Morgunblaðið - 13.07.1993, Síða 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13 JÚLÍ 1993
Tour de France hjólreiðakeppnin í ár hófst
laugardaginn 3 júlí í borginni Le
Puy du Fou og lýkur sunnu- Æjm
daginn 25. júlí, í París. /
Þátttakendur eru 180 /
og munu þeir hjóla - ^
samtals 3.800 km K
oguppí 2.802 m / "'C’W
yfir sjávarmáli /HyonJjj
í Ölpunum. /
Heildarverö- / \ Vj
launaféð / ? ' Jp
erum27 / , . /
Forystusauðurinn
hverju sinni hjólar
í gulu skyrtunni
Forkeppni 3. júlí, 6.8km
1 4. júlí 215 km 9 1
2 5. júlí 227,5 10 1
3 6. júlí 189,5 11 1
— Hraðakeppni liða —SSg
.... Hraðakeppni einstaklinga
O Upphafsstaðir leggja
• Upphafs- og endastaðir leggja
REUTER
TOUR DE FRANCE hjólreiðakeppnin
1993
I SKÚLI Ágústsson sigraði án
forgjafar í Opna Mitsubishi mótinu
í golfi sem haldið var á Jaðarsvelli
á Akureyri um helgina. Verðlaunin
á mótinu voru gefín af Heklu og
Heldi á Akureyri, en Skúli er ein-
mitt framkvæmdastjóri og einn eig-
enda Höldurs, og tók því við verð-
laununum nánast úr eigin hendi. -
■ EYJÓLFUR Ágústsson, sem er
bróðir Skúla og starfar einnig hjá
Heldi, tók líka þátt en árangur hans
er ekki í frásögur færandi. Hins veg-
ar datt hann í lukkupottinn þegar
dregnir voru út fjórir þátttakendur
í happdrættinu á mótinu. Hann hirti
þar einn vinninginn, og þvi má segja
að Höldur hafí ekki þurft að sjá á
bak öllum verðlaununum sem fyrir-
tækið gaf til keppninnar.
ínémR
FOI_K
■ ZORAN Micovic, sem lék með
Fylki, er farinn frá félaginu — til
Tindastóls.
■ FIAT, sem hefur verið aðal-
styrktaraðili ítalska knattspyrnufé-
lagsins Juventus, hefur tilkynnt að
fyrirtækið mun ekki styrkja Juvent-
us eins mikið og áður, en mikill sam-
dráttur er í bifreiðaiðnaði
■ SPARKFRÆÐINGAR í Þýska-
landi segja að Köln eigi aðeins eina
stjömu í herbúðum sínum. Það sé
þjálfarinn Morten Olsen, en hann
tekur þátt í æfingum liðsins á fullum
krafti.
■ GAY Whittingham, sem skoraði
47 mörk fyrir Portsmouth sl. keppn-
istímabil og hefur skorað 93 mörk á
fjórum keppnistímabilum fyrir
Portsmouth, hefur skrifað öllum
framkvæmdastjórum úrvalsdeildarl-
iðanna í Englandi bréf, þar sem
hann tilkynnir að hann sé til þjón-
ustu tilbúinn.
■ WHITTINGHAM, sem er 28
ára, fyrrum hermaður, hætti í hern-
um fyrir flórum árum til að ieika
knattspyrnu — hélt þá með skot-
skóna sína til Portsmouth.
■ EINAR Jóhannsson varð i
fimmta sæti á alþjóðlegri keppni í
þríþraut, sem fór fram við Köln í
Þýskalandi um helgina. Þijúhundr-
uð keppendur tóku þátt í keppninni.
Einar fékk tímann 2:23,40 kls. í
flokki 30-35 ára, en sundmaðurinn
Ragnar Guðmudnsson varð í sjötta
sæti í flokki 20-25 ára með tímann
2:28,06 kls.
HÁTTVÍSI
Islensk knattspyrnuforysta er al-
mennt vel á verði, þegar íþrótt-
in er annars vegar. Uppbygging á
knattspymuvöllum talar sínu máli,
góð lið bera með sér markvissa
þjálfun og öflugir stuðningsmanna-
hópar eru til vitnis um
gott starf. íslensk
knattspyma nýtur
þeirrar sérstöðu að vera
ekki í samkeppni við
aðrar íþróttir og því er
sérstaklega mikilvægt
að vera vel á varðbergi
varðandi allt, sem viðkemur grein-
inni með framfarir í huga.
