Morgunblaðið - 28.05.1993, Qupperneq 10
10 c
Hjqlimir er höfud-
prýdi sérhvers hjól-
- reiöamqnns og lifs-
björg i sum um lil-
fellum.
UMFERÐARRÁÐ.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993
angursrými Ibiza II meira en geng-
ur og gerist. Verðið á honum í
Evrópu verður heldur lægra en hjá
keppninautunum, en akstureigin-
leikar, vélar og öryggisþættir verða
með svipuðu móti.
VélarfráVW
Vélar eru í meginatriðum smíð-
aðar í VW-verksmiðjunum. 1,8 lítra,
90 ha vélin er hin sama og í Golf,
en 1,6 lítra 75 ha vélin er ný. Hins
vegar er 1,3 lítra 55 ha vélin sú
hin sama og var í gamla Golfínum.
Gírkassamir eru einnig frá VW.
Stærsti bíllinn verður með 2 lítra
vél sem skilar 115 hestöflum og er
sagður ná 200 km hámarkshraða á
klst.
Umboðsaðili Seat á íslandi er
Hekla hf. Hekla flutti inn um 20
Seat-bíla 1989 en ekkert hefur ver-
ið flutt inn af þeim síðan. Finnbogi
Eyjólfsson blaðafulltrúi Heklu segir
að Seat hafi hækkað í verði eftir
að Volkswagen eignaðist Seat-
verksmiðjurnar, enda bíllinn að
mörgu leyti orðinn sambærilegur
við Golf. Ekki muni muna miklu á
verði milli þessara bíltegunda hér á
landi, verði þeir á annað borð flutt-
ir inn. ■
VERIÐ er að kynna fjölmiðlum
og dreifingaraðilum nýjan Seat
Ibiza á Spáni um þessar mundir
og hafa viðtökurnar verið afar
góðar. Bíllinn, sem hefur verið
því sem næst óbreyttur í tíu ár,
hefur fengið nýtt útlit og tækni-
lega hefur honum fleygt fram,
enda Volkswagen-verksmiðjurn-
ar, móðurfyrirtækið, haft hönd
í bagga með þróun bílsins. Sagt
er að hann hafi tvöfaldan ríkis-
borgararétt, þýska tækni og
spænska hönnun. Ibiza hefur
verið sá bíll sem Seat-verksmiðj-
urnar hafa selt mest af í Evrópu,
en stóri bróðirinn, Toledo, fékk
einnig góðar viðtökur.
Því sem næst ekkert upprunalegt
er við Seat Ibiza II annað en nafn-
ið. Hann er orðinn stærsti bíllinn í
sínum stærðarflokki og gæðunum
hefur fleygt fram í framleiðslunni,
en á árum áður þótti loða við bílinn
að hann væri Iéleg eftirlíking af
Fíat.
Vandað til framleiðslunnar
Bíllinn er settur saman í Marto-
rell-verksrhiðjunni skammt frá
Barcelona, sem þykir ein fullkomn-
asta bílasamsetningarverksmiðjan í
Evrópu. Verksmiðjan er starfrækt
eftir japanskri lyrirmynd, svo-
riefndu Éa/zen-lögmáli, sem felur í
sér að stöðugt er unnið að því að
betrumbæta framleiðsluna meðan
bíllinn verður til í verksmiðjunni.
Slíkt kallar á meira vinnuafl en
gengur og gerist í bílaframleiðslu,
og alls munu 6 þúsund starfsmenn
framleiða 1.500 Seat Ibiza II á dag
þegar full afköst hafa náðst í verk-
smiðjunni.
í gegnum árin hefur slagorð Ibiza
verið „aðeins meira fyrir pening-
ana“, sem tryggði kaupendum bíls-
ins örlítið meira rými eða vélarafl
en keppinautarnir í þessum stærð-
arflokki gátu boðið upp á. Undan-
farin ár hefur keppinautunum hins
vegar vaxið fískur um hrygg, en
með Ibiza II geta Seat-verksmiðjun-
ar aftur gripið til slagorðsins. Bfli-
inn er 3,81 metri á lengd, og 10
cm lengri en Renault Clio, sem
hefur farið sigurför um Evrópu í
þessum stærðarflokki. Þá er far-
_________ SCei IAM ,8S ÍIUOACIUTBCr-i GIGAJat
Bíll med tvöfaldan
ríkisborgararétt
Fjölmiðlakeppni SVR í ökuleikni
Heilmikil kúnst
ai keyra strætó
ÞAÐ fer ekkert á milli mála, að það er hcilmikil kúnst að aka
strætisvagni. Þessu hafði ég ekki gert mér grein fyrir, fyrr en
sl. laugardag, að ég var sett undir stýri á tveimur vögnum SVR
í fjölmiðlakeppni SVR í ökuleikni, sem fram fór á Reykjavíkurflug-
velli. Vagnarnir eru jú sjálfskiptir, með vökvastýri og ágætasta
tækniútbúnaði, svo ég taldi að það eina sem menn þyrftu að hafa
á hreinu væri að vita hvar olíugjöfin og bremsan væru.
