Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 42

Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 TENNIS / WIMBLEDON Knattspyrna Laugardagur: 4. deild: Reuter Mætast í úrslitum UM HELGINA PETE Sampras, til vinstri, og Jim Courier leika til úrslita í einliðaleik karla á Wimbledonmótinu á morgun. Bandarískur úrslitaleikur BANDARÍKJAMENNIRNIR Pete Sampras og Jim Courier mæt- ast í úrslitum í einliðaleik karla á Wimbledonmótinu ítennis, eftir að hafa sigrað andstæð- inga sína í undanúrslitunum í gær giska auðveldlega. Samp- ras sigraði Þjóðverjann Boris Becker 3:0,7-6,6-4 og 6-4, og Courier vann Svíann Stefan Edberg 3:1, Edberg tók fyrstu hrinuna 4-6, en Courier þrjár næstu 6-4,6-2 og 6-4. Pete Sampras gerði þar með draum Beckers um fjórða Wimbledontitilinn að engu, í bili að minnsta kosti. „Ég held ég hafi leik- ið eins vel og ég get auk þess sem Becker var aðeins utan við sig,“ sagði Sampras eftir leikinn. Becker tók dýpra í árinni. „Hann lék frá- bærlega. Ef hann leikur svona í úrslitunum þá vinnur hann,“ sagði Þjóðveijinn. „Einbeitingin var í full- komnu lagi hjá honum og hann átti svo sannarlega skilið að vinna,“ bætti Becker svo við. Axlarmeiðsli sem hijáð hafa Sampras gerðu ekki vart við sig í leiknum, því miður sagði Becker. Jim Courier hefur aldrei náð svona langt á Wimbledon, hefur hingað til verið álitinn sérfræðingur á leir eftir góða frammistöðu á leirvöllum en slaka útkomu á grasi. Úrslitin gegn Edberg hljóta að teljast nokkuð óvænt, því Edberg er grassérfræð- ingur, og stundum nefndur til sög- unnar sem besti grasspilari í heimin- um. „Ég er helst hissa á þessu öllu saman,“ sagði Courier eftir leikinn og hló. „Ég hélt að ég yrði að leika golf á morgun,“ bætti hann svo við og viðurkenndi að hið þurra veður sem verið hefur hafi hjálpað honum mikið. „Boltinn skoppar meira núna, sem hentar mér vel, en ég er örugg- ur á því að hann [Edberg] getur leik- ið betur en hann gerði í dag.“ Kvennameistarínn krýndur Steffi Graf og Jana Novotna leika til úrslita í einliðaleik kvenna í dag, og ef allt fer samkvæmt bókinni ætti Graf að krækja þar í sinni fimmta Wimbledontitil. Enginn skyldi þó afskrifa Novotnu, sem sigraði Gabrielu Sabatini í átta manna úrslitum og Martinu Navrat- ilovu í undanúrslitum, og gæti hæg- lega unnið Graf, ef sá gállinn er á henni. FRJALSIÞROTTIR Meistaramót íslandsferfram á Laugardalsvelli um helgina: Flestir þeir bestu með, nema í spjótkastinu MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum verður hald- ið á Laugardalsvelli nú um helgina. Flest af okkar besta frjálsíþróttafólki mun keppa á mótinu og er þátttaka mjög góð, um 170 keppendur eru skráðir. Keppnin í dag hefst með stangar- stökki klukkan 13.30, en frá klukkan 15 til 17.30 verður keppt í 200, 800 og 400 metra grinda- hlaupi karla og kvenna, 5000 metra hlaupi karla, 4x100 metra boð- hlaupi karla og kvenna, langstökki karla, kúluvarpi karla og kvenna, spjótkasti karla og kvenna, há- stökki kvenna, þrístökki kvenna og loks 3000 metra hlaupi kvenna. Á morgun, sunnudag, hefst keppni klukkan 14 og lýkur klukkan 17.15. Þá reyna menn með sér í 100, 400 og 1500 metra hlaupi karla og kvenna, 110 metra grinda- hlaupi karla og 100 metra grinda- hlaupi kvenna, hástökki karla, þrí- stökki karla, kringlukasti karla og kvenna, sleggjukasti og langstökki kvenna. Mótinu lýkur síðan á mánudags- kvöldið. Þá verður keppt í 3000 metra hindrunarhlaupi karla, 4x400 metra boðhlaupi karla og kvenna og fimmtarþraut karla. Keppni hefst klukkan 18.30 á mánudaginn. Guðrún og Einar gætu sett met Meðal keppenda á mótinu verða Pétur Guðmundsson kúluvarpari og Vésteinn Hafsteinsson kringlukast- ari. Unnar Garðarsson keppir í spjótkasti en hann náði besta kasti sínu til þessa á Reykjavíkurleikun- um 17. júní sl., er hann kastaði yfir 72 metra. Þórdís Gísladóttir keppir í hástökki en hún hefur keppt nær óslitið á meistaramótinu síðan 1975, þegar hún varð íslandsmeist- ari fyrst. Einar Einarsson hljóp undir gildandi Íslandsmeti í 100 metra hlaupi á Reykjavíkurleikun- um, en þá var vindur of mikill. Hann er í fjarska góðu formi með góðum stuðningi áhorfenda gæti hann sett nýtt met á sunnudaginn. Fleiri keppendur mætti nefna; Fríða Rún Þórðardóttir og Martha Ernsts- dóttir mætast í 3000 metra hlaupi kvenna og í 100 metra hlaupi kvenna mætast þijár úr sveitinni sem setti nýverið íslandsmet í 4x100 metra boðhlaupi. Gaman verður og að fýlgjast með Guðrúnu Arnardóttur í 100 metra grinda- hlaupinu, en hún er nálægt A-lág- markinu fyrir heimsmeistaramótið í Stuttgart. ÞROTTUR-R og KA Sunnudaginn 4. júlíkl. Íu.OO. Láttu sjá þig! - 1 ......................... > Rosenthal Opna Rosenthal kvennamótið verður haldið á Nesvelli sunnudaginn 4. júlí nk. Keppt verður í 1. til 3. flokki. Forgjöf 13-36. Ræst er út frá kl. 09.00. Rosenthal verslunin, Laugavegi 52, sími 624244, gefuröll verðlaun. Skráning er í síma 611930. Nesklúbbur Stykkishólmsv: Snæfell - Hamar....kl. 14 Hellis.: Víkingur_- Afturelding...kl. 14 Ármannsvöllur: Ármann - Emir......kl. 14 Laugav: - Aðaldal: HSÞb - Neisti...kl. 14 Sunnudagur: 2. deild karla: Þróttarvöllur: Þróttur R. - KA....kl. 20 Grindavíkurv: Grindavík - Leiftur.kl. 20 Kópavogsvöllur: UBK - Þróttur N....kl. 20 Stjörnuvöllur: Stjarnan - fR.......kl. 20 ísafjarðarvöllur: BÍ - Tindastóll.kl. 20 Mánudagur: 4. deild: Gervigrasvöllur: Árvakur - Fjölnir.kl. 20 Kvennamót á Egilsstöðum Um helgina verður tíu liða kvennamót f knattspyrnu á Egilsstöðum, og hefst það í dag klukkan 10. Sjö manna lið ieika í tveim- ur riðlum, og á sunnudeginum verður leikið um sæti. Verðlaunaafhending verður klukk- an 16 á sunnudaginn, á útimarkaðnum á Egilsstöðum. Tvö lið frá ÍBA og Leiftri taka þátt á mótinu, en auk þeirra senda ÍBV, Þróttur Neskaupstað, Valur' Reyðar- firði, Höttur, KBS og Neisti lið á mótið. Frjálsar Meistaramót fslands í fqálsum íþróttum verður haldið um helgina á Laugardalsvelli. í dag hefst keppni klukkan 15, á sunnudag- inn klukkan 14, og á mánudaginn klukkan 18.30. Flestir af bestu fijálsíþróttamönnum okkar munu keppa á mótinu, skráning á mótið er mjög góð í flestum greinum en keppendur eru alls um 170 talsins. Egilsstaðamaraþon Á sunnudaginn verður Egilsstaðamara- þonið haldið í sjötta sinn. Boðið er upp á þijár vegalengdir, 4 km skemmtiskokk, 10 km hlaup, hálft og heilt maraþon. Ræst verður í hlaupið klukkan 12 á sunnudaginn frá Söluskála KHB, og þar koma keppendur einnig í mark. Skráning í hlaupið stendur nú yfir auk þess sem hægt verður að skrá sig á staðnum milli klukkan 11 og 12 fyrir hlaupið. GOLF Opin mót um helgina Opna Hauks og Hermannsmótið verður haldið á Strandavelli í dag. Mótið er fyrir karla 65 ára og eldri. í dag fer einnig fram opið kvennamót, Gyðubikarinn, fyrir konur 55 ára og eldri. Ræst verður út kl. 10 í bæði mótin, en leikn- ar verða 18 holur með forgjöf. Skráning í golfskála. ■Opna GR-mótið fer fram um helgina. ■Opið mót verður hjá GJÓ á Ólafsvík í dag, leiknar verða 18 holur með og án for- gjafar. Ræst verður út kl. 10. ■Opið afmælismót, Goslok, verður í Vest- mannaeyjum f dag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. ■Golfklúbbur Selfoss verður með opið mót í dag. 18 holur með og án forgjafar. ■Opna Húsavíkurmótið, 36 holur með og án forgjafar, verður um helgina. ■Golflúbbur Suðurnesja er með opið mót, 36 holur með og án forgjafar, um helgina. ■Opna austurlandsmótið verður hjá Golf- klúbbi Norðfjarðar um helgina. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. KARFA Firmakeppni KR Firmakeppni KR í körfubolta verður hald- in dagana 5. til 14. júlf f fþróttahúsi KR. Leikið verður f 2x12 mínútur og verður leiktfmi stöðvaður síðustu tvær mfnútur í seinni hálfleik. Að öðru leyti verður farið eftir reglum KKÍ. Keppt verður f riðlum með fjórum liðum í, og það lið sem vinnur sinn riðil kemst áfram í úrslitakeppni. Þátt- tökutilkynningar eru f síma 18177 og 15946 eftir klukkan 19. Þátttökugjald er 10.000 krónur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.