Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 44

Morgunblaðið - 03.07.1993, Side 44
 m lé*ttunfrIftfeU> SKÚLASON HF MéS? S?m169IlOO^slS'BRÉFÍ69U81, 'pÓSTnÚLF^EÍsí^/ AKIJREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 3. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Utanríkisráðuneyti Varað við - áhrifum hvalveiða í GREINARGERÐ sem tekin hefur verið saman í utanrík- isráðuneytinu um hugsanleg áhrif hvalveiða hér við land á íslenska viðskiptahags- muni segir að ekki fari milli mála að neikvæð áhrif geti orðið umtalsverð á til- teknum markaðssvæðum. Óráðlegt sé að taka þá áhættu sem í hvalveiðum felist á núverandi erfiðleika- tímum í íslensku efnahags- lífi án þess að mat fari fram á þeim efnahagslegu og póli- tísku hagsmunum sem í húfi séu. I greinargerðinni kemur fram að hugsanlegt sé að bandarísk stjóm- völd myndu beita refsiaðgerðum sem beint yrði að vöruflokkum sem skipti íslendinga mestu, afleiðingar ávalveiða gætu orðið alvarlegar í Þýskalandi og að hrefnuveiðar ís- lendinga myndu veikja markaðs- stöðu fyrirtækja sem sjá um út- flutning til Bretlands og dreifingu íslenskra afurða þar. Leggja niður sölu íslandsferða „Marks & Spencer og Tesco, sem selja íslenskan fisk á neytenda- markaði, hafa varað íslensk fisk- sölufyrirtæki við því að hefji íslend- ingar hrefnuveiðar verði innkaup þeirra endurskoðuð. Mikil umhverf- isvemdarvakning hefur átt sér stað í Bretlandi á undanfömum ámm eins og heyra má á málflutningi jafnvel íhaldssömustu þingmanna __líindsins. Af upplýsingum frá fuli- trúum Flugleiða í Lundúnum má einnig ráða að stærsti ferðaheild- sali þeirra í Bretlandi muni sjá sig tilneyddan til að leggja niður sölu á íslandsferðum vegna tengsla fyr- irtækisins við World Wildlife Fund, segir í greinargerðinni. Sjá miðopnu: „Vænta má harðra viðbragða..." Tillaga nefndar á vegum dómsmálaráðherra hefur verið lögð fram * Morgunblaðið/Bjami í Þjórsárdal ÞESSI ungmenni voru ásamt fjölmörgum jafnöldrum sínum á leið í Þjórsárdalinn í gærkvöldi frá BSI, en þangað og á Vindheimamela virtist straumurinn liggja um helgina. Þung umferð var á vegnm landsins í gærkvöldi Þúsundir í Þjórsárdal og á Vindlieimamela MIKIL bílaumferð var á vegum landsins í gærkvöldi, en fyrsta helgin í júlí hefur tekið við af hvítasunnuhelginni sem næst mesta ferðahelgi ársins. Sunnanlands lá straumur- inn í Þjórsárdal, þar sem 30 íslenskar hljómsveitir halda tónleika. í gær höfðu um 3.000 miðar selst að sögn Sveins S. Kjartanssonar, annars framkvæmdastjóra tónleikanna. Á Fjórðungsmót norðlenskra hestamanna á Vindheimamelum voru þegar komnir um 2.000 gestir í gær og Valgeir Bjarna- son, starfsmannastjóri þar, sagði að búist væri við um 5.000 manns. í Húsadal í Þórsmörk voru í gærkvöldi um 600 gestir að sögn Omars Óskarssonar, framkvæmda- stjóra Austurleiða, og er það minna en búist var við. Hann sagði að þar mætti búast við þó nokkurri jeppa- umferð. Gunnar Sveinsson, fram- kvæmdastjóri BSÍ, sagði að greini- legt væri að mesti straumurinn frá Reykjavík væri í Þjórsárdal. Jón Otti Gíslason hjá umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að umferð hefði verið meiri en fyrir venjulega helgi síðdegis í gær. Þó hefði ekki verið mikið um tafir af völdum hennar. Selfosslögreglan sagði að mikil umferð hefði verið en þó ekki óeðlilega mikil. Allt hefði gengið vel fyrir sig síðdegis. Gott veður sunnanlands Haraldur Ólafsson veðurfræðing- ur sagði að búast mætti við nokkuð sólríku veðri sunnanlands og gæti hitinn farið upp fyrir 15 gráður. Á Norðurlandi bjóst hann hins vegar við rigningu viða og að hiti mundi verða á bilinu 5 til 10 stig. Hann sagði að búast mætti við súldargus- um á hestamenn á Vindheimamel- Almannavarnir verði sam- einaðar Landhelgisgæzlumii NEFND, sem Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra skipaði í fyrra til að end- urskoða lög um Landhelgisgæzluna, hef- ur skilað áliti og leggur meðal annars til að starfsemi Almannavama ríkisins verði sameinuð Landhelgisgæzlunni. Nefndin leggur einnig áherzlu á aukið samstarf •tiandhelgisgæzlu og veiðieftirlits Fiski- stofu og gerir tillögur að nýjum