Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 43

Morgunblaðið - 03.07.1993, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 43 FOLX ■ ÍSLAND sigraði Sviss með þremur vinningum gegn tveimur í Evrópukeppni áhugamanna í golfí í gær, og leikur til úrslita í C-riðli Segn Grikkjum í dag. I / DAG fer fram knattspyrnu- leikur í Vestmannaeyjum, milli liðs ÍBV og úrvalsliðs KSÍ, í tilefni af vígslu Hásteinsvallar eftir gagn- gerar breytingar og þess að 20 ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosi. Leikurinn hefst kl. 13. Asgeir El- íasson, landsliðsþjálfari, hefur val- ið 22 manna hóp; þá leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum og verið hafa í landsliðshópnum undanfarið að nokkrum viðbættum. ■ ENSKA fyrstu deildar liðið West Bromvich Albion hefur ákveðið að stefna Ossie Ardiles, fyrrum framkvæmdastjóra félags- ins og núverandi framkvæmda- stjóra Tottenham, til greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem félagið varð fyrir er Ardiles rifti samningi sínum við félagið og gekk til liðs við Tottenham. ■ WBA er líka að íhuga að stefna Alan Sugar stjórnarformanni Tottenham og einnig félaginu sjálfu, og hefur farið fram á það við enska knattspyrnusambandið að það beiti sér gegn Tottenham í málinu. ■ ÞETTA er í annað sinn á fímm árum sem framkvæmdastjóri hefur yfírgefíð félagið. Ron Atkinson hætti hjá Albion árið 1988 og gekk til liðs við spænska félagið Atletico Madrid. Það mál er enn óútkljáð fyrir dómstólum. B TOUR de France hjólreiða- keppnin hefst í dag og eru margir á því að Spánveijinn Miguel Ind- urain nái þar að krækja í þriðja sigur sinn í keppninni í röð. Keppn- in stendur í 23 daga, líkur 25. júlí nk. en þá haf hjólreiðamennirnir lagt að baki 3500 kílómetra. B GIANNI Bugno og Claudio Chiappucci gætu veitt Indurain einhverja keppni, en talið er að yfírburðir hins. síðastnefnda séu það miklir að keppnin nál aldrei að verða/spennandi. B TVÉIR svissneskir hjótreiða- menn hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem helstu keppinautar Indurains, þeir Alez Zuelle og Tony Rominger. Zuelle sigraði í París-Nice keppninni í ár og varð annar í Spánarkeppninni og er til alls líklegur, þó svo að fáir búist við því að hann sigri vélmennið Indurain, eins og Spánverjinn er stundum uppnefndur. B DIEGO Maradona var rekinn frá spænska félaginu Sevilla á þriðjudag, einum degi áður en samningur hans við félagið rann út. Ástæðurnar eru sagðar ýmsar, meðal annars óíþróttamannsleg hegðun, léleg æfíngasókn og slök frammistaða auk þess sem hann sýndi bæði leikmönnum og félaginu virðingarleysi. B PAULO Sousa og Antonio Pacheco hafa gengið til liðs við portúgalska liðið Sporting, eftir því sem forsvarsmenn félagsins segja. Þeir léku báðir með erkifj- endunum í Benfica, en talið er að fjárhagsvandræði félagsins hafí hrakið þá í burtu. B ORLANDO Magic og Golden State Warriors skiptu á nýliðum eftir hið árlega nýliðaval í NBA- deildinni í vikunni. Orlando var fyrst í röðinni og valdi framheijann Chris Webber en skipti síðan á honum og bakverðinum Anfernee Hardaway við Golden State, sem var númer þijú. B SHAWN Bradley var valinn af Philadelphia 76ers sem var númer tvö í röðinni, á eftir Or- lando. Dallas Mavericks var með fjórða valrétt og valdi Jamal Mas- hburn, og Minnesota Timberwol ves, sem var númer fímm í röð- inni, valdi J.R. Rider. HANDKNATTLEIKUR Gunnar Beinteins- son til Söde í Svíþjóð GUNNAR Beinteinsson, iands- liðsmaður í FH, hefur gert tveggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Söde í Stokkhólmi. Hann fer til Svíþjóðar um næstu mánaðar- mót, en jafnframt þvi að leika með liðinu verður hann ifram- haldsnámi í viðskiptaf ræði. Gunnar sagði við Morgunblaðið að málið hefði komið upp eft- ir HM í Svíþjóð á liðnum vetri og verið í deiglunni síðan, en hann hefði ekki tekið ákvörðun fyrr en nú. „Það, sem gerði útslagið, var KNATTSPYRNA að ég komst inní mjög góðan skóla og sló því tvær flugur í einu höggi. Það er vissulega • sárt að fara frá strákunum í FH og ég óska þeim alls hins besta, en vegna námsins er þetta tækifæri, sem ég get ekki sleppt.