Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993
Bláa lönid -
Perla Suðumesja
ÞÓ MARGIR afgreiði Suðurnesin sem „rokrassgat“,
eiga þeir Suðurnesjamenn sínar Perlur líkt og Reykvík-
ingar og aðrir landsmenn. Bláa lónið við Grindavík fer
þar fremst, er að verða þekkt um víða veröld. Mýmörg
dæmi eru um að erlendir gestir, sem hingað koma,
viti lítið um land og þjóð fyrirfram, en freistast hingað
vegna þess mikla hróðurs sem þetta séríslenska náttúru-
fyrirbrigði hefur fengið í umfjöllunum fjölmiðla erlend-
is, en á milli tvö og þrjú hundruð erlendir fjölmiðla-
menn hafa sótt lónið heim í vetur. Fólk hefur átt þar
rómantískar stundir, trúlofast og jafnvel gifst þar.
Kristinn Benediktsson, framkvæmdastjóri Bláa lónsins
Morgunblaðið/RAX
Horft til g-ufumökksins við Bláa lónið
Aðstaða þarf vissulega öll að
vera tii fyrirmyndar til að standa
undir vonum og væntingum gesta,
erlendra sem innlendra. Aðstöðu-
leysi hefur hingað til háð Bláa lón-
inu, enda sækja þangað að jafnaði
um 100 þús. baðgestir á ári. „Sú
aðstaða, sem við höfðum upp á að
bjóða, var fyrir löngu sprungin,
sérstaklega yfir sumartímann.
Þengsli voru orðin mikil, sem endur-
spegluðust síðan í neikvæðri um-
ræðu. Þessu höfum við verið að
breyta. Fyrstu 5 mánuði ársins
komu um 32 þús. manns sem lofar
mjög góðu um framhaldið, segir
Kristinn Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins.
Vlðbygging
Grindavíkurbær tók við rekstri
Bláa lónsins sl. haust og hefur síð-
an unnið að ýmsum endurbótum
svo mæta megi þessari miklu að-
sókn og að sama skapi auka að-
dráttaraflið. Fyrir nokkru var tekin
í notkun 200 fm ný viðbygging sem
bætir mjög alla aðstöðu baðgesta.
Þar er veitinga- og búningsaðstaða
fyrir 200 manns, en gamla húsið
hýsir um 140 manns. Með bygging-
unni skapast auk þess skemmtileg
aðstaða fyrir fitiveitingar á sólrík-
um dögum. Þetta er létt bygging á
stálbitum, sem má flytja ef til kem-
ur. Bundið slitlag verður lagt á
veginn niður að lóninu, gerður hef-
ur verið göngustígur út í hraunið
og bílastæðin rýmkuð verulega,
enda hafa þau hvergi annað eftir-
spum frekar en baðhúsið. Þá er
ráðgert að byggja bryggju frá
hraunjaðrinum út í dýpsta hlutann,
þar sem baðgestir geta hvílst og
stundað sólböð þegar vel viðrar.
Flutningur
íslenska heilsufélagið og Grinda-
víkurbær stofnuðu í fyrra sérfyrir-
tæki sem ber heitið Heilsufélagið
við Bláa lónið, í því skyni að kanna
hvort grunur manna um lækninga-
mátt Bláa lónsins ætti sér stoð í
raunveruleikanum og ef svo væri
að byggja upp alhliða heilsuhótel
með tilheyrandi aðstöðu í tengslum
við lækna. Lengi hefur því verið
haldið fram að í Bláa lóninu fælist
lækningamáttur, einkum fyrir ýmsa
húðkvilla. Nýlega birtist sú frétt frá
læknum, sem önnuðust þýskan til-
raunahóp sl. haust, að þessi grunur
ætti við rök að styðjast og stað-
festu niðurstöður rannsóknarinnar
að lækningamáttur væri fyrir
hendi.