Fyrir nokkrum árum bar stund-
um á miklum mddaskap í leikjum
og eftir því var tekið að leikmenn
yngri flokka fóm að dæmi þeirra
eldri og beittu allra bragða. Alþjóða
knattspymusambandið brást við
með sérstöku átaki, Fair Play, og
knattspymusambönd víða um heim
fylgdu því eftir. Háttvísi, höfum
rétt við, vom einkunnarorð KSÍ og
þeim hefur verið fylgt eftir með
því að útnefna prúðasta lið 1. deild-
ar karla og kvenna sem og prúð-
asta leikmann 1. deildar karla og
1. deildar kvenna með reglulegu
millibili á hvetju tímabili. Þetta
starf hefur borið árangur. Rudda-
legur leikur heyrir til undantekn-
inga í 1. deild. Leikmenn, þjálfarar
og forystumenn liða eru þess með-
vitaðir að háttvísi er til framdrátt-
ar, en fólskulegur leikur til þess
eins fallinn að skemma fyrir.
Knattspyrnuforystan hefur tekið
sig á hvað þetta málefni varðar og
er það vel, en sama verður ekki
sagt um alla stuðningsmenn.
Reyndar hagar mikill meiri hluti
sér óaðfinnanlega, en svörtu sauð-
imir eru of margir og þá ber að
uppræta. Sem betur fer felst
vandamálið ekki í ofbeldi og djöful-
gangi eins og víða ber á erlendis,
heldur er frekar um að ræða dóna-
lega, ókurteisa og óviðeigandi
framkomu gagnvart mótheijum,
dómara, línuvörðum ogjafnvel öðr-
um áhorfendum.
Viðkomandi eru sjálfum sér
verstir með fyrmefndri framkomu,
en þeir geta líka skaðað heimaliðið
hveiju sinni og þannig stuðlað að
eyðileggingu, váldið tjóni, sem erf-
itt getur reynst að bæta.
Félögin vita af hættunni og for-
ráðamenn þeirra beina gjarnan orð-
um sínum til áhorfenda, biðja þá
vinsamlegast um að halda sig á
mottunni og fara ekki inná völlinn
eftir leik, því það geti haft heima-
leikjabann í för með sér. Þessi hátt-
ur hefur augljóslega haft áhrif, en
dónaskapur á pöllunum er enn við
líði. Eitt dæmi. HK hefur mjög svo
frambærilegu liði á að skipa og
leikmennirnir stóðu sig vel gegn
ÍA í bikarkeppninni í liðinni viku,
en sama verður ekki sagt um einn
ákafan stuðningsmann heima-
manna. Hann átti vægast sagt
bágt, en það sem hann lét frá sér
fara verður ekki haft eftir.
í landi kvartana er brýnt að líta
á björtu hliðamar og í því sam-
bandi er knattspyman nærtækt
dæmi. Hún er hin besta skemmtun
og þar sem annars staðar kostar
háttvísin ekki neitt. Áhorfendur
leggja mest af mörkum með því
að þagga á vinsamlegan hátt niður
í svörtu sauðunum. Þeir skilja áður
en skellur í tönnum.
Steinþór
Guðbjartsson
Áhorféndur geta helst
þaggað nidur í svörtu
sauðunum á leikjum
Hvers vegna fór PETUR BIÖRN JÓNSSON með skotskóna útá land?
Ævintýra-
þráin kalladi
LEIKMENN Leifturs á Ólafsfirði hafa verið í sviðsljósinu að
undanförnu — eru í öðru sæti í 2. deildarkeppninni og komnir
í 8-liða úrslit fbikarkeppninni, þar sem þeir leika gegn Keflvík-
ingum í Keflavík. Með liðinu leikur sóknarleikmaður sem hóf
knattspyrnuferil sinn í Svíþjóð sex ára. Það er Pétur Björn
Jónsson, sonur Jóns Péturssonar, fyrrum landsliðsmann úr
Fram, sem lék með Jönköping f Svíþjóð á árum áður.
Eftir
Sigmund Ó.
