Morgunblaðið - 03.07.1993, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JULI 1993
31
Minning
Torfhildur Jósefs-
dóttir frá Torfufelli
Fædd 6. ágúst 1925 .
Dáin 25. júní 1993
Lítill snáði í heimsókn hjá ömmu
og afa á Hrafnagili. Skemmtilegur
dagur að kvöldi kominn; mjúk dýna,
hlý sæng. Amma Hilla komin inn í
herbergið til að biðja með mér bæn-
irnar og bjóða góða nótt. Áður en
hún fer gerir hún. krossmark yfir
mér og muldrar: „í nafni guðsföð-
ur, sonar og heilagsanda.“ Þetta
gerði hún í hvert skipti sem ég gisti
á Hrafnagili og í hvert skipti velti
ég því fyrir mér hvernig sandar
þeir væru þessir heilagsandar.
Ljúf minning. Rétt eins og allar
þær æskuminningar sem ég geymi
um ömmu Hillu. Nú þegar hún er
farin tek ég eftir hversu sttjálar þær
gerðust með árunum. Eflaust skipti
þar máli að ég fluttist á brott úr
Eyjafirði, kannski spilaði inn í að
lítill snáði varð að stórum strák sem
þóttist vera fullorðinn maður og
taldi sig hafa þarfari hluti að gera
en rækta sambandið við ömmu sína.
Nú veit ég að fátt veitti ömmu
meiri ánægju en það að fylgjast
með barnabömum sínum, ég veit
að ég hefði getað verið duglegri að
láta hana heyra í mér, en ég veit
líka hversu auðvelt er að vera vitur
eftir á. Eg get vonað að ég eigi
eftir að hitta ömmu mína aftur að
loknu þessu jarðlífi. Ég get reynt
að rækta betur tengslin við mína
nánustu, ég get hlúð að þeim minn-
ingum sem ég geymi úr æsku minni
og seinni tíð um ömmu mína. Minn-
ingum um góða konu.
Hjörvar Pétursson.
Með þessum fáu orðum langar
okkur til að minnast elsku ömmu
okkar, Torfhildar Jósefsdóttur, sem
lést 25 júní síðastliðinn.
Það eru margar yndislegar minn-
ingar sem koma upp í hugann er
við hugsum um ömmu Hillu. Það
var alltaf svo gaman og gott að
koma til þeirra afa og ömmu í
Hrafnagili og alltaf var tekið jafn-
vel á móti okkur. Amma á sannar-
legan stóran þátt í því að böndin
við Eyjafjörð haldast sterk því að
góðu minningarnar þaðan eru svo
margar.
Amma var alveg fyrirmyndar
kokkur og „ömmu Hillu bragðið"
gleymist seint. Gjafmildina vantaði
ekki því að aldrei slapp maður út
úr húsi hjá henni án þess að fá eitt-
hvað gott í goginn eða þá að hafa
eitthvað með sér í nesti. Jólaundir-
búningurinn er aldeilis eftirminni-
legur þegar við bjuggum í Löngu-
hlíð á Akureyri. Þá kom amma allt-
af til okkar fyrir jólin og við máluð-
um piparkökur saman. Það var ein-
hver sérstök stemmning í kringum
það, enda vantaði ekki kátínu þar
sem hún var stödd því að hún var
sannkallaður „húmoristi" og naut
þess þegar maður hló að bröndurun-
um hennar. Ömmu fannst alltaf
gaman innan um fólk og naut hún
sín einna best á mannamótum þar
sem margir voru saman komnir. Ef
þeir nánustu voru í þeim hópi þá
var hún sæl.
Það var alltaf svo mikil harka og
dugnaður í kringum hana ömmu
Hillu. Hún var eiginlega alltaf á
ferðinni. Fjallaferðimar sem við fór-
um með þeim afa og ömmu eru al-
deilis ógleymanlegar. Frá því við
vorum lítil hafa þau oft boðið okkur
með sér í Laugafell. Allar voru þær
skemmtilegar, en þó var fýrsta ferð-
in ekki síst. Þá em sérstaklega ofar-
lega í minni síðsumarkvöldin sem
við sátum með afa og ömmu, spiluð-
um og spjölluðum og dmkkum hind-
beijadjús í volgu vatni. Einn daginn
þegar við vomm búin að svamla í
sundlauginni dágóðan part úr degi
þá sýndi amma umhyggjusemi sína
með því að senda okkur glaðning í
smjörboxum sem hvarf fljótt upp í
soltna munna.
Þó að amma hafi átt í harðri
baráttu við sjúkdóm síðastliðin tvö
ár, þá bauð hún okkur systrunum,
ásamt Dísu frænku, með sér og afa
í Laugafell síastliðin sumur. Það var
í sumar sem leið sem amma gleymdi
inniskónum sínum uppá baki bílsins
og keyrt var af stað. Þegar við vor-
um komin nokkuð áleiðis inn fjörð-
inn þá segist amma hafa heyrt eitt-
hvað detta og biður afa um að
stoppa bílinn. Lá þá ekki annar skór-
inn í vegarkantinum en hinn uppi á
þaki! Svona gat amma verið eftir-
tektarsöm, en það sem hún hló að
þessu var ekki lítið. Hún gat hlegið
að öllum sköpuðum hlutum og hafði
mjög gaman af því að segja frá.
Það var alltaf svo gott að tala
við ömmu Hillu. Hún var alltaf til
staðar þegar eitthvað bjátaði á og
ástin og hlýjan svo mikil. Hún hugs-
aði alltaf svo vel um barnabörnin
og gerði aidrei upp á milli okkar.
Hún var öllum traustur og tryggur
vinur. Blómin voru líka vinir hennar
og hugsaði hún um þau eins og um
ungbörn væri að ræða, enda döfn-
uðu þau vel í garðinum hjá henni,
líkt og inni.
Amma kveið sennilega ekki brott-
förinni úr okkar heimi og aldrei
kvartaði hún í veikindum sínum.
Þeir sem höfðu eitthvert samneyti
við ömmu á þeim tíma gátu ekki
annað en dáðst að því hvað hún tók
lífinu létt og hún hætti svo sannar-
lega ekki að njóta þess. Amma sýndi
ótrúlegan viljastyrk og andlegt heil-
brigði með stöðugum ferðum sínum
frá sjúkrahúsinu og heim í fjörð,
allt fram á síðasta dag. Ekki lét hún
heldur sjúkdóminn aftra sér frá að
fara á myndlistarsýningu Lilju, dótt-
ur sinnar, fyrir um það bil mánuði
síðan.
Á kveðjustundu er okkur efst í
huga þakklæti fyrir að eiga svona
góða og yndislega ömmu. Betri
ömmu væri ekki hægt að hugsa
sér. Við vitum að hún lfíir sæl á
öðrum sviðum tilverunnar og ein-
hvern daginn fáum við að heim-
sækja ömmu Hillu eins og í gamla
daga. Megi hún lifa heil þangað til
og ávallt. Blessuð sé minning henn-
ar.
Elsku afí! Um leið og við þökkum
ömmu fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum saman vottum við
þér alla okkar virðingu og samúð.
Ingimar, Kristbjörg og Sigríður
Fyrir hart nær tveimur áratugum
lágu leiðir okkar Torfhildar, Hillu,
eins og hún var kölluð, saman. Hún
bjó í Hrafnagilsskóla þar sem
Hjörvar, maður hennar, kenndi og
ég var nýflutt á staðinn. Ekki leið
á löngu þar til ágæt kynni komust
á og mikið var rætt á síðkvöldum,
ekki síst um lífsgátuna og eilífðar-
málin og mikið kaffi drukkið. Þetta
voru góðar stundir. Þótt ég færði
mig nokkrum árum síðar sunnar í
fjörðinn héldust tengslin enda vor-
um við nú orðnar tengdar í gegnum
menn okkar.
