Morgunblaðið - 03.07.1993, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993
21
Reuter
Kaupsýslumaður myrti átta manns
BANDARÍKJAMAÐUR á sextugsaldri, Gian Luigi Ferri, skaut á fimmtudag átta manns á lögfræðistofu í
San Francisco og særði sjö að auki áður en hann fyrirfór sér. Ferri mun hafa stundað fasteignaviðskipti og átt
í málaferlum sem tengdust lögfræðistofunni. „Engan grunaði neitt því að hann var klæddur jakkafötum
eins og kaupsýslumenn, í skyrtu og með bindi... Hann var vopnaður tveim hálf-sjálfvirkum byssum sem
festar voru við axlaböndin og bar auk þess skammbyssu," sagði borgarstjóri San Francisco. A myndinni
sjást björgunarmenn huga að fómarlömbum árásarinnar.
Clinton ákveður að
loka 130 herstöðvum
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkja-
forseti tilkynnti í gær að
hann hefði ákveðið að loka
130 herstöðvum í Bandaríkj-
unum. Er þetta í fullu sam-
ræmi við tillögu sjálfstæðrar
nefndar, sem unnið hefur
úttekt á því hversu mörgum
herstöðvum þurfi að loka til
að ná markmiðum um minni
herafla vegna loka kalda
stríðsins. Á fimmtudag
greindi Clinton frá því að
ákveðið hefði verið að Ioka
92 bandarískum herstöðvum
erlendis, flestum þeirra í
Þýskalandi.
Til að draga úr efnahagslegum
áföllum vegna lokananna hefur for-
setinn ákveðið að á næstu fimm
árum verði fimm milljörðum dollara
varið til þeirra svæða þar sem við-
komandi stöðvar eru. Hann viður-
kenndi þó að ekki væri hægt að
tryggja að ný atvinnutækifæri
kæmu í stað allra þeirra sem glötuð-
ust.
„Það er ekki hægt að draga úr
fjölda karla og kvenna í hernum
án þess að herstöðvum í Bandaríkj-
unum og utan þeirra verði fækkað
til samræmis," sagði Clinton.
Samkvæmt bandarískum lögum
getur Bandaríkjaþing ekki gert
breytingar á þeim herstöðvum, sem
til stendur að leggja niður. Ef það leggjast alfarið gegn öllum lokun-
ákveður ekki innan 45 daga að um, tekur ákvörðun forsetans gildi.
Reuter
*
Þrír Italir drepnir í Mogadishu
ÞRÍR ítalskir hermenn voru drepnir og tíu særðust í hörðum bardögum
á götum Mogadishu, höfuðborgar Sómalíu, í gær. Sómalskar leyniskyttur
skutu á þá_ þegar þeir voru að leita að vopnum í norðurhluta borgarinn-
ar. Stjórn Ítalíu gaf út yfirlýsingu þar sem hún krafðist þess að Samein-
uðu þjóðirnar fyndu friðsamlega lausn á sómalska vandanum. Á mynd-
inni er verið að flytja ítalskan hermann sem særðist á skjúkrahús.
Bill Clinton boðar stefnubreytingu
Bætt samskipti
við Víetnama
Washmgton. Reuter.
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, átti í gær fund með
fjölskyldum hermanna, sem saknað er síðan í Víetnamstríð-
inu, en í dag mun hann tilkynna, að unnið verði að bættum
samskiptum við Víetnam.
Víetnam og Víetnamstríðið eru
enn viðkvæm mál í Bandaríkjunum,
sérstaklega meðal fyrrverandi her-
manna og þeirra, sem misstu þar
ástvini sína. Því þótti Clinton rétt
að kynna fyrst fulltrúum þessa fólks
nýja stefnu í samskiptum ríkjanna.
Var búist við tilkynningu í dag um,
að Bandaríkjastjórn ætlaði ekki að
standa í vegi fyrir endurfjármögnun
erlendra skulda Víetnama.
