Morgunblaðið - 03.07.1993, Page 40

Morgunblaðið - 03.07.1993, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 Með morgunkaffinu Auðvitað myndi ég vilja þig þó þú værir fátækur. Eg myndi safna þér! NÚNA skil ég af hverju þú vildir endilega fiskabúr. BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Páll Vlpáfí - Fyrsti nútímapáfínn Frá Torfa Ólafssyni: Harper Collins-bókaútgáfan hef- ur gefið út ævisögu Páls VI páfa, „Paul VI, The First Modern Pope“, skráða af Peter Hebblethwaite, rit- höfundi og blaðamanni í Oxford sem fyrrum var Jesúíti en hætti í reglunni. Hann hefur skrifað ævi- sögu Jóhannesar XXIII páfa og fleiri bækur og mikinn íjölda greina, m.a. í The Guardian og The Times. Þá hefur hann skrifað mik- ið um málefni kaþólsku kirkjunnar síðan 1979 fyrir The National Cat- holic Reporter og fleiri kaþólsk blöð og tímarit. Bókin um Pál VI páfa er mikil að vöxtum, 750 blaðsíður, og hefst á inngangi þar sem gerð er nokkur grein fyrir páfanum. Hann var mjög vel að sér um allar þær sam- tímastefnur sem á hans tímum skóku heiminn og því segir höfund- ur bókarinnar um hann að hann hafi verið í stuttu máli sagt nútíma- maður og fyrsti nútímapáfinn. Hann tók við því erfiða hlutverki að taka við og stjórna 2. Vatíkana- þinginu sem Jóhannes XXIII kall- aði saman 1962 til þess að „opna gluggana og hleypa inn fersku lofti“. Síðan tók það við sem ekki var auðveldara, að koma þeirri nýbreytni í framkvæmd sem marg- ir voru ekki ánægðir með og töldu, allt fram á þennan dag, að hefði gengið of langt. Ævi Páls VI er síðan rakin í köflum bókarinnar, allt frá róman- tískum fundi foreldra hans á tröpp- um Péturskirkjunnar til andláts hans í Castelgandolfo 1978. Ár páfadóms hans einkenndust af átökum milli hinna gömlu sjónar- miða sem vildu halda fast við forn- ar hefðir og töldu breytingar verða til ógagns eins þar sem þær rugl- uðu menn í ríminu og þegar farið væri að losa um einn stein í veggn- um, væri hætta á að fleiri losnuðu. Páll VI taldi, eins og margir þing- feður á Vatíkanaþinginu, að ekki væri unnt að fresta vissum breyt- ingum öllu lengur. Heimur okkar væri á hraðri ferð frá gömlum sið- um og hefðum og ef engu yrði breytt, kynni fólk að yfirgefa kirkj- una sem hvern annan forngrip sem gaman væri að skoða en tilheyrði annarri öld. Eftir fyrstu þingsetuna mátti segja að þingið væri ekki fullmótað og kom það í hlut Páls VI að marka því stefnu. Hann vildi auka sam- stöðu og samábyrgð í kirkjunni, gera leikmenn virkari og ábyrgari en þeir höfðu verið áður, leita sam- starfs við kristnar kirkjur utan hinnar kaþólsku, efla trúfrelsi, end- urnýja helgisiðina og opna hug kirkjunnar manna fyrir þörfum heimsins. Hann reyndi af allri sinni samningalipurð, sem var ekki lítil, að koma í veg fyrir að íhaldssama arminum fyndist vera við sér stjak- að en hafði oft ekki erindi sem erfiði. Hann efndi til vináttu og aukins trausts við marga leiðtoga annarra kirkna og kallaði anglík- önsku kirkjuna „systurkirkju“. En þótt hann væri samningamaður stóð hann eins og klettur úr hafinu gegn þeim straumum og kenning- um sem hann taldi beinast gegn réttum kenningum og siðum. Kunnátta hans og víðtæk þekking stóðu hins vegar fyrir því að hann taldi kirkjuna ekki mega vera of niðursokkna í eigin byggingu held- ur beina sýn sinni að þörfum mann- anna barna en það sjónarmið var ýmsum framandi. Peter Hebblethwaite er þaul- kunnugur málum Vatíkansins og er því manna hæfastur til að skrifa bók eins og þessa, sem hann byij- aði á fyrir átta árum. Og þar sem nærri því helmingur bókarinnar Ijallar um ævi páfans áður en hann tók við lyklum Péturs, verður hann mannlegri í augum lesandans. Hann var ekki heilsuhraustur á yngri árum, bókhneigður og hafði sig lítið í frammi. Þó beið hans það viðfangsefni að gæta jafnvægis í kirkjunni og forða henni frá áföll- um á árum síðari heimsstyrjaldar- innar og kalda stríðsins. Þetta er stórfróðleg bók, ekki aðeins hvað snertir málefni kirkj- unnar heldur einnig þá atburði og hræringar sem gerðust í heimimum á þessri öld. TORFI ÓLAFSSON, Melhaga 4, Reykjavík. Svavar gegn málfrelsi Frá Magnúsi Óskarssyni: Svavar Gestsson, fyrrverandi