Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993
29
Ásthildur Ásta Jóns
dóttir — Minning
henni að sauma er aðrir voru
gengnir til náða. Enda varla um
annan tíma að ræða því að gesta-
gangur var gríðar mikill og lítið
næði til sauma að deginum. Þessar
flíkur höfnuðu víðsvegar hjá skyld-
um sem vandalausum jafnt sem
hennar eigin fjölskyldu. Fyrir kom
að einhver kom til að fá sniðna flík,
en endaði með hana fullsaumaða.
Nei, var orð sem ekki var til í
munni Stínu systur ef hún var beð-
in um greiða. Hennar stærsta gleði
var að hafa fullt hús gesta og veita
af rausn sinni og var ekki kastað
til þess höndum. Gjafmildin var
slík að ég ætla að þess séu fá dæmi.
Já, hún var stór í öllu þessi smá-
vaxna kona, hafði ákveðnar
skoðanir á hlutunum og lét þær
hiklaust í ljós. Hreinskiptin og vin-
ur vina sinna á hveiju sem gekk.
Það var hennar aðalsmerki.
Nú hefur þessi stóra sál losnað
úr viðjum hins sjúka líkama sem
var orðinn henni til byrði og þján-
inga. Það átti ekki við þennan
dugnaðarfork að geta ekki lengur
staðið í stórræðum sem forðum og
framkvæmt þau verk sem hugurinn
stóð til. Ég minnist síðustu heim-
sóknar minnar í Sólbrekku. Kraft-
arnir voru sjáanlega á þrotum, en
löngunin hin sama til að fagna
góðum gesti. Við vöktum nætur-
langt systurnar, ég fann að hún
vildi teygja vökuna sem lengst.
Ég er þess viss að okkur bauð
báðum í grun að þetta yrði okkar
síðasta næturvaka í Sólbrekku, sem
og varð, þó að hvorug hefði orð á.
Margt bar á góma og þá helst
frá þeim gömlu góðu dögum er ég
dvaldist hjá henni í Sólbrekku, að
nokkru sem barnfóstra og sumpart
sem hálfgildings nemandi í pönnu-
kökubakstri, saumaskap og fleiru.
Takmarkið í þá daga var að
baka jafngóðar pönnukökur og
stóra systir, lengra var ekki unnt
að ná fannst mér. Það verður dap-
urlegt að koma á Fáskrúðsfjörð
þegar engin Stína systir stendur í
dyrum að fagna gestum.
Þú sofnaðir inn í sumarsins björtu nótt.
Systir nú þarfnastu hvfldar að liðnum degi.
Bænir okkar nú berast til þín hljótt.
Að birta og fegurð lýsi upp þína vegi.
Með þakklæti frá mér og mínum
og systkinunum öllum.
Þórey Jónsdóttir.
fjögur sumur var hann við síldveið-
ar.
Eftir að Guðmundur eignaðist
fjölskyldu vann hann í landi, heima
á Hofsósi á sumrin, en nokkra vet-
ur sótti hann vinnu syðra, á Kefla-
víkurflugvelli og hjá Geir í Eskihlíð.
Um og upp úr árinu 1950 fór Guð-
mundur að vinna við húsbyggingar,
bæði trésmíðar og múverk, og áttu
þessi störf eftir að verða hans
starfsvettvangur í þijá áratugi.
Lengi unnu þeir saman Guðmundur
og Gunnar Stefánsson smiður. Þeir
byggðu fjölmörg hús á Hofsósi,
m.a. félagsheimilið og bamaskól-
ann og í nálægum sveitum byggðu
þeir líka. Oft mun vinnudagur hafa
verið langur og ekki hugsað um
hvort klukkan væri þetta eða hitt,
vinnan gekk fyrir. Og þegar ekki
vannst tími til að fara í mat, þá
var gjarnan send lítil stúlka eða lít-
ill strákur heiman frá Birkihlíð með
matarbita til pabba.
Starfsævi sinni lauk Guðmundur
á Sauðárkróki, þar vann hann um
tíma hjá byggingarfyrirtækinu
Hlyn og síðast vann hann hjá Kaup-
félagi Skagfírðinga við plastgerð
o.fl.
30. desember 1945 kvæntist
Guðmundur eftirlifandi konu sinni,
Stefaníu Jónsdóttur frá Nesi í
Flókadal. Eignuðust þau sjö börn.
