Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 Stjóm Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum V elfer ðarker fið á í vök að verjast STJÓRN Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum átelur þá skerðingu sem orðið hefur á lífskjörum fatlaðra. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér, en hún hélt fyrir nokkru fund á Akur- eyri þar sem ýmis málefni voru rædd. Forseti bandalagsins er Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, en hann gegnir starfinu fram til ársins 1996. „Um áratuga skeið hafa Norðurlandaþjóðirnar unnið að því að byggja upp velferðarkerfi sem tryggja á öllum mannsæmandi lífskjör og jafna aðstöðumun fatl- aðra og ófatlaðra. Þær efnahags- legu þrengingar sem við búum við í dag valda því að þetta velferðar- kerfi á í vök að veijast. Á sama tíma færast Norður- löndun nær Evrópubandalaginu, ýmist í formi aðildarumsóknar eða samnings um evrópskt efnahags- svæði. Þessum hræringum fylgir mikið óöryggi. Enginn getur með vissu sagt hvaða afleiðingar þetta muni hafa fyrir lífskjör fatlaðra. Við hljótum því að krefjast þess að fatlaðir njóti sömu réttinda og aðrir þjóðfélagsþegnar. Þörfin á norrænni samstöðu í málefnum fatlaðra eykst stöðugt. Norðurlöndin eru á margan hátt fyrirmynd á sviði félagsmála og málefna fatlaðra. Ef það á að haldast verða ríkisstjómir Norður- landanna að vinna áfram mark- visst að uppbyggingu velferðar- kerfísins og jöfnun lífskjara. Stjórn Bandalags fatlaðra á Norð- urlöndum telur því ólijákvæmilegt að ríkisstjómir Norðurlandanna svari því hvort sá niðurskurður sem við stöndum frammi fyrir í dag sé upphafið á aðlögun þeirra að Evrópubandalaginu eða hvort þær hyggjast halda fast við hið norræna velferðarkerfi,“ segir í ályktun frá stjórn Bandalags fatl- aðra á Norðurlöndum. Gert klárt fyrir loðnuveiðar LOÐNUSKIPIÐ Jón Kjartansson RE hefur verið í slipp á Akureyri siðustu daga, en áhöfnin er að gera sig klára til loðnuveiða og er reiknað með að skipið haldi af stað eftir helgi. Langvarandi kuldatíð hefur hrellt Norðlendinga að undanförnu Fullt í sólarlampa, en tjaldbúar flýja í bílana „ÞAÐ HEFUR verið rosalega kalt, þetta er ekkert sumar,“ sagði Sigríður Guðmundsdóttir tjaldvörður á tjaldsvæðinu á Akureyri. Gistinætur á tjaldstæðinu eru um eitt hundrað færri nú í júní miðað við júnímánuð á síðasta ári. Dæmi eru þess að tjaldbúar hafi flúið í bíla sina og gist þar. Það er hins vegar mikið að gera á sólbaðsstof- um bæjarins i kuldatíðinni og ljósalampar ásetnir. „Það er alveg brjálað að gera, allt fullt. Fólk er þreytt á þessu veðri og greinilegt að veðrið hefur áhrif á aðsóknina, fólk liggur ekki svo mikið í sólarlömpum í glamp- andi sól og góðu veðri, en slíku er ekki til að dreifa nú,“ sagði Gunnar Sigtryggsson einn eigandi Stjörnu- sólar. Fullt í sólarlampana Rögnvaldur Sigurðsson eigandi Toppsólar tók í sama streng, sagði fólk mikið tala um kuldann og það væri mikið að gera á sólstofunni í kjölfarið. „Við merkjum vissulega aukningu á aðsókninni, það er allt- af fullt hér,“ sagði Rögnvaldur. Sigríður Guðmundsdóttir sagði að margir gestir væru á tjaldstæð- inu þessa helgi, enda stórt fótbolta- mót í bænum. Gistinætur í júní voru 1.705 talsins, en í júní í fyrra voru þær 1.807 eða um eitt hund- rað færri. „Það hefur verið mjög kalt, en fólkið kvartar ekki. Það klæðir sig vel, er með góða svefn- poka og tjöld