reglum um framkvæmd löggæzluhlutverks Land- helgisgæzlunnar. Afrakstur starfs nefnd- arinnar eru drög að frumvarpi til nýrra laga um Landhelgisgæzluna. Hlutverk nefndarinnar var að skilgreina verk- efni og markmið Landhelgisgæzlunnar með tilliti —T.il breytinga á starfsumhverfi stofnunarinnar. Sér- staklega átti starf hennar að beinast að hlutverki Landhelgisgæzlunnar á sviði öryggis- og björgun- armála, almannavarna, fiskveiðieftirlits á sjó, vita- þjónustu og mengunarvama, og hver væri hag- kvæmasta verkaskipting Landhelgisgæzlunnar og annarra stofnana, sem vinna að þessum málum. Hagræðing af sameiningunni Eitt af athugunarefnum nefndarinnar var hvort ástæða væri til að sameina rekstur Almannavama starfsemi Landhelgisgæzlunnar. Stofnanirnar hafa átt margvíslegt samstarf og meðal annars hefur almennri vaktþjónustu Almannavama verið sinnt í stjórnstöð Landhelgisgæzlunnar, en stjómstöð Almannavarna í Lögreglustöðinni við Hverfisgötu er aðeins notuð í sérstökum tilfellum. „Nefndin telur ekkert því til fyrirstöðu, að Almannavarnir ríkisins verði formlega sameinaðar Landhelg- isgæzlunni, og starfræktar sem ein af aðaldeildum þeirrar stofnunar, og leggur því til að það skref verði stigið sem fyrst,“ segir í áliti nefndarinnar. Þar er jafnframt lagt til að stjómstöðinni við Hverfisgötu verði áfram haldið í viðbragðsstöðu, en skrifstofur Almannavarna fluttar frá Lauga- vegi og í hús Landhelgisgæzlunnar við Seljaveg. Þá er lagt til að Almannavamaráð starfí áfram, en staða þess breytist og það verði ráðgefandi nefnd í stað þess að vera stjómamefnd. Nefndin væntir þess að bæði Landhelgisgæzlan og Al- mannavarnir geti notið hagræðingar af sameiningu og starfsemin verði þar með markvissari. Viðgerð á Óðni kostar hálft kaupverð nýs skips í áliti nefndarinnar kemur fram að nýrri varð- skipin tvö, systurskipin Ægir og Týr, _séu í góðu ásigkomulagi og muni endast lengi. Óðinn, sem smíðaður var 1959, sé hins vegar í lélegra ástandi. Fyrir dymm standi ýmsar kostnaðarsamar endur- bætur á Óðni, auk vélaskipta, sem líklega muni kosta um það bil helming kaupverðs nýs varðskips af sömu stærð. V estfjarðagöng Ekkihægt að mæla vatns- rennslið í berginu Ísaílrði. GISLI H. Guðmundsson staðarstjóri Vesturís við Vestfjarðagöng taldi síðdeg- is í gær að vatnsrennsli hefði minnkað frá deginum áður. Hann sagði að mjög erfitt væri að meta það því að mælingar hefðu ekki verið gerðar. Hann taldi líklegt að rennslið hefði minnkað um 10-20% frá því mest var. Vegagerðin mun skoða þetta mál eftir helgi, en Hreinn Haraldsson jarð- fræðingur Vegagerðarinnar segir að engar aðferðir séu til, sem hægt er að nota til að kanna vatnsrennsli í jarð- lögum með neinni vissu, nema mjög umfangsmiklar jarðboranir. Talið er að mest allt laust fylling- arefni úr botni ganganna frá vatns- æðinni í Breiðadalsafleggjaranum og út úr göngunum hafi runnið burt. Gísli sagði þó að megin uppi- staðan í undirlaginu væri það gróft gijót að það hefði ekkert hreyfst. Nú er ljóst að ekkert af þessu vatni rann inn í Botnsdalshlutann, en þar plagar menn þó um 250 sekúndu- lítra vatnsrennsli, sem þeir hafa verið að vinna í undanfarið. Vinna liggur niðri Engin vinna er við göngin yfir helgina vegna helgarfría og sagði Gísli að menn notuðu tímann til að spá í spilin. Á mánudag verður svo hafíst handa aftur þar sem þá verð- ur talið heppilegast að vinna, en það hefur vakið athygli hér vestra hvað vinnuflokkamir eru fljótir að skipta um vinnulag, ef aðstæður kalla á slíkt. Úlfar. Sjá bls. 16: „Bergið meira og minna fullt...“ Þyrlupalliir áFaxagarð Þyrluþjónustan hf. hefur fengið leyfi Hafn- arsljórnar til að setja upp og starfrækja þyrlu- pall á bryggjuenda Faxa- garðs, en að sögn Hann- esar Valdimarssonar hafnarstjóra hyggst fyr- irtækið bjóða upp á þjón- ustu- og útsýnisflug það- an. Hannes sagði að þyrluþjón- usta á Faxagarði myndi lífga upp á höfnina og vera æskileg viðbót við þá þjónustu sem þar væri þegar veitt. Sagði hann aðstandendur Þyrluþjón- ustunnar nú vera að afla sér allra tilskilinna leyfa sem þyrfti til starfseminnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.