Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 Á Sjálfstæðisflokkurinn Strætisvagna Reykjavíkur? eftir Guðrúnu Agústsdóttur Hver á Strætisvagna Reykjavík- ur? Hver hefur vald til þess að selja eða gefa fyrirtækið einkaaðilum? Er það meirihluti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn? Er SVR útibú frá Valhöll sem hægt er að ráðstafa þaðan af gamla flokksveldi Sjálfstæðisflokksins? Svarið við þessum spurningum er einfalt en tilefni spurninganna er líka augljóst: Yfirgangur Sjálf- stæðisflokksins í málefnum Stræt- isvagna Reykjavíkur undanfarnar vikur. SVR er vissulega eign allra Reykvíkinga; líka þeirra sem hafa kosið aðra flokka en Sjálfstæðis- flokkinn, líka þeirra sem starfa hjá fyrirtækinu og hafa starfað þar um árabil. Þess vegna er það ekki aðeins eðlileg og sanngjörn krafa heldur líka ósk sem sprettur af því að við búum í lýðræðisríki að málinu verði frestað í heild fram yfir næstu borg- arstjórnarkosningar. Þannig geti borgarbúar sagt álit sitt á málinu í næstu kosningum til borgarstjórn- ar Reykjavíkur. Þangað til er ekki einu sinni eitt ár. Eða er það til of mikils mælst að fólk fái að segja álit sitt á svona máli í kosningum? En hvað þá með stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur sem er kosin af borgarfulltrúum úr síðustu kosn- ingum? Af hverju hafa þeir ekki heldur fengið að fylgjast með mál- inu — raunar hafa þeir verið snið- gengnir allir; hvort sem þeir til- heyra meirihluta eða minnihluta borgarstjómar. Og hvað með starfsmennina? í öllum nútímafyrirtækjum er haft samráð við starfsmennina áður en forsendum starfsstaðar þeirra er kollvarpað. En það var heidur ekki gert hér. Allir starfsmenn á móti þessu Látið hefur verið að því liggja að fámennur hópur starfsmanna SVR sé breytingunni mótfallinn. Aðrir ekki. Staðreyndin er sú að allir starfsmenn SVR hafa lýst and- stöðu við þessi sjónarmið einkavæð- ingarmanna. Þeir óttast um kjör sín og starfsaðstöðu sem er jafnframt tilverugrundvöllur þeirra og fjöl- skyldna þeirra. Og fullyrðingar þessara manna um óbreytt kjör starfsmanna standast ekki og er það reyndar staðfest í nýjum gögn- um um málið. Kjör starfsmanna eru í fullkominni óvissu. Spurning um heilindi Það er svo kapítuli út af fyrir sig að leiðtogi ungkrata, Bolli Val- garðsson, skuli ganga fram fyrir skjöldu og lýsa sjónarmiðum sem eru í andstöðu við þau viðhorf sem fulltrúar minnihlutaflokkanna í stjórn SVR hafa látið frá sér fara. Er hann að þakka fyrir að hafa verið á launum hjá Sveini Andra við að kynna hið nýja hlutafélag og undirbúa fundi með starfsmönn- um SVR eða er þessi leiðtogi ung- krata að lýsa skoðunum Alþýðu- flokksins? Ef hann er að lýsa skoð- unum Alþýðuflokksins vakna aðrar spurningar um heilindi Alþýðu- flokksins í andstöðu við borgar- stjórnaríhaldið þegar að kosningum kemur næsta vor. 30% borgarbúa verða að nota strætó Þær hugmyndir sem komið hafa fram frá höfuðstöðvum Sjálfstæðis- flokksins í Valhöll um að breyta SVR i hlutafélag, til að einfalda næsta skref sem er einkavæðing, gera alls ekki ráð fyrir bættri þjón- ustu við borgarbúa, t.d. með því að fjölga ferðum. Líklegt er að um 30% borgarbúa eigi ekki aðra ferða- möguleika innan bæjar en vagna SVR. Eini sýnilegi „ávinningurinn" sem hægt er að finna í þeim gögn- um sem lögð hafa verið fram er sá, að borgarstjóri getur sýnt fram á betri skuldastöðu borgarsjóðs um 300 millj. með því að leggja inn í banka skuldabréf upp á áðurnefnda upphæð vegna hlutafélagsstofnun- arinnar. Það mun líta betur út i reikningum borgarinnar á kosn- ingaári og ekki veitir af eftir gegnd- arlausa sóun á almannafé undan- gengin ár. Sparast ekkert — verður dýrara í gögnum sem fyrir liggja í mál- inu er hins vegar hægt að finna fjöl- mörg dæmi um hversu vitlaus, heimskuleg og umfram allt gamal- dags þessi „einkavæðing" er og þar sést líka hversu illa hún er undirbú- in. Báknið verður aukið. í stað einn- ar stjórnamefndar SVR verða þær tvær. í stað eins framkvæmdastjóra verða þeir tveir. Svo verður