Stutt í afnám viðskiptabanns
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun
annast endurfjármögnun skuldanna
en þótt ekki sé um að ræða nema
140 milljónir dollara er þetta mál,
sem skiptir öllu fyrir Víetnamstjórn
og framtíðaruppbyggingu efnahags-
lífsins í landinu. Þá er einnig búist
við, að stutt sé í að Bandaríkjastjórn
aflétti viðskiptabanninu á Víetnam.
Bannið var sett á Norður-Víetnam
árið 1964 og síðan á allt landið í
apríl 1975 eftir að kommúnistar
höfðu borið sigurorð af Suður-
Víetnömum, sem Bandaríkjamenn
studdu. Æ fleiri bandarísk fyrirtæki
hafa hvatt stjórnina til að aflétta
banninu, sem þau segja útiloka þau
frá erlendum markaði sem hafi mikla
vaxtarmöguleika.
ERLENT
Noregur
Aukið eft-
irlit með
virnislimni
Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara
Morgunblaðsins.
NORSK yfirvöld hafa hert mjög
aðgerðir gegn hvers konar mis-
ferli og svindli í sjávarútvegin-
um, veiðum jafnt sem vinnslu.
Skrifað hefur verið undir sér-
stakt samstarfssamkomulag þar
að lútandi milli sjávarútvegs-,
skatta- og tollyfirvalda.
Eftirlit með fiskvinnslunni í landi
verður stóraukið og grannt fylgst
með útflutningi á norskum sjávar-
afurðum. Hefur margoft komið
fram, að mikið af fiski, sem hvergi
er getið í opinberum plöggum, hef-
ur verið flutt á markað í Evrópu
og til að ná tökum á því verður
farmur flutningabíla kannaður
miklu oftar en gert hefur verið.
Samstarfið við rússnesk yfirvöld
hefur einnig verið aukið en þau
draga enga dul á, að þau hafi misst
alla stjórn á fiskveiðunum í Bar-
entshafi. Áætlað hefur verið, að
rússnesk skip hafi veitt um 100.000
tonn af þorski umfram kvóta á síð-
asta ári og vitað er, að mörg skip-
anna eru á veiðum án leyfis.
Bijóstagjöf mimikar
hættu á krabbameini
London. Reuter.
KONUR, sem hafa börn sín á brjósti í þrjá mánuði, fá
miklu síður krabbamein í brjóstin en konur, sem setja
börnin strax á pela. Er þetta niðurstaða rannsóknar;
sem birt var í breska Læknablaðinu á fimmtudag.
„Með hvetju barni, sem haft
ér á bijósti, minnkar hættan á
krabbameini hvorki meira né
minna en um 15%,“ segir formað-
ur rannsóknarhópsins, Clair Chil-
vers, prófessor við háskólann í
Nottingham. Bijóstkrabbamein
er nú algengasta krabbameins-
tegundin í breskum konum.
Við rannsóknina var athugað-
ur ferill 755 kvenna í 11 héruðum
í Bretlandi og áttu þær það sam-
eiginlegt að hafa fengið krabba-
mein í brjóst 36 ára eða yngri.
Var hann síðan borinn saman við
feril jafn margra kvenna, sem
ekki höfðu kennt sér meins í
bijóstum, á sömu stöðum og
sama aldri. í ljós kom, að hættan
á krabbameini minnkaði eftir því
sem börnin voru höfð lengur á
bijósti eða að þremur mánuðum
og einnig eftir því hve börnin
voru mörg.
Ekki er ljóst hvers vegna
bijóstagjöf dregur úr líkum á
krabbameini en bráðabirgðan-
iðurstöður benda ekki til, að það
hafi nein áhrif hér á, að hún
seinkar því að blæðingar hefjist
á ný.
BESTU KAUPIN í LAMBAKJÖTI
1/2 skrokkur af íyi'sta
flokks lambakjöti í poka.
Ljúffengt og gott á grillið
Fæst í næstu verslun.