Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 11 Mannréttindadómstóll Evrópu ísland brýtur gegn félagafrelsinu eftir Björn Bjarnason Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg hefur enn á ný (30. júní 1993) fellt dóm í máli á þann veg að ríkisstjórn íslands lýtur í lægga haldi. A síðasta ári snerist íslenskt mál fyrir dómstólnum um málfrelsi og þaðan gekk Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur sem sigur- vegari. Að þessu sinni snýst málið um skyldu manns til að vera í leigu- bílstjórafélaginu Frama svo að hann öðlist atvinnuréttindi og frá því gengur Sigurður A. Siguijóns- son sem sigurvegari. Dómurinn í máli Þorgeirs Þor- geirssonar knýr ekki í sjálfu sér á um að íslenskum lögum verði breytt, þótt það kunni engu að síð- ur að verða gert. í máli Sigurðar A. Sigurjónssonar segir Mannrétt- indadómstóllinn hins vegar fullum fetum, að það hafi brotið gegn 11. gr. mannréttindasáttmála Evrópu að knýja Sigurð með lögum (77/1989) til að vera félagi í Frama. Dómurinn verður með öðr- um orðum ekki skilinn á annan veg „Ríkisstjórn íslands hefur hingað til tekið afstöðu með stéttar- og verkalýðsfélögum í málarekstri á vettvangi Evrópuráðsins vegna réttar einstaklinga til að standa utan félaga. Ríkissljórnin þarf nú að líta í eigin barm og end- urskoða afstöðu sína.“ en þann, að umrædd lög feli í sér skerðingu á mannréttindum. Al- þingi verður að láta málið til sín taka. Ótvírætt frelsi Sigurður A. Siguijónsson höfð- aði mál sitt fyrir Mannréttinda- dómstólnum á þeirri meginfor- sendu, að 11. gr. mannréttinda- sáttmála Evrópu varðar ekki að- eins rétt manna til að stofna félög heldur einnig til að standa utan þeirra. Umrædd grein hefur ekki að geyma neitt ákvæði um rétt manna til að standa utan félaga, þ.e. um svokallað „neikvætt fé- lagafrelsi". Þór Vilhjálmsson, ís- lenski dómarinn í Mannréttinda- dómstólnum, er þeirrar skoðunar að forsaga 11. gr. og orðalag henn- ar leiði til þess, að það sé ekki brot á henni að skylda menn að vera f félagi til að öðlast atvinnu- réttindi. I máli Sigurðar A. Siguijónsson- ar var Þór í minnihluta með þessa skoðun. Atta dómarar telja hins vegar, að 11. gr. mannréttinda- sáttmálans eigi að túlka á þann veg, að hún tryggi mönnum rétt til að standa utan félaga. Dómar- arnir segja, að í máli Sigurðar sé þó ekki nauðsynlegt fyrir dómstól- inn að ákveða hvort líta eigi þann- ig á að þessi réttur sé jafnmikill og rétturinn til að vera í félagi. Með þessari túlkun á 11. gr. mannréttindasáttmálans tekur Mannréttindadómstóllinn ótvírætt af skarið um gildissvið greinarinn- ar, hún tekur til réttarins til að Björn Bjarnason vera utan félaga. Að þessu leyti hefur þessi dómur áhrif langt út fyrir ágreining Sigurðar A. Sigur- jónssonar við íslenska ríkið. íslenskt vandamál Vegna málareksturs fyrir Mann- réttindanefndinnl og dómstólnum í Strassborg var á sínum tíma tek- in ákvörðun um að breyta íslensku réttarfari og skilja á milli fram- kvæmdavalds og dómsvalds. Sú ákvörðun sýndi hve mikið tillit stjórnvöld telja að taka beri til þessara virtu stofnana. ísland er ekki aðeins aðili að mannréttindasáttmála Evrópu heldur einnig félagsmálasáttmál- anum. Sérfræðingar í félagsmálum Riddari réttlætis- ins — Jón Quixote eftir Björn Jakobsson Sú einstaka leikræna uppákoma í íslenskri stjómmálasögu sem átti sér stað fyrir síðustu Alþingiskosn- ingar er sannarlega þess virði að hennar sé minnst með viðeigandi hætti. í þessum frábæra leikþætti birtust tvær af frægustu persónum heimsbókmenntanna — þeir Don Quixote og þjónn hans Sancho Pancha, í hlutverkum formanns Alþýðuflokksins og fylgdarmanns hans. Ekki aðeins í útliti, eins og þess- ir frægu karakterar Cervantes hafa verið dregnir upp, heldur einnig í hátterni og tiltektum virt- ust þessir tveir nútíma íslendingar jafnvel án þess að klæðast sérstök- um leikbúningum, falla inn í hlut- verkin. Formaður Alþýðuflokksins dró sverð sitt úr slíðrum, söðlaði hest sinn og þeysti um landið þvert og endilangt. Svo geyst fór formaður- inn, að þjónn hans og skutilsveinn átti fullt í fangi með að fylgja honum eftir á herferð „Hinna hundrað funda“. Hver á ísland? — Svar-dæmi! Undir herópinu „Hver á ísland — svar-dæmi“ skar formaðurinn upp herör gegn óréttlætinu og ójöfnuðinum í íslensku samfélagi. Hann sór þess