Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 32

Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 Sigríður Hjalta- dóttir - Minning Fædd 23. nóvember 1902 Dáin 24. júní 1993 Þegar litið er yfir Skötufjörð í ísafjarðardjúpi getur orðið leit að þeim stað, sem heitir að Markeyri. En hann er nú samt að finna milli Litlabæjar og Eyrar. Nú eru fá merki um að þar hafi búið fólk. En um nokkuð langt skeið var þar bústaður manna. Langafi minn, Þórður Gíslason, bjó þar á efri árum ásamt með konu sinni Guðrúnu Ólafsdóttur, bónda á Skjaldfönn. Þar bjuggu einnig um aldamótin dóttir hans, Sigurborg, ásamt manni hennar Hjalta Einarssyni. Fólkið sem bjó þama var í þurrabúð og lifði af því sem sjórinn gaf af sér. Fljótlega eftir að Sigríður frænka mín fæddist fluttu foreldrar hennar að þeim stað er hét Kolakot við Folafót. Þar bjuggu þau næstu árin. Börnin urðu sex talsins. Yngsta barnið, Sigurbergur, fædd- ist þann 10. nóvember 1910. Móðir hans kom hart niður og þjáðist af bamsfararsótt næstu vikurnar. Þá var heilbrigðisþjónustan með öðrum hætti en nú er. Héraðslæknirinn, Sigvaldi Kaldalóns, bjó að Armúla. Afi minn, Ólafur, bóndi að Stand- seljum, átti þá mótorbát. Hann fór ófáar ferðir með lækninn til systur minnar. En sú barátta bar ekki þann árangur sem menn vonuðu. Sigurborg dó á jólum 1910. Maður hennar, Hjalti Einarsson, stóð þá uppi með sex böm. Hann hélt heim- ili til vors 1911, en þá neyddist hann til að bregða búi. Bömum hans var komið í fóstur. Karítas fór að Hvítanesi, Kristín í Ögur, Þórður og Hildur að Skarði til Helga, bróð- ur Hjalta, og Sigurbergur fór til Hálfdáns Einarssonar að Hesti og Daðeyjar konu hans, en Hálfdán var bróðir þeirra Helga og Hjalta. Hjalti fór sjálfur að Skarði til Helga bróður síns. Helgi var þá orðinn ekkjumaður og bjuggu þau þtjú systkini saman á Skarði með Svönu systur þeima. Hjalti sótti sjó frá Skarði og Ögumesi, en seinna flutt- ist hann til Bolungarvíkur og bjó þar síðustu árin í skjóli Þórðar son- ar síns. Þá er þess að geta að Sig- ríður fór að Strandseljum til móður- bróður síns, Ólafs. Hún var þá átta ára. Ólafur afi og Guðríður Hafliða- dóttir, kona hans, brýndu það fyrir börnum sínum, að þau yrðu að taka vel við Sigríði, svo að henni liði vel í systkinahópnum. Þau gerðu það vissulega, því að upp frá því var hún sem eitt af þeim systkinum. Hún var fyrsta kastið feimin og óframfærin og var reyndar aldrei hneigð til að beija bumbur fyrir sjálfri sér. En hún var alla tíð skap- góð og hlý, og böm löðuðust að henni. Hún var ósérhlífín og dugleg og vann af vandvirkni öll þau verk sem hún var beðin um að vinna. Hún dvaldist síðan hjá fósturfor- eldmm sínum fram yfír þrítugt. Arin 1924-5 var hún vinnukona hjá Jóni Helgasyni biskupi, en hún var skyld honum. Hún fór á hús- mæðraskólann að Staðarfelli árin 1928-9 og var síðan heima á Strandseljum til ársins 1935, en þá fluttist Sigríður frænka mín út í Bolungarvík, þar sem hún vann hálft ár hjá Einari Guðfínnssyni, frænda sínum, en síðan settist hún að á ísafírði. Þegar Alþýðuhúsið var fullbyggt árið 1935 tók hún að sér að vera matráðskona í eldhúsinu þar. Þar var ámm saman mikið umleikis, því að íbúar hússins sóttu gjarnan mat sinn í eldhúsið og þar vom fleiri fastir kostgangarar og einnig seldar lausar máltíðir. Árið 