“ Gunnar fór til Stokkhólms fýrir tveimur vikum og leist vel á aðstæð- ur. Liðið sigraði á sænska hand- knattleiksmótinu utanhúss þriðja árið í röð á dögunum og hefur yfír- leitt verið í sjötta til níunda sæti í deildinni. Gunnar sagði að örfhent skytta frá Rússlandi hefði líka gert samning við félagið, en Eistlending- ur, sem lék með því á síðasta tíma- bili, gekk til liðs við Sávehof. Framhaldsnámið tekur tvö ár og því gerði Gunnar, sem er 26 ára, tveggja ára samning. Hann hefur alla tíð leikið með FH og hefur ekki misst úr leik, síðan hann byij- aði að leika með meistaraflokki 1985. „Þetta er mikil blóðtaka fyrir okkur, því Gunnar hefur verið einn af burðarásum liðsins og góður fé- lagi,“ sagði Kristján Arason, þjálf- ari FH. Gunnar sagði að maður kæmi í manns stað, en Kristján sagðist ekki vera farinn að huga að eftirmanni. Izudin Daði Dervic Izudin Daði frá í tvo mánuði? Izudin Daði Dervic, landsliðsmað- ur í KR, meiddist í deildarleikn- um gegn Val s.l. miðvikudags- kvöld. Sin í þumalfingri slitnaði og hefur hann ekkert getað æft, er í gifsi. Daði sagði við Morgunblaðið að talið væri að hann yrði að vera í gifsi í tvo mánuði, en þar sem ekki væri vist hvort hann gæti spilað með það væri verið að at- huga hvort hægt væri að smíða ámóta vöm úr plasti, sem gerði sama gagn. „Það er fyrst núna, sem verkirn- ir eru ekki að drepa mig,“ sagði Daði í gærkvöldi, en hann vissi ekki hvert framhaldið yrði. „Það skýrist á mánudag, hvort hægt sé að veija fingurinn með plasti, en ég vona það besta.“ Goycochea til bjargar Markvörður argentínska landsliðsins í knattspymu, Sergio Goycoc- hea, var hetja liðsins í undanúrslitaleiknum gegn Kólumbíu í keppninni um Ameríkubikarinn í knattspymu, þegar hann varði víti í vítaspymukeppni og tryggði Argentínu þar með sæti í úrslitaleiknum á morgun gegn Mexíkó. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0:0, og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skomðu úr fyrstu fímm spymunum, en í sjöttu spymu Kólumbíumanna tókst Goycochea að veija spymu Vietors Aristizabals. Vamarmaður Argentínumanna Jorge Borelli tók sjöttu spymu þeirra og skoraði. FRJALSIÞROTTIR Sigurður reynir við lágmarkið í Svíþjóð Sigurður Einarsson, spjótkastari og íþróttamaður ársins 1992, verður ekki með á meistaramóti íslands í frjálsíþróttum, sem fer fram á Laugardalsvelli um helgina, en þess í stað ætlar hann að reyna við lágmarkið fyrir HM í Stuttgart á stigamóti í Stokkhólmi á mánu- dag. Sigurður sagði við Morgunblaðið í gær að vegna meiðsla hefði hann nánast ekkert getað æft síðan á Reykjavíkurleikunum 17. júní. „Ég æfði ekkert í 11 daga, en hef náð tveimur kastæfingum í þessari viku." Hann sagðist ætla að reyna að ná lágmarkinu í Stokkhólmi á mánudag eða í Sviss á miðvikudag, en því miður hefði ekki gengið upp að koma fyrst til íslands. Það hefði kostað of mikið og vegna meiðsl- anna, bólgu í olnboga, væm meiri möguleikar á að ná lágmarkinu í betra veðri. Hann sagði að framhaldið réðist af árangrinum í næstu viku. Ljóst væri að hann yrði við æfíngar í Bandaríkjunum til 20. júlí, en síðan hefði hann hug á að taka þátt í þremur mótum; í Nice í Frakklandi 21. júlí, í London 23. júlí og Kaup mannahafnarleikunum 25. júlí. „Eg ákveð þátttöku þegar þar að kem- ur, en æfíngar og keppni miðast alfarið við HM í Stuttgart." Einar Vilhjálmsson verður heldur ekki á meðal keppenda í spjótkasti. Hann hefur einnig verið meiddur og er erlendis. STIGAMOT Cason vann Andre