Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 7 Tveggja ára fang- elsi vegna hassmáls ÞRÍR menn hafa verið dæmdir í óskiiorðsbundið tveg-gja ára, eins árs og fimm mánaða fangelsi fyrir tilraun til brots á fíkniefnalög- gjöfinni, innflutning á 13,3 kg af hassi og sölu á hluta þess. Mennirn- ir eru 48 ára, 42 ára og 32 ára. Sá er þyngsta dóminn hlaut var dæmdur fyrir tilraun til brots á fík- nefnalöggjöfinni með því að hafa keypt 3,5 kg af efni í Amsterdam um mánaðamótin apríl-maí 1989 sem ákærði taldi vera hass. Fyrir efnið greiddi hann 420 þúsund kr. og flutti hann það í bifreið frá Rott- erdam til íslands þar sem hann hugðist selja það í ágóðaskyni. Þá var hann dæmdur fyrir að hafa keypt 2 kg af hassi í Amsterdam í október 1990 ásamt öðrum með- ákærða. Megnið af efninu var flutt í sumarbústað þess þriðja ákærða og á næstu vikum var alls um 1.350 gr. fengin í hendur öðrum með- ákærða til sölumeðferðar. Falið í vökvadælu Tveir mannanna, sá er þyngsta dóminn hlaut og eigandi sumarbú- staðarins, eru dæmdir fyrir tilraun til innflutnings á hassi með því að hafa um mánaðamót apríl-maí 1991 keypt 10 kg af hassi í Hollandi. Hassið földu mennirnir í vökvadælu sem þeir höfðu keypt gagngert í þessu skyni og afhentu þeir dælurn- ar í Rotterdam til flutnings hingað til lands. Lögreglan í Hollandi varð áskynja um hassið og lagði hald á það en lét flutning dælanna hingað til lands ganga fyrir sig svo sem ákærðu höfðu ráðgert. Ákærðu voru handteknir 16. maí 1991 er sá er þyngstan dóm hlaut hafði flutt dælurnar heim til sín. Ákærðu hafa að baki marga aðra dóma og við refsingu þess er þyngstan dóminn hlaut var felldur inn skilorðshluti síðasta dóms hans, átta mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu mannanna kemur gæslu- varðhald vegna rannsóknar máls- ins. Dóminn kvað upp Sverrir Ein- arsson héraðsdómari. Ted Turner og Jane Fonda tíl landsins HJÓNIN Ted Turner, æðsti yfirmaður CNN, og Jane Fonda, leikkona, koma í fjögurra daga íslandsheimsókn 22. júlí. ís- lenska útvarpsfélagið er gestgjafi þeirra og segir Páll Magnús- son, útvarpsstjóri, að reynt verði að gera heimsóknina eins afslappaða og rólega og hægt sé. Páll sagði að hjónin kæmu með einkaflugvél sinni til Reykjavíkur- flugvallar 22. júlí og hittu forseta Islands á Bessastöðum síðar um 'daginn. Dagana á eftir yrðu þau við laxveiði í Norðurá og væri Turn- er mikið fyrir veiði þó honum hefði eflaust gefist lítill tími til að sinna þessu áhugamáli síðustu ár. Ekki vissi Páll hvort Jane Fonda væri mikil veiðikona en sagði að hún væri mikið fyrir útivist. Aðdragandinn Hvað aðdraganda heimsóknar- innar varðaði sagði Páll að íslenska útvarpsfélagið hefði átt nokkur samskipti við CNN og sjálfur hefði Turner komið hingað til lands árið 1988. „Við urðum þess síðan áskynja að þau höfðu áhuga á að koma hingað í stutt leyfi og niður- staðan varð sú að við skipulögðum þessa ferð,“ sagði Páll. Áðspurður sagði hann að hjónin myndu eflaust koma fram á Stöð 2 en ekki væri ákveðið með hvaða hætti það yrði. Einlægur og heill Páll lét vel af kynnum sínum við Turner. „Hann er iaus við alla til- gerð og oflátungsskap og kom mér fyrir sjónir sem einlægur og heill,“ sagði hann í þessu sambandi. Fram kom að Turner væri stjórnarfor- maður og æðsti yfirmaður