Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 1
64 SIÐUR LESBOK/C
**gunHafei
STOFNAÐ 1913
147. tbl. 81. árg.
LAUGARDAGUR 3. JULI 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tyrkland
Ikveikja
verður 40
að bana
Ankara. Reuter.
FJÖRUTÍU manns fórust í
íkveikju í Tyrklandi í gær.
Kveiktu bókstafstrúarmenn í
hóteli í bænum Sivas til að
mótmæla Söngvum satans eftir
Salman Rushdie. Tyrkneskur
þýðandi bókarinnar hafði verið
gestkomandi á hótelinu.
Mótmæli brutust út þegar þýð-
andinn, Aziz Nesin, kom til Sivas
og gengu 600 bókstafstrúarmenn
um götur og hrópuðu slagorð. Tutt-
ugu manns slösuðust fyrr um dag-
inn þegar til átaka kom milli lög-
reglu og mótmælenda sem grýttu
gijóti.
------» ♦ ♦-----
Noregnr
Hundrað
hrefnur
veiddar
Osló. Reuter.
NORSKIR hvalveiðimenn eru
búnir að veiða 100 hrefnur af
160 dýra kvóta fyrir árið 1993.
Hafa veiðaraar farið fram án
teljandi afskipta umhverfis-
verndarsinna.
Búið er að verka og selja 56 dýr
og ef veður leyfír verður kvótinn
líklegast fullnýttur í lok næstu viku.
Umhverfisverndarsamtök hafa ekki
rejmt að stöðva veiðar á hafi úti
en grænfriðungar hafa staðið fyrir
mótmælum á landi og hlekkjað sig
við hvalabyssur á landfesta bátum.
Greint hefur verið frá því í norskum
fjölmiðlum að liðsmenn Sea Shep-
herd séu í þann mund að leggja af
stað frá Kanada í þeim tilgangi að
stöðva Norðmenn. Leiðtogi samtak-
anna, Paul Watson, hefur heitið
þeim sem tekst að sökkva norskum
hvalveiðibáti rúmlega 1,7 milljónum
króna.
Hlaupið í tækin í Fjölskyldugarðin um
Morgunblaðið/Kristinn
ÞESSI böm flýttu sér inn í Fjölskyldugarðinn þegar hann var opnaður
kl. 10 í gærmorgun. Mörg þeirra höfðu beðið spennt eftir að komast
í rafmagnsbílana og torfærubrautina. Um 50 þúsund manns hafa komið
í Fjölskyldugarðinn frá því að hann opnaði fyrir rúmri viku.
Úkraínumenn vilja ekki láta kjamorkuvopnin af hendi
Samþykkja eigiiar-
hald á eldflaugunum
Kiev. Reuter.
Kiev. Reuter.
ÞINGIÐ í Ukraínu lýsti í gær eignarhaldi á kjarnorkuvopnum í
landinu, þriðja stærsta kjarnorkuvopnabúri heims, en lét þess um
leið getið, að ekki stæði til að nota þau eða hóta að nota þau. Þá
var lögð áhersla á, að Úkraína stefndi að því að verða „kjarnorku-
vopnalaust ríki í framtíðinni“. Ekki er nú ljóst hvað verður um
START-l-samninginn og samninginn um takmörkun við út-
breiðslu kjarnorkuvopna en þeir eru báðir til umræðu á úkra-
ínska þinginu.
Aðskilnaðarsinnar í Abkhazíu sækja gegn stjómarher Georgíu
Rússar sagðir hafa sent
2.000 hermenn til landsins
Tbilisi. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Georgíu sögðu í gær að aðskilnaðarsinnar
I héraðinu Abkhazíu við Svartahafsströnd hefðu gert
skyndiárás á yfirráðasvæði stjórnarhersins í fyrrinótt. Þau
sökuðu jafnframt Rússa um að hafa sent 2.000 hermenn
inn fyrir landamæri Georgíu. Þingið í Tbilisi veitti Edúard
Shevardnadze, leiðtoga landsins, stóraukin völd, meðal
annars rétt til að skipa og reka ráðherra og gefa út tilskip-
anir.
Shevardnadze sagði að 600 að-
skilnaðarsinnar hefðu komið með
skipum að ströndinni og ráðist á
stjórnarhermenn. Ríkissjónvarpið í
Moskvu sagði að a.m.k. 23 menn
hefðu beðið bana í stórskotaárás
aðskilnaðarsinna. Embættismenn
varnarmálaráðuneytis Georgíu
sökuðu Rússa um að hafa sent
2.000 hermenn til landsins um
svipað leyti og aðskilnaðarsinnarn-
ir létu til skarar skríða. Rússneska
vamarmálaráðuneytið vísaði því
hins vegar á bug í harðorðri yfirlýs-
ingu. „Þetta er skipulögð og sið-
laus ögrun,“ sagði Míkhaíl Kol-
esníkov, forseti rússneska herráðs-
ins.
Úkraínustjórn hét því á síðasta
ári að staðfesta báða afvopnunar-
samningana en síðan hefur þeirri
skoðun vaxið fylgi, að Úkraínu-.
menn ættu að halda eftir lang-
drægu eldflaugunum, 176 að tölu,
í öryggisskyni. Virðist mörgum sem
Úkraínustjórn vilji nota eldflaug-
arnar til að treysta stöðu sína í
samningum við Bandaríkin og
Vestur-Evrópu.
Ábyrgðir frá Vesturlöndum
Dmytro Pavlytsjko, formaður
utanríkismálanefndar úkraínska
þingsins, sagði í gær, að lýsti það
ekki yfir eign sinni á eldflaugimum,
gæti það heldur ekki krafist samn-
inga um eða ábyrgða í öryggismál-
um. Hefur Úkraínustjórn farið sér-
staklega fram á slíkar ábyrgðir frá
Vesturlöndum. Sagði hann, að
START-l-samningurinn yrði stað-
festur í fyllingu tímans, það væru
aðeins óvinir ríkisins, sem héldu
því fram, að Úkraína ætlaði að
fara að veifa einhverjum kjamorku-
vendi.
Búist er við, að Rússar bregðist
hart við ákvörðun úkraínska þings-
ins en þeir segja Úkraínumenn
ekki eiga neina kröfu til eldflaug-
anna.
Bangsar
bakvið
lás og slá
The Daily Telegraph.
ATHAFNAMAÐUR í Banda-
ríkjunum hyggst byggja
dýragarð við Yellowstone-
þjóðgarðinn til að vista birni
sem gera sér dælt við nestis-
körfur þjóðgarðsgesta.
Sumir eru í stöðugum ráns-
ferðum á tjaldstæðum og
gramsandi í ruslafötum þjóð-
garðsins. Lewis Robinson vill
byggja athvarf því vandræða-
bangsar eru gjaman skotnir.
Sæki einhver reglubundnar
máltíðir á tjaldstæðum er hon-
um gefið deyfilyf í fyrstu og
skilað á sinn stað. Endurtaki
sagan sig hvað eftir annað er
hann skotinn. Þessi örlög sí-
brotabjarna gera það að verk-
um að þeim hefur fækkað úr
1.000 í 250 í garðinum.