Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 19

Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 19 Athyglisverð niðurstaða hjá Kærunefnd jafnréttismála Fyrsti úrskurðurinn sem er karlmanni í hag KÆRUNEFND jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna þegar Elva Dögg Einarsdóttir, fóstra, hafi verið ráðin kennari við barnaskólann að Skógum í stað Vigfúsar Andr- éssonar, kennara, vorið 1992. Nefndin hefur fengið 30 mál til umfjöllunar frá því henni var komið á fót í júlí árið 1991 og er þetta í fyrsta sinn sem hún álítur að brotið hafi verið á karlmanni. Nefndarmenn telja óumdeilan- legt að aðeins annar umsækjand- anna uppfylli þau menntunarskil- yrði sem gerð séu til kennara. Þrátt fyrir það hafi skólastjóri, skóla- nefnd og fræðslustjóri mælt með ráðningu þess sem ekki uppfyllti menntunarskilyrðin og hafi sá umsækjandi verið ráðinn að feng- inni undanþágu frá menntamála- ráðuneytinu. Fram kemur að röksemdir fyrir ráðningu Elvu Daggar hafi verið eftirfarandi: Hún hafi kennt við skólann tvö ár á undan, vegna til- tekins þróunarverkefnis hafi verið æskilegt að sem minnstar breyt- ingar yrðu á mannahaldi, andstaða foreldra barnanna við það að Vig- fús yrði ráðinn og deilur milli hans og ýmissa sveitunga hans en í fá- mennu sveitarfélagi geti verið erf- itt að ráða mann til starfa í and- stöðu við aðra í sveitinni. Réttindi og lengri starfsreynsla I álitsgerð kærunefndar kemur Húsavík hins vegar fram að kærunefnd jafnréttismála geti ekki fallist á að umrætt þróunarverkefni rétt- læti að gengið sé framhjá umsækj- anda með réttindi og lengri starfs- reynslu enda ekkert komið fram um að Vigfús geti ekki tekið fullan þátt í því verkefni. Kærunefnd jafnréttismála lítur svo á að full- yrðingar skólastjóra og skóla- nefndar um afstöðu foreldra til Vigfúsar og deilur hans við sveit- unga hafi ekki verið studdar þeim gögnum að niðurstaða verði á þeim byggð. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson Gróðursett í Öræfum NÚ er lokið gróðursetningu tijáplantna innan nýrrar landgræðslugirð- ingar í Öræfum. Plantað var 8.600 plöntum aðallega birki bæði frá Tumastöðum í Fljótshlíð og landgræðsluskógum á Héraði. Við gróður- setninguna unnu unglingar í Öræfum á aldrinum 10 til 18 ára undir leiðsögn Rúnars Garðarssonar og Hafdísar Ólafsson. ÞRIKEPPNI STOÐVAR 2 OG TITAN ( SICLINCUM, HJÓLREIDUM OC COLFI 2. OC 3. JÚLÍ 1993 í HBFNARFIRDI Oánægja með þjónustu hjá Flugleiðum Húsavík. BÆJARSTJÓRN Húsavíkur ræddi á fundi sínum sl. þriðjudag þjónustu Flugleiða sem hún er mjög óánægð með á flugleiðinni Húsavík — Reykjavík og í álykt- um fundarins segir meðal ann- ars: í nóvember 1990 samþykkti bæj- arstjórnin ályktun um að Flugleiðir fengju einar sérleyfi á leiðinni Húsavík - Reykjavík en til vara ef annað félag fengi hlutdeild í því yrði Flugfélag Norðurlands valið. Forsendur ályktunarinnar voru m.a. að bæjarstjórnin taldi það tryggja best uppbyggingu ferða- þjónustu í héraðinu þar sem Flug- leiðir væru eina innlenda flugfélag- ið, sem réði yfir því markaðskerfi að geta beint erlendum ferðamönn- um til Húsavíkurflugvallar og þar með