I framhaldi af þessum athugun-
um eru nú uppi hugmyndir um
uppbyggingu við lónið, sem koma
til með að gjörbreyta þeirri aðstöðu
sem fyrir er, auk þess sem hug-
myndirnar gera ráð fyrir flutningi
lónsins í hrauninu, þar sem það er
nú orðið fyrir Hitaveitu Suðumesja.
„Þessar hugmyndir ættu að geta
komist í gagnið eftir tvö til þijú
ár, ef björtustu vonir rætast. Tillög-
ur hafa verið fengnar frá íslenskum
arkitekt og nú er verið að skoða
hugmyndir frá þýskum arkitekt,"
segir Kristinn.
Elnstakt
Bláa lónið er sagt einstakt í
heiminum, enda sáu menn ekki
Bláa lónið fyrir sér þegar sveitar-
stjómin í Grindavík ákvað árið 1969
að láta rannsaka Svartsengissvæðið
með tilliti til jarðhita, sem átti að
beisla til húshitunar í Grindavík.
En þegar holumar tvær vora borað-
ar, önnur 1971 og hin 1972, lofuðu
þær mjög góðu og leiddu m.a. í ljós
að hér var um há hitasvæði að
ræða og að vatnið sem kom úr
Mikil náttúrufegurð er í hraun-
inu við Grindavík
holunum var salt. Hanna þurfti
orkuver sem gat nýtt heitan sjóinn
til upphitunar á fersku vatni sem
síðar er nýtt til húshitunar. Þegar
búið var að nota sjóinn til upphitun-
ar á fersku vatni, var honum dælt
út úr orkuverinu og reiknuðu menn
fastlega með því að hann myndi
einfaldlega renna út i hraunið og
hverfa þar. Spáin gekk ekki alls
kostar eftir. í staðinn situr Hita-
veita Suðurnesja uppi með eftirsótt
náttúraundur, heillandi og sjálf-
hreinsandi stöðuvatn, sem fyrst var
opnað almenningi til yndisauka og
ánægju árið 1987, 30-40 gráða
heitt.
Útlvlst
Aðeins 4 kílómetrar skilja að
Bláa lónið og Grindavík, sem er
2.200 manna byggðarlag, ósköp
venjulegur íslenskur sjávarútvegs-
bær á suðurströnd Reykjanesskag-
ans, með stórbrotna náttúra á alla
kanta. Uppruna sinn sækir Grinda-
vík í sjósókn og fiskvinnslu aftur í
aldir, enda við ein bestu fiskimið
landsins. En þar er ekki bara slor.
Möguleikar á útivist era enda-
lausir, ekki síst nú, þegar augu
manna eru að opnast fyrir útivera.
Fjöraskoðun, fiskibátar á leið til
hafnar og heilnæmt sjávarloft er
eitthvað sem Grindavíkurbær býður
ferðamönnum upp á, auk ágætra
veitingastaða, sem allir leggja
metnað sinn í að bjóða upp á góða
fískrétti. Þeir eru: Veitingahúsið við
Bláa lónið, Sjómannastofan Vör og
Hafur-Björninn, sem einnig er krá.
