Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 17 Erlendir náttúruverndar- menn fordæma bjamar- dráp á Yestfjarðamiðum VIÐBJÓÐUR og hryllingur eru þau orð sem dðnsku náttúrverndar- samtökin, Danmarks Naturfredsfornening, nota um bjarnaveiði skipsverja á Guðnýju ÍS 266, 24. júní s.l. Samtökin hafa ritað Össuri Skarphéðinssyni umhverfisráðherra bréf þar sem þetta álit kemur fram. Umhverfisráðherra sagði að þessu til viðbótar hefði annað bréf sama efnis borist frá Bretlandi. Báðum bréfum hafi verið svarað. Hann hafi greint náttúruverndarmönnum frá því að hann vænti þess að slíkt dráp yrði bannað áður en árið væri liðið. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Umdæmisstjóraskipti Fráfarandi umdæmisstjóri Gestur Þorsteinsson t.v. og viðtakandi umdæmisstóri Jón Hákon Magnússon spjalla saman í kaffihléi. í fyrrdag barst umhverfisráð- herra bréf frá dönsku náttúr- verndarsamtökunum Danmarks Naturfredsfornening. í erindi dönsku samtakanna er umhverfís- ráðherra greint frá því að frétt í Morgunblaðinu 27. júní af þeim atburði að skipsverjar á Guðnýju fönguðu og „kyrktu“ hvítabjörn valdi „djúpstæðum viðbjóði". Þetta athæfí skipsverja gangi þvert á mikilvæga alþjóðasamn- inga um verndun dýra í útrýming- arhættu. Fjölmennt umdæmisþing Rotaryhreyfingarinnar var haldið á Sauðárkróki „Sönn hamingja er að hjálpa öðrum“ Sauðárkróki. UMDÆMISÞING Rotaryhreyf- ingarinnar á Islandi var haldið í 47. sinn í Iþróttahúsinu á Sauðár- króki fyrir skömmu. I tengslum við Umdæmisþingið var að venju haldið formót, sem er fræðslu- fundur fyrir verðandi embættis- menn í klúbbunum viðsvegar um landið. í Rotary gegnir enginn félagi sama starfinu nema eitt ár í senn, og sjaldgæft er að nokkur gegn sama embætti nema einu sinni. Þetta fyrirkomulag krefst þess að verðandi embættismenn mæti á námskeið og læri þar af reyndari félögum, til hvers er ætlast af þeim í starfí. Þá var í tengslum við þing- ið haldið ársþing „Inner Wheel“, sem eru samtök eiginkvenna Rota- rymanna. Gestur Þorsteinsson bankaúti- bússtjóri á Sauðárkróki gegndi embætti umdæmisstjóra síðastliðið ár, en lét nú af störfum, og sam- kvæmt venju var Umdæmisþingið haldið á svæði fráfarandi umdæmis- stjóra. Gestur sagði að þetta væri í annað sinn sem þingið væri haldið á Sauðárkróki, hitt skiptið var það árið 1959, en þá var sr. Helgi Konr- áðsson sóknarprestur umdæmis- stjóri. Gestur sagði að Rotaryfélag- ar á Sauðárkróki hefðu unnið mjög gott starf að undirbúningi, og með- al annars komið upp glæsilegri að- stöðu til þinghaldsins í íþróttahús- inu, sem væri líka sönnun þess hve gott væri að halda ráðstefnur á Sauðárkróki, þar sem einnig hjálp- aði að hótel sem fært væri um að hýsa alla ráðstefnugesti stæði við hlið íþróttahússins, og einnig væri góð aðstaða í skólunum sem stæðu á sömu lóð, til funda fyrir alla hópa og nefndir sem starfa þyrftu. í tengslum við þingið gáfu heima- menn út tvö tölublöð af Lindinni, kynningarriti um starf Rotary- hreyfíngarinnar, en einnig lítinn bækling sem nefndist Króksbók, sem er til kynningar á þingstaðnum á Sauðárkróki, með örnefnakorti og ýmsum fróðleik, gömlum og nýjum, um staðinn. Verðlaun veitt úr Starfsgreinasjóði Að kvöldi laugardags var hátíða- dagskrá í íþróttahúsinu þar sem afhent voru verðlaun úr starfs- greinasjóði, 400 þúsund kr., en verðlaunin hlaut að þessu inni Sveinn Guðmundsson hrossarækt- armaður fyrir frábær störf að hrossakynbótum. Starfsgreinasjóði er ætlað það hlutverk að veita úr honum viðurkenningu á sviði hvaða starfsgreinar