Þingeyjarsýslu. Bæjarstjórnin segir þróun mála hafa valdið algerum vonbrigðum. Ferðum Flugleiða til Húsavíkur hafí fækkað jafnt og þétt. Sumarið 1991 voru 10 ferðir í viku, 1992 6 ferðir og sumarið 1993 eru þær orðnar 4. „Breytingar á áætlunum félags- ins á þessum árum hafa verið unn- ar þannig að líkja má við beina skemmdarstarfsemi gagnvart ferðaþjónustuaðilum í héraðinu,“ segir orðrétt í ályktuninni. „...og í ljósi þess krefst bæjarstjórn Húsa- víkur þess að Flugleiðir þjóni því áætlunarleyfi sem félagið hefur á flugleiðinni Húsavík - Reykjavík, hvað varðar ferðatíðni, í samræmi við fyrirheit. Bæjaryfírvöld bjóðast til að beita sér fyrir því að koma á samráðsvettvangi milli ferðaþjón- ustuaðila í héraðinu og Flugleiða um ferðatíðni og tímasetningar er leitt gætu til fjölgunar farþega á flugleiðinni.1* Samþykktin var gerð samhljóða í bæjarstjóm. FÖSTUDAGUR 2. JÚLf 16.00 Sigling hefst frá Rauðarárvík utan Reykjavíkurhafnar. 19.30 Koma fyrstu seglskútunnar til Hafnarfjarðar (áætlaður tími). 21.30 Kokkar frá A. Hansen grilla gómsætar skútusteikur á vægu verði á smábátabryggju, þar sem líta má á skúturnar. LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 8.00 Golf hluti Þríkeppninnar hefst hjá Golfklúbbi Keilis á Hvaleyrarholti. Á 16. braut geta keppendur unnið Combi-Camp Family llodena tjaldvagn með aukabúnaði að verðmæti kr. 500 þúsund með holu í höggi. 9.00 Almenningi boðið að reyna við holu í höggi á 16. braut til kl. 11.00 og er Laser 4,7 seglbátur að verðmæti kr. 360 þúsund í verðlaun. Lengd brautar er 129 metrar og fær hver eina tilraun. 10.00 Meðlimir Fallhlífaklúbbs Reykjavíkur reyna að koma golfkúlu í holu með frjálsri aðferð úr 25 feta hæð. 13.00 Fjallahjólreiða hluti Þríkeppninnar á Norðurbakka hefst, þar sem keppendur hjóla 20 km. vegalengd. 13.30 Á Norðurbakka sýna fjallahjólamenn listir sínar á hjólum. 14.00 Hjólreiðakeppni Fálkans fyrir börn og unglinga. Keppt í 2 flokkum, 9-12 ára (10 km.) og 13-15 ára (15 km.). Tímalengd fer eftir þátttöku. 15.00 Siglingar í Þríkeppni hefjast að nýju, sigldur verður ca. 3ja tíma þríhyrningur fyrir utan Hafnarfjörð. Dagskrá í höfninni meðan stóru skúturnar keppa; * Laser sýningarsigling. * Samæfing Björgunarsveitarinnar Fiskakletts og þyrlu Landhelgisgæslunnar við björgun á sjó. * Bátasmiðja Guðmundar sýnir veiðar og siglingar á hraðfiskibát. Reynt verður við íslandsmet í fjöldadrætti á sjóskíðum. * Vatnasport-sjóskíðasýning og ótrúlegir Shetland hraðbátar. 18.00 Áætlaður komutími fyrstu seglskútu inn i Hafnarfjarðarhöfn og verða þá dregnir út hinir heppnu sem fá að fara í skemmtisiglingu með skútu frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á sunnudag kl. 13.00. 19.30 Verðlaunaafhending á Norðurbakka. 21.30 Sigurvegaraveisla á A. Hansen, kr. 2.500 pr. mann. Borðapantanir í síma 651130. FALKINN ÞEKKING, REYNSLA OG ÞJÓNUSTA SÉRSTAKAR PAKKIR FÁ UTILIF" a HAFNARFJARÐARHOFN OC SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR HAFNARFJÖRÐUR HEKLA Þann 3- júlf verða bílar frá HEKLU og tjaldvagnar frá TÍTAN til sýnis á Þórsplani. - Fréttaritarl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.