CNN kapalfréttastöðvarinnar í Banda- ríkjunum, CNN Interntional og Turner Broadcasting. Þá hefði hann í hyggju að leggja fé til kvikmynda- gerðar. Færri gistu á Farfugla- heimilinu en í fyrra MUN FÆRRI nýttu sér aðstöðu Farfuglaheimilisins í Reykjavík í júní í ár en sama tímabili í fyrra. Fjöldinn er þó svipaður og í hitti- fyrra. Ragnheiður Hauksdóttir, starfsmaður hjá Farfuglaheimilinu, sagði að í fyrra hefði verið óvenju gott ár en árið i ár virtist ætla að verða meðalár. Álíka margar gistinætur og í fyrra voru skráðar í júní á tjaldstæðinu í Laugardal. í júní í fyrra gistu rúmlega 2.000 ferðamenn í Farfuglaheimilinu í Reykjavík, að sögn Ragnheiðar, en í ár voru þeir 1.400. Ragnheiður segir að muninn megi skýra með 500 manna hópi frá Skandinavíu, sem kom á tónlistarmót í fyrra og gisti á heimilinu. Núna væri allt fullt hjá þeim og hefði þurft að vísa ferðalöngum frá. Þjóðveijar væru langfjölmennasti hópurinn, sem gistir hjá þeim. Kristján Sigfússon, tjaldstæða- vörður í Laugardalnum, sagði að 2.290 gistinætur hefðu verið seldar í júní miðað við 2.363 í fyrra. Fjöld- inn stæði því í stað, í júlí í fyrra voru seldar 9.300 gistinætur í Laugardalnum og á Kristján von á svipaðri tölu í ár. Um eitt þúsund gistinætur af þeim, sem seldar voru í júní, voru notaðar af Þjóðveijum, næstflestir voru Hollendingar en það sæti hafa Frakkar skipað und- anfarin ár að sögn Kristjáns. Vilja endurvekja Skúlatorg HAGSMUNAFÉLAG húseigenda og fyrirtækja við Skúlagötu aust- an Snorrabrautar, Skúiatún og Borgartún hafa óskað eftir því við skipulagsnefnd Reykjavíkur að gert verði hringtorg á mótum Snorrabrautar, Skúlagötu og Borgartúns. Erindi þetta var tekið fyrir á fundi skipulagsnefndar síðastliðinn mánudag, og var samþykkt að fela borgarverkfræðingi að ræða við forsvarsmenn hagsmunafélagsins og skila skipulagsnefnd greinargerð um viðræðurnar fyrir næsta fund nefndarinnar. £ • n * Morgunblaðið/Sverrir I vikingaferð „SVO mælti mín móðir, að mér skyldi kaupa, fley og fagrar árar ..." Víkingabörn í Hafnarfirði KRAKKARNIR í Kató, leikskóla St. Jósefsspítaia í Hafnarfirði, gerðust víkingar í vikunni. Þau tóku sér víkinganöfn og hétu Hrafnaflóki, Mel- korka, Gísli Súrsson, Hallgerður og Egill Skalla- grímsson. Þau fóru í víkingaferðir og fundu lönd á leikvellinum og börðust við ófreskjur og tröll. Að sögn Ránar Einarsdóttur leikskólastjóra tókst verkefnið vel en tilgangurinn var að kynna sögu landnámsins og kempurnar sem námu landið. Hún sagði að hápunkturinn hefði verið þegar Fjörukráin í Hafnarfirði bauð öllum krökkunum í heimsókn. Þar tók sjálfur Hrafnaflóki á móti gestum og veitti vel. Hann kunni frá mörgu að segja og var glaður og reifur. Og þá var kátt í höllinni en úti er ævintýri. Nú er komin hásumartíð og góður tími til að gróðursetja 67% O afsláttur • Stórtré af birki • AlaskaÖsp • Ilmreynir J 50-60% • 4birkiSS.Ípa“" iðuíLMftfr Nú: 1.800 V • Ulfareynir iðuruhSOO- Nú: 900 • Lerki JiðufríNjft Nú: 450 -20-50% • Fjallafura .1.900 1.500 • Beijarifs 59ff 300 • Síberíukvistur 5JJ • Runnamura .540 300 • Lauftré, barrtré og skrautrunnar í miklu úrvali • Sumarblómog plærar plöntur • Opið um helgina frá kl. 9-18 STJÖRNUGRÓF18, SÍMI814288 Gróðrarstöð án opinberra styrkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.