Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 4

Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 Islendingar koma út á sléttu í Víkingalottói Hafa spilað fyrir 115 milljónir króna ÍSLENDINGAR kaupa mun fleiri raðir í Vikingalottói en hinar þátt- tökuþjóðirnar ef miðað er við höfðatölu. Þeir hafa hingað til keypt raðir fyrir um 115 milljónir ísl. króna og þar af hafa þeir greitt 14 milljónir í sameiginlegan vinningssjóð með hinum fimm Norðurlandaþjóðunum, sem spila i Víkingalottóinu. Ur þessum sjóði hafa svo komið 13 milljónir aftur í vinningsformi. Aðeins fyrsti vinningurinn í Vík- ingalottóinu kemur úr sameiginleg- um sjóði. Aðrar vinningsupphæðir miðast við hvert land fyrir sig, líkt og íslenska lottóið er aðeins bundið við ísiand. Eini möguleikinn fyrir peninga til að færast á milli landa er því í gegnunr fyrsta vinninginn. V I K I N G A Þau sem hafa greitt í pottinn og þau sem hafa tekið vinningana Upphæðir í milljónum Greittí Vinn- islenskra kr. pottinn ingar Danmörk 139 219 Noregur 125 27 Finnland 99 164 Svíþjóð 66 20 ísland 14 13 Danir eyða mest... Danir hafa eytt mestum pening- um í Víkingalottóinu frá því það byrjaði eða rúmlega 1,2 milljarði ísl. kr. Á eftir þeim koma svo Finnar og Norðmenn með milljarð hvort land, þá Svíþjóð með hálfan milljarð og loks ísland með 115 milljónir króna. Ef miðað er við höfðatölu horfir dæmið öðruvísi við. ísland hefur keypt raðir fyrir 440 ísl. kr. á mann á meðan þau lönd sem næst koma eru Noregur og Danmörk með 240 kr. á mann. Þá kemur Finnland með 201 kr. á mann og Svíþjóð rekur lestina með 57 kr. á hvern íbúa. ...og Danir græða mest Eins og sést meðfylgjandi töflu hafa Danir grætt mest frá hinum Norðurlandaþjóðunum eða um 80 milljónir. Þar á eftir koma Finnar með 65 milljónir í hagnað. Norðmenn koma langverst út úr Víkingalottó- inu og hafa tapað til hinna Norður- landanna, sem nemur 100 milljónum ísl. kr. Svíar hafa svo tapað 46 millj- ónum en íslendingar eru því sem næst á sléttu, hafa einungis tapað einni milljón. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 3. JULI YFIRLIT: Skammt suðaustur af Jan Mayen er 996 mb lægð sem fer mjög hægt norðaustur. Um 1.000 km suðvestur af landinu er 1.003 mb lægð sem grynnist og fer austur. SPÁ: Norðvestan 3-5 vindstig. Dumbungsveður og rigning eða súld með köflum fyrir norðan, en bjart- viðri syðra. Hiti 5-10stig norðanlands, en allt að 16 stigum sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Fremur hæg norðvestlæg átt. Minnkandi skúrir norðanlands og þokubakkar með vesturströndinni en annars staðar léttskýjað. Hiti 5 tll 15 stig, hlýjast í innsveitum sunnan- lands. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Hæg vestlæg átt. Þokuloft með norðurströnd- inni en annars yfirleitt bjartviðri. Hiti á bilinu 6 til 18 stig, svalast á annesjum norðanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30,.4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsimi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. O tik Heiðskírt Léttskýjað r r r * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda ■'cö Hálfskýjað * * * * * * * * Snjókoma * Skýjað Alskýjað v $ ý Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindórín sýnir vindstefnu og fjaörirnar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V ríig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 í gær) Greiðfært er um þjóðvegi landsins. Hálendisvegir eru óðum að opnast hver af öðrum, og er t.d. orðið fært um Uxahryggi, í Eldgjá að sunnan, Veiðivötn, Jökulheima, Herðubreiðarlindir, KverkfjÖII og Landmannalaug- ar um Sigöldu. Einnig er Kjalvegur orðinn fær stórum bílum. Víða er unnið við vegagerð og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir um að virða þær merkingar sem þar eru. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UMHEM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti vsflur Akureyri 7 rigning Reykjsvfk 10 léttskýjað Bergen 14 skýjaö Heleinkl 19 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 skýjað Narssarssuaq 5 rigning Nuuk 4 rignlng Osló vantar Stokkhólmur 25 léttskýjað Þórshöfn 9 akýjað Algarve 25 léttskýjað Amsterdam 22 léttskýjað Barceiona 24 léttakýjað Beriín 25 léttskýjað Chicago 21 þokumóða Feneyjar 27 léttskýjað Frankfurt 29 léttskýjað Glasgow 13 rigning Hamborg 24 hálfskýjað London 23 mistur Los Angeles 19 þokumóða Lúxemborg vantar Madríd 24 skýjað Malaga 25 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Montreal 19 skýjað NewYork vantar Ortando 25 skýjað Paría 20 skýjað Madeira 19 sltýjað Róm 25 skýjað Vín 25 léttskýjað Woshington 23 rigning Winnipeg 16 léttskýjað 14. bæjarstjórinn í Hafnarfirði INGVAR Viktorsson nýkjörinn bæjarstjóri í Hafnarfirði tók formlega við störfum í gær, þegar hann tók við lyklavöldum úr höndum fráfar- andi bæjarstjóra, Guðmundar Árna Stefánssonar, sem tekið hefur við störfum heilbrigðisráðherra. Ingvar Viktorsson er fjórtándi í röð bæjar- stjóra í Hafnarfirði frá því bærinn fékk kaupstaðarréttindi fyrir rétt rúmum 85 árum. Stöð 2 sendir út frá sex gervihnattastöðvum STOÐ 2 hefur kynningarútsendingar frá erlendum gervihnatta- stöðvum um dreifikerfi sitt aðfaranótt mánudags. Sent verður út frá sex gervihnattastöðvum um óákveðinn tima. Útsendingar þess- ar eru áskrifendum Stöðvar 2 að kostnaðarlausu. Um er að ræða útsendingar frá Sky News, Eurosport, Diseovery Channel, BBC World Service, CNN og MTV. Að sögn Páls Magnússon- ar, útvarpsstjóra íslenska útvarps- félagsins hf., eru kynningarút- sendingarnar skipulagðar í sam- starfi við erlendu aðilana og verða hrein viðbót við dagskrá stöðvar- innar, sem senda mun út allan sólarhringinn. Rásirnar Sky News, BBC World Service og CNN eru sjónvarpsfréttarásir sem ná til milljóna áhorfenda. Eruosport er íþróttarás og MTV er popptónlistarstöð. Dagskráinn á Discovery Channel samanstendur af dýra- og náttúrulífsþáttum, vís- inda- og tækniþáttum og mynda- flokkum um mannkynið og sögu þess. Aðfaranótt mánudags og fram til kl. 16.45 verður dagskrá Sky News send um dreifíkerfí Stöðvar 2, aðra nótt MTV, þriðju nóttina Eruosport, fjórðu nóttina BBC World Service. Aðfaranótt laugardagsins 9. júlí og sunnudagsins 10. júlí verður dag- skrá MTV send út og þá er komið að fréttarásinni CNN. Fjórir handteknir grunaðir um inubrot Þrjár haglabyssur enn ekki fundist FJÓRIR menn á aldrinum 19-31 árs voru handteknir í Breiðholti í gær og eru þeir grunaðir um aðild að innbrotum í geymslur í hverfinu. Einn þeirra sem var handtekinn var i klæðnaði sem stol- ið hafði verið úr einni geymslunni. Þá kom í leitirnar hjá mönnun- um riffill sem einnig hafði verið stolið úr geymslu. Þeir hafa allir áður komið við sögu lögreglu vegna innbrota og annara afbrota. Alls hefur verið tilkynnt um níu innbrot í geymslur í Breiðholtinu. Sl. þriðjudag var tilkynnt um fjög- ur innbrot í geymslur og var stolið úr þeim tveimur haglabyssum og einum riffli. Fyrir einni viku var stolið hagla- byssu úr geymslu í Breiðholti. Aðeins einn riffill af þessum skot- vopnum hefur komið í leitirnar enn sem komið er, að sögn Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Gripnir glóðvolgir Lögreglan veitti mönnunum at- hygli er þeir yoru að flytja varning úr bíl í hús. í ljós kom að í bílnum var varningur sem stolið hafði ver- ið úr geymslu fyn- um morguninn. Mennirnir voru teknir til yfir- heyrslu hjá RLR í gær. Mun fleiri atvinnu- lausir nú en í fyrra HJÁ Atvinnumiðlun námsmanna er talið að á milli 200 og 300 manns, sem eru á skrá hjá miðluninni, hafi enn ekki fengið at- vinnu. Að sögn Auðuns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra, hefur atvinnumiðlunin útvegað um 350 manns atvinnu í sumar miðað við um 520 á sama tíma í fyrra. Þá eru enn fleiri á atvinnuleysisskrá hjá Ráðningastofu Reykjavíkurborgar. Auðun segir að erfiðast sé fyrir menntaskólanemendur að fínna sér vinnu, enn færri störf séu fyrir þann hóp en aðra. „Nú eru atvinnu- rekendur yfírleitt að leita að fólki, sem er yfir tvítugt sem hefur bæði reynslu og menntun," segir hann. Ennfremur segir Auðun að at- vinnurekendur séu mun seinni að leita sér að starfskröftum nú en áður og geri þar með sjálfum sér erfiðara fyrir að fá sérmenntað fólk. Hjá Ráðningastofu Reykjavíkur- borgar fengust þær upplýsingar að í lok júnímánaðar hafi 973 karl- ar og 1.308 konur verið á atvinnu- leysisskrá miðað við 669 karla og 786 konur á sama tíma á síðasta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.