Steinarsson
Pétur Bjöm, sem er 21 árs, lék
í yngri flokkunum með Fram,
fór síðan til Austra á-Raufarhöfn,
er hann var í 2.
flokki og þjálfaði
og lék með Austra
í 4. deild, en síðan
fór hann til ÍR, en
í fyrra gekk hann til liðs við Leift-
ur. 'Hvers vegna fer strákur af
malbikinu út á land? „Það var
ævintýraþráin sem kallaði. Mér
finnst gaman að vera úti á landi
og kann vel við mig á Ólafsfírði.
Þar er miklu meiri stemmning í
kringum Leiftur en til dæmis IR,
sem er lítið félag í Reykjavík."
- Eruð þið aðkomumennirnir
frægir kappar á Ólafsfírði?
„Við erum ekki heimsfægir, en
óneitanlega vekja aðkomumenn í
litlu bæjarfélagi athygli. Okkur
hefur verið tekið vel og maður
getur hvenær sem er gengið út á
götu til að ræða við fólk.“
- Eru menn ekki að gefa ykkur
góð ráð, eða þá deila á ykkuf!
„Það er alltaf svo að hver maður
hefur ákveðnar skoðanir. Maður
skrifar ýmsar ráðleggingar bak við
eyrað, en ef ég er ekki sammála
þá læt ég viðkomandi heyra mínar
skoðanir. Það er mjög gott fyrir
knattspyrnuna á Ólafsfírði að
áhuginn sé það mikill, að menn
ræða mikið um knattspymuna.
Auðvitað hittir maður alltaf spek-
inga, sem vita allt betur — og vilja
bjarga málunum á einu bretti. Það
hefur gengið vel hjá okkur og á
meðan það heldur áfram er öllum
Ijóst að þjálfarinn er að gera rétt.
A meðan halda hinir ýmsu speking-
ar sér á mottunni."
- Hvað er framundan hjá Pétri
Birni?
„Ég fer í sálfæðináni í Háskólan-
um í haust.“
- Hefur þá hugsað þér að fara á
ný til liðs við þitt gamla félag,
Fram?
„Það kemur einhverntíman að
því að ég fari heim á ný — ég er
Framari og verð það alltaf. Það sem
ég stefni nú að í sambandi við
knattspyrnuna, er að leika með
Morgunblaöið/Svavar B. Magnússon.
Pétur Björn Jónsson — einn af „sjómönnunum“ frá Ólafsfirði, sem
hefur skorað sjö mörk í þremur bikarleikjum í sumar.
tuttugu og eins árs landsliðinu. Það
væri gaman að fá tækifæri til að
sýna sig og bera sig saman við
leikmennina sem leika í liðinu.“
Eru Ólafsfirðingar tilbúnir að
takast á við 1. deildarkeppnina á
ný?
„Já, það eru þeir svo sannarlega
tilbúnir að gera. Hér eru aðstæður
mjög góðar og stuðningsmanna-
hópur Leifturs er stór og öflugur."
- Ætlið þið ykkur 1. deildarsæti?
„Já, við keppum að því. Næstu
tveir leikir okkar verða erfiðir og
eftir þá sjáum við hvar við stönd-
um. Við Iteikum gegn Breiðablik
og Stjörnunni."
- Þið leikið bikarleik gegn Kefla-
vík á milli. Þú stefnir að sjálfsögðu
að skora í þeim leik, eins og hinum
bikarleikjunum þremur?
„Ég stefni að því að skora í öllum
bikarleikjum og þar með talið bik-
arúrslitaleiknum á Laugardalsvell-
inum.“
Við hvað starfar þú á Ólafsfirði?
„Það má segja að ég sé á knatt-
spymuvellinum ellefu til tólf tíma
á dag. Ég starfa við íþróttavöllinn
fyrir hádegi, eftir hádegi þjálfa ég
unglinga og á kvöldin æfi ég sjálf-
ur og aðstoða við þjálfun á kvenna-
flokki Leifturs. Ef ég á einhvern
tíma aflögu, fer ég niður í bæ til
að ræða málin, eða er heima með
bók í hönd eða þá að horfa á sjón-
varp.“
- Ein spurning í lokin — ertu
betri knattspyrnumaður er pabbi
þinn var?
„Ég er bæði fljótari og leiknari
með knöttinn. Styrkleikinn er sá
sami í sambandi við skallabolta,
en ég verð að játa að pabbi var
mikill baráttumaður — fastur fyrir
og harður í hom að taka. Þar hef-
ur hann vinninginn."