Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 Skálar hf. festa kaup á Júpíter Kaupverð er 255 milljónir króna Þórshöfn. NÝTT hlutafélag Skálar hf. keypti í gær loðnuveiðiskipið Júpíter RE-161 af þrotabúi Júpíters hf. en félagið var í eigu Einars Guð- finnssonar hf. á Bolungarvík og Hrólfs Gunnarssonar skipstjóra. Skálar hf. er stofnað af Hraðfrystistöð Þórshafnar hf., Tanga hf. á Vopnafirði, Fiskiðjunni Bjargi hf. Bakkafirði, sveitarfélögum á svæðinu og fleiri aðilum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er kaupverð skipsins 255 milljónir kr. Greiðast 55 millj. kr. á árinu og þar af 35 millj. kr. við undirritun kaupsamnings. Kvóti rúmlega 21 þús. tonn Júpíter er 747 brúttólestir að stærð og er eitt afkastamesta loðnuveiðiskip flotans. Fulllestaður ber hann um 1.300 tonn af loðnu. Veiðiheimildir skipsins verða 3% af útgefnum loðnukvóta eða rúm- lega 21.000 tonn miðað við þann byijunarkvóta sem gefinn hefur verið út fyrir nýbyijaða vertíð. Skipstjóri á skipinu verður Lárus Grímsson en í áhöfn skipsins verða 15 manns. Útgerð skipsins á að styrkja hráefnisöflun loðnuverksmiðjanna á Þórshöfn og Vopnafirði og bæta afkomumöguleika þeirra. Þá mun útgerð skipsins styrkja atvinnulíf byggðarlaganna, bæði útgerð skipsins beint og vegna þjónustu við útgerðina. - LS. Björgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi Björguðu 3 fóstrum og 21 bami úr Gróttu Voru hætt komin vegna flóðsins ÞRÍR félagar úr björgunarsveitinni Albert á Selljarnarnesi sýndu skjót viðbrögð er þeir björguðu þremur fóstrum og 21 barni úr Gróttu síðdegis í gær. Fóstrurnar voru með börnin á leikskólanám- skeiði en er hópurinn ætlaði í land aftur eftir eiðinu úr Gróttu var byrjað að flæða að þannig að stór hluti barnanna komst hvorki áfram né aftur á bak. Að sögn Árna Kolbeins formanns björgunar- sveitarinnar flæðir mjög hratt að þarna og virðast fóstrurnar ekki hafa áttað sig á því. _________ Fyrstu loðnufarmarnir til Raufarhafnar Morgunblaðið/Helgi Ólafsson. Fyrsti farmurinn LOÐNUSKIPIÐ Gígja kemur með fyrsta loðnu- farminn að landi á Raufarhöfn. Rúmlega 1.500 tonn eru komin í bræðslu Raufarhöfn. GÍGJAN VE kom til Raufarhafnar kl. 7 föstudaginn 2. júlí með fyrsta loðnufarm vertíðarinnar sem hófst núna um mánaðamótin. Seinna um daginn kom síðan Sunnubergið en samtals lönduðu þessi skip rúmlega 1.500 tonnum. Veiðisvæðið var nánast beint norður frá Raufarhöfn um 100 mílur. Gígjan fékk 700 tonn í sex köst- um. Þeir leituðu lítið út frá þessu svæði en þetta er ekki eins norðar- lega og Svanur RE hóf loðnuveiðar í upphafi síðustu vertiðar. Sunnu- bergið var með um 800 tonna afla. Loðnan blönduð Loðnan er dálítið blönduð og virðast þetta vera tveir árgangar. Mikið er af hnúfubak á veiðisvæð- inu. Löndun gengur vel og var reiknað með að gangsetja verk- smiðjuna föstudaginn 2. eða laug- ardaginn 3. júlí. Hólmaborgin landaði 1.370 tonnum af loðnu á Eskifirði en auk þessara þriggja skipa eru Börkur og Keflvíkingur einnig á miðunum nú og fleiri skip á leiðinni. - Helgi. Árni segir að útkallið hafí borist um fímm mínútum fyrir klukkan fjögur en 15 mínútum síðar var búið að bjarga öllum á land og notaði sveitin gúmmíbátinn Gauja við verkið. „Er við komum á stað- inn voru bömin uppi á steinum á eiðinu og sum orðin vot upp undir hendur," segir Árni. „Fóstrumar börðust aftur á móti við að halda börnunum uppi og ekki mátti tæp- ara standa að við kæmum með bátinn." Ein á slysadeild Ekkert amaði að bömunum en ein fóstran var flutt á slysadeild með lögreglubíl til aðhlynningar enda var hún orðin mjög köld og máttlaus eftir volkið í sjónum. Ámi segir að björgunarsveitin reyni að bregðast eins skjótt við útköllum sem þessum og kostur er enda hefur fólk áður verið hætt komið á þessum stað þar sem það hefur ekki áttað sig á hve hratt flæðir að yfir eiðið. Umhverfisráðherra hefur rætt við skípveijana á Guðnýju ÍS Ríkið fái hvftabjarnar- hræið til rannsóknar ÖSSUR Skarphéðinsson umhverfisráðherra vill að Náttúrufræði- stofnun fái til rannsókna hræ hvítabjarnarins sem skipveijar á Guðnýju IS veiddu í síðasta mánuði. Hann fór þessa á leit við skip- sljórann, Jón Pétursson, í samtali í gegnum Gufnesradíó síðdegis á fimmtudaginn. Ráðherrann vill á móti sjá til þess að Náttúrugripa- safn Bolungarvíkur fái feldinn og hauskúpuna til varðveislu. Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra staðfesti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hann hefði haft samband við skipstjórann og farið þess á leit að ríkið fengi hið umtalaða bjarndýrshræ til rann- sókna. Umhverfisráðherra sagðist reyndar telja að stjómvöld gætu, í vísinda þágu, lagt hald á þetta hræ. Umhverfisráðherra var það gleði- efni að Jón Pétursson skipstjóri hefði tekið mjög vel í tilmæli sín um að afhenda dýrið. Ráðherrann sagði samband einnig hafa verið haft við aðra skipveija og hefðu þeirra undirtektir verið góðar. Össur Skarphéðinsson kvaðst ennfremur hafa rætt þetta mál við útgerðar- dag Fjórðungsmótið Hrafntinna var efst í A-flokki á Vindheimamelum 16 Tyrkland Halim mætti ekki með dæturnar til Sophiu í gær eins og dómstöll hafði úrskurðað 22 Fundur NAMMCO__________________ Sjóður styrki upplýsingamiðlun um nýtingu sjávarspendýra 23 HUt0unVlnfrifr VÆNGJAÐ AUGA Leiðari Niðurskurður í Þýskalandi 22 Lesbók ► Hörgulkenningin - Bænda- þjóðfél. og „grimmdarverkin" 2 - Bogabrúin á Fnjóská - Munch í Stuttgart - Samanb. á bleikju- stofnum. - Um séra Friðrik. Menning/listir ► Myndbanda- og gemingalist í Nýlistasafninu - Ghena Dim- itrova - Tékkneskt skáld og líb- anskt - Bamabækur 1992 - Sig- urður Á. Sigurðsson í París. mann Guðnýjar ÍS, Magnús Snorra- son, og bæjarstjóra Bolungarvíkur, Ólaf Kristjánsson. Össur Skarphéðinsson sagðist hyggja að góð samstaða væri um það að ríkið fengi þetta dýr. En til endurgjalds kvaðst Össur ætla að sjá til þess að Náttúrugripasafn Bolungarvíkur sem yrði opnað fyrir áramót fengi feldinn og hauskúp- una. Umhverfísráðherra var inntur eftir þeim rannsóknum sem hann teldi svo nauðsynlegar á bjamar- hræinu. Össur greindi frá því að í holdi bjarndýra væri mikið af trík- ínum og hárormum. Slíkt væri hættulegt ef bærist í menn; þetta yrði að rannsaka. Þar að auki væri sjálfsagt að vísindamenn fengju skrokkinn tii að kanna magn þung- málma í vöðvum og klórkolefnis- sambönd í lifur. Þetta væm mjög nauðsynlegar rannsóknir. Sjá bls. 17: „Erlendir náttúru- vemdarmenn..." Verðbreytingar v. gengislaekkunarinnar Flug fró Reykjavík til Akureyrar og til baka Apex- Verðið Verðíð hækkar var kr. er nú kr. um 5.900 6.160 4,4% Fargjald til Akureyrar mun hækka um260kr. FARGJÖLD Flugleiða innan- lands hækkuðu 1. júlí vegna gengisfellingarinnar. Sem dæmi um fjargjald má nefna apex-fargjald til Akureyrar fram og til baka, sem áður kostaði 5.900 krónur og kost- ar nú 6.160 krónur og er það 4,4% hækkun. Almennt hækkuðu fargjöld Flugleiða innanlands öll um 4,4%. Hjálmur segir níu manns upp HJÁLMUR hf. á Flateyri hefur sagt upp níu manns og segir Einar Oddur Kristjánsson framkvæmdastjóri að þessar uppsagnir hafi verið ákveðnar fyrir löngu sem liður í endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. „Við eram að reyna að hagræða í rekstri okkar eins og aðrir og þetta er liður í þeim efnum. Ég á von á að einhveijir verði endurráðnir,“ segir Einar Oddur. í máli Einars kom fram að um fastráðna starfsmenn á skrifstofu, verkstjóra og flokksstjóra hafi verið að ræða en að engu verkafólki hafí verið sagt upp. „Eins og önnur fyr- irtæki í sjávarútvegi höfum við átt við erfíðleika að stríða og við erum að bregðast við þeim erfiðleikum," segir Einar Oddur. .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.