Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 C 7 ðryggi og brjostsykur á Delhi Sheraton Hilary hylltur í Nepal ÞAÐ hefur ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með fréttum að öðru hverju blossa upp óeirðir í Indlandi og um tíma í vetur dró mjög úr komum ferðamanna til Nýju Delhi vegna at- burða í borginni. Ferðamálayfir- völd hvöttu til að allt yrði gert sem hægt væri til að gestum þættu þeir öruggir og hótel hefðu ör- yggisverði og fylgdust gaumgæfi- lega með öllu. í fréttatil- kynningu Maurya Sheraton sem sent hefur verið Ferðablaði segir að þar á bæ hafi tafarlaust verið gerðar ráðstaf- anir í þessa átt. Við komu gesta og brottför kanna öryggisverðir með málmleitartækjum bílinn og búnað hans til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi og gesturinn sé hættulaus. Sama er gert við brottför svo gesturinn geti verið rólegur ef hann bregður sér í bílt- úr. A meðan leit stendur yfir borð- ar gesturinn sætindi hjá dyraverð- inum. ■ Á morgun, 29. maí, eru liðin 40 ár frá því Nýsjálendingurinn Edmund Hilary, þá 33 ára gamall og Nepalinn Tenzing komust á hæsta tind Everestfjalls og af því tilefni hafa verið hátíðahöld í Nepal síðustu vikur. Hilary nýtur mikilla vinsælda þar í landi ekki síst vegna þess að hann hefur jafnan deilt heiðrinum með sjerpanum Tenzing, sem nú er látinn og fyrir það mikla verk sem hann hefur unnið með sjóðstofnun og veitt er úr til skóla og heilsugæslustöðva í Nepal. Hilary og Mingma Norbu frægur fjallagarpur í Nepal sem flutti aðalræðuna á hátíð til að hylla afrek Hilary og Tenzing 1953. Hann þakkaði Hilary fyrir að stuðla að því að sjerpar væru virtir og þekktir um heiminn og viðstaddir sýndu Hilary virðing- arvott með því að hengja hvíta silkiklúta, kallaðir katas, um háls hans, en þá mega aðeins sjerpar setja á sig. Síðan þeir Hilary og Tenzing komust á Everest, sem er 8.847 metrar og hæsta fjall heims, hefur fjallið verið klifið 491 sinni. Sumir hafa farið oftar en einu sinni og 17 konur hafa komist á Everesttind. Hundr- að og átján manns hafa látið lífið í glímu við tindinn, þar á meðal er 41 sjeipi. Einna frægastur er Ang nokkur Doije sem hefur verið á fjallið átta sinnum. Nýlega kleif fyrsta nepalska konan tindinn en hún og fimm fylgdarmenn hennar létu lífið á leiðinfii niður af fjallinu. ■ Hótel L’Archipel á Praslin ÞÓTT ferðaþjónusta á Seychel- les-eyjum eigi sér ekki langa sögu virðist enginn viðvanings- bragur á hótel- og veitingahúsa- rekstri. A.m.k. ætti ekki að væsa um neinn á Hótel LArchipel við einkaströndina Anse Govern- ment á Praslin. Eigandinn, Louis D’Offay, Seychelleyjabúi í húð og hár, lærði hótelrekstur í London og kynnti sér slíkan rekstur víða um heim áður en hann byggði hótelið 1987. Hann hefur ekki látið staðar numið og er nú að byggja átta hús til viðbótar þeim átta sem fyrir eru, einnig er í bígerð að byggja sundlaug. Stærsta húsið með gestamóttöku, veitingasali, bari o.fl., ér mið- svæðis. Húsin eru spölkorn frá ströndinni, umlukin stórum tijám og biómaskrúði. í hveiju húsi eru tvær 35 fm íbúðir (án eldhúss) með ve- rönd. Góð loftræsting er í íbúðunum og öllu haganlega fyrir komið. Sími, mini-bar, hárþurrka og aðrar nauðsynjar eru í hverri íbúð og hugsað er vel fyrir ýmsum smáatriðum. í febrúar var unnið að því að koma upp sérstök- um útbúnaði fyrir sjónvarp. „Vandasamt verk,“ segir D’Offay, því móttökuskilyrði eru slæm. Samt vonast hann til áð ná BBC og CCN auk seychellsku sjónvarpsstöðvar- innar. Húsin falla vel að umhverfínu, sem er töluvert hæðótt og því óhentugt fyrir fatlaða. Vegna slysahættu þykja börn innan 3ja ára ekki æskilegir dvalargestir. Einu sinni í viku leikur kreólsk danshljómsveit.„Þótt gestir kunni ágætlega að meta framtakið eru þeir ekki sérstaklega dansglaðir. Þeir sitja og hlusta í tvo tíma og fara síðan í háttinn," segir D’Offay. Starfsfólk hans sýnir réttan fóta- burð og léttar mjaðmasveiflur, dæmigerðan kreóladans og virðist skemmta sér hið besta, þótt gestir kjósi að horfa á. „Þetta breytist Louis D’Offay vonandi þegar yngra fölk fer að koma hingað í auknum mæli,“ seg- ir D’Offay vongóður. Við ströndina er notaleg veit- ingastofa og minjagripaverslun, hvort tveggja í eigu hótelsins. Þar er bátaleiga og hótelið sér um að útvega dvalargestum, útbúnað til köfunar og veiða. Þótt dýrt sé að dvelja á flestum hótelum á Seychelles-eyjum er Hótel LArchipel í dýrari kantinum. Gisting með morgunverði fyrir einn kostar tæpar 18. þús. kr. Ef tveir eru í íbúð er verðið um 21. þús. kr. Maturinn er hinn kræsilegasti og ber hæsf ýmsa fiskrétti fram- reidda á kreólska vísu. ibúðirnar eru þrifnar tvisvar á dag og með bros á vör greiðir starfsfólk hvers manns götu. ■ Valgcrður Þ. Jónsdóttir f LESENDAKÖNNUN bandaríska ferðaritsins Travel&Leisure nýlega um Evrópuferðir lesenda sinna og hug þeirra til þeirra sögðust 36% hafa farið í leyfi til Englands árið 1992, 28% til Frakk- lands, 25% til Þýskalands, 19% til ítalíu og 12% til Sviss. Þegar lesendur voru spurðir um verð sögðu 17% að Evrópuferð væri “óhíeyrilega dýr“ og 25% að hún hefði verið dýrari en þeir reiknuðu með. En 41% fannst ferðaverð hófleg og 11% töldu sig hafa gert reyfarakaup. Aðalkostn- aðarliður sem hneykslaði var verð á hótelgistingu og veitingastöðum. Þá voru menn spurðir hvort þeir hygðu á Evrópuferð aftur á árinu 1993 og sögðust 70% stefna aðþví. ■ Köreumenn leggjast f feiðaUg SUÐUR-Kóreumenn eru nýjustu ferðaflakkarar Asíu og á sl. ári fóru um 2,3 milljónir í ferð til útlanda, 44% til Japans, 17% til Banda- ríkjanna og um 6.5% til Evrópu. Ekki eru nema fáein ár síðan Suður-Kóreumönnum voru ýmsar skorður settar með ferðalög til út- landa, einkum átti það við um unga karla á herskyldualdri. Þá sækja Kóreumenn í meira mæli til Taiwan og Bangkok en árið 1991. Hver Kóreumaður eyddi um 120 þús. kr. á ferðalagi sínu. Þá hefur ferðamannastraumur auk- ist til Kóreu jafnt og þétt sl. ár og voru erlendir gestir þar 3,5 milljón- ir 1991. ■ Hversu hratt fjölgar þelm? % áári Nýja Sjáland 1,0 Frakkland 0,4 Þýskaland 0,0 Singapore 1,1 Macau 4,9 Suður Afríka 2,2 Fijieyjar 1,5 Thailand 1,4 Papua Nýja Guinea 2,3 Pakistan 2,9 Indónesía 1,8 Indland 2,1 1 Bhutan 2,3 Ðangladesh 2,7 Kambodia 2,2 Bretíand HetmUd: Asiaweek 0,2 Bretland fær flesta bandarlsku fertamennina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.