Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993
Minning
Þórhallur Bjöm
Siguijónsson
Fæddur 10. apríl 1909
Dáinn 27. júní 1993
Jæja, þá er komið að því að kveðja
blessaðan karlinn hann afa. Fyrstu
minningar mínar um afa eru þegar
við fjölskyldan fluttumst upp á Aust-
urveg, við hliðina á ömmu og afa.
Þar var ýmislegt brallað. Ég, sem
þá hef verið u.þ.b. 7-8 ára, gat
hangið tímunum saman úti á smíða-
verkstæði hjá afa og fékk þá oftar
en ekki að búa til alls konar hentuga
hluti í barbie-húsið eða búið, með
aðstoð hans. Það var alltaf svo mik-
ið að gerast í kringum afa, hann
smíðaði t.d. lítið hús í garðinum sem
við krakkamir nefndum „smíðakof-
ann“. Þar máttum við leika okkur,
en þó með einu skilyrði, afi notaði
húsið fyrir geymslu undir garðáhöld-
in og þau máttum við ekki snerta,
sem var skiljanlegt þar sem um var
að ræða orf og ljá o.þ.h. Einnig bjó
afí til baðhús með heitum potti og
sauna, en hugmyndina hafði hann
fengið í Finnlandi þar sem við dvöld-
um í dálítinn tíma sumarið 1980.
Það var nú algjör fjársjóður að fá
að leika sér þar inni, skella dúkkun-
um í bað og þar fram eftir götunum.
Á haustin var heldur betur mikið
að gera því að afi og amma voru
með stóran kartöflugarð á lóðinni
hjá sér og var mikil vinna að taka
upp, skola, þurrka o.s.frv. og þá
fékk maður að vera með og þvælast
fyrir.
Afi var ákveðinn og afar hreinskil-
inn, þ.e.a.s. hann sagði stundum það
sem hinir þorðu aðeins að hugsa
með sjálfum sér. Ég gleymi því t.d.
aldrei þegar hann tilkynnti mér að
ég væri alveg hræðilega laglaus. Þá
hét ég því að ég skyldi aldrei syngja
framar, en hann fékk mig nú fljótt
ofan af því með glaðværðinni og
hressileikanum sem ávallt fylgdi
honum.
Já, það er margs að minnast og
nú þegar komið er að kveðjustund
eru það minningamar, sem ylja
manni um hjartarætumar. Liðnar
stundir koma ekki aftur, en minning-
ar á maður þó út af fyrir sig. Eg
er mjög þakklát fyrir að hafa náð
svona vel til afa. í þeim samskiptum
var ekki um neitt kynslóðabil að
ræða.
Með þökk fyrir samveruna sem
veitti mér svo margt.
Aðalbjörg.
Að kvöldi sunnudagsins 27. júní
1993 lést á heimili sínu í Grindavík
afi okkar, Þórhallur Bjöm Siguijóns-
son smiður frá Þórshöfn á Langa-
nesi. Okkur systkinin Iangar til að
minnast hans fáum orðum.
Afi var einstakur og engum líkur,
höfðinglegur í fasi og lund. Hann
stendur okkur fyrir hugskotssjónum
glæsilegur á velli, með glettnisg-
lampa í augum og hnyttin tilsvör á
vömm.
Lífshlaup afa var farsælt, þótt
skipst hafi á skin og skúrir eins og
gengur á langri ævi. Hann átti því
láni að fagna að ganga að eiga ömmu
okkar, Aðalbjörgu Þorvaldsdóttur frá
Skálum á Langanesi, í nóvember
1933 og áttu þau samleið um sextíu
ára skeið. Þau hófu búskap á Þórs-
höfn, þar sem afí starfrækti jám-
og trésmíðaverkstæði, en um miðbik
aldarinnar fluttust þau búferlum suð-
ur á land og bjuggu lengst af í
Grindavík.
Á heimili afa og ömmu var ávallt
margt um manninn og öllum fagnað
af einstökum rausnarskap. Þar var
oft glatt á hjalla og afí ævinlega
hrókur alls fagnaðar, enda hafði
hann mikla ánægju af samfundum
ættingja og vina.