Elstur er Sigmundur bankaútibús-
stjóri, kvæntur Amalíu Sigurðar-
dóttur, Steinunn Anna verslunar-
maður, gift Ragnari Inga Tómas-
syni, Jón trésmiður, giftur Margréti
Guðmundsdóttur, Björgvin rafvirki,
kvæntur Margréti Pétursdóttur,
Guðmundur Örn framleiðslustjóri,
hans kona er Erna'Baldursdóttir,
Steinn starfsmaður hjá Landsvirkj-
un, giftur Guðrúnu Gunnarsdóttur,
og yngst er Hólmfríður sjúkraliði,
Hinn 27. júní dó ástkær amma
okkar, Ásthildur Ása Jónsdóttir. Þó
að flest okkar vissu að hveiju
stefndi, þá kemur þetta samt sem
reiðarslag. Við getum ekki lýst
hversu mikið við höfum misst, því
að fyrir okkur var elsku amma okk-
ar ómetanleg. Við reynum þó að
hugga okkur við það að nú líður
henni vel og þarf ekki að þjást
meira. Og nú lítum við á hana sem
engilinn okkar á himnum hjá Guði.
Og þegar eitthvað bjátar á eða þeg-
ar hlutimir ganga vel 'getum við
beðið til hennar og treyst henni
fyrir vandamálum okkar eða sam-
glaðst með henni. Og“dag einn þeg-
ar við deyjum hittumst við öll í
himnaríki og þá verða góðir endur-
fundir. Við vitum að hún saknar
okkar jafnmikið og við söknum
hennar. Þó að hún sé farin þá höf-
um við þó allar þesar yndislegu
minningar eftir og þær geymum
við hjá okkur og þeim munum við
deila með okkar börnum. Alla sína
ævi umvafði amma okkur öll í ást
sinni og umhyggju sem kom beint
frá hjarta hennar.
Við biðjum góðan Guð að hugsa
mjög vel um elsku ömmu okkar og
vitum að hann gerir sér grein fyrir
því að hann hefur hreinan demant
í höndum sér.
Elsku ömmu þökkum við minnn-
ingarnar og allt það sem hún gerði
fyrir okkur.
Guðfinnur, Bjarney, Gunnar,
Rúnar, Atli og Ásta.
í dag kveðjum við hjónin elsku-
lega systur og mágkonu. Okkur er
bæði ljúft og skylt að minnast henn-
ar með nokkrum orðum. Ásta ólst
upp hjá ömmu okkar fram undir
fermingu, en þá lést amma og Ásta
kom heim.
Við komum úr stórum systkina-
hópi þar sem ríkti mikil samheldni.
í þá daga var ekki hægt að stytta
sér stundir við að horfa á sjónvarp.
Það voru eftirminnileg kvöldin þeg-
ar Ásta tók sér gítar í hönd og við
systurnar röðuðum okkur í kringum
sem er gift Friðrik Jónssyni.
Barnabörn Guðmundar og Stef-
aníu eru tuttugu og barnabörn tvö.
Annað þeirra, lítill drengur, fæddist
tveimur dögum eftir lát langafa
síns.
Guðmundur byggði sér hús á
Hofsósi, sem þau hjónin nefndu
Birkihlíð. Fluttust þau inn 1948.
Þar átti fjölskyldan skjól í þijátíu
og eitt ár og saman ófu þau hjónin
í Birkihlið þau íjölskyldubönd, sem
í dag eru svo sterk og mikils virði.
Árið 1979 fluttust Stefanía og Guð-
mundur til Sauðárkróks og hafa
lengst af búið á Hólavegi 8. Heim-
ili þeirra hjóna hefur ávallt fylgt
rausn og hlýja.
Framan af ævi voru frístundir
Guðmundar fáar, fjölskyldan stór
og erfitt í ári. Bát átti hann þó jafn-
an og naut þess að fara á sjó,
gæfust til þess stundir. Og oftar
en ekki kom hann að landi með fisk
eða fugl í soðið. Bíl eignaðist hann
seint á sjöunda áratugnum og fór
þá lítillega að gefa sér tíma til
ferðalaga um landið.
Gaman þótti Guðmundi að grípa
í spil með félögum sínum á vetrar-
kvöldum og í nokkur á var hann
félagi í Lionsklúbbnum Höfða.