dýran eið að frelsa sína saklausu og hávelbornu ást- mey, hina íslensku þjóð úr ræn- ingjahöndum. Lokaárásina ætlaði hann að gera á hinn dimma og drungalega Nordalskastala, þar sem hinu ljósa mani var haldið í hlekkjum. En eins og í hinu frábæra bók- menntaverki Cervantes, afhjúpað- ist blekkingin á grátbroslegan hátt, þegar riddari réttlætisins gafst upp, afhenti sverð sitt og gekk Bubba kóng á hönd í Viðey 23. apríl 1991. Orðsending í alvöru til „heilagrar Jóhönnu“ Ekki virðist samt allt glatað „Hann sór þess dýran eið að frelsa sína sak- lausu og hávelbornu ástmey, hina íslensku þjóð úr ræningjahönd- um. Lokaárásina ætlaði hann að gera á hinn dimma o g drungalega Nordalskastala, þar sem hinu ljósa mani var haldið í hlekkjum.“ þrátt fyrir uppgjöf riddara réttlæt- isins. Aftur er hægt að vísa til heimsbókmenntana og sögunnar. Heiðraða Jóhanna, nú ert þú ein eftir úr forystusveit Alþýðuflokks- ins sem allt venjulegt fólk, sem eftir er í flokknum, treystir til að bjarga því sem bjargað verður. Nýlega hafa þær tvær konur, sem gegna tveimur æðstu embættum þjóðarinnar látið tvær fyrirferðar- mestu karlrembur landsins valta yfir sig og hin háu embætti sín, þannig að almenningur lítur nú á þau sem nær marklaus. Þú ert því ein eftir kvenna, sem enn stendur óbuguð í háu embætti ráðherra samfélagsmála. Því er nú skorað á þig að taka vopn þín, söðla hest þinn og stíga nú í ístöð frægrar nöfnu þinnar Jóhönnu af Örk, halda síðan til Hafnarfjarðar, þar sem krónprins Alþýðuflokksins bíður ráðalaus og dundar sér við kubba eins og krón- prins Frakklands forðum daga í Chinon. Blástu honum hugrekki í bijóst — gerið uppreisn og byltingu í Alþýðuflokknum, látið ekki nýja blekkingu flokksformannsins villa ykkur sýn og binda ykkur á bása í núverandi ríkisstjórn. Kallið sam- an flokksþing og leysið flokkinn úr umsátri fjármagnseigenda og sérhagsmunahópa. Bjargið flokkn- um af gamalli ítalskri leið inn á umfram allt heiðarlega íslenska leið. Gerið pólitíska vorhreingern- ingu að ný-ítölskum hætti. Að lokum er hér gömul og ný orðsending til formanns Alþýðu- flokksins frá Abraham Lincoln: „Það er hægt að blekkja alla menn um nokkra tíð og suma menn um alla tíð, en það er ekki hægt að blekkja alla menn um alla tíð.“ Höfundur er fyrrv. framkvæmdastjóri. hafa fundið að ýmsu varðandi framkvæmd okkar á ákvæðum fé- lagsmálasáttmáians. Þar hefur borið hæst gagnrýni er snertir rétt manna til að vera utan félaga. Embættismannanefnd er fylgist með framkvæmd félagsmálasátt- málans hefur nýlega sent íslensk- um stjórnvöldum viðvörun vegna reglna hér á landi um skylduaðild að verkalýðsfélögúm og rétt til vinnu. í dómsorði sínu í máli Sig- urðar A. Siguijónssonar vitnar Mannréttindadómstóllinn í þessa viðvörun embættismannanefndar- innar til íslands. Staða einstaklinga gagnvart stéttar- og verkalýðsfélögum á ís- landi er því þannig að bæði sér- fræðingar í félagsmálum á vegum Evrópuráðsins og sjálfur Mann- réttindadómstóll Evrópu telja hana í ósamræmi við sáttmála Evrópur- áðsins, sem eiga að tryggja ein- staklingum hæfileg réttindi í frjáls- um lýðræðisríkjum. Umbóta er þörf Ríkisstjórn íslands hefur hingað til tekið' afstöðu með stéttar- og verkalýðsfélögum í málarekstri á vettvangi Evrópuráðsins vegna réttar einstaklinga til að standa utan félaga. Ríkisstjórnin þarf nú að líta í eigin barm og endurskoða afstöðu sína. Þing Evrópuráðsins hefur lýst eindregnum vilja sínum til þess að 5. gr. félagsmálasáttmála Evrópu verði breytt á þann veg að hún veiti frelsi til að standa utan félaga án þess að tapa nokkrum réttind- um til vinnu. Nú hefur Mannrétt- indadómstóllinn tekið af skarið í máli gegn ríkisstjórn íslands um að 11. gr. mannréttindasáttmálans veiti mönnum frelsi til að vera utan félaga án þess að tapa nokkrum rétti. Ekki verður lengur dregið að ganga til þess að festa þessi mann- réttindi í lög á íslandi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ásætiá þingi Evrópuráðsins ( Strassborg. FLÍSAR pSnnSSiríuiLLÍj a? 1~ 1 I I 1 I I 1 „1,.. Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Björn Jakobsson. Ódpir dúíiar T HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 UTSALAN HEFST í DAG Langur laugardagur opið 10-17 <j7(LL BANKASTRÆTI 8 SÍMI 1 3069

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.