Smáfólkið var sérstaklega velkom-
ið og lögðu barnabömin tuttugu oft
leið sína á Austurveginn í spjall og
veitingar hjá ömmu og á smíðaverk-
stæðið til afa þar sem mörglistaverk-
in litu dagsins ljós unnin af stórum
hug og litlum höndum. Þá var margt
skrafað og hlegið, sagðar sögur og
tekið í spil og litlu manneskjumar
iðulega leystar út með gjöfum.
Afí var vel gefínn maður, bók-
hneigður og ljóðelskur. Hann hafði
yndi af líflegum samræðum, var
heimspekilegur í hugsun og trúði á
hið góða í tilverunni. Hann bjó yfír
einstakri kímnigáfu og næmleika
fyrir því skoplega í hversdagsleikan-
um. I kringum afa var ávallt gleði
og þannig munum við minnast hans.
Verk afa á lífsleiðinni bera hans
góðu eiginleikum vitni og því vitum
við að vel verður tekið á móti honum
í nýjum heimkynnum.
Við systkinin kveðjum elsku afa
okkar með ást og þakklæti fyrir
góðar stundir og velgjörð allra og
biðjum algóðan Guð að styrkja ömmu
okkar á skilnaðarstund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé Iof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elizabeth, Fanney,
Dagný og Finnbogi.
Mig langar til að minnast með
örfáum orðum móðurbróður míns,
Þórhalls Siguijónssonar, sem lést 27.
júní sl.
Þegar ég hugsa um liðna tíð kem-
ur svo margt í hugann, sem ég vildi
segja frá og þakka fyrir.
Ég kynntist Þórhalli þegar ég kom
á heimili hans og eiginkonu hans,
Aðalbjargar Þorvaldsdóttur, eftir lát
móður minnar langt fyrir aldur fram.
Þá vorum við systur enn á bams-
aldri. Okkur var tekið þar opnum
örmum á heimili þeirra og var það
líkt og að koma heim.
Lífsgleði Þórhalls var viðbrugðið
enda var hann virtur og dáður af
þeim sem umgengust hann.
I huga mínum og systra minna
mun gæska hans og alúð lifa. Enginn
reyndist okkur betur á erfiðum tím-
um.
Elsku Bogga og fjölskylda, megi
guð styrkja ykkur og styðja á þess-
ari sorgarstund.
Vér sjáum, hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf
og lyftir í eilífan aldingarð
því öllu, sem Drottin gaf.
(Matth. Jochumsson.)
Guð blessi minningu Þórhalls Sig-
uijónssonar.
Heiða Jóhannsdóttir.
í dag verður til moldar borinn frá
Grindavíkurkirkju Þórhallur Bjöm
Siguijónsson trésmiður, en hann dó
á heimili sínu hinn 27. júní síðastlið-
inn. Þórhallur var fæddur á Akur-
eyri 10. apríl 1909, sonur hjónanna
Indíönu Sigríðar Einarsdóttur og
Siguijóns Bjömssonar húsasmiðs.
Þau bjuggu fyrst á Hjalteyri, en síð-
ar á Siglufirði. Börn þeirra vom átta
talsins og eru þau nú öll látin.
Vorið 1924 kemur Þórhallur norð-
ur á Þórshöfn og fer í vist til Jó-
hanns Gunnlaugssonar og konu
hans, Önnu. Frá Þórshöfn liggur leið-
in í Hallgilsstaði til Halldórs Bene-
diktssonar og Halldóru Hjartardótt-
ur. Þama hefjast afskipti hans af
leiklist, sem var snar þáttur í lífi
hans næstu árin.
Um 1931 fer Þórhallur í Syðra-
Lón, þar sem hann kynntist eftirlif-
andi konu sinni, Aðalbjörgu Þor-
valdsdóttur frá Skálum á Langanesi.