Cason frá Bandaríkjunum sigraði í 100 metra hlaupi á stigamóti í fijálsum i Lille í Frakklandi í gær. Hann hljóp á 10.03 sek., öðrum besta tíma ársins, og sigraði bæði landa sína Carl Lewis og Dennis Mitchell, sem og Frankie Fredericks frá Namibíu, sem sigraði í 200 metra hlaupi á 20.28 sek. Jan Zelezny sigraði í spjótkasti á mótinu, kast- aði 91,40 metra. KORFUKNATTLEIKUR OvæntíEM þ%jóðveijar tryggðu sér sæti í úrslitum Evrópu- keppni landsliða í körfuknattleik þegar þeir sigr- uðu Grikki í undanúrslitum í gærkvöldi, með 76 stig- um gegn 73. Þeir mæta Rússum í úrslitunum sem sigruðu Króata í gær. Árangur Þjóðverja kom mjög á óvart, besti árangur þeirra til þessa var fimmta sæti á EM. Sigur þeirra var sanngjam, en ólæti grískra áhorfenda skyggðu á sigurgleði þeirra. Gunnar Beinteinsson URSLIT Körfuknattleikur Evrópukeppni landsliða, átta liða úrslit: Munchen Grikkland - Frakkland..........61:59 Rússland - Eistland............82:61 Þýskaland - Spánn..............79:77 Króatía - Bósnía-Herzeg..........98:78^ Leikir um sæti 5 til 8: Eistland - Bosn.-Herzg.........99:91 Spánn - Frakkland..............95:83 Undanúrslit: Rússland - Króatía.............84:76 Sergei Bazarevitch 25, Sergei Babkov 22, Mikhail Mikhailhov 14, Sergei Panov 11 - Danko Cvjeticanin 15, Velimir Perasovic 14, Arijan Komazec 14, Dino Radja 10. Þýskaland - Grikkland..........76:73 Christian Welp 15, Michael Jackel 12, Henn- ing Hamisch 11 - Fanis Christodolou 23, Costas Patavoukas 13, Athanasios Galakte- ros 1- Panagiotis Giannakis 12 Fimm efstu liðin í Evrópukeppninni fá sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið . verður í Toronto í Kanada á næsta ári. Knattspyrna 3. deild: HK-Selfoss........................1:2 Einar Tómasson - Gylfi Siguijónsson, Sig- urður Fannar Guðmundsson Magni - Haukar................. 0:2: Brynjar Jóhannesson, Haraldur Haralds- son. ReynirS.-Víðir....................1:1 - Grétar Einarsson Grótta - Dalvík...................4:0 Kristján Brooks 3, Gisli Jóhannsson - Skallagrímur - Völsungur.........3:4: Finnur Thorlacius 2, Valdimar K. Sigurðs- son - Ingvar Dagbjartsson, Axel Vatnsdal, Róbert Skarphéðinsson, Guðni Helgason. J Fj. ieik ja U J T Mörk Stig I I HK 7 5 0 2 21: 7 15 1 SELFOSS 7 5 0 2 12: 7 15 VÖLSUNGUR 7 4 2 1 15: 10 14 HAUKAR 7 4 1 2 12: 9 13 VÍÐIR 7 3 3 1 10: 5 12 DALVÍK 7 3 1 3 9: 11 10 GRÓTTA 7 2 1 4 13: 13 7 REYNIRS. 7 2 1 4 15: 20 7 SKALLAGR. 7 1 1 5 12: 23 4 | MAGNI 7 0 2 5 3: 17 2 4. deild A: HB - Léttír......................6:3: Ámi Sæmundsson 3, Baldur Eiðsson, Garð- ar Jónsson, Bjami Magnússon - Grétar Grétarsson 3. 4. deiid B: Njarðvík - Hafnir.................1:0___ Freyr Sverrisson - Leiknir R. - Hvatberar...........15:0 Ragnar Baldursson 4, Guðmundur Péturs- son 2, Pétur Guðmundsson 2, Ásmundur Vilhelmsson 2, Guðjón Jóhannesson 2, Bald- ur Öm Baldursson 2, Glsli Þorsteinsson 1. - 4. deiid C: Hvöt-KS...........................3:0 Pétur Arason 3 - 4. deild D: KBS-ValurRf........................7:1 Jón Hauksson 3, Gunnar Larsson 2, ívar Ingimarsson, Andre Raes - Sigurjón Rún- arsson Einheiji - Austri E................5:1 Hallgrímur Guðmundsson 3, Kristján Dav- íðsson, Örvar Karlsson - Steinar Aðalbjöia^M son Huginn - Höttur...................1:4 Baldur Kristjánsson - Hörður Guðmundsson 2, Haraldur Klausen, Grétar Eggertsson NM U-16 ára stúlknalandsliða: ísland - Holland.................0:2 ■íslenska liðið var betri aðilinn f leiknum að sögn Vöndu Sigurgeirsdóttur þjálfara, var meira með boltann en gekk illa að skapa sér færi. Hollendingar skoruðu strax á þriðju mínútu, og síðara markið kom á mínútu, og fékk vart önnur umtalsverð færi í leiknum. íslenska iiðið leikur síðasta leikinn í keppninni í dag, gegn Finnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.