Morgunblaðið - 03.07.1993, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993
Sérfræðingar vona að vatnsrennslið í Vestfjarðagöngunum fari rénandi
Bergið er meira og
minna fullt af vatni
ENGAR aðferðir eru til sem hægt er að nota til að kanna hugsan-
legt vatnsrennsli í jarðlögum með neinni vissu nema mjög umfangs-
miklar jarðboranir, að sögn Hreins Haraldssonar, jarðfræðings
hjá Vegagerð ríkisins. Vatnið sem streymir út úr vinstri hiið jarð-
ganganna til Önundarfjarðar er úrkoma sem fallið hefur á löngum
tíma, síast hefur í gegnum berglögin og safnast fyrir í svokölluð-
um geymum. Hreinn segir að bergið sé meira eða minna fullt af
vatni en mismikið pláss sé fyrir það og ráðist það af því hve
sprungið bergið er.
Hreinn sagði að engar sérstakar
aðstæður væru við þann stað þar
sem rennslið mikla byrjaði s.l.
fimmtudag, miðað við aðra staði,
en á ákveðnum svæðum í berginu
geti verið að fínna opnari sprung-
ur sem ekki hafi náð að þéttast
með tímanum. Vatnsaginn í Ólafs-
fjarðargöngunum hefði þótt nokk-
uð mikill þegar framkvæmdir
stóðu þar yfír á sínum tíma en
hann hefði verið margfalt minni
þar sem hann var mestur en hann
er nú í Vestfjarðagöngunum. Ólík-
legt er þó að vatnsrennslið sé við-
varandi og vonast menn til að það
færi senn að draga úr því.
Gamalt vatn
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
menn lenda í vatni við jarðganga-
gerð hérlendis en þetta er miklu
meira en áður. Reynslan er sú að
það hefur komið mikill toppur í
byijun en síðan hefur dregið úr
straumnum. Sumstaðar hefur
hann dottið skyndilega niður en
annars staðar dregið úr og vatns-
elgurinn náð nýju jafnvægi sem
stýrist af því hvaða aðrennslis-
svæði eru að þessum ákveðna
stað. Það eru því mestar líkur til
að það dragi úr þessu og ef eitt-
hvað er þá er þetta í rénun nú,“
sagði Hreinn.
Ógerlegt að sjá fyrir
í fjallinu eru basaltlög með þétt-
ari setlögum inn á milli. Hreinn
sagði að reynt hefði verið að kort-
leggja öll jarðlög utan frá og bora
könnunarholur áður en fram-
kvæmdir við göngin hófust en
ógerlegt sé að sjá fyrir hvort
vatnsæð verði fyrir á leiðinni.
Hann sagði að vatn í fjöllunum
væri stöðugt á hægri hreyfingu í
átt til sjávar. Sjálfsagt væri eitt-
hvert aðrennsli inn í bergið en
ekkert í líkingu við það magn sem
streymir út úr göngunum. Hugs-
anlega væri þetta margra tuga
ára gamalt vatn sem nú leitaði
undan berginu. Vatn sem rynni
gegnum þétt berglög væri yfirleitt
tært og hreint og varla hægt að
hugsa sér betra neysluvatn. Það
hefði komið til umræðu áður en
þessi vatnsæð opnaðist hvort unnt
væri að nýta vatnið úr berginu sem
drykkjarvatn fyrir ísfirðinga.
Hættulegt starf
Hreinn sagði að ekki væri hægt
að fullyrða að starfsmenn við jarð-
göngin hefðu verið í hættu þegar
æðin opnaðist. Þeir hefðu verið á
leið inn í göngin nokkru eftir að
sprengt hafði verið og urðu þá
varir við að vatnsstreymið út úr
göngunum hafði vaxið mikið. „Það
á ekki að vera hætta á slíkum slys-
um, einkum þegar litið er til þess
að enginn er á staðnum þegar
sprengt er. En almennt er þetta
hættuleg vinna,“ sagði Hreinn.
í tímaritinu Vegamál er í grein
eftir Hrein fjallað um vatnsrennsli
í Vestijarðajarðgöngunum. Þar
segir m.a.: „Hugsanlegt vatns-
rennsli inn í jarðgöngin er eitt af
helstu óvssuatriðunum þegar
metnar eru jarðfræðilegar aðstæð-
ur á gangaleiðinni. Við gerð jarð-
ganga í Ólafsfjarðarmúla var
þetta eina atriðið sem var að ein-
hveiju marki frábrugðið því sem
áætlað var.“
Töluvert innrennsli
Reynslan sýni að í blágrýtis-
grunni sé lítils vatnsrennslis að
vænta og talið vonlítið að bora
eftir köldu vatni í slíku bergi.
Þegar vatnsleiðandi æðar hafa
opnast við jarðgangagerð hafa
þær jafnan tæmst eða rennsli úr
þeim minnkað verulega eftir
skamman tíma. Það hafi hins veg-
ar ekki gerst í Ólafsfjarðarmúla
en þar var mesta heildarrennslið
út úr göngunum 200 lítrar á sek-
úndu, en áætlað hefur verið að
2.000 lítrar hafi streymt út úr
Vestfjarðagöngunum þegar mest
var í fýrradag.
Þá segir í greininni: „Eftir þessa
reynslu hafa menn ekki þorað
annað en að reikna með að tölu-
KORTIÐ sýnir berglög við gangamunna í Botnsdal. Viðamiklar
jarðfræðirannsóknir eru gerðar áður en ráðist er í gangagerðina.