Hilla var lífleg og vönduð mann-
eskja, lét aldrei styggðarorð falla
um nokkra manneskju og bar mikla
virðingu fyrir öllu því sem lifði, í
því voru þau samhent hjónin sem
öðru. Hún var snyrtimanneskja með
afbrigðum og kom það ekki síst
fram í mjög smekklegum klæða-
burði. Hjónin ferðuðust mikið inn-
anlands, fóru í margar ferðirnar
fyrir og á vegum Ferðafélags Akur-
eyrar. Síðasta skemmtiferð Hillu
var síðastliðið sumar þegar hún
ásamt fleira fólki fór að Eiðum og
dvaldi þar hjá vinum í nokkra daga
á meðan ýmsir úr hópnum gengu
á Dyrfjöll.
Ung að aldri fékk Hilla lömunar-
veiki og bar þess nokkur merki eft-
ir það. Að öðru leyti var hún heilsu-
hraust uns hún varð að lúta fyrir
því meini sem heggur hvert skarðið
á fætur öðru.
Hún var fædd á Torfufelli, syðst
í Eyjafjarðardal. Hilla og Hjörvar
hófu búskap í Villingadal, en bjuggu
svo á Torfufelli uns Hjörvar fór að
kenna við Grunnskóla Saurbæjar-
hrepps í Sólgarði, þar sem hann ~
síðar tók við skólastjórn. Síðustu
tvo áratugina bjuggu þau í Hrafna-
gilshreppi sem nú er hluti Eyjafjarð-
arsveitar. Þau eignuðust þrjár dæt-
ur, Sigfríði, Ingibjörgu og Elín-
borgu. Hilla var bundin afkomend-
um sínum þrettán sterkum böndum,
vildi vita hvernig þeim vegnaði fram
á síðustu stundu.
Fyrir rúmum áratug hófust
Hjörvar og Hilla handa við bygg-
ingu húss í Reykárhverfi í Eyja- •
fjarðarsveit. Það hús er dálítið sér-
stakt. Sérvalið íslenskt gijót var
flutt frá óbyggðum, aðallega Torfu-
fellsdal, sagað og mulið eftir þörf-
um og notað í skreytingar innan
húss sem utan.
Þau hjón voru samhent og höfðu
svipaða lífssýn. í Hjörvari átti Hilla
tryggan lífsförunaut. Þau hugsuðu
vel hvort um annað. Æðrulaust tók-
ust þau á við veikindin, bæði tvö,
uns yfir lauk. Hjörvar hefur misst
mikils, svo og dætur, bróðir og aðr-
ir ástvinir. Við Gunnar, ásamt
drengjunum okkar, sendum að-
standendum Hillu dýpstu samúðar-
kveðjur.
Rósa Eggertsdóttir.
I Minning
Jóhann Steinþór Guðna
son skipaafgreiðslu-
maður frá Siglufirði
Fæddur 12. febrúar 1919
Dáinn 24. júní 1993
Við andlát Jóa frænda langar
okkur systurnar, systurdætur hans,
að minnast hans nokkrum orðum.
í æskuminningum okkar frá
bernskuheimili okkar á Túngötu 18
í Siglufírði er Jói frændi Ijóslifandi
fyrir hugskotssjónum okkar.
Túngata 18 var heimili afa og ömmu,
en þau voru Pálína Jónsdóttir og
Guðni Guðnason, sem bjuggu í Siglu-
firði öll sín hjúskaparár. Afa og
ömmu varð níu bama auðið og kom-
ust fimm þeirra til fullorðinsára. Auk
þess ólu þau upp eina fósturdóttur.
Jóhann var þriðji í röð systkinanna
sem komust á legg. Hann gekk
menntaveginn, en á fyrri hluta aldar-
innar var allt annað en auðvelt fyrir
alþýðufólk að setja börn sín til
mennta. Jóhann hefur eflaust notið
hæfileika sinna, þegar afi og amma
afréðu að leyfa stráknum að læra.
