Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 1
HEIMILI i*sa» IfottpiiMflifeifc MIÐVIKUDAGUR19. MAI1993 BLAÐ Greiðslumöt í hús- bréfakerfinu l in 41% samdráttur umsókna Um 41% samdráttur varð í fjölda umsókna um greiðslumat í húsbréfakerfinu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tíma í fyrra. Hins vegar varð einungis tæplega 9% samdráttur í út- gefnum húsbréfum á fyrsta ársþriðjungi. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig fjöldi umsókna hefur þróast milli mánaða frá upphafi ársins 1992 svo og fjárhæðir af- greiddra húsbréfa á mánuði á sama tímabili. Húsnæðisstofnun áætlar, að um 2.700 húsbréfalán verði veitt í ár, sem er um 9% sam- dráttur í lánafjölda milli ára. Stofnunin áætlar jafnframt, að fjárhæð meðal húsbréfaláns vegna notaðra íbúða verði svipuð í ár og í fyrra eða um 2,4 millj. kr., þannig að sam- drátturinn í útgáfu húsbrefa milli ára verði svipaður og sam- drátturinn í fjölda þeirra. Út- gáfa húsbréfa vegna notaðra íbúða er áætluð um 7,6 millj- arðar kr. Umsóknir um greiðslumat Afgreidd húsbréf 1992-93 1992-93 Ánafnverði 1.413,5 Umsókn um greiðslu- mat Fjöldi 500-479 -288- 1992 1.282,5 1.103,4 914,9 Húsbréf 1.400 millj. kr. 1.200 1.002,8 1.000 865,6 600 l 200 M 1992 J F M A’93 | Gaunla 8norra- rildö tllsölu Fasteignaþjónustan auglýsir nú til sölu húseignina Snorrabraut 56, þar sem áður var útibú Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins og sauma- stofan Gefjun. Eignin er öll til sölu íheilu lagi eða hlutum. Húsið er tvær hæðir (2x620 ferm), háaloft, sem hægt er að innrétta og lítill kjallari. Óskað er eftir tilboði, en hagkvæm greiðslukjör eru í boði fyrir traustan kaupanda. Húsið er steinhús byggt 1934. Fasteignanmaterrúmar 39 millj. kr. og brunabótamat 116 millj. kr. Að sögn Sigurðar Jónassonar, sölumanns hjá Fasteignaþjónustunni, er hús- ið f þokkalegu ástandi miðað við aldur en gæti þarfnazt vissra lagfæringa. Hægt er að breyta efri hæðinni og háaloft- inu i íbúðirt. d. með kvistum. \ýll slór- hýsi vi<> Smiðjuveg Ifið Smiðjuveg í Kópavogi er m að rísa stórt hús, sem vafalítið á eftir að setja mikinn svip á umhverfi sitt. Þetta verð- ur stór bygging á þremur hæð- um, alls um 4.500 ferm. Þarna er að verki hjólbarðaverksmiðj- an Sólning hf. Neðsta hæðin er þegar komin upp og hefur Sólning fjutt starfsemi sína þangað. í viðtölum við hönnuð hússins, Jón Kaldal bygginga- fræðing og Gunnar Skúiason, framkvæmdastjóra Sólningar, erfjallað um þessa nýbygg- ingu. Efri hæðirnartvær eru frem- ur hefðbundnar, en jarðhæðin er að ýmsu leyti sérhönnuð vegna þeirrar starfsemi, sem þar fer fram. Vegna eldhættu er mikil áherzla lögð á bruna- varnir. Þetta er gert með því að skipta jarðhæðinni niður í brunahólf með sjálflokandi hurðum á milli. -j g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.