Þá má aka út á Reykjanestá að
skoða vitann og fylgjast með út-
hafsöldunni brotna á hömrunum
eða skoða fuglalífið sem fyllir allar
klettasillur. Golf, sjóstangaveiði,
útreiðatúrar, sund, silungsveiði og
gönguferðir era jafnframt inni í
myndinni og skammt frá Grindavík
eru ferðamannastaðir á borð við
Festarfjall, Vigdísarvelli, Djúpa-
vatn, Krýsuvík, Krýsuvíkurbjarg og
Selatanga, en þar eru minjar af
verstöð frá síðustu öld. „Og ef ann
rignir þá er ekkert annað að gera
í stöðunni en að drífa sig í regngall-
ann,“ segir Kristinn að lokum. ■
Jóhanna Ingvarsdóttir
London séð úr lofti
GENGIS-
SKRÁNING
24. maí 1993
Argentína peso 64.2344
Ástralía dollar 44.4388
Belize dollar 32.1172
Brasilía cmzeiro 0.0016
Costa Rica colon 0.4648
Egyptaland pund 46.6081
Eistland kroon 4.9443
Fílabeinsstr. CFA-franki 0.2326
Hong Kong dollar 8.3079
l'srael sikill 23.5552
Kólumbía peso 0.0754
Laos kip 0.0892
Líbanon pund 0.0370
Malasía ringit. 25.0186
Malta pund 175.0098
Mexókó nýr peso 20.5683
Óman rial 166.8527
Singapore dollar 39.7378
Sri Lanka rúpía 1.3401
Suður-Afrika rand 20.0823
Taiwan NT-dollar 2.2418
Thailand baht 2.5445
Zambia kwatcha 0.1235
Ferdalangar í
Þörsmörk panti
tjaldstædin áður
FERÐAFÓLK sem ætlar að
leggja leið sína í Þórsmörk í
sumar skyldi hafa bak við eyrað
að reksturinn verður með svip-
uðu sniði og undanfarin sumur.
Skógrækt ríkisins fer með yfir-
umsjón en daglegur rekstur er
í höndum fjögurra aðila og
skiptist þannig að í Húsadal
hefur Austurleið forsjá, í
Langadal og Endum Ferðafé-
lag Islands, Farfuglar í Slypp-
ugili og Útivist hefur umsjón
með Básum og Strákagili.
Ferðamenn sem ætla að gista
skulu hafa samband fyrirfram við
umsjónarmenn um tjaldstæði eða
pláss í skála, því ella getur komið
fyrir að þurfí að vísa fólki frá sé
allt yfirfullt. Þá verður Húsadalur
í sumar lokaður fyrir tjöldum en
fólki er heimil umferð. Tjaldstæði
eru á uppgræddum eyrum við aðset-
ur Austurleiðar, við mynni Húsa-
dals. ■
FERÐAMENN í London geta
nú farið í sérstakt útsýnis-
flug yfir höfuðborgina og
Suðaustur-England og
standa fjórar ferðir til boða.
Farið er yfir miðborgina, kastala
Kent og Sussex, yfir hvíta kletta
Dover og Docklands. Notaðar eru
Cessna 172 og Piper Aztec og verð
er frá 90 sterlingspundum en Dov-
erferðin er dýrust, 155 pund. Búist
er við að þessar ferðir njóti ekki
hvað síst vinsælda meðal áhuga-
manna um ljósmyndun. Ferðir frá
hótelum í London, máltíðir í flug-
ferðinni og leiðsögn er allt fáanlegt
og flest hótel í borginni gefa upp-
lýsingar um þessi útsýnisflug. B
Bæklingur um
ráðstefnuhald
SAMVINNUFERÐIR/Landsýn
hafa gefið út vandaðan bækling
um ísland sem ákjósanlegan stað
fyrir ráðstefnur. Er lýst hversu
ágæta aðstöðu sé að finna fyrir
ráðstefnur þar sem öll þjónusta
er í boði, svo sem þýðingar á
ýmis tungumál, aðstoð ritara
o.fl.
En síðan er
einnig lagt kapp á
að sýna fram á að
margir kostir gef-
ist mökum sem
vilja vera með án
þess að sitja fundi
og eins hvað megi
sér til gamans og
fróðleiks gera að fundum loknum.
Eru stuttar og skilmerkilegar lýs-
ingar með myndum á því hvað
kæmi til greina eins og siglingar
um ár, jöklaferðir, sjóstangaveiði
og golf svo nokkuð sé nefnt.
Þá eru talin upp nokkur veit-
ingahús og gefnar ráðleggingar
um verslanir þar sem gera megi
hin fjölbreytilegustu innkaup. ■