og situr yfir prímusun- um í kuldanum,“ sagði Sigríður. Flýja í bílinn Meirihluti gesta tjaldstæðisins eru útlendingar og sagði Sigríður að þeir kvörtuðu ekki undan kuld- anum, það væru fremur íslending- arnir sem það gerðu. „Þeir hafa þolinmæði til að dvelja hér í 2-3 daga, svo flýja þeir kuldann," sagði hún og bætti við að þess væru nokk- ur dæmi að fólk hafi flúið tjöld sín köldustu næturnar og sofið í bíln- Messa Messa verður í Glerárkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 4. júlí, kl. 21. Prestur er séra Hannes Örn Blandon. Skautasvæöið opnað SKAUTASVÆÐI Skautafé- lags Akureyrar við Krókeyri verður opnað í dag, laugar- daginn 3. júlí. Á svæðinu eru leigðir út línu- skautar og verður svæðið opið frá kl. 13 til 16. Fyrir þá sem fremur kjósa að sigla um tjörn- ina neðan skautasvæðisins verð- ur boðið upp á rafmagnsbátale- igu sem opin frá kl. 11 til 22. Skorað á bæjarráð Skinnaiðn- aðuráfram öflug iðn STARFSMENN Rekstrarfélags ÍSI hafa sent bæjarráði Akur- eyrar áskorun þess efnis að bær- inn beiti sér fyrir því að full- vinnsla skinna verði áfram öflug iðngrein í bænum. Askorunin var samþykkt á starfs- mannafundi sem haldin var í vik- unni og var hún afhent bæjarráði fyrir fund þess á fímmtudag. Áfram öflug iðngrein „í ljósi þess erfiða atvinnuástands sem nú er og þess hversu störfum í iðnaði hefur fækkað á Akureyri síðastliðin ár, skorar starfsfólk í skinnaiðnaði á Akureyri á bæjaryfír- völd að beita sér fyrir því að full- vinnsla skinna verði áfram öflug iðngrein hér í bæ og komi þar með í veg fyrir þann mikla skaða sem bæjarfélagið yrði fyrir ef þessi iðn- grein legðist af,“ segir í áskorun starfsmanna rekstrarfélags ÍSI. Við treystum því að bæjaryfirvöld vilji halda uppi nafni Akureyrar sem iðnaðarbæjar og komi því til með að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að skinnaiðnaður verði hér áfram,“ segir einnig í áskorun starfsmannanna. Orlof í sveitinni Leigjum út íbúðarhús (ca 30 km sunnan Akur- eyrar). Rúm fyrir allt að 10-12 manns (sæng- ur fylgja) ásamt öllum eldhúsáhöldum. Búskapur er stundaður á staðnum. Upplýsingar veitir Guðrún í síma 96-31282 í hádegi og á kvöldin. Kjðrbfiðarstiori Kaupfélag Eyfirðinga auglýsir eftir verslunarstjóra í eina af kjörbúðum félagsins á Akureyri. Leitað er eftir starfsmanni, sem hefur reynslu af smá- söluverslun og æskilegt að viðkomandi hafi menntun á sviði verslunar og reksturs. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið gefur Hannes Karlsson, deild- arstjóri matvörudeildar KEA, sími 96-30300. Umsóknir, er tilgreini aldur og menntun ásamt starfs- reynslu, þurfa að berast aðalfulltrúa félagsins, Sigurði Jóhannessyni, fyrir 20. júlí næstkomandi. Kaupfélag Eyfirðinga. um. 0 1 verður haldið á Akureyri dagana 22.-25. júlí nk. Skráningar sendist Ingólfi Sigurþórssyni, Norður- götu 48, 600 Akureyri, eða sendist í fax 96-27813, merkt íþróttadeild Léttis, c/o Ingólfur Sigþórsson. Ath.: Skráning á að fara fram í gegnum félögin eða deildirnar. Skráningargjaid í fullorðinsflokki kr. 2.000, 1. skráning 1.200 kr. eftir það, í barna-, unglinga- og ungmennaflokkum 1.200 kr., 1. skráning, 800 kr. eftir það. Lokaskráning 9. júlí. SkráningargjÖid þurfa að hafa borist á sparireikning í Landsbanka Islands, útibúi nr. 162, á höfuðbók nr. 05118127. Athugið, notið þrírit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.