Guðmundur sóttist aldrei eftir
metorðum, en hann vék sér ekki
undan þátttöku í málefnum er hann
taldi verða til framdráttar heima-
byggð sinni. Hann sat í hreppsnefnd
Hofsóshrepps í mörg ár og tók þátt
í fleiri störfum á vegum sveitarfé-
lagsins.
Guðmundur var hógvær maður,
sem lítt flíkaði tilfínningum sínum.
Traustur og réttsýnn reyndist hann
fjölskyldu sinni og góður uppal-
andi. Ákveðnar skoðanir hafði hann
um flest, en viðraði þær ekki nema
hann teldi fulla ástæðu til. Okkur
hana og þá var spilað og sungið,
þá voru kvöldin fljót að líða, enda
kátt á hjalla.
Ásta átti til mikla kátínu og allt-
af var líf og fjör þar sem hún var
nálægt. En vegir guðs eru órann-
sakanlegir. Þegar hún var ung að
árum fór að verða vart við þann
sjúkdóm hjá henni, sem við menn-
imir eigum erfítt með að skilja og
læknavísindin beijast við, en manni
fínst stundum miða hægt. Hún
barðist strangri baráttu við þennan
sjúkdóm og það var ekki hægt ann-
að en að dást að henni, hvað hún
var alltaf ljúf og elskuleg hvernig
sem henni leið. Við hjónin fluttumst
í nágrenni við heimili hennar fyrir
ellefu árum og það má segja að ég
hafi komið daglega á heimili hennar
þessi ár. Mikið var gott að koma
þar við þegar ég átti leið og fá sér
kaffí og rabba saman. Um tíma
stunduðu mennirnir okkar trilluút-
gerð samtímis og styrktist samband
okkar einnig mikið við það.
Ásta eignaðist dóttur árið 1958,
og var hún skírð Dagfríður eftir
ömmu okkar, og var alltaf einstak-
lega gott samband milli þeirra
mæðgna, enda studdi Dæja mömmu
sína vel. Ásta giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum árið 1961 ogeignuð-
ust þau fjögur yndisleg böm sam-
an. Það er ekiri hægt annað en
bera virðingu fyrir Gunnari og börn-
um þeirra fyrir hvað þau stóðu öll
vel saman og reyndu að létta Ástu
lífíð á allan hátt.
Við erum viss um að þér líður
vel þar sem þú ert núna, og viljum
við þakka þér fýrir allar góðu stund-
imar sem við áttum saman.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Við vottum Gunnari og börnum
dýpstu samúð okkar. Guð geymi
ykkur
tengdabörnum sínum tók hann
einkar vel og var vinur okkar, og
bamabörnum sínum tók hann eink-
ar vel og var vinur okkar, og barna-
börnum var hann góður afí. Hann
er einn hinn besti drengur, sem ég
hef kynnst. Fyrir þetta allt vil ég
þakka og gott verður að minnast
hans.
Guðmundur átti við vanheilsu að
stríða síðustu æviár sín og naut þá
umönnunar og ástríkis konu sinnar.
Ég bið guð að styrkja hana, afkom-
endur hennar og Sigvalda bróður
Guðmundar er býr á Dvalarheimil-
inu á Sauðárkróki.
Ragnar Ingi Tómasson.
Nú er hann elsku Mundi afí dá-
inn. Guð tók hann til sín og þar
líður honum vel. Hann var alltaf
svo veikur, en samt brosti hann og
klappaði á kollinn á okkur þegar
við komum til hans og svo gaf hann
okkur alltaf af rauðu og hvítu mol-
unum sínum, sem hann geymdi
uppi í skápnum hennar ömmu. En
nú er hann hjá englunum og Jesú
og brosir til okkar þaðan.
Jesú er besti vinur barnanna og
nú er hann besti vinur hans afa líka.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftamjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
sem enginn í vöku sér.
(Davíð Stefánsson)
Guð geymi þig, elsku afi, og
þakka þér fyrir okkur.
Stefán og Ragnhildur.