Þegar flest var bjuggu 17 manns
á Túngötu 18, þ.e. afi og amma,
börn þeirra fimm, makar þeirra og
barnabörn. Eflaust þætti sambýlið
þröngt nú á dögum, en allt blessað-
ist þetta undir styrkri stjórn ömmu
Pálínu.
Við litlu frænkurnar leituðum oft
til Jóa frænda, enda faðir okkar
langdvölum á sjó. Alltaf átti Jói tíma
handa okkur hvernig sem á stóð.
Jóhann og Una, kona hans, flutt-
ust af Túngötunni um 1950 og stofn-
uðu sitt eigið heimili á Hólavegi 38.
Samband okkar við Jóa rofnaði ekki
við þessa breytingu og hélst, að vísu
með hléum, vegna búsetu okkar í
Reykjavík, ailt til dánardægurs Jóa.
Áhugi hans á börnum okkar og
barnabörnum var ávallt fyrir hendi
þótt samvistir yrðu stopulli vegna
fjarlægðar okkar. Samband hans við
móður okkar var alltaf mjög náið
og kærleiksríkt.
Jói hafði mikla ánægju af mann-
legum samskiptum, sérstaklega rök-
ræðum um stjórnmál og málefni líð-
andi stundar. Hann átti til að slá
fram einhverri skoðun, sem hann
vissi, að félli kannski í grýttan jarð-
veg hjá viðmælendum, og veija
„málstað" sinn síðan af ákafa. Ekki
er ólíklegt að sumir hafi misskilið
þennan samkvæmisleik Jóa. Samt
skildu allir sáttir eftir þessi upp-
átæki hans, enda einungis til gam-
ans gert.
Síðustu mánuðir Jóa frænda verða
okkur minnisstæðir. Hann kom suð-
ur til Reykjavíkur til lækninga.
Ávallt voru honum gamanyrði á vör-
um og hugurinn kominn hálfa Ieið
heim til Siglufjarðar á fyrsta degi
sjúkrahúsdvalar. Hann tók veikind-
unum af æðruleysi og lét ekki í ljós
neinn ugg um hnignandi heilsu sína.
Allir vissu hve veikindi Jóa voru al-
varleg, en gátu ekki annað en dáðst
að hugrekki hans. Þannig minnumst
við okkar kæra frænda.
Elsku Una, Guð gefi þér og börn-
um ykkar og barnabörnum styrk í
sorg ykkar. Við erum þess fullvissar
að Jói vakir áfram yfir okkur öllum.
Bryiýa og Hjördís.
Í dag verður til moldar borinn frá
Siglufjarðarkirkju einn mætur borg-
ari Siglufjarðar, Jóhann Guðnason,
skipaafgreiðslumaður. Hann hafði
um nokkra hríð háð harða og
stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm
sem margir hafa fallið fyrir. Þrátt
fyrir mikinn viljastyrk og lífslöngun
varð Jóhann einnig að láta undan
og halda á vit hins ókunna.
Jóhann var borinn og barnfæddur
á Siglufirði og þar lá allt hans lífs-
starf. Á uppvaxtarárum hans var
vinna og aftur vinna það eina sem
komst að til að heimilin hefðu viðun-
andi lífsafkomu. Þá þótti hneisa að
sækja um bæjarstyrk og flestum
óljúft. Foreldrar Jóhanns, þau Pálína
Jónsdóttir og Guðni Guðnason,
bjuggu alla sína búskapartíð á Siglu-
firði. Þau eignuðust níu böm, en
íjögur þeirra létust í æsku. Einnig
ólu þau upp eina fósturdóttur svo
að það hefur oft verið mannmargt
á heimili þeirra í Túngötunni og ör-
ugglega hefur húsmóðirin þurft að
vera hagsýn í hússtjórn. Nú er að-
eins ein systirin og fósturdóttir
þeirra eftir hérna megin tjaldsins.