Berglög eru könnuð með borunum og athugunum á stöðum þar
sem berg er aðgengilegt. Út frá því er bergið kortlagt.
vert innrennsli vatns geti orðið í
Vestíjarðagöngum. Geymirinn
yfir göngunum, þ.e. þykkt þess
berglags sem yfir þeim liggur, er
að vísu minni að jafnaði heldur
en var í Ólafsfjarðarmúla. Einnig
eru þar víða þéttari setlög inni í
jarðlagastaflanum sem hindra
rennslið og veita því til hliðar út
úr fjöllunum. Samt sem áður er
mikið af sprungum og misgengj-
um sem geta skorið þvert á þessi
þéttu setlög og leitt vatnið áfram
niður í gegn allt til jarðganganna.
Það eru engar aðferðir sem hægt
er að nota til að kanna þetta með
neinni vissu fyrirfram nema þá
mjög umfangsmiklar jarðboranir."
Fjórðungsmótið á Vindheimamelum
Hrafntinna var
efst í A-flokki
BALDVIN Ari Guðlaugsson lét ekki sama óhappið henda sig tvo
daga í röð og sýndi Hrafntinnu frá Dalvík með miklum glæsibrag
og höfnuðu þau í fyrsta sætinu í A-flokki gæðinga með 8,72 í eink-
unn, langt fyrir ofan þá sem komu næst. Er þetta hæsta einkunn
sem gefin hefur verið í gæðingakeppni á þessu ári.
í öðru sæti varð Fiðla frá Syðra-
Skörðugili sem Elvar Einarsson
sat með 8,44, næst komu Prins
frá Flugumýri sem Jóhann Skúla-
son sat með 8,41, Hjúpur frá Leys-
ingjastöðum sem Sigurbjörn Bárð-
arson sat, með 8,39, Dama frá
Svalbarðseyri sem Sigrún Brynj-
arsdóttir sat, með 8,38, Vordís frá
Aðalbóli sem Höskuldur Þráinsson
sat, með 8,37, Nökkvi frá Akur-
eyri sem Þorvar Þorsteinsson sat,
með 8,36 og í áttunda sæti varð
Kola frá Sigríðarstöðum sem Egill
Þórarinsson sýndi, með 8,35. Þess-
ir hestar mæta í úrslit á sunnu-
dag. í unglingaflokki hlaut hæstu
einkunn úr forkeppninni Friðgeir
Kemp á Ör frá Vatnsleysu með
8,31, næst kom Hrafnhildur Jóns-
dóttir á Kólumbusi frá Akureyri
með 8,27, Ragnar Skúlason á
Punkti með 8,23, ísólfur Líndal
Þórisson á Móra frá Djúpadal með
8,19, Sveinn Ingi Kjartansson á
Leira frá Syðstu-Grund með 8,19,
Líney Hjálmarsdóttir á Glettingu
frá Tunguhálsi með 8,09, Kolbrún
Stella Indriðadóttir á Sölva frá
Skáney með 8,09 og Friðgeir Jó-
hannsson á Gými frá Hofi með
8,06. Þessi átta.mæta í úrslit á
sunnudag. í hinni óopinberu
keppni félaganna í gæðingakeppn-
inni er staðan sú að Léttismenn
frá Akureyri hafa komið tíu kepp-
endum í úrslit, Stígandi í Skaga-
firði sex, Léttfeti á Sauðárkróki
fímm, Svaði á Hofsósi og Þytur í
Vestur-Hún. hafa komið þremur
keppendum í úrslit hvort félag.
Hraðari framkvæmd
Framkvæmd gæðingakeppn-
innar hefur tekið mun skemmri
tíma en áður þar sem dómarar
gefa aðeins meðaleinkunn fyrir öll
dómsatriði í stað þess að gefa upp
einkunn fyrir hvert einstakt at-
riði. Þá hefur í tímaáætlun verið
reiknaður nokkuð ríflegur tími
þannig að löng hlé hafa myndast
sem hefur verið' frekar fátitt á
hestamótum til þessa. Mikill fjöldi
mótsgesta hefur fylgst með hæfí-
leikadómum kynbótahrossa en þar
hefur einnig verið gerð sú breyting
á að hrossin voru öll bygginga-
dæmd á miðvikudag og fyrir há-
degi í gær. Af þessu leiðir að sýn-
ing á hæfíleikum hrossanna hefur
verið mun samfelldari og þar með
skemmtilegri fyrír mótsgesti. Veð-
ur var heldur leiðinlegt til sam-
Vætutíð á Vindheimamelum
MJÖG vætusamt hefur verið á hestamannamótinu það sem af er og regngallar því vinsælasti klæðn-
aðurinn.
komuhalds utanhúss á Vindheima-
melum í gær, rigning af og til og
kalt en svo til lygnt þannig að
mótsgestir hafa borið sig vel þrátt
fyrir vosbúðina. íslenskir hesta-
menn kunna að klæða sig til úti-
veru enda ýmsu vanir.
Úrslit í tölti
Úrslitin í forkeppninni í tölti var
sðdegis í gær og urðu úrslit sem
hér segir. I fyrsta sæti varð Sigur-
björn Bárðarson Fáki á Oddi frá
Blöndósi með 98,8 púnkta. í öðru
sæti varð Baldvin Ari Guðlaugsson
Létti á Nökkva frá Þverá með
91,60, í þriðja sæti Halldór Vict-
orsson Gusti á Herði frá Bjarna-
stöðum með 88,80 og í fjórða
sæti Eyjólfur ísólfsson Stíganda á HRAFNTINNA frá Dalvík og Baldvin Ari Guðlaugsson sýndu
Skrúði frá Lækjamóti. mikla yfirburði í A-flokki gæðinga.