Þau gengu í hjónaband 10. nóvember
1933 og hófu sinn búskap í Heiðar-
höfn, en fluttust fljótlega til Þórs-
hafnar. Þar hóf Þórhallur smíðavinnu
og rak um árabil trésmiðju og jám-
smiðju eða til ársins 1948, er þau
hjón fluttust suður með börnin sín
fímm og fór Þórhallur að vinna á
verkstæðinu Akri 'við húsgagna-
smíði. Einnig vann hann í Öndvegi
við bólstrun húsgagna. Þegar vinnu
lauk í Öndvegi stofnaði hann sitt
eigið verkstæði í Kópavogi. Síðar rak
hann trésmíða- og bólstrunarverk-
stæði í Grindavík.
Þórhallur var vinamargur og vildi
allra. götu greiða eftir mætti.
Hér hefur verið stiklað á stóm um
langan æviveg. Margt fleira mætti
segja um dugnað hans og áræðni en
hér verður staðar numið.
Guð þakki þér samfylgdina. Hvíldu
í friði.
Eftirlifandi konu, börnum, tengda-
bömum og bamabömum votta ég
mína dýpstu samúð.
Ivar Þórhallsson.
Þegar okkur barst fregnin af and-
láti Þórhalls frænda okkar, fylltist
hugurinn af innilegu þakklæti til
þessa öðlingsmanns.
Hugurinn hvarflar til bemsku-
minninganna, þegar við litum hann
og fyölskyldu hans fyrst augum. Þau
hjónin vom að flytjast til höfuðborg-
arinnar frá Þórshöfn á Langanesi
með allan bamahópinn sinn. Hann
fyllti út í dymar á Rauðarárstígnum
og litla íbúðin okkar fylltist af krökk-
um. Þvílík hamingja að fá alla þessa
krakka 1 heimsókn. Við fengum að
fara út á róló ein með þessum ókunn-
ugu frænkum og frændum. Við
systkinin horfðum agndofa á, hvem-
ig sveitakrakkarnir víluðu ekki fyrir
sér að klifra yfír girðinguna til að
komast sem fyrst inn á svæðið. Því-
líkt frjálsræði og gáski.
Þessi fjölskylda átti eftir að tengj-
ast okkur órofa vináttuböndum. Að
fá að gista hjá Þórhalli frænda og
Boggu í Silfurtúninu vom hátíðar-
dagar fyrir okkur systkinin.
I nágrenninu stóðu galtómu
minkabúrin og buðu upp á gáska-
fulla leiki og annasama daga fyrir
okkur krakkana. Hjá Boggu var
ávallt veisla í mat og drykk. Og oft
kappborðað, því að lystin var mikil.
Gamlárskvöldin með þessari fjöl-
skyldu em okkur ógleymanleg. Og
sífellt ánægjulegt umræðuefni.
Hjá þeim mættust fyölskyldumar.
Þórhallur frændi stóð fyrir skemmti-
atriðum, skemmti sjálfur með leik
eða lestri og gerði okkur krakkana
virka þátttakendur í veislugleðinni.
Þá má ekki gleyma að minnast á
áramótabrennumar, sem íjölskyldan
stóð fyrir í Silfurtúninu.
Við minnumst mað þakklæti og
virðingu allra heimasmíðuðu jóla-
gjafanna til okkar systkinanna,
dúkkuhússins, vömbílsins, tré-
taskanna, sem við áttum að hafa
undir dótið, þegar við kæmum til
þeirra í heimsókn, bólstruðu dúkku-
stólanna og trépúltsins, sem geymdi
dýrgripi og leyndardóma barns- og
unglingsáranna. Umhyggja hans og
næmi á bamssálina var einstakt.
Svo tengd voram við, að ferming-
arveisla Dagnýjar og Þóreyjar var
haldin sameiginlega með hljóðfæra-
slætti og dansi.
Þessi öðlingshjón, Þórhallur og
Bogga, em svo samofin minningu
uppvaxtaráranna, að vart er hægt
að minnast annars nema geta þeirra
beggja.
Þórhallur frændi var glæsilegur
maður og völundarsmiður. Ávallt
glaður og hress og einlægur bama-
vinur.