Jóhann byijaði snemma að vinna,
eins og títt var með unglinga í þann
tíð, sem nú myndi ef til vill flokkast
undir barnaþrældóm. Níu ára gam-
all byijaði hann á sfldarplani hjá
athafnamanninum Steindóri Hjaltal-
ín. Þá var síldarævintýrið að byija
á Siglufirði og var Jóhann þátttak-
andi í því eins og flestir aðrir sem
voru að alast upp á Siglufirði á þess-
um tíma. Á unglingsárum sínum
vandist hann margvíslegri og fjöl-
breyttri vinnu, en flest tengdist síld-
inni. Með dugnaði tókst Jóhanni að
vinna sér inn aura sem hann var
ákveðinn í að nýta til náms og hann
fór í Verslunarskólann og lauk þaðan
námi 1938.
Hjá Síldarverksmiðjum ríkisins
vann hann um árabil, meðal annars
lengi sem bifreiðastjóri. Lengst af
starfsævi sinnar starfaði hann sjálf-
stætt við skipa- og vöruafgreiðslu
og annaðist flest skip sem komu til
Siglufjarðar allt frá árinu 1967 og
til dauðadags.
í starfi hans komu fram hans
miklu mannkostir. Hann var ákaf-
Iega trúverðugur í starfi og sýndi
lipurð og áreiðanleika, allt sem hann
sagði stóð eins og stafur á bók.
Hann kunni því illa ef hann mætti
öðru frá samferðafólki sínu. Gegnum
árin kynntist Jóhann mörgum af
farmönnum landsins og aflaði sér
mikilla vinsælda einnig meðal þeirra.
Jóhann var gæfumaður í lífi og
starfi. Hann giftist ágætri konu,
heilsteyptri og duglegri, Unu
Dagnýju Guðmundsdóttur frá Ólafs-
firði, hinn 10. desember 1942, og
lifir hún mann sinn. Þau eignuðust
gott heimili á Hólaveginum og var
þangað hlýlegt að koma. Börn þeirra
hjóna eru María og Hreiðar, bæði
búsett á Siglufirði, og Eiríkur sem
Una átti fyrir hjónaband er búsettur
á Ólafsfirði.
Öll þessi Ijjölskylda, auk tengda-
barnanna og barnabarnanna var
mjög samstillt og var þeim hjónum
mjög annt um hag þeirra allra.
Nú þegar Jóhann er allur, veit ég
að hann hefði óskað þess að honum
hefði unnist tími til að þakka fyrir
sig. Starfsfólk á Borgarspítalanum
annaðist hann með miklum ágætum
og til þeirra viljum við flytja þakkir
hans og kveðjur. Vafalaust hefði
hann kosið að taka undir með verka-
manninum sem kvað eitt sinn:
Þegar nálgast stundin stríð
stend ég fljóts á bðkkum.
Kveðja vil ég land og lýð
og lífið sjálft með þðkkum.
Við sem eftir stöndum þökkum
Jóhanni samfýlgd á lífsins vegi. Við
hjónin þökkum góðum nágranna
tryggð gegnum árin. Við sendum
ekkju hans, börnum, tengdabörnum,
barnabörnum og öllum vinum hans
samúðarkveðjur og biðjum guð að
blessa vegferð hans.
Guðrún og Skúli.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Afi minn, Jóhann Guðnason, lést
í Borgarspítalanum 24. júní sl. eftir
erfiða sjúkrahúslegu. Afi giftist
ömmu minni, Unu Dagnýju Guð-
mundsdóttur, 10. desember 1942.
Hún er ættuð frá Ólafsfirði. Þau
eignuðust tvö böm, Maríu og Hreið-
ar. Amma átti son áður, Eirík, og
reyndist afi honum sem besti faðir.
Um leið og ég kveð afa minn vi!
ég þakka honum allan þann kærleik
sem hann gaf mér. Jafnframt vil ég
skila þakklæti frá fjölskyldu hans
til starfsfólks á deild A5 Borgarspít-
alanum fyrir mjög góða umhyggju
í hans garð og okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma mín, Guð gefi þér
styrk á þessum erfiðu tímamótum.
Jóhann Steinþór Sigurðsson.