En ég átti eftir að fínna
áþreifanlega fyrir því, að ég vissi
ekkert um strætisvagnaaksturj
eða hversu kreíjandi starfíð er. I
fyrsta lagi, þá þarf maður einfald-
lega að hugsa upp á nýtt sem bfl-
stjóri, þegar það er strætisvagn
sem aka skal. Það er allt öðru
vísi tilfinning að sitja einhvers
staðar langt fyrir framan framhjól
vagnsins og því mjög erfítt að
gera sér í hugarlund hvenær byija
skal að beygja, enda
byijaði ég lík-
lega aldrei á
réttum tíma,
ýmist of seint
eða of snemma.
Eknir voru
tveir hindrunar-
hringir , á
Reykjavíkur-
flugvelli, þar
sem keilum
hafði verið
komið fyrir í
röð, sett upp
hlið, settir
plattar á völl-
inn sem aka
átti ofan á,
settar upp
grindur, þann-
ig að bakkað
skyldi inn í
stæði á milli
þeirra, lagðar
Morgunblaðið/Kristinn
línur, þar sem lagt skyldi samhliða
þeim, og svo fram vegis.
Norðurlandamótið
Það voru sex fjölmiðlar sem
sendu fulltrúa til þessarar keppni,
sem var að sjálfsögðu sett upp í
gríni, til þess að vekja athygli á
því að SVR er nú að hefja undir-
búning á æfíngum sex bílstóra
sinna sem munu fara til Svíþjóðar
til þess að keppa við norræna
kollega sína síðar í sumar.
Þeir fjölmiðlar sem áttu fulltrúa
á mótinu voru Sjónvarpið, Rás 2,
DV, Stöð 2, FM og Morgunblaðið.
Skemmst er frá því að segja
að sumir kolleganna voru grun-
samlega ieiknir, þegar þeir óku
strætó af stað, enda kom á daginn
við rannsókn, að einn hafði ekið
steypubíl, annar vörubíl og sá
þriðji hafði unnið sem sumara-
fleysingamaður hjá SVR fyrir
margt löngu. En aðrir voru ekki
svo ýkja leiknir, og sá ökumaður
sem óvéfengjanlega hafði yfir
minnstu ökuleikninni að ráða á
þessum farartækjum, var sú sem
þetta ritar.
Raunar mega þeir eiga það,
herramennimir hjá SVR, að þeir
sýndu einskæra herramennsku,
þegar úrslit keppninnar voru
kunngerð og verðlaunaafhending
fór fram, því þeir greindu frá því
að kvenþjóðin hefði sýnt einstaka
nýtingu í keppninni, en fulltrúi
kvenþjóðarinnar í þessari keppni
var undirrituð. Þeir greindu frá
því að kvenþjóðin hefði nýtt sér
þann tíma sem til ráðstöfunar
var, til fulls! Auk þess hefði full-
trúi kvenþjóðarinnar náð að nýta
sér svo til hvert refsistig sem
hægt var að verða sér úti um!
Þetta eru að vísu grófar ýkjur, .
því undirritaðri tókst að forðast
refsistig við 29 hindranir, en fékk
hins vegar réfsistig við 15
hindranir.
Út með Víkingasveitina
Til þess að gera Ianga sorgar-
sögu stutta, þá skal það upplýst
hér að ég fékk í samanlagðan
árangur 44 mínútur og 44 sekúnd-
ur og þar af voru refsistig sam-
tals 32 mínútur og 17 sekúndur,
en sigurvegarinn, Samúel Öm, frá
Sjónvarpinu var með samanlagðan
árangur 23 mínútur og 22 sekúnd-
ur. Aðrir keppendur vom með
mínútufjölda þama á milli, en
enginn fór þó yfír 40 mínútur,
annar en fulltrúi Morgunblaðsins.
Það skal tekið hóflega alvar-
lega, þegar greint er frá því að
vagnstjórar SVR spurðu keppanda
Morgunblaðsins að því í keppnis-
lok, hvort hún væri ekki reiðubúin
til þess að taka að sér að feija
nokkra vagna SVR inn á Kirkju-
sand. Að sönnu var hún reiðubúin,
en á daginn kom að hér var ein-
ungis um létt spaug vagnstjór-
anna að ræða og þeir bættu því
við svona í lokin, að ef þeir þægju
slíka þjónustu frá blaðamanni
Morgunblaðsins, þá dygði ekkert
minna til en að ræsa út Víkinga-
sveit lögregunnar! n
Texti: Agnes Bragadóttir