér meðan þau hafa verið 6 á hinum Norðurlöndunum á áðurnefndu ára- bili. Annar rekstrarkostnaður er einn- ig hæstur hér á landi en Finnar fylgja fast á eftir. Þessi kostnaður var um 2,3% af niðurstöðutölu efna- hagsreiknings að meðaltali á árun- um 1985 til 1991 en um 1,3% í samanburðarlöndunum. Hjá inn- lendum viðskiptabönkum hefur þetta hlutfall verið 2,2% að meðal- tali en hjá sparisjóðunum um 3,4%. Þá eru opinber gjöld einnig tiltölu- lega há hér á landi miðað við erlend- is. _ A hinn bóginn hafa þjónustutekj- ur banka og sparisjóða hér á landi verið um 2% af heildareignum mið- að við 1,2-1,5% í öðrum löndum. Vaxtamunur hefur sömuleiðis verið nokkru meiri en í samanburðarlönd- unum. Fyrir bankakerfið í heild var vaxtamunur mestur hér á landi árið 1987 eða 6,31% en hefur Jækkað síðan í 4,93% árið 1991. Á sama tíma var hann 2,6-2,8% í saman- burðarlöndunum. Vaxtamunur sparisjóða hér á landi hefur verið nokkru meiri að meðaltali sem skýr- ist af því að þeir stunda fremur smásöluviðskipti sem kreíjast meiri kostnaðar,-að því er segir í skýrsl- unni. Bankalán á íslandi að mestu leyti til skamms tíma Við þennan talnasamanburð eru hins vegar settir mjög veigamiklir fyrirvarar. í skýrslunni er tekið fram að oft er um að ræða stofnan- ir með gerólíka starfsemi jafnframt því sem erlendar stofnanir eru yfir- leitt mun stærri og viðameiri en íslenskar bankastofnanir. Þá sé markaðsumhverfið oft mjög ólíkt enda erlendir markaðir mun stærri. Afskipti stjórnvalda séu mismikil og tveir af íslensku viðskiptabönk- unum í eigu ríkisins. Það er einnig talið skipta veru- legu máli í þessum samanburði að innlendar stofnanir hafa eingöngu átt í viðskiptum með skammtímalán en langtímalán eru veitt af Ijárfest- ingarlánasjóðum. Skammtímalán- um fylgir meiri tilkostnaður og benda skýrsluhöfundar á að staða innlendra lánastofnana myndi batna tiltölulega í samanburði við erlendar stofnanir væri skiptingin milli skammtíma- og langtímalána með sama hætti. Þegar starfsemi banka og ijárfestingarlánasjóða er lögð saman kemur í ljós að allar helstu kennitölur úr rekstri lækka tiltölulega mikið. Kemur fram að kostnaður vegna starfsmanna sem hlutfall af heildarniðurstöðu efna- hagsreiknings lækkar um rúmlega 50% að meðaltali, þjónustutekjur sem hlutfall af niðurstöðu efna- hagsreiknings lækka um 22% að meðaltaii og hlutfall vaxtamunar lækkar um 19% að meðaltali. Loks er bent á að reikningsskila- aðferðir séu víðast hvar ólíkar því sem viðgengst hér á landi og geti það skekkt myndina ennfrekar. Sparisjóðirnir lækka kostnað Bankamenn eru síður en svo sátt- ur við skýrslu Hagfræðistofnunar og telja að skort hafi á að gera fullnægjandi grein fyrir þeim fyrir- vörum í kynningu á niðurstöðunum. Jafnframt er allur talnasamanburð- ur mjög dreginn í efa. Mikil gagn- íýni kom t.d. fram á skýrsluna í grein Baldurs Oskarssonar, fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra bankamanna í blaðinu, fyrir viku. Þar var tekið svo djúpt í árinni að kalla skýrsluna villandi. Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, kvaðst ekki hafa fengið skýrsluna í hendur í endanlegri mynd. Aðspurður sagðist hann hins vegar telja að sú aðferð að miða við hlutfall kostnaðar af heildar- eignum gæfi ekki rétta mynd af kostnaði jslenskra og erlendra banka. í efnahagsreikningum stórra erlendra banka væru með- taldar eignir í dótturfélögum og um heildsölubanka að ræða í mörgum tilvikum. „Nánast allir fjárfesting- arsjóðir hér á landi eru utan við bankakerfið og slíkir sjóðir stækka efnahagsreikninginn hjá erlendum bönkum. Ef fjárfestingarlánasjóð- irnir yrðu færðir inn í bankakerfið þá myndu niðurstöðurnar gjör- breytast því starfsmannahaldið hjá þessum sjóðum er tiltölulega lítið.“ Baldvin segir að þrátt fyrir mjög aukin umsvif sparisjóðanna hafi starfamannafjöldi ekki aukist og þeir vinni ötullega að því að hag- ræða og draga úr rekstarkostnaði enda hafi þeir skilað góðum hagn- aði á þessu ári miðað við aðrar inn- lánsstofnanir. „Hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis er gert ráð fyrir að fækka stöðugildum um 9% á þessu ári og minnka rekstrar- kostnað um svipað hlutfall." Ekki um sambærilegar stofnanir að ræða Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá íslandsbanka, segist telja að samanburður á starfsskilyrðum innlendra og erlendra banka og sparisjóða sé afar vandasamur og marga fyrirvara þurfi að gera í því sambandi. Ekki sé verið að bera saman íslenska banka og sparisjóði við sambærilegar stofnanir erlendis í skýrslu Hagfræðistofnunar. Hann bendir hins vegar á að ein orsökin fyrir því hversu dýrt banka- kerfið hafi verið hér á landi sé hversu lengi höftin voru við lýði. „Þegar ekki var leyft að keppa um viðskipti með fijálsum vaxta- ákvörðunum og mismunandi þjón- ustu þá var keppt með því að ná í innlán með stofnun sem flestra útibúa. Það eru aðeins sjö ár síðan vaxtafrelsi var innleitt og íslenskir bankar og sparisjóðir hafa haft þess vegna mjög skamman tíma til að bæta sinn rekstur. Enn er nokk- uð í land með að íslenskir bankar og sparisjóðir hafi fullnýtt þau tæki- færi sem eru til sparnaðar í rekstri. Talnasamanburðurinn í skýrslunni nær til ársins 1990 en þó nokkuð hefur miðað í rétta átt frá þeim tíma eins og í starfi íslandsbanka. Við höfum fækkað útibúum um fjórðung og starfsmönnum um fímmtung án þess að viðskiptin hafi minnkað," sagði Tryggvi Páls- son. Brynjólfur Helgason, aðstoðar- bankastjóri Landsbankans, bendir á að mjög mikilvægt sé að hafa í huga fyrirvara sem fram komi í skýrslunni strax í byijun hennar. „Fyrirvaramir hafa týnst í umræð- unni um skýrsluna sjálfa. Það er verið að gera samanburð við mjög stóra efnahagsreikninga erlendra banka sem þýðir að hlutfallslega verða allar þessar tölur lægri er- lendis, hvort sem það er starfs- mannakostnaður, annar rekstrar- Lykilorð í farsælum samskiptum við erler Það er hvort tveggja í senn sterkur leikur og sjálfsögð kurteisi, að upplýsa viðskiptavini erlendis um ísland og íslenska staðhætti. Ekki spillir að gera það með reisn. ICELAND REVIEW er löngu orðið þekkt og virt víða um lönd. Með glæsibrag færir það lesendur sína nær íslandi; fjallar um land og þjóð, sögu og menningu á þann hátt að eftir er tekið. Goodwill: Viðskiptavild NEWS FROM ICELAND er mánaðarlegt fréttablað í dagblaðs- broti, sem flytur samantekin helstu tíðindi frá íslandi og greinar um atburði og þróun mála á öllum sviðum þjóðlífsins. Hverju tölublaði fylgja sérútgáfur um viðskipta- mál og ferðaþjónustu. Það er gaman að fræða fólk erlendis um ísland og mikilvægt að allir leggi þar sitt af mörkum. Sendu gjafaáskrift, það kostar minna en þig grunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.