Foreldrar Þórhalls vom hjónin
Indíana Sigríður Einarsdóttir,
ömmusystir okkar, og Siguijón
Björnsson. Þau hófu sinn búskap á
Hjalteyri við Eyjaíjörð, en bjuggu
lengst af á Siglufirði. Þórhallur
kvæntist 10. nóvember 1933 eftirlif-
andi konu sinni Aðalbjörgu Þorvalds-
dóttur. Þau kynntust á Syðra-Lóni
við Þórshöfn. Hófu þau sinn búskap
á Þórshöfn. Þeim varð sex bama
auðið og komust fímm þeirra á legg.
Elstur er ívar, kvæntur Lovísu
Sveinsdóttur og eiga þau fímm böm;
Indíana, gift Páli Halldórssyni og
eiga þau þijú böm; Hallbjörg og á
hún fjögur böm; Siguijón, kvæntur
Helgu Ingólfsdóttur og eiga þau fjög-
ur böm; Dagný og á hún fjögur böm.
Árið 1948 fluttist fjölskyldan í Silf-
urtún í Garðabæ. En 1963 fluttust
þau til Grindavíkur.
Við vottum eiginkonu Þórhalls,
Aðalbjörgu (Boggu) og ástvinum
hennar öllum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Minningin lifir um góðan dreng.
Blessuð sé minning hans.
Sigtryggur Rósmar, Þórey og
Hildur Guðrún.
Mig langar að rita fáeinar línur
um hann afa minn, sem lést á heim-
ili sínu hinn 27. júní.
Hann afí hét fullu nafni Þórhallur
Björn Siguijónsson og starfaði sem
bólstrari og smiður í seinni tíð. Hann
var giftur Aðalbjörgu Þorvaldsdóttur
og bjuggu þau í Grindavík þegar ég
fór að muna eftir mér. Hann afí var
mjög sérstakur karl sem maður gat
trúað fyrir ýmsum vandamálum
unglingsáranna þegar mikið var
hugsað og ýmis strákapör framin
(sem litu ekki vel út í augum foreldr-
anna).
Ég átti því láni að fagna að for-
eldrar mínir fluttust í húsið við hlið-
ina á afa og ömmu þegar ég var
15-16 ára og var því heimili þeirra
mitt annað heimili og naut maður
góðs af. Ef matur heima í foreldra-
húsi var manni ekki að skapi gat
maður t.d. farið yfir til þeirra og
snætt með þeim það sem mann lang-
aði í það skiptið. Eins vom margar
stundirnar sem maður eyddi úti á
verkstæði með afa við ýmsa iðju, og
komu fyrstu vasapeningarnir sem
maður vann sér inn sjálfur, fyrir að
laga til þar.
Afí var mikill vinur minn og sagði
því það sem honum datt í hug. Enda
var hann ákveðinn og óhræddur að
skjóta á mann í gríni og alvöru og
spyija mann spuminga um hvort
maður væri farinn að smakka það
og reykja og sambandið við hitt kyn-
ið. Þessu svaraði maður eins og ekk-
ert væri því að þetta var hánn afí
og honum gat maður treyst.
Það er skrýtið og sárt að missa
ástvini því að einhvern veginn gerir
maður sér ekki grein fyrir því að
enginn er eilífur og allir sem lifa
þeir deyja í lokin. Þetta er gangur
Iífsins sem maður sættir sig seint við.
Stefán.
Nú er hann elsku afi okkar búinn
að kveðja þennan heim og langar
okkur systkinin að minnast hans með
nokkmm orðum.
Margs er að minnast þegar hugsað
er til baka, en árin sem við bjuggum
á Austurveginum við hliðina á ömmu
og afa verða ávallt sérlega minnis-
stæð. Á þessum ámm rak afí smíða-
verkstæði í bílskúmum hjá sér. Það
var mikið smíðað og byggt hjá ung-
um krökkum í þá daga og kom það
sér vel að eiga afa sem rak smíða-
verkstæði, enda notfærðum við
systkinin og krakkamir í hverfínu
okkur það óspart.
Afí var mjög lífsglaður maður og
var alltaf léttur og kátur og fengum
við systkinin óspart að njóta þess.
