Morgunblaðið - 15.07.1993, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
14
Minning
*
Skapti Askelsson
skipasmíðameistari
Fæddur 20. júní 1908
Dáinn 3. júlí 1993
En síðan hann hvarf finnst mér svipminni
gatan en áður,
í sveimnum er engan að sjá,
er stððvi augað og ósjálfrátt haldi þvi kyrru
eins og sturlungi sá.
Um fjölda ára stigu fáir mikilúð-
legri né eftirtektarverðari menn um
götur Akureