Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.05.1993, Blaðsíða 12
12 B M,QRGUNBLAE>IÐ FASTEIGNIRmíwkuiía GUR 19. MAl 199» Noröurhlióin Útlitsmynd af húsinu, eins og hún hefur verið samþykkt af skipulagi Kópavogs. Húsið verður þrjár hæðir. Á jarðhæð er hjólbarðaverksmiðja Sólningar, en á efri hæðunum verða verzlunar- og þjónustufyrirtæki og skrifstofur. EKKI SELJA HÚSBRÉFIN ÞÍN! FyRR EN ÞÚ HEFUR KYNNT ÞER HVAR VERÐIÐ ER BEST. Við leitumst ávallt við að bjóða hagstæðasta verðið fyrir húsbréfin þín. Gerðu verðsamanburð. KAUPÞING HF ' Kringlunni 5, sími 689080. / tigu BinaSarbanka Islands og sparisjóSanna. 4.500 ferm ■ Góð staðsetning ■ Mikið útsýni l\ybygging Solningar á að sameina nota- ilcli og fallegt Iiús -H — segja þeir Jón Kaldal byggingafræöingur og Gunnsteinn 8kúlason framkvænidastjóri FYRIR austan Smiðjuveg í Kópa- vogi er að rísa stórt hús, sem vafalítið á eftir að setja mikinn svip á umhverfi sitt. Það mun verða prýðisauki fyrir allt Smiðjuverfið, því að þetta verður mjög heillegt hús að allri gerð, bæði í útliti og hvað efni varðar. Það verður mjög áberandi á sín- um stað, því að ekki er gert ráð fyrir neinum húsum fyrir neðan það. Af þessum sökum verður það nánast ásjóna Smiðjuhverfis- ins, þar sem það verður fyrsta húsið í hverfinu, sem snýr að vegfarandanum, hvort heldur ekið er upp Breiðholtsbrautina eða þaðan til hægri og upp Smiðjuveginn. Útsýni verður mjög mikið til norðurs út yfir Elliðavog og Kollafjörð og siðan til Esjunnar og Skálafells allt til Hengilsins. Þetta verður stór bygging á þremur hæðum, alls um 4.500 ferm, sem stendur nánar tiltekið við Smiðjuveg 68-72. Þarna er að verki hjólbarðaverksmiðjan Sólning hf. Neðsta hæðin er þegar komin upp og hefur Sóln- ing fíutt starfsemi sína þangað, en áður var fyrirtæk- ið með starfsemi sína handan göt- unnar að ofan- verðu við nýbygg- hæðunum verða og eftir Magnús Sigurðsson efri þjónustufyrirtæki inguna. Á verzlanir, skrifstofur. — Það er lögð á það áherzla, að húsið verði að mestu viðhaldsfrítt. Það er því einangrað utan frá og plötuklætt, sagði Jón Kaldal, bygg- ingafræðingur í viðtali við Morgun- blaðið, en hann hefur hannað húsið. — A jarðhæðinni er verksmiðja með stórum sölum, þar sem tvær fram- leiðslulínur eru í gangi og unnið er að því að kaldsóla og heitsóla dekk. Að auki er þarna aðstaða fyrir starfsfólk, eins og matsalur, bún- ingsklefar, sturtur og gufubað. Jón Kaldal er fæddur 1942 og alinn upp í Reykjavík. Hann rekur ásamt fleirum teiknistofuna Arko að Laugavegi 41. — Ég hef unnið meira eða minna við byggingar, síðan ég var 15 ára, segir hann. — Ég lærði húsasmíði, en var jafn- framt í Myndlistaskólanum í Stigahúsin eru tvö og þau verða i sterkum bláum lit. Tígullaga gluggar munu einkenna þau. Reykjavík í fímm ár. Síðan fór ég til Kaupmannahafnar 1962, þar sem ég lagði stund á bygginga- fræði og útskrifaðist þaðan 1966. Eftir heimkomuna starfaði ég um §ögur ár á teiknistofunni Ármúla 6, en eftir það fór ég að starfa sjálf- stætt og hef gert það síðan. Sérhannaðar brunavarnir Húsið stendur í halla og fellur að nokkru inn i landslagið. Það virk- ar því ekki eins stórt að sjá eins og það raunverulega er. Jarðhæðin gengur alveg út undir Smiðjuveginn og er með stórum aðkeyrsludyrum og yfir fimm metra lofthæð, þar sem lager verksmiðjunnar er mjög stór og þarf því mikið pláss og mikla lofthæð. Hringakstur verður í kringum húsið, þannig að hægt verður að komast að því bæði að neðanverðu og ofanverðu. Aðkom- an að jarðhæðinni er að norðan- verðu en inn á aðra hæðina er hins vegar ekið nánast slétt að sunnan- verðu af Smiðjuveginum ofanverð- um. Efri hæðirnar tvær eru fremur hefðbundnar, en jarðhæðin er að ýmsu leyti sérhönnuð vegna þeirrar starfsemi, sem þar fer fram. Vegna eldhættu er þar mikil áherzla lögð á brunavarnir. Þetta er gert með því að skipta jarðhæðinni niður í brunahólf og reykræsa þau vel út. — Með þessu móti verður eldhættan í algeru lágmarki, því að þetta eru tiltölulega lítil hólf og sjálflokandi hurðir á milli þeirra segir Jón Kal- dal. — Síðan er mjög næmt viðvör- unarkerfi, þannig að hurðirnar milli hólfanna lokast sjáfkrafa, ef reykur kemur upp einhvers staðar í hús- inu. Sérstakir seglar halda hurðun- um uppi og ef reykskynjari fer eing- hvers staðar í gang, þá fer raf- straumurinn af þessum seglum, og hurðirnar lokast. Einstakir hlutir byggingarinnar eru einfaldir en á milli þeirra koma tvö stigahús, sem skipta bygging- unni í sundur, hvað útlit varðar, enda nauðsynlegt, þar sem jarð- hæðin er mjög löng. Þetta er gert með því að hafa annan Iit á stiga- húsunum og aðra gluggagerð. Þessi litur verður dökkblár og hann á á að ganga út frá stigahúsunum efst uppi og út undir þakskeggin og síð- an eftir húsinu endilöngu til þess að tengja það saman og gefa húsinu heildarsvip. Gluggarnir á hliðum hússins verða einfaldir en með opn- anlegum fögum. Gluggar í stiga- húsunum verða hins vegar með sér- sniði, líkastir tíglum með skálínum með 25 gráða halla. Þeir verða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.