Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 15 í snjó og sólskini SKÍÐAFÓLK í Kerlingarfjöllum. Sumarstarfið í Kerl- ingarfjöllum hafið SKÍÐASUMARIÐ í Kerlingarfjöllum byijaði 23. júní með fjölsóttii unglinganámskeiði og tvö önnur fylgdu í kjölfarið en fyrstu helgina í júlí eru það starfsmenn frá fyrirtækinu Globus og fjölskyldur þeirra sem leggja undir sig staðinn. Leið til Kerlingarfjalla hefur nú verið opnuð, bæði að norðan og sunnan, og vegurinn er greiðfær vel útbúnum bílum. Snjór er nú óvenju mikill í Kerlingarfjöllum og hefur sjaldan eða aldrei verið meiri í upphafi skíðatímans frá því að Skíðaskólinn var stofnaður fyrir 32 árum. Enn sem fyrr eru skipulögð skíðanámskeið í starfsemi skólans en í sumar verður fólki auðveldara en áður að komast í fjöllum hvenær sem það lystir og vera þar að vild, því að Norðurleið ætlar að halda upp daglegum áætlunarferðum milli Reykjavíkur og Akureyrar, báðar leiðir, með viðkomu í Kerlingarfjöll- um í hverri ferð. Síðastliðið sumar var gefinn kostur á ferð með snjótroðara upp að Snækolli, hæsta tindi Kerlingar- fjalla og svo verður áfram í sumar enda voru þessar ferðir ákaflega vinsælar. Það er Ferðaskrifstofa íslands sem einkum annast upplýs- ingar og bókanir fyrir Skíðaskólann en auk þess hefur skólinn umboðs- menn víða um land. ) I Ljósmyndasýningf í Eyjum RAGNAR Sigurjónsson, Ijós- myndari, heldur ljósmyndasýn- ingu á veitingastaðnum Skútan- um í Vestmannaeyjum. Sýningin stendur frá 4.—11. júlí. Ragnar hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Ragnar er starfandi ljósmyndari á DV og hefur starfað þar frá 1986. Hann hefur lagt stund á ljósmyndum frá 1972 er hann lærði hjá Hlyni Ólafs- syni. Aðalfyrirmyndin á verkum Ragnars á þessari sýningu er söng- konan Andrea Gylfadóttir og eru á sýningunni 25 myndverk. Sunnudaginn 4. júlí leikur Andrea Gylfadóttir ásamt píanó- leikaranum Kjartani Valdimars- syni við opnun sýningarinnar. Ragnar tekur einnig þátt í sam- sýningu ljósmyndara í tilefni af 20 ára gosafmæli. Skútinn hefur opnað aftur eftir gagngerar breytingar, en staður- Ragnar Siguijónsson með tvö verka sinna. inn skemmdist mikið í eldi á síð- asta ári, og er nú góð aðstaða til þess að halda myndlistarsýningar þar. Ræðumenn eru Sigrid Andreas- en og Jóhan Olsen. Aliir velkomn- ir. GARÐA- og Hafnarfjarðarsókn: Hafnarfjarðarkirkja kl. 11. Sr. Bragi Friðriksson messar. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Bragi Friðriks- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ:Þýsk messa kl. 10. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmheiga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN:Guðs- þjónusta kl. 14. Bragi Friðriks- son. BESSASTAÐAKIRKJA: Kvöld- guðsþjónusta kl. 20.30. Skáta- vígsla fer fram í athöfninni. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. YTRI-Njarðvfkurkirkja: Messa kl. 21. Altarisganga. Baldur Rafn Sigurðsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa í Hveragerðiskirkju kl. 11. Messa í Kotstrandarkirkju kl. 14. Tómas Guðmundsson. STÓRA-Núpsprestakall: Ólaf- svallakirkja á Skeiðum guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Stóra- Núpskirkja í Gnúpverjahreppi guðsþjónusta sunnudag kl. 21. Axel Arnason. EYRARBAKKAKIRKJ A: Messa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa kl. 17 á sunnudag. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Þakkarmessa í gíg Eldfells í tilefni af tuttugu árum liðnum frá ' kulnun gosstöðva sunnudag kl. 11. Sætaferðir frá Landakirkju kl. 10.45 og fyrir heimilisfólk Hraunbúða kl. 10.30. Kl. 20.30 KFUM & K unglingafundur. MOSFELLSPREST AKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 11. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Jón Þorsteinsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Prestur sr. Sigurður Árni Þórðarson. Barna- stund verður nærri kirkjunni á sama tíma. Þjóðgarðsvörður. HELGI HÁLFDANARSON Nýstárleg* túlkun Margt er það í orðum skálda sem skilja má á ýmsan veg. í góðum skáldskap er einatt svo í pottinn búið, að á bak við þann skilning, sem beinast liggur við, má lesa það sem oft er kallað „dýpri skilningur" og er, þegar vel tekst til, það sem einkum gefur verkinu gildi. Hitt er ekki heldur fátítt um kveðskap, að orðbragð er ekki ljós- ara en svo, að sú hugsun, sem fyr- ir skáldinu var að bögglast, fer út um þúfur, og helzt má af orðunum ráða eitthvað annað og kannski lakara en til var ætlazt; og getur þá skáldið sjálfu sér um kennt. Enn eru þessi dæmi, að fyrir til- viljun má lesa úr kveðskap betri eða skemmtilegri skilning en skáld- inu hafði nokkum tíma til hugar komið, og má þá með sanni segja, að vel hafi rætzt úr andagiftinni. Margir hafa gaman af því að lesa sem flest út úr skáldskap umfram það sem beint liggur við. í Morgunblaðinu 27. f.m. leikur Matthías skáld Johannessen sér að því að halda fram nýstárlegum skilningi á tveimur ljóðlínum í kvæði Matthíasar Jochumssonar, Guð minn, guð, ég hrópa.. í loka- erindi biður skáldið um „mildan dauða ... eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn í leyni ligg- ur marinn svali.“ Þetta túlkar Matthías svo, að „marinn svali“ sé limlestur fugl og finnur því samsvörun í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson. Og þetta tekst Matthíasi með skáldlegum mál- flutningi að gera furðu tækilega skýringu við hlið þeirrar, sem ég hygg að þótt hafi nokkuð eðlileg, að lækurinn ljúki hjali sínu þar sem hinn svali mar (sjór) liggur lygn í leyni, og þar eigi lækurinn að tákna mannlífið, en hinn lygni svali sær, sem í leyni liggur, tákni þann leyndardómsfulla veruleika sem við tekur að því loknu. Það skal viðurkennt, að Matt- híasi Johannessen tekst ótrúlega vel að koma túlkun sinni til skila. En þegar alls er gætt hygg ég að hún geti varia talizt sannfærandi sem „aukaskýring", né heldur hef- ur hún á annan hátt breytt skiln- ingi undirritaðs á þessum ljóðlín- um. Hitt er svo annað mál, að þessi tilraun Matthíasar Johannessens til að fitja upp á nýstárlegri túlkun er eigi að síður skemmtileg, jafnvel þótt hún kunni að þykja langsótt. Meb heiminn i hendi sér Viltufá betri fréttir af heimsmálunum? Viltufylgjast með atburðum og skoðanaskiptum utan landsteinanna? Þá skaltu lesa erlend dagblöð reglulega. í Bókabúðum Máls og menningar færðu öll helstu dagblöð heims með glóðvolgar fréttir og vandaða umfjöllun um þau mál sem mestu skipta. Dagblöð úr öllum áttum: Frá Danmörku: Politiken/Sondag Extra Bladet/Sendag Berlingske Tidende/Sondag Sendags BT Politiken j- ím, vk Á Frá Spáni: El Pais ' ' ■ . 'l3?' Frá Bandaríkjunum: Herald Tribune USA Today Frá Frakklandi: Libération Le Monde Frá Ítalíu: Corriere Della Sera Le Repubblica Frá Þýskalandi: Welt am Sonntag Bild am Sonntag Frankfurter Allgemeine Suddeutsche Zeitung Frá Bretlandi: Times Star Daily Express Sunday Express Daily Mail Sunday Mail News of the World Observer The Guardian Daily Mirror Sunday Mirror Sunday People Daily Telegraph Sunday Telegraph Sunday Times The Independent The Wall Street Journal Europe The Financial Times Alþjóðlegt: European (vikulega) Verð frá 130 kr. Mál IMI og menning LAUCAVECI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍÐUMÚLA 7-9, SÍMI (91)688577 OPIÐ A LAUGAVEGI 18 OLL KVOLD TIL KL. 22:00 OG ALLAR HELGAR 10:00 - 22:00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.