ýmsum þáttum starfseminnar dritað niður á stofnanir borgarinnar. Þannig verður líka hægt að fela kostnað og sýna fram á „árangur" af hluta- félagsstofnuninni. Staðreyndin er sú að fjárhagslega mun þessi skipan mála ekki spara heldur auka kostn- að. Gert er ráð fyrir því að spara 2% af útgjöldum borgarinnar til strætisvagnamála á ári næstu sex árin. A móti kemur kostnaður við strætisvagnaskýli og biðstöðvar. Þannig er ljóst að sparnaður verður enginn nettó þegar upp er staðið — nema, og það er stórt nema: Ætlun- in sé að skerða kjör starfsmanna Guðrún Ágústsdóttir „Þess vegna er það ekki aðeins eðlileg og sann- gjörn krafa heldur líka ósk sem sprettur af því að við búum í lýðræðis- ríki að málinu verði frestað í heild fram yfir næstu borgarstjórnar- kosningar. Þannig geti borgarbúar sagt álit sitt á málinu í næstu kosningum til borgar- stjórnar Reykjavíkur." og ná þannig fram sparnaði, sem þá getur þýtt verri þjónustu. Með öðrum orðum: Sá grunur læðist að manni að ekki sé ætlunin að tryggja óbreytta þjónustu í raun. Þess vegna muni borgarbúar tapa bæði beint og óbeint á öllu bröltinu: Beint með hærri sköttum en ella og óbeint með verri þjónustu en ella væri. Jafnvel sjálfstæðismenn sem trúa á einkavæðingu hafa bent á að það þýði lítið að einkavæða fyrirtæki sem ekki búi við samkeppni. SVR mun ekki búa við samkeppni frá öðru fyrirtæki sem býður upp á sömu þjónustu. Því hefur verið svar- að að borginni, sem heldur leiðar- kerfinu hjá sér, verði heimilt að bjóða út einstaka leiðir — einkavæða þær. T.d. leið 14, leið 110 o.s.frv. Hvaða einkaaðili myndi vilja kaupa Ný mynd um Hauka- dal og Haukadalsheiði MYNDBÆR HF. hefur í sam- undir eins og til dæmis fuglertur, starfi við Landgræðslu ríkisins lokið við gerð myndar um Haukadal og Haukadalsheiði í Biskupstungum, sem er eitt áhugaverðasta svæði íslands og fjölsótt af erlendum ferðamönn- um. í myndinni er lögð áhersla á landshætti og sögu dalsins. Athug- anir hafa sýnt að gróðurlendi á Haukadalsheiði er nú aðeins fimmt- án af hundraði þess sem það var í eina tíð eða 40 ferkílómetrar, en gífurlegt magn jarðvegs hefur fokið á haf út. Þau rofabörð sem eftir standa eru einungis brot af þeim gróðri sem eitt sinn klæddi heiðar- landið. Þá er fjallað um plöntuteg- sem voru áður ræktaðar sem fóður- jurt og síðast en ekki síst, uppblást- ur, skógrækt og landgræðslu á svæðinu og þann mikilvæga árang- ur sem hefur náðst á því sviði. Einn- ig er fjallað um hvernig bændur í Biskupstungum hafa lagt sitt af mörkum til að hefta landeyðingu. Myndin er gerð eftir handriti Ágústar H. Bjarnasonar, líffræð- ings, en kvikmyndataka og stjórn var í höndum Ernst Kettler. Fag- lega ráðgjöf veitti Ari Trausti Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur, og er myndin gerð með íslensku og ensku tali. Myndin er 15 mínútna löng. fyrirtæki, þar sem fyrirsjáanlegt er að þær leiðir sem skila mestum arði verði teknar af fyrirtækinu?! Raunar sést það á þessu og öðru að flumbru- gangurinn og hroðvirknin einkenna vinnubrögðin í heild. Virðingarleysi við opinberan rekstur Gengið er út frá þeirri trúarkenn- ingu að hlutafélag sé alltaf gott og nútímalegt, opinber rekstur sé gam- aldags og vondur. Fullyrt er að í hlutafélagi verði stjórnendur að standa sig og fá umbun samkvæmt því og sama gildi um starfsmenn. Þetta er athyglisvert viðhorf, sem aldrei hefur verið viðurkennt eins augljóslega og þarna er gert. Sjálf- stæðisflokkurinn (og fleiri flokkar eins og nýleg dæmi sanna) hefur gengið mjög djarflega fram í því að planta flokksbræðrum sínum og systrum í fjölmargar yfirmanns- stöður opinberra fyrirtækja. Sumir hafa verið þokkalega hæfir, aðrir alls ekki — eins og gengur þegar störfum er úthlutað eftir flokksskír- teini en ekki hæfni. Þetta hefur staðið og stendur mörgum ágætum opinberum fyrirtækjum fyrir þrifum og er ágæt leið til að sýna fram á ókosti opinbers reksturs. Fólk þarf nefnilega alls ekki að standa sig - hvorki stjórnendur né starfsmenn — hjá því opinbera! Þessi