í dag er til moldar borin frá
Keflavíkurkirkju ástkær systir og
mágkona, Ásthildur Ása Jónsdóttir,
én hún andaðist í Borgarspítalanum
hinn 27. júní sl. eftir erfiða sjúk-
dómslegu. Hún er sú fyrsta úr hópi
okkar systkinanna níu sem kveður
þetta líf, ef frá er talinn bróðir sem
aðeins náði 14 daga aldri. Það sting-
ur að sjálfsögðu í hjarta þegar kona
á besta aldri er á brott kölluð. Hins
vegar er aldur ávallt afstætt hugtak
og þá ekki síst þegar veikindi eru
annars vegar, en þannig var því
farið með okkar elskulegu systur
að hún þurfti meira og minna að
beijast við veikindi sl. 20 ár. Þó var
síðasta árið henni einkar erfítt, því
að þá fóru kraftar hennar dvínandi
og sjúkdómurinn að ágerast. En
jafnan voru uppstyttur á milli og
þá ljómaði hún Ásta líkt og aldrei
fýrr, jafnan með spaugsyrði á vör-
um og glettni í augum, því að það
var henni eðlislægt allt frá barn-
æsku.
Ásthildur var fædd í Reykjavík
23. júlí 1936 og var hún þriðja
barn hjónanna Jóns Indriða Hall-
dórssonar og Geirnýjar Tómasdótt-
ur. Jón lést árið 1989, en Geirný
sem dvelst á sjúkradeild Hrafnistu
í Reykjavík liflr dóttur sína.
Þriggja ári að aldri fer Ásthildur
í fóstur til föðurömmu sinnar, Dag-
fríðar, og dvelst hjá henni til þrett-
án ára aldurs, en þá lést amma.
Meðan Ásta dvaldi hjá Dagfríði
ömmu mynduðust sterk tryggða-
bönd milli hennar og Halldórs föð-
urbróður okkar og konu hans, Fan-
neyjar, og bama þeirra, Benedikts
og Dágfríðar, en þau bjuggu í sama
húsi og amma. Enda þótt Ásta
væri hjá ömmu öll þessi ár rofnuðu
aldrei tengslin við systkinahópinn
því að árið 1944 fluttumst við í
næsta nágrenni við ömmu í Klepps-
holtinu og þá varð Ásta að sjálf-
sögðu daglegur gestur heima í
Laufholti. Eftir lát ömmu flyst Ásta
aftur heim í föðurhús og dvelst þar
fram yfír tvítugt.
Það sem einkenndi Ástu í augum
okkar systkinanna var hennar frá-
bæra geðslag, þar sem saman fóru
kímnigáfa, glettni og á stundum
svolítill prakkaraskapur, sem þó var
þannig að hann særði aldrei, en
vakti jafnan hlátur og gleði. Slíkar
minningar er gott að eiga því að
þær ylja um hjartarætur á erfiðum
stundum. Á þessum árum byijaði
Ásta að vinna í sælgætisgerðinni
Víkingi, en þar vann hún í allmörg
ár. Það varð síst til að draga úr
vinsældum Ástu því að oft var sæl-
gætismolum vikið að biðjandi munni
og skrítið var hvað páskaeggin
stækkuðu við það eitt að hún vann
þar og jafnan var nafnið manns á
viðkomandi páskaeggi skrifað með
súkkulaðistöfum. Þá var hátíð í bæ
því að á þessum árum var sælgæti
munaður.
Liðlega tvítug flyst Ásta úr föð-
urhúsum og fer að leigja hjá föður-
systur sinni, Guðrúnu, og manni
hennar, Brandi Búasyni. Við þau
hjón og dóttur þeirra, Guðrúnu
Ásu, batt Ásta síðan ævilanga
tryggð sem hvergi bar skugga á
meðan þau hjónan lifðu. Meðan
Ásta var til húsa hjá þeim hjónum
eignaðist hún dótturina Dagfríði
Guðrúnu, sannkallaðan sólargeisla
jafnt vinum sem vandamönnum.
Á haustdögum árið 1960 kynnt-
ist Ásta þeim manni sem átti eftir
að verða hennar lífsförunautur í
Hafdís og Karl.
blíðu og stríðu, en það var Gunnar
Líkafrónsson, ættaður úr Grunna-
vík í Jökulfjörðum. Þar eignaðist
Ásta það hald og það traust sem
reyndist henni ómetanlegt í gegnum
tveggja áratuga veikindi, því að þær
eru sterkar hinar vestfírsku stoðir
og bogna hvergi þá er á reynir.
Á annan dag jóla 1961 ganga
þau Ásta og Gunnar í hjónaband
og hófu búskap í sama húsi og
móðir Gunnars í Kópavoginum.