Þegar við vomm ung og áttum það
til að gera prakkarastrik þá skamm-
aði afí okkur aldrei heldur talaði allt-
af við okkur í góðu.
Fyrir nokkmm ámm fluttumst við
í annað húsnæði. Marga daga kom
afi labbandi til okkar í heimsókn og
vora þá sagðar sögur frá gamla tím-
anum og höfðum við álltaf jafn gam-
an af því þó að sumar sögurnar
heyrðum við oftar en hinar.
Minninguna um góðan og hlýjan
afa munum við ávallt geyma í hjört-
um okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð..
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, megi Guð styðja þig
og styrkja á þessari erfíðu stundu
og við systkinin sendum þér okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Þórhallur, Anna Þórunn,
Guðmundur og Atli.
fóm þeir ekki framhjá þeim hjónum.
Fyrir hjónaband dvaldist Guðný
um skeið í Reykjavík og lærði þar
fatasaum og stundaði að nokkm síð-
ar. Kom þetta sér vel og urðu marg-
ir til að leita til hennar í þeim efn-
um, því að hún var bæði vandvirk
og útsjónarsöm. Faðir Guðnýjar var
ömmubróðir minn og fór því ekki á
milli mála að kynni okkar voru mik-
il. Pétur var dugnaðarforkur til vinnu
og skapgóður maður og gamansamur
og þótti okkur börnunum gaman og
gott að vera í návist hans. Guðný
erfði þessa kosti föður síns í ríkum
mæli og eins var hún trygg og traust.
Mamma og hún áttu mikil samskipti.
Ég á Guðnýju margt upp að unna.
Þær voru ekki fáar ferðirnar okkar
til hennar og geymast í þakklátum
hjörtum. Þetta vil ég að komi nú
fram þegar lífi hennar hér á okkar
jörð er lokið. Um leið og ég þakka
allt og blessa minningu herinar bið
ég henni allrar blessunar á nýjum
vettvangi. Já, guð blessi minningu
hennar. Árni Helgason.
Guðný Pétursdóttir,
Eskifirði — Minning
Utför Guðnýjar Pétursdóttur fer
fram frá Eskifjarðarkirkju í dag,
laugardaginn 3. þ.m. Hún varð tæpra
102 ára og hafði unnið sín verk
dyggilega um árin. Guðný var fædd
á Þuríðarstöðum, bæ efst á Fagradal
á Héraði, 4. nóvember 1891. Foreldr-
ar hennar voru Anna Jónsdóttir frá
Borg í Skriðdal og Pétur Sigurðsson,
lengi póstur milli Hornafjarðar og
Austfjarða, fæddur að Tunguhaga á
Völlum. Systkini Guðnýjar voru Arni,
sem lengi var skipstjóri og útgerðar-
maður og síðar trésmíðameistari í
Reykjavík, og Jarþrúður húsfreyja í
Voðmúlastaðahjáleigu í Rangár-
þingi. Móður sína missti Guðný
snemma og fylgdi síðan föður sínum
uns hún stofnaði eigið heimili með
Guðna Jónssyni trésmíðameistara og
bjuggu þau á Eskifirði. Foreldrar
Guðna vom hjónin Guðný Guðnadótt-
ir og Jón Gíslason, en hann var lengi
póstur á sömu leið og Pétur. Börn
Guðnýjar og Guðna vom fjögur,
Hjalti sem var iðnaðarmaður eins og
faðir hans, organisti og stjórnandi
karlakórsins Glaðs; Vilberg, ljós-
myndari á Eskifírði; Guðni Þór, einn-
ig tónlistarmaður; og Steinunn hús-
freyja.
Guðni var frábærlega músíkelskur
maður og lék mikið á hljóðfæri, góð-
ur söngmaður og söng í karlakórum
og kvartettum og var því á heimili
þeirra mikið um söng og hljóðfæra-
slátt. Og þar var oft glatt á hjalla
og em margar góðar minningar mín-
ar frá þeim dögum. Erfiðleikatímar
voru margir á ferli manna þá og