rit- stjóri Þjóðviljans, vill banna mér að skrifa og væntanlega að tala líka svo ekki sé talað um að hafa aðrar skoðanir en hann boðaði lengi í Þjóðviljanum, sem dó drottni sínum nokkurn veginn samtímis þeim skoðunum sem hann boðaði. Þessi fyrrverandi ritstjóri fyrrverandi kommúnistamálgagns skrifar í Morgunblaðið í dag, fimmtudag, og vill skrúfa fyrir skoðun mína á Jó- hönnu Sigurðardóttur og trúlega öllu öðru sem honum mislíkar, af því að ég sé embættismaður Reykjavíkurborgar. I nokkra áratugi hef ég af og til lýst opinberlega skoðunum mínum en þetta er í fyrsta skipti sem nokkrum manni hefur dottið í hug að ég hafi ekki málfrelsi. Skoðana- kúgun var vafalaust skyldunáms- grein þegar Svavar Gestsson var að læra stjórnmál austantjalds, en hann má vita það í eitt skipti fyrir öll að mér skipar hann ekki að þegja. Hann má finna að embættis- verkum mínum en skoðanir mínar ætla ég að hafa í friði og læt enga uppgjafakomma ráða því hvort ég segi frá þeim eða ekki. Svo heldur Svavar Gestsson að ég skjálfi fyrir því að Jóhanna Sig- urðardótir geti orðið borgarstjóri svo sennilegt sem það nú er. Ætli ég myndi ekki halda áfram að flytja mál borgarinnar fyrir dómstólum eins vel og ég get og bíða rólegur eftir dómi kjósenda yfir Jóhönnu. MAGNÚS ÓSKARSSON borgarlögmaður. I I Í i i i ( I ( HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Maður nokkur þurfti að kaupa bensín því hann var á leið með íjölskyldunni í ferðalag. Þetta var 17. júní síðastliðinn og því komst hann fljótlega að því að í Reykjavík voru allar bensínaf- greiðslustöðvar lokaðar. Hann ákvað þá að reyna kredit-kortasjálf- sala Skeljungs við Miklubraut. Þar var öngþveiti og sjálfsalinn neitaði að taka við kreditkortum, sama hvaða kort voru reynd, en menn otuðu þar fram öllum tegundum kreditkorta sem gefin eru út á ís- landi. Þá var hringt i neyðarnúmer Securitas, sem gefið er upp við sjálf- salann. Þar fengust þau svör, að ekki næðist í viðgerðarmann. Kannski yrði hægt að ná í hann síðar um daginn. Þá brá vinurinn á það ráð að fara yfir Miklubraut í annan sjálf- sala. Þar hitti hann mann, sem sagði að sjálfsalinn æti þúsundkalla með bestu lyst, en dældi engu bens- íni fyrir. Hið sama gerðist á Olís- stöð við Háaleitisbraut, því þar át sjálfsalinn 200 krónur án þess að gefa bensín. Næst gerði maðurinn atlögu að sjálfsala Olís í Álfheimum. Þar var aðeins selt 98 oktana bens- ín sem var of sterkt fyrir bíl vinar okkar. Hið sama var uppá teningn- um hjá Olís í Breiðholti, aðeins hægt að fá 98 oktana bensín. Olíufélagið hefur sjálfsala í Breiðholti og átti að gera úrslitatil- raun þar til að fá bensín á bílinn. Sá var ekki í fullkomnu Iagi og af fenginni reynslu, var lítil fjárhæð sett í hann í byijun. Svolítið bensín fékkst og varð vinur okkar hinn kátasti. Hann lét sjálfsalann hafa meiri pening, en þá svaraði sjálfsal- inn því til að ýtt hefði verið á vit- laust dælunúmer. Eftir að hafa ýtt nokkrum sinnum á rétt dælunúmer, gafst vinurinn upp og ýtti á hnapp- inn „eyða“. Þá hirti sjálfsalinn pen- inginn og gaf ekkert bensín. Fjölskyldan lagði af stað í ferða- lagið og hugðist fá bensín við þjón- ustumiðstöðina á Þingvöllum, sem var næsti áfangastaður. Þar höfðu bensíntankar verið fjarlægðir frá því vinurinn var þar siðast. Honum var ráðlagt að fara að Ljósafossi en þangað er um 20 km leið, það væri næsta stöð. Fjölskyldan hélt til í sumarbústað við Þingvelli um nóttina, en daginn eftir var ekið til baka í Mosfellsbæ til að kaupa bens- ín. Þá var nálin á bensínmælinum komin niður fyrir strikið og örfáir bensíndropar eftir. Fannst honum bensínkaupin reyna allverulega á þolrifin og hyggst ekki treysta sjálf- virkum búnaði bensínstöðva á næst- .unni. xxx Heldur var kuldalegt um að lit- ast í gær, þótt kominn væri annar dagur júlímánaðar. Nyrðra gránaði í fjöll og allmörgum gest- um, sem sofið höfðu í tjaldi á Vind- heimamelum, þar sem er að hefjast hestamannamót, hefur eflaust orðið hrollkalt um nóttina. Það er ekki að spyija að þessum veðurguðum, aldrei hægt að treysta á að sæmilega viðri, ekki einu sinni í júlímánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.