Morgunblaðið - 11.06.1993, Side 10

Morgunblaðið - 11.06.1993, Side 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 BÖRN í bílum þurfa vörn VW vi II nýjan og ódýran alþýöubíl VOLKSWAGEN-verksmiðjumar, sem em stærstu bílaframleið- endur í Þýskalandi, ráðgera að byggja nýja verksmiðju til að framleiða þar nýjan „alþýðubíl“, að sögn stjórnarformanns VW, Ferdinands Piech. Hann lýsti því yfir á árlegum hluthafafundi fyrirtækisins að bílar verksmiðjanna, sem eitt sinn voru rómaðir fyrir að vera ódýrir fjölskyldubílar, væm orðnir alltof dýrir og ekki lengur gjaldgengir á stómm markaði sparneytna bíla. í nýju verksmiðjunni hyggst VW framleiða nýjan, ódýran bíl og skera niður framleiðslustundir hvers bíls í 13 stundir, til að auka samkeppnishæfni sína við jap- anska keppinauta. Á byrjunarreit „Ég vil aftur að fyrirtækið komist í þá stöðu að geta boðið þeim sem í fyrsta sinn hafa ráð á því að kaupa bíl okkar fram- leiðslu. Það verður að vera ódýr- asti bíllinn í heiminum, en þessu markmiði náum við ekki án þess að fara aftur á byrjunarreit," sagði Piech. Hann sagði að Japanir fram- leiddu bíl á 12-13 klukkustundum en hjá VW tæki það allt að 19 klukkustundum. Ný verksmiðja væri nauðsynleg svo unnt væri að kynna til sögunnar nýja fram- leiðslutækni, ekki væri unnt að gera endurbætur á eldri verk- smiðjum. Ignacio Lopez „Með þessa hugmynd að leiðar- ljósi og með því að nýta okkur sköpunarkraftinn í hinum vest- ræna heimi, hyggjumst við stinga keppinautana af. Piech fjallaði ekki nánar um staðsetningu verk- smiðjunnar en háttsettir starfs- menn innan VW segja að Jose Ignacio Lopez de Arriortua, hinn nýi framleiðslustjóri verksmiðj- anna, hafi fengið loforð VW um að byggð yrði verksmiðja í heima- landi hans Spáni, þegar hann ákvað að hætta störfíim hjá Gen- Ignacio Lopez. eral Motors og ganga til liðs við VW. Þeir segja að ástæður þess að hann ákvað að hætta hjá bandarísku bílaframleiðendunum hafi meðal annars verið þær að hann hafi verið ósáttur við þá ákvörðun GM að leggja á hilluna áform um byggingu verksmiðju á Spáni. Tap VW fyrsta ársfjórðung þessa árs nam röskum 48 milljörð- um ÍSK, en útlit er fyrir minni taprekstur á öðrum ársfjórðungi. Kareem Abdul-Jabbar í mál við GM BANDARÍSKA körfubolta- stjarnan Kareem Abdul-Jab- bar hefur höfðað mál á hend- ur General Motors og auglýs- ingastofu fyrirtækisins vegna meintrar ólöglegrar notkun- ar á skírnarnafni hans í aug- lýsingu um Oldsmobile-bíla. Abdul-Jabbar, sem hefur þénað hvað mest af öll- um stórstjörnun- um í NBA-deild- inni bandarísku, höfðaði málið 14. maí sl., en hann heldur því fram að General Mot- ors hafí notað skímarnafn hans, Lew Alc- indor, í auglýsingunni umræddu. Abdul-Jabbar gekkst við þessu nafni allt fram til 1971, er hann tók upp núverandi nafn. Auglýs- ingin var sýnd í sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum í mars og apríl sl. Talsmaður auglýsingastofunnar hefur ekki viljað tjá sig um málið. - sama hve gömul þau eru. UMFERÐARRÁÐ % Mest innheimt en minnst lagt út BIFREIÐASKATTAR sem hlutfall af heildartekjum ríkis- sjóðs eru áætlaðir um tæp 17% á þessu ári. A síðasta ári var hlutfallið 14,5% og því er ráðgert að hlutfallið aukist um 2,5% á þessu ári. í fyrra námu skattar af bifreiðum 14.945 milljónir kr. en útgjöld ríkissjóðs til vegamála voru 5.281 milljón kr., eða rúmlega þriðjungur af innheimtum bifreiðasköttum. Landþing FÍB varar við þeirri stefnu stjórnvalda að líta ó bifreiðar og um- ferð sem vænlegan tekjustofn fyrir ríkissjóð. Eðlileg sköttun sem rennur til samgöngubóta er sjólfsögð, en óhæfa er að nýta skattstofna um- ferðarinnar til annarra þarfa. í Danmörku voru bifreiða- skattar í fyrra 20 milljarðar danskra krv um 200 millj- arðar ÍSK, en um 80 milljarð- ar ÍSK runnu til baka til vegamála og útgjalda vegna umferðar- óhappa. AlfariA tll vegamála {Noregi voru bifreiðaskattar um 180 milljarðar ÍSK og runnu þeir alfarið til vegamála þar í landi. í Svíþjóð voru bifreiðaskattar á síð- asta ári 300 milljarðar ÍSK og 250 milljarðar í Finnlandi. í báðum löndunum runnu 180 milljarðar ÍSK af skattfénu til