1940 giftist Sigríður ein- stökum öðlingsmanni, Ingimundi Guðmundssyni jámsmið. Hann var ættaður úr Miðfírði í Húnaþingi (f. 17.12.1893) en kom ungur að Djúpi og lærði jámsmíði í Hnífsdal. Þá fluttist hann til ísafjarðar ásamt með Páli bróður sínum og bjuggu þeir saman ásamt Ingibjörgu Páls- dóttur, móður þeirra, í húsi á Tún- götu 11. Páll vann á bæjarskrifstof- unni, en hann dó ógiftur og barn- laus hálfsjötugur að aldri árið 1958. Ingimundur vann alla tíð í vélsmiðj- unni Þór. Hann var hagleiksmaður mikill og lék allt í höndunum á honum. Hann keypti sér sinn eigin fólksbíl og var það óvenjulegt á þeim ámm. Það var Chevrolet frá árinu 1929. Þessum bíl hélt Ingi- mundur í gangi í ein þijátíu ár. Loks kom þar að, að ekki fengust hér á landi varahlutir í vélina. Þá skrifaði hann verksmiðjunum í Detroit og fékk þá hluti í vélina sem hann þurfti. Svo vandlega endur- smíðaði Ingimundur vélina, að hún lifði bílinn af og var sett í bát sem haldið var til veiða. En endalok bátsins urðu þau að hann sökk á Prestabugtinni og þar liggur vélin hans Ingimundar einhversstaðar á sjávarbotni. Tvisvar var svo komið fyrir Sig- ríði frænku minni að hún fór kona ekki einsömul. En í bæði skiptin fór svo að börnin lifðu ekki. í seinna skiptið var henni eindregið ráðlagt að fara suður til að fá viðeigandi fæðingarhjálp. En frænka mín gerði það nú ekki og treysti á læknana við sjúkrahús Isafjarðar. Sorgin var sár, en sársaukinn dofnaði með ár- unum. Það var Ingimundi og Sigríði frænku minni mikill hamingjuauki, þegar systurdóttir Sigríðar, Hrafn- hildur (f. 1947) kom til þeirra, og varð fósturdóttir þeirra og var hún þá tveggja ára. Hún er dóttir Hild- ar Hjaltadóttur og Samúels Guð- mundssonar, en þau bjuggu að Hrafnabjörgum í Ögurhreppi og áttu mörg börn. Hrafnhildur var þeim sem dóttir, og þegar aldurinn færðist yfir gömlu hjóninj seldu þau húsið á Túngötu 11 á Isafírði og bjuggu eftir það í skjóli Hrafnhildar og manns hennar, Jósefs Vern- harðssonar, í Hnífsdal. Ingimundur dó árið 1973. Og nú er Sigríður frænka mín horfín sjónum okkar. Hún var mikil mannkostakona. Blessuð sé minning hennar. Arnór Hannibalsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta biund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum V. Briem langar mig að kveðja hana Siggu Hjalta eins og hún var ávallt kölluð. Þessi blíða, góða kona sem klapp- aði mér alltaf á vangann og spurði frétta. Sigga bjó yfir miklum dugnaði og krafti sem við kynntumst öll. Sjaldan varð henni misdægurt, þó að hún væri orðin níræð, en heilsu hennar fór að hraka nú í vor og hafði hún dvalist á fjórðungssjúkra- húsinu á ísafirði frá því í maí síðast- liðnum. Nú er hún farin yfír móðuna miklu. Þessi góða kona sem hugs- aði svo vel um sitt fólk. Að lokum vil ég og fjölskylda mín votta þeim Hrafnhildi, Jósef, Siggu, Jósep litla, Vemharði, Svövu og Ingibjörgu samúð okkar. Jóhanna Jóhannesdóttir. Aðeins eitt er víst þegar við fæð- umst í þennan heim, við munum deyja, spurningin er aðeins um ævilengdina. En öll stefnum við sömu leiðina. Reyndar ætti fremur að spyija til hvers hafí verið lifað en hversu löng ævin hafi verið. Lengdin segir ekki allt. Með auk- inni velmegun hefur meðalævin lengst. Að sama skapi er óvíst að hin raunverulegu lífsgæði, þau sem mölur og ryð fá