kenning Sjálfstæðisflokksins er í raun hættuleg öllum opinberum rekstri og hún lýsir vel því virðingarleysi sem einkennir vinnubrögð Sjálf- stæðisflokksins hjá ríki og borg. Þar er ekki fyrir að fara metnaði fyrir hönd félagslegra fyrirtækja. Til hvers var gerð könnun? Hagfræðistofnun Háskóla ís- lands hefur reiknað út og sýnt fram á það í skýrslu að það sé afar þjóð- hagslega hagkvæmt að reka góðar almenningssamgöngur. Þar skrifar yfirlýstur sjálfstæðismaður. Borgarskipulag og borgarverk- fræðingurinn í Reykjavík létu ný- lega gera viðhorfskönnun meðal borgarbúa. Niðurstaðan er sú að 75% aðspurðra töldu æskilegt að minnka umferð einkabíla og flestir töldu að bætt þjónusta SVR, tíðari ferðir og lægri fargjöld væri heppi- legasta leiðin til að draga úr notkun einkabílsins. Til hvers var verið að gera þessa könnun? Til þess að undirbúa stofnun hlutafélags? Borgarbúar vilja bætta þjónustu SVR, hún er þjóðhagslega hag- kvæm, hún dregur úr slæmum umhverfisáhrifum, hún tryggir borgarbúum þau sjálfsögðu mann- réttindi að geta ferðast á milli borg- arhluta. Ólýðræðisleg vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn beinast ekki eingöngu að starfs- mönnum SVR og kjörnum fulltrú- um í stjórn SVR heldur borgarbúum öllum. I I I I I \ B I I 1 l Höfundur er varnhorgurfuUtrúi og fyrrverandi formaður stjórnar SVR. iMpááur a morgun ÁSKIRKJA: Safnaðarferð að Gull- fossi og Geysi. Guðsþjónusta í Miðdalskirkju kl. 11. Brottför frá Áskirkju kl. 9. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Fermd verður Helena Wilkins, Austurbergi 10. Ein- söngur Ingunn Ósk Sturludóttir. Altarisganga. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Ferming, altarisganga. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organ- isti Kjartan Sigurjónsson. Fermd verður Þórunn Pálína Jónsdóttir, Ásvallagötu 1, Rvík. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Organ- isti Pavel Smid. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Sigurður Pálsson. Sr. Guðspjall dagsins: (Lúk. 6.) Verið mis- kunnsamir. Munib Younana prófessor í Lúth- ersku kirkjunni í Palestínu prédik- ar. Prédikunin verður túlkuð. Tónleikar kl. 20.30. Ann Toril Lindstad leikur á orgelið. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Sigurður Pálsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Ferming, altarisganga. Prest- ur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur III) syng- ur. Fermd verða: Berglind Jóna Hlynsdóttir, Langholtsvegi 194, og Nikulás Ingi Vignisson, Lang- holtsvegi 194. LAUGARNESKIRKJA: Bæna- stund með altarisgöngu kl. 11. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 árdegis. Prestur Axel Árnason. Organisti Kári Þormar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Biblíulestur í umsjá ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Sum- arsamvera kl. 20.30. Jónas Þóris- son framkvæmdastjóri Hjálpar- stofnunar kirkjunnar prédikar. Tónlist í umsjón sönghópsins „Án skilyrða". Ritningarlestra annast Guðjón Petersen, sr. Hjalti Guðmundsson, og Ragn- hildur Hjaltadóttir. Tekið verður á móti gjöfum til Hjálparstofnun- ar kirkjunnar. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Sr. Þorbergur Kristjánsson. SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjón- usta kl. 20. Sr. Árni Pálsson prédikar. Kór Borgarneskirkju syngur undir stjórn Jóns Björns- sonar. Guðsþjónusta í Seljahlíð laugardag kl. 11. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. SAFNIRKJAN, Árbæjarsafni: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir. Organisti Kári Þormar. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta í Víðistaðakirkju kl. 11 og í Hrafnistu kl. 13. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fílad- elfía: Brauðsþrotning kl. 11. Ræðumaður Hreinn Bernharðs- son. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagur kl. 19.30 bæn. Kl. 20 hjálp- ræðissamkoma. Majorarnir Reidunn og Káre Morken stjórna og tala. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.