vegamála. Hvergi er því hlutfallið af inn- heimtum bifreiðasköttum og út- gjöldum til vegamála óhagstæðara en hér á landi. Tekjur ríklssjóAs Gert er ráð fyrir að 4.070 millj- ónir kr. renni í ríkissjóð á þessu ári í formi tekna af bifreiðakaup- um, annars vegar vegna aðflutn- ingsgjalda (2.260 millj.) og vegna virðisaukaskatts (1.810 millj.). Tekjur ríkissjóðs af notkun bifreiða vegna bensíns, (tollur af bensíni 1.730 millj., bensíngjöld 4.150 millj., virðisauki 2.270 millj), hjól- barða (aðflutningsgjöld 50 millj., virðisaukaskattur 126 millj.) og varahluta og viðgerða (aðflutn- ingsgjöld 150 millj., virðisauka- skattur 1.910 millj.) eru áætlaðar 10.428 milljónir kr. á þessu ári. Aðrir skattar (bifreiðagjald 1.300 millj., umferðaröryggisgjald 15 millj.) eru áætlaðir 1.330 millj. kr. Skattar af bifreiðum á þessu ári eru áætlaðir 17.738 milljónir kr. Landsþing FÍB hefur ályktað gegn sköttunarstefnu stjómvalda. I ályktun þingsins segir: „Land- þing FÍB varar við þeirri stefnu stjórnvalda að líta á bifreiðar og umferð sem vænlegan tekjustofn fyrir ríkissjóð. Eðlileg sköttun sem rennur til samgöngubóta er sjálf- sögð, en óhæfa er að nýta skatt- stofna umferðarinnar til annarra þarfa. Mörkuðum tekjustofnum til vegagerðar verður að skila heiðar- Iega til lögboðinna verkefna." ■ Otryggóum bílum f jölgar í takt við efnahagsástandið FÆRST hefur í vöxt að undanförnu að ótryggðir bílar séu á götunum, að sögn Daníels Hafsteinssonar, fulltrúa í tækni- og upplýsingadeild Sambands íslenskra tryggingafélaga. Daníel segir að lögreglan bregðist ekki nægilega skjótt við með að taka ótryggða bíla af númerum. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík segir að upplýsingar tryggingafélaganna séu oft á tíðum ómarktækar og því erfítt að framkvæma slíkar aðgerðir á grunni upplýsinga frá þeim. „Það er má segja töluverð aukning á þessu vandamáli. Þetta hefur verið að aukast með ástandinu í þjóðfé- laginu, fólk trass- ar að greiða ið- gjöld sín,“ sagði Daníel Hafsteins- son. Lögreglan flöskuhálsinn „Sá sem verður fyrir tjóni af völdum ótryggðrar bifreiðar leitar yfirleitt til okkar. Við göngum úr skugga um hvort tjónvaldurinn er ótryggður og tryggingafélagið sem hefur haft tryggingu viðkomandi bfls með höndum verður að sanna það fyrir okkur að búið hafi verið að segja upp tryggingunni og óska eftir því við lögreglu að klippt yrði af öku- tækinu skráninganúmerin. Geti tryggingafélögin sannað þetta þá eru þau laus allra mála. Sá er varð fyrir tjóninu getur ekki annað en gengið að eiganda ótryggða bílsins. Fyrst er reynt að fá eiganda bílsins til að greiða tjónið en reynist hann ekki borgunarhæfur er gengið að ökumanni bifreiðarinnar. Reynist hvorugur þeirra borgunarmenn og búið er að fullreyna það þá er í gildi samningur um að tjónið og áfallinn lögfræðikostnaður er gerð- ur upp af Sambandi íslenskra tryggingafélaga. Oft tekur svona mál mörg ár að veltast um í kerf- inu, það eru mörg dæmi um það,“ sagði Daníel. Hann sagði að flöskuhálsinn í þessu máli væri sá að lögreglan gerði ekki nóg af því að klippa af skráningarnúmer ótryggðra bfla. „Þeir ættu alveg eins að geta fund- ið þessa bíla eins og bíla sem ekki hefur verið greiddur af þungaskatt- ur. Við teljum að það ætti að vera hægt að gera meira til þess að finna þessa aðila, þetta er ekki svo mik- ill fjöldi." Hann sagði að meðan málum væri svona háttað leiddi það á end- anum til hækkunar á iðgjöldum annarra tryggingataka. Óárelöanlegar upplýsingar „Við höfum rekið okkur á það að tilkynningar tryggingafélaganna eru ekki alltaf marktækar, það eru ekki alltaf nýjustu uþplýsingar sem við fáum frá þeim. Dæmi eru um að við séum að klippa af bílum sem eru í tryggingu," sagði Ómar Smári. Hann sagði að 1988 hefði hann sjálfur sent til baka mörg hundruð tilkynningar til tryggingafélaganna og beðið þau að fara betur yfir þær og athuga hvort viðkomandi bílar hefðu verið tryggðir hjá öðru fé- lagi. Niðurstaðan hefði verið sú að til baka hefði hann fengið tilkynn- ingar um örfá ökutæki sem ekki voru í tryggingu. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.