Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 34

Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 LUXEMBORG Tveggja daga þjóðhátíð Islendingar í Lúxemborg héldu tveggja daga þjóðhátíð 18. og 19. júní sl. Á föstudagskvöldinu var efnt til kvöldverðar og dansleiks í Centre Culturel Sandweiler á veg- um Félags íslendinga í Lúxemborg í samvinnu við Meistarann hf. og Leikklúbbinn Spuna. Voru um 200 gestir mættir og sá 14 manna hópur undir stjóm Þórarins Guðlaugssonar, annars eiganda Meistarans, um allar veit- ingar og tónlist, en á vegum þeirra kom hljómsveitin Sveitin milli sanda. Karlakór SVR söng einnig nokkur lög fyrir gesti og dregið var í happdrætti sem Leikklúbburinn Spuni stóð fyrir. Daginn eftir var haldin fjöl- skylduhátíð í almenningsgarðinum í Berdorf skammt utan borgarinn- ar. Fengu bömin íslenska fána, blöðrur og sælgæti. Boðið var upp á kaffi og enn voru „meistaramir" mættir. Að þessu sinni seldu þeir pylsur sem var þeirra eigin fram- leiðsla, grillaðar íslenskar lamba- Morgunblaðið/Ömar Birkisson Hermann Reynisson, formaður Félags íslendinga í Lúxemborg, ásamt „meisturunum“ Sigurði Sumarliðasyni og Þórarni Guðlaugssyni. Ekki vitum við nafnið á konunni á myndinni. kótilettur með kartöflusalati og grænmeti. Er líða tók á daginn var dreginn fram gítar og sunginn fjöldasöngur. Vora gestir ánægðir með hversu vel staðið var að undir- búningi þjóðhátíðarinnar. mmmmmmmmammi MANNFJOLGUN Kvikmyndir og krakkar Danska leikstjóranum Billy August er ekki físjað saman þegar um framleiðslu er að ræða og gildir einu hvort átt er við kvik- myndir eða bameignir. Meðal þekktra mynda leikstjórans má nefna Palja sigurvegara sem aflaði honum Óskarsverðlauna. Nýlega eignuðust August og kona hans Pernilla sitt fimmta barn og má segja að fæðinguna hafi borið að með fremur dramatískum hætti. Pemilla kona Billy Augusts var komin að því að fæða og kenndi sín. Þau hjónakom lögðu af stað á sjúkrahúsið en á leiðinni elnaði Pernillu sóttin svo mjög að August hélt að hann þyrfti að taka á móti barninu í aftursæti fy'ölskyldubif- reiðarinnar. Fyrir þróttmikla leikni og harðfylgi leikstjórans í öku- mannssætinu náðu þau hjónakorn á fæðingardeildina í sama mund og litla dóttirin skaust í heiminn. Þrátt fyrir langa og haldgóða reynslu í Pernilla og Billy August eiga alls fimm börn, sem öll heita nöfnum sem byija á A. föðurhlutverkinu segir August að þessi fæðing hafi reynt langmest á taugarnar, en allt fór vel að lokum. Börn þeirra Pemillu og Billy Augusts heita öll nöfnum sem byija á A og er ljóst að leitað verður að alþjóðlegu nafni á yngstu dótturina fremst í stafrófmu. Pernilla átti fyrir dótturina Agnesi, sem er átta ára, næst yngsta dóttir Augusts heitir Asta og er hálfs annars árs. Þar að auki á August tvo syni, Anders, 14 ára, og Adam, 9 ára, sinn með hvorri barnsmóðurinni. Morgunblaðið/Sverrir Guðjón Karlsson að vinna við lokafrágang á hjólinu. KVARTMILA Smíðaði eigin keppnishjól Ikvartmílukeppninni, sem fram fer í Kapelluhrauni rétt utan við Hafnarfjörð um næstu helgi, verða tvö mjög sérkennileg hjól meðal keppnistælqa. Annað hjólið er í eigu Guðjóns Karlssonar og hefur hann smíðað það algjörlega sjálfur nema felgur og fram- gaffla. Það tók hann 450 vinnu- stundir að gera hjólið klárt eða tæpa þrjá mánuði. „í Bandaríkj- unum hefur verið keppt á svipuð- um hjólum í mörg ár. Hér á Iandi hefur bara verið keppt á breyttum götuhjólum en ekki á neinu sem er í líkingu við þetta,“ sagði Guð- jón aðspurður um gripinn. „Ég hef séð svipuð hjól á ferðum mín- um erlendis og byggði á þeim hugmyndum. Eg hef hins vegar ekki farið eftir neinum teikning- um, heldur smíðaði grindina eftir eigin höfði og eftir miklar pæling- ar.“ Felgan kemur frá Bandarí kj unum Aftara dekk hjólsins er sérstakt kvartmíludekk, slikki, 9,5 tommur að breidd eða sams konar og not- að er undir kvartmílubíla. Felgan er hins vegar sérstaklega hönnuð fyrir hjól og er smíðuð hjá Cos- man í Bandaríkjunum. Vélin er Suzuki GS 1100 mótor, sem hefur verið breytt í 1568 kúbikk, heddið er af Suzuki 1150, sem búið er að „porta“ og þjappan er 15:1 með heitum knastásum og yfir- stærð af ventlum. Guðjón kveðst hafa stundað kvartmíluna undanfarin fimm ár. Hann hafi byijaði svo að segja á venjulegu hjóli, en síðan hafi hann breytt hjólinu smávegis fyrir hveija keppni. Nú er hann hins vegar búinn að leggja gamla hjól- inu í bili, en segir að kostnaðurinn við smíði þessa nýja hjóls fyrir utan vinnustundir hafi farið í nokkur hundruð þúsund krónur. Tekur þátt í 11-12 keppnum Aðspurður kveðst Guðjón þó ekki nota þetta undarlega hjól dags daglega heldur sé þetta ein- ungis keppnishjól. „Ég á von á því að nota það líka í sandspyrnu- keppnum. Þá set ég undir hjólið rosaleg skófludekk í staðinn fyrir slikkann að aftan,“ sagði Guðjón og bætti við að líklega tæki hann þátt í 5-6 kvartmílukeppnum í sumar og álíka mörgum sand- spyrnukeppnum. Þá sagðist hann einnig taka þátt í 2-3 hjólamílum á vegum Sniglanna lendi þær ekki á sömu helgi og aðrar keppn- ir. „Ég veit ekki hvort ég legg það á hjólið dag eftir dag,“ sagði Guðjón, sem talar um gripinn eins og lifandi afkvæmi sitt sé að ræða. Hann lifir og hrærist í mótor- hjólum allan daginn, því hann rekur fyrirtækið G.B. bifhjól ásamt Bjarka Júlíussyni. Hann hefur frá því hann var lítill verið spenntur fyrir mótorhjólum og eignaðist fyrstu skellinöðrana 13 ára gamall. Þegar hann er spurð- ur hvað sé svona skemmtilegt við mótorhjólasportið svarar hann: „Ja, það er spennan og hraðinn, en einnig viðgerðirnar. Það er mjög gaman að vinna við hjólin sjálfur og sjá hlutina virka þegar búið er að lagfæra þá. * I kvðld velur dómnefnd úr hópi gesta vinsælustu lögin frá diskó-tímabilinu. Við rifjum upp okkar vinsælu spurninga- keppni frá árunum 78-79 ► KLUBBURINN Stórkostleg danssýnig Jarðskjálftinn — Kontakt — Dúkkudans — YMCA * Dansarar-. Ólöf — Guðbjörg — Rósa — Anna — Sigga Diskótekarar Daddi DJ - AIH Bergás - Sveinn Hollywood/Sigtún rifja upp gamlar rispur. MIÐASALA OG BORÐAPANTANIR í S: 687111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.