Morgunblaðið - 11.06.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 11.06.1993, Síða 11
MORGUNBLAt 0 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 C 11 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögfnvaldsson Ayrton Senna, sem er stigahæstur í heimsmeistaramótinu í Formula 1, á McLaren bíl sínum á fullri ferð. íslendingar á Formula ENGIN íþróttakeppni fær jafn mikla áhorfun í sjónvarpi og Formula 1 kappakstur, sem er vinsælasta akstursíþróttin í heiminum. Keppendur sem þar aka eru með hundruði milljóna kr. í tekjur á ári og rekstur keppnisliða kostar mikið fé. Tæknin bakvið keppnisbílana er mikil og þeir eru búnir flóknum tölvubúnaði. Stærstu keppnisliðin hafa 100 manna starfslið að baki hverjum ökumanni og á Formula 1 mótunum er mikil umsetning. Nú gefst Islendingum tæki- færi til að skoða dýrðina, því tímaritið 3T stendur fyrir hópferð á Formula 1 kappaksturinn á Silverstone kappakst- ursbrautinni þann 11. júlí nk. Flogið verður á fimmtudegi til London og þaðan haldið á stærstu go kart akstursbraut Englands og ekið á tveggja véla go-kart bílum í skipulagðri keppni fyrir þá sem það vilja. Þaðan er áætlað að fara og heimsækja keppnisdeild Ford í Boreham, sem sér m.a. um Escort Cosworth rallbílinn sem vinnur hveiji. heimsmeistarakeppnina af annari. Að tjaldabaki Eftir það verður haldið að Sil- verstone kappakstursbrautinni, en á laugardegi verður fylgst með æfingum keppenda í Formula 1 mótinu á brautinni og skyggnst að tjaldabaki hjá keppnisliðunum, m.a. McLaren, Ferrari og Williams, sem eru frægustu liðin. Þar mun gefast færi á að líta bestu ökumennina augum og allan þann tækjakost sem keppnisliðin hafa að geyma. Sama dag verður komið við hjá keppnis- deild Subaru bílaverksmiðjanna og nýr Subaru Impreza rallbíll skoðað- ur. Daginn eftir, á sunnudegi fer keppnin fram og þá aka 26 af bestu ökumönnum heims Silverstone brautina, oft á yfir 300 km hraða, en keppnin er með þeim hraðari í heimsmeistaramótinu. Eftir hana geta menn fylgst með meistaramót- inu í akstri kraftmikilla og breyttra fjöldaframleiddra bíla, m.a. frá BMW, Ford og Benz. ■ Auknum sköttum á bensín mótmælt LANDSÞING Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda hef- ur harðlega mótmælt stór- auknum bensínsköttum og varar við „þeirri stefnu stjórnvalda að líta á bifreið- ar og umferð sem væn- legan tekjustofn fyrir ríkissjóð. A Landsþing- inu sem fram fór 22.-23. maí sl. var Björn Péturs- son einróma kjörinn for- maður samtakanna, en hann tekur við af Arinbirni Kol- beinssyni, sem verið hefur formaður FÍB í 23 ár. í ályktun Landsþingsins þar Qg sem bensínsköttum er mót- mælt segir: „Stjórnvöld virð- ast álíta að þar sem bensín- noktun dregst ekki saman í kjölfar eldsneytishækkunar þá sé jafnvel hægt að auka m skattheimtu enn frekar. Einkabifreiðin er eini valkost- ur þeirra sem eru með marga í heimili, t.d. ungbarnafjöl- skyldur, og þeirra sem búa utan við þjónustusvæði al- menningssamgangna. Auknar álögur eru höft á bifreiðanotkun, draga úr hreyfanleika og hafa áhrif á þjóðfélagið í heild.“ Þá kom fram í ályktun að Landsþingið telur eðlilegt að ríkis- sjóður greiði fjármagnskostnað af lántökum vegna flýtingar fram- kvæmda í vegamálum til atvinnu- aukningar en ekki bifreiðaeigend- ur einir. ■ Skodinn selst eins og heitar lummur SALA á Skoda Favorit gengur mjög vel í Danmörku og er eftirspurn- in eftir þessari bílgerð meiri en framboðið. Eins og kunnugt er keypti VW hlut í Skoda og framleiðir bílinn að hluta til í Tékklandi. Nýr Peugeot 305 kynntur um helgina NÝR Peugeot 306 verður frumsýndur hjá Jöfri hf. um helgina. Um er að ræða alveg nýja hönnun og er bíllinn smíðaður í nýjum verksmiðjum Peugeot í Frakklandi. Bíllinn þykir líkjast 106 bíln- um hvað hönnun varðar. Ole Paulsen, forstjóri Pradan Auto Import, sem flytur inn Skoda til Danmörku, segir að ekki hafi selst fleiri Skodar að vori til í fímm ár. Það hefur verið allt að eins mánaðar afgreiðslufrestur í Danmörku, en nú er hann orðinn hálfur mánuður. I apríl seldust 365 Skoda Favorit í Danmörku og var hann í sjötta sæti yfir mest seldu bílana þar í landi í þeim mánuði. Fyrstu fimm mánuði þessa árs seldi Jöfur hf., umboðsaðili Skoda, 77 Skoda Favorit og Forman. ■ Hjá Jöfri hf. fengust þær upplýsingar að náðst hefðu afar hag- stæðir samningar við framleiðendur þannig að með Peugeot 306 er boðið meira af staðal- búnaði en áður hefur tíðkast með evrópska bíla en bíllinn verður ódýrari en áður. Meðal staðalbúnaða í Peugeot 306 er vökvastýri, hvarfakútur, samlæs- ingar, rafdrifnar rúður, málmlakk og litað gler. »rðlr Forsvarsmenn Jöfurs hafa fyrirvara á verölagningu bílanna því eftir tolla- breytingar sem taka gildi eftir þrjár vik- ur hækka bílar eöa lækka eft- ir atvikum. Þrjár vélasta Boðið verður upp á þrjár vélastærðir, XN og XR 1400, XR og XT 1600 og XT 1800. XR 1400 bíllinn er 75 hestafla og mun kosta á götuna 1.148 þúsund kr., en forsvarsmenn Jöfurs hafa fyrirvara á verð- lagningu bílanna því eftir tollabreytingar sem taka gildi eftir þijár vikur hækka bílar eða lækka eftir atvik- um. Þannig mun XR 1400 kosta undir 1.100 þúsund kr. eftir breyt- ingu. XT 1600 með 90 hestafla vél kostar á götuna nú 1.248 þús- und kr. en mun hækka í um 1.290 þúsund kr. eftir tollabreytingu. Sportgerðin, XT, kostar 1.348 þúsund kr. 1800 bíllinn verður aðeins til í sportgerð, XT, og kostar nú 1.446 þúsund kr. en mun lækka niður fyrir 1.400 þúsund kr. Hann er með 103 hestafla vél. ■ Nýr Isuzu Trooper NÝR Isuzu Trooper jeppi er kominn til landsins og verður hann sýndur á næstu vikum hjá Bílheimum hf. Um er að ræða gerbreytt- an bíl, lúxusjeppa, en ekki liggur ljóst fyrir á hvaða verði hann verður boðinn. Isuzu Trooper býðst tveggja og femra dyra. Tveggja dyra bíllinn er 4,11 sm langur en fernra dyra bíllinn 4,54 sm, en báðir eru þeir 1,74 sm breiðir. Boðið er upp á Ný Bjalla? Volkswagen-verksmiðjumar íhuga nú að framleiða takmark- 'að magn af VW-bjöllu fyrir Evr- ópumarkað. Bíllinn hefur verið framleiddur um árabil í Mexíkó, en framleiðslu hans á Evrópu- markað var hætt í byrjun átt- unda áratugarins. Talsmaður VW segir að ástæður þess að slík áform séu uppi er hin mikla eftirsókn í hið gamla, jafnt hjá bílahönnuðum og almenningi. Velja amerískt Nýleg skoðanakönnun sýnir að 85% Bandaríkjamanna 50 ára og eldri kaupa helst bandaríska tvær gerðir bensínvéla, aðra fjög- urra strokka en hina sex strokka, eina fjögurra strokka díselvél og eina fjögurra strokka túrbódíselvél. bíla. Hins vegar ekki nema 63% í aldurshópnum 18-24 ára. Skoð- anakönnunin fór þannig fram að hringt var í 1.200 svarendur, sem allir voru að hugleiða að kaupa bíl. Vinsælasti bíllinn meðal eldri aldurshópsins var Ford, en Buick og Oldsmobile komu þar á eftir. Toyota var í fyrsta sæti í vinsældum yfir inn- flutta bíla hjá 50 ára og eldri og Honda í öðru sæti. Beðið með rafdyr General Motors hefur frestað því að bjóða upp á rafknúnar hliðardyr á nýja gerð fjölnota- bíla. Rafknúnar hliðardyr áttu að koma fyrst á markað fyrir einum mánuði á Oldsmobile Sil- houette, Chevrolet Lumina APV og Pontiac Trans Sport, en vegna gæðavandamála og bilana í dyrunum var fallið frá því. Ráðgert er að bjóða upp á þessa nýjung í 1994-árgerð þessara bíla. Dekk sem orkugjafi Bridgestone í Japan hefur reist stóra raforkustöð við hjól- barðaverksmiðju sína sem fram- leiðir 5.000 kílóvattstundir á mánuði sem nýtt er til hjólbarða- framleiðslu. Orkan er að mestu leyst úr læðingi með brennslu á gömlum hjólbörðum. Eyðing gamalla hjólbarða hefur verið mikið vandamál í Japan en á síðustu árum hefur 86% þeirra verið endurnýttur til orkufram- leiðslu. ABS-hemlar ekki fullkomnir Monroe-fyrirtækið, sem þekkt er fyrir framleiðslu höggdeyfa í bíla, hefur með rannsóknum leitt í ljós að hemlalæsivörn, svokall- að ABS-hemlakerfí, getur gefíð falskt öryggi ef viðkomandi bíll er með slitna höggdeyfa. Rann sóknir sýna að höggdeyfar með 50% slit lengja hemlunarvega- lengd bíla, og meira í bílum sem eru búnir ABS en bílum án hemlalæsivama. Hlutverk högg- deyfa er að tryggja góða snert- ingu hjólbarða við veginn. Þegar snertingin rofnar berast boð til ABS-tölvunnar sem léttir strax á hemlunarátakinu. Spánver jar í sókn Mikill uppgangur er í bíla- framleiðslu á Spáni. Þjóðin er nú fjórði stærsti bílaframleiðandi í Evrópu, á eftir Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu. Auk þess að framleiða Seat-bíla eru á Spáni verksmiðjur sem framleiða fyrir Ford, GM-Opel, Renault Peugeot, Nissan og Mercedes Framleiðslukostnaður við bíla framleiðslu á Spáni er aðeins 60% af kostnaði í Þýskalandi.l

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.