sem er, sem Rotary- menn tilheyra, og er þar um mjög vítt svið að ræða. Þá fóru einnig fram umdæmis- stjóraskipti, en Gestur Þorsteinsson lét nú af því starfí, en við tók Jón Hákon Magnússon frá Rotaryklúbbi Seltjamarness. Þátttakendur á Umdæmismótinu á Sauðárkróki voru tæplega 230 með mökum. - BB. í bréfínu til umhverfísráðherra kemur fram að um 260.000 fjöl- skyldur eiga aðild að dönsku nátt- úruverndarsamtökum. Þar á með- al séu nokkrar þúsundir ísland- svina og margir þeirra séu nú slegnir „hryllingi“. Dönsku náttúruverndarsamtökin hvetja umhverfísráðherra til að gera íslenskum sjómönnum og öll- um almenningi, innanlands og er- lendis, það ljóst að ísland ætli að standa við alþjóðasamninga. Ráðherra svarar í samtali við Morgunblaðið sagði Össur Skarphéðinsson um- hverfísráðherra að hann hefði fengið annað bréf sama efnis frá Bretlandi. Ráðherrann kvaðst hafa svarað báðum bréfum. í sínu svari hefði verið greint frá frumvarpinu til laga um vernd og veiði villtra dýra, þar væru ísbimir friðaðir á sundi og ís, einnig væru ýmis veiði- tól bönnuð, þ.á.m. snörur. Þetta frumvarp hefði ekki hlotið afgreiðslu í vor en hann hann vænti þess að það yrði að lögum fyrir áramót. Jafnframt hefði hann greint þeim frá vanþóknun sinni á þessum veiðiaðförum, bæði dráp- inu og aðferðinni. Forseti ASÍ um greiðsluskyldu til verkalýðsfélaga A jafnt við um ein- staklingsbundna kjarasamninga BENEDIKT Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins, segir að jafnvel 1 þeim tilfellum, þar sem launþegar geri einstaklingsbundinn kjara- samning við vinnuveitanda sinn, án atbeina stéttarfélaga, haldi verka- lýðshreyfingin því til streitu, að launamenn greiði félagsgjald til verkalýðsfélags. Lára V. Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri ASI, sagði í Morgunblaðinu í fyrradag að ekki væri skylduaðild að verkalýðsfé- lögum, hins vegar væru menn skyldugir að greiða til stéttarfélaga fyrir að fá að vinna eftir samningum þeirra. Benedikt sagði það rétt að í mörgum tilfellum semdu launþeg- ar beint við vinnuveitanda sinn, en þeir samningar væru .yfírleitt byggðir á samningum stéttarfé- laga. „Lögbundin réttindi og önnur slík, sem eru meginhluti af réttind- um verkafólks, félagsbundins eða ófélagsbundins eru tilkomin í samningum verkalýðsfélaganna og fylgt eftir af þeim,“ sagði hann. „Félögin veita bæði beina og óbeina þjónustu, í gegnum kjara- samninga og lagasetningu um tryggingar og fleira." Ekki hægt að semja af sér lágmarksréttindi Benedikt sagði að þótt menn gætu ef til vill sýnt fram á að samn- ingur þeirra við vinnuveitanda væri í veigamiklum atriðum frábrugðinn almennum kjarasamningi, væru ákveðin lög, sem giltu um alla kjarasamninga. „Það gilda sömu lög um tryggingar, veikindarétt, líf- eyrissjóði og annað slíkt. Grundvöll- urinn er byggður á því, sem verka- lýðssamtökin hafa verið að gera. Menn geta samið um viðbót við þetta, en einstaklingum er ekki heimilt að semja af sér þessi lág- marksréttindi," sagði Benedikt. STORUTSALA GARÐHÚSGÖGN 20-40% AFSLÁTTUR Gband soleil ARREDA SPAZI APERTI ítölsk gæðavara Seld með 20-40% afslætti meðan birgðir endast. Hvítt veðurþolið plast. Mikið úrval - Frábært verð! FESTIVAL Kringlótt borð 90 cm breitt .^tð-áétirkrJÆTOT- Verðnú kr. 2.674,- CLUB Armstóll, Setdýpt 58 cm. _AfeFé-áðnrtÍr8957” Verð nú kr. 695,- VIENNA Armstóll. Setdýpt 58 cm. _Jfer4LáðtnHtrt0957- Verð nú kr. 876,- Öll sumarblóm á kr. 39,- Risabúnt: 12 afskornar rósir á aðeins kr.895,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.