ekki grandað, hafi aukist að sama skapi. Þegar litið er til eldra fólks sem lifað hefur það sem af er aldarinnar og skilað löngu dagsverki sér maður annað gildismat en blasir við hjá yngra fólki og jafnframt að oft fer saman löng ævi og sönn lífsgæði. Fullljóst má vera að vangaveltur um framtíð og fortíð einar sér færa okkur ekki hina sönnu lífshamingju, en okkur, sem teljum lífið gjarnan ótæmandi lind, er hollt að skoða sögu genginna íslendinga og velta því fyrir okkur hvert stefnir og hvað læra má og hveiju reynist unnt að breyta til batnaðar. Oft er það svo að ævi fólks sem virzt hef- ur streyma fram sem lygnt fljót getur kennt okkur meira en sést við fyrstu kynni og jafnframt verið viðburðaríkari en nokkum grunar. Allt ræðst það af viðhorfi okkar sjálfra. Guðrún Sigríður Hjaltadóttir, eins og hún hét fullu nafni fæddist á Markeyri í Skötufírði í Ögur- hreppi í Norður-ísafjarðarsýslu hinn 23. nóvember‘1902 og var því á 91. aldursári þegar hún lést. For- eldrar hennar voru Hjalti Einarsson (Hálfdánarsonar bónda og hrepp- stjóra á Hvítanesi) og Sigurborg Þórðardóttir (Gíslasonar bónda í Hestfj arðarkoti í Hestfírði og síðar á Hjöllum). Sigríður var elzt 7 systkina, en hin voru Þórður, fæddur 5. janúar 1904, dáinn 5. mars 1969; Kristín, fædd 7. júní 1905; Karitas María, fædd 15. apríl 1907, dáin 4. júní 1908; Karitas María, fædd 15. apríl 1908, dáin 24. október 1991; Hild- ur, fædd 22. júlí 1909, dáin 29. ágúst 1981 og Sigurbergur, fæddur 10. nóvember 1910, dáinn 6. nóv- ember 1982. Sigríður var alin upp frá átta ára aldri hjá Ólafí Þórðarsyni og Guð- ríði Hafliðadóttur á Strandseljum. Hún lærði í Húsmæðraskólanum á Staðarfelli 1928—29 og var síðan hjá Einari Guðfínnssyni í Bolungar- vík, en þau voru bræðrabörn, og fluttist til ísafjarðar 1935. Þar rak hún matsölu í Alþýðuhúsinu til 1940. Hún giftist Ingimundi Guð- mundssyni (Árnasonar og Ingi- bjargar Pálsdóttur) vélsmið hinn 13. apríl 1940, en hann var fæddur 17. desember 1893 á Þorfinnsstöð- um í Þverárhreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu, og andaðist 16. október 1973. Þau voru barnlaus en tóku til sín árið 1949 Hrafnhildi Samú- elsdóttur, dóttur Hildar systur Sig- ríðar, sem þá átti við veikindi að stríða. Hrafnhildur var þá tæplega tveggja ára, og ólu þau hana upp sem sína eigin dóttur. Þau hjón bjuggu að Túngötu 11 á ísafírði, í fallegu timburhúsi, bárujárnsklæddu, sem Ingimundur byggði ásamt Páli tvíburabróður sínum 1930, í þeim „eina stíl“ sem Íslendingar hafa ráðið við að byggja til að standast veðurfarið á norður- slóðum. Ingibjörg tengdamóðir hennar bjó hjá þeim til dauðadags. Og þau héldu verndarhendi sinni yfir fleirum. Pétur Blöndal Snæ- björnsson, bróðursonur Ingimundar bjó hjá þeim 1942-53 og Lára Helgadóttir, dóttir fóstursystur Sig- ríðar Sigríðar dvaldi hjá þeim í tæpan áratug frá 13 ára aldri til þess er hún giftist. Á heimili þeirra var ávallt nægilegt rými fyrir gesti og þar ríkti mikil hlýja. Oft mun hafa verið mannmargt þegar dró að kosningum, en þau -hjón fylgdu Alþýðuflokknum að málum. Segja má að þar hafi verið eins konar kosningaskrifstofa þegar mest var um gesti þær stundirnar. Árið 1961 fluttist Hildur systir hennar í Túngötu 11 með dætur sínar og bjó þar til 1967, en hún missti Samúel mann sinn 1958. Þau hjón Sigríður og Ingimundur fluttust árið 1969 til Hrafnhildar fósturdóttur sinnar og tengdasonar, Jósefs Vemharðssonar, að Hlégerði 1 í Hnífsdal. Þar bjuggu þau bæði til dauðadags. Við hjónin og börn okkar kynnt- umst Sigríði, eða Siggu eins og hún var alltaf kölluð, skömmu eftir að við fluttumst til ísafjarðar fyrir tæpum níu árum og fórum að venja komur okkar í Hlégerðið. Þangað komum við bæði til að sækja veisl- ur á Þorláksmessu og reyndar fleiri og eins án sérstaks tilefnis. Sigga varð til þess að opna augu mín, eða maga öllu heldur, fyrir skötustöppu, en hana gerði hún meistaralega eins og annan mat. Meira var þó vert um þá hlýju og þá alúð sem, hún sýndi okkur. Ávallt tók hún okkur sem sín eigin afkomendum og breytti engu hvort Hrafnhildur og Jósef voru heima eða ekki. Sigga var einstök kona, ekki margmál, hugsaði fremur um aðra en sjálfa sig, hafði hin eðlilegu þjónustulund, þar sem gleðin yfir því að geta létt undir með öðrum sat í fyrirrúmi. Ekki var spurt um laun. Ef til vill væri margt á annan veg í þjóðlífinu ef hugsunarháttur Siggu væri ríkj- andi. Síðastliðið haust hélt Sigga hátíðlegt 90 ára afmæli sitt heima í Hlégerði og var einstaklega ánægjulegt að eiga þess kost að samfagna með henni og heimilis- fólkinu. í vor fór hún á sjúkrahús, en við hittum hana seinast í byijun júní heima í Hlégerði og var vel tekið. í nokkur ár eða frá fæðingu Jósefs litla 1990, sonar alnöfnu Siggu, bjuggu fjórar kynslóðir und- ir sama þaki, en það er orðið fátítt nú um stundir. Það leiðir hugann að því hversu hollt börnum er að alast upp með fullorðnu fólki sem hefur mikla lífsreynslu. Sigga lét Faðir okkar og afi, JÓN K. SÆMUNDSSON, Tjarnargötu 10b, Reykjavík, lést í sjúkrahúsi 30. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORLÁKUR SKAFTASON, Tómasarhaga 44, andaðist í Landspítalanum þann 1. júlí. Gyöa Vestmann Einarsdóttir, Örn Þorláksson, Anna Björg Þorláksdóttir, Stefán Böðvarsson, Þór Þorláksson, Áslaug Gunnarsdóttir, Einar Þorláksson, Gyða Sigríður Einarsdóttir og barnabörn. t Útför systur okkar og móðursystur, STEINUNNAR INGIMUNDARDÓTTUR, Sæbraut 10, Seltjarnarnesi, fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 5. júlí kl. 15.00. Jórunn Ingimundardóttir, Ragnheiður Ingimundardóttir Blöndal, Helga Ingimundardóttir, Einar Ingirnundarson, Benedikt Eiríksson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUNNÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Reykjalundi, Mosfellsbæ, sem lést 25. júní síðastliðinn, verður jarðsungin frá Lágafells- kirkju mánudaginn 5. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélags íslands. Friðrik Sveinsson, Guðrún Friðriksdóttir, Rósa Friðriksdóttir, Þorsteinn Óli Kratsch, Jóhanna Friðriksdóttir, Sigurður Jónsson, Þóra Friðriksdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Hildur Kristín Friðriksdóttir, Sigurður Reynisson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU MAGNÚSDÓTTUR, Aðalstræti 60, Patreksfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Patreksfjarðar og á deild A-7, Borgarspítala. Gestur Jóhannesson, Jón Óli Gfslason, Jóhanna Þorbergsdóttir, Erla Gísladóttir, Birgir Pétursson, Svala Gísladóttir, Ásmundur Kristjánsson, Björn Gfslason, Sigrfður Sigfúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.