Einnig bjuggu þau í Reykjavík og
á Seltjarnarnesi. Ári 1966 flytjast
þau síðan til Keflavíkur og bjuggu
þar æ síðan og frá 1969 á Hring-
braut 128. Á heimili þeirra í Kefla-
vík dvaldist langdvölum Bjamey,
móðir Gunnars, við hið besta atlæti
og hlýju og sýndi það vel hjartalag
þeirra hjóna.
Ásta og Gunnar áttu sérstöku
bamaláni að fagna, en saman eign-
uðust þau fjögur börn auk dóttur-
innar sem Ásta átti fyrir og Gunnar
tók sem sitt barn án skilyrða. Börn
þessi eru: Dagfríður Guðrún, fædd
1958, gift Sigurvin Breiðfyörð Guð-
fínnssyni og eiga þau tvo syni;
Dóra Fanney, fædd 1962, í sambúð
með Annel J. Þorkelssyni og eiga
þau þrjú börn; Sigurlaug Kristjana,
fædd 1965, í sambúð með Daníel
Guðjónssyni og á hún eina dóttur;
Gunnar Þór, fæddur 1966, býr í
foreldrahúsum; Sævar Jósep, fædd-
ur 1972, í sambúð með Hólmfríði
Jónsdóttur. Barnabömin era nú 6
að tölu og það sjöunda rétt ófætt.
Vom þau öll ömmu og afa sannkall-
aðir sólargeislar sem ávallt veittu
birtu og yl.
Það sem öðm fremur einkenndi
íjölskyldu þessa var ást þeirra og
umhyggja fyrir velferð Ástu. Datt
manni þá oft í hug það sem ritað
er um kærleikann í fyrra Korintu-
bréfí, 13, í hinni helgu bók. Ekki
leið sá dagur að eitthvert barn-
anna, tengdabarnanna eða bama-
bamanna, eitt eða fleirri helgaði
ömmu eða mömmu ekki einhvern
hluta dagsins, ávallt reiðubúin til
að hjálpa. Slík samheldni sem þar
sást var með ólíkindum og öðmm
til eftirbreytni, ekki skal gleyma
þætti eiginmannsins sem ávallt fór
i fararbroddi heill og sannur.
Á þessa samheldni, nærgætni og
hlýju reyndi sérstaklega hinar tvær
síðustu vikur í lífí Ásthildar er hún
lá fársjúk á gjörgæsludeild Borgar-
spítalans. Þá stóð Gunnar sem
klettur við sjúkrabeð konu sinnar
dag hvern. Er sýnt þótti að hveiju
dró var Ásta flutt á einbýli og síð-
asta sólarhringinn var hún umvafin
kærleika, ást og nærgætni eigin-
manns, barna og tengdabarna sem
hvergi viku af verðinum uns yfir
lauk. Þannig lauk okkar kæra syst-
ir hérvist sinni umhvafin hlýju og
kærleik sinna nánustu. Við sem
næst þessum hópi stöndum eru full
aðdáunar og þakklætis fyrir um-
hyggju þeirra og segjum að slíkt
hjartlag sé gott að geyma í minn-
ingunni.
Nú þegar að leiðarlokum er kom-
ið viljum við systkinin og tengda-
systkinin þakka okkar elskulegu
systur samfýlgdina og þær gleði-
stundir sem við áttum saman í föð-
urhúsum og ávallt síðan, þær minn-
ingar lýsa nú sem perlur og verka
sem smyrsl á sársauka viðskilnað-
arins. Við erum þess fullviss að
Ásta systir hefur verið leidd inn í
ríki ljóssins, þar sem veikindi og
þjáning hafa verið frá henni tekin.
Því leyfum við okkur að gera eftir-
farandi brot úr sálmi Hallgríms
Péturssonar að okkar hinstu kveðju:
Nú ert þú leidd mín ljúfa
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvfld að hafa
hörmunga og rauna fri.
Við biðjum algóðan Guð að veita
eiginmanni, bömum, tengdabörn-
um og barnabörnum styrk í þeirra
miklu sorg. Ykkar missir er mikill,
en minningin um góða eiginkonu,
móður, tengdamóður og ömmu, er
sú stjama sem áfram vísar veginn
f anda þess sem öll vor ráð hefúr
í hendi sér. Megi góður Guð varð-
veita ykkur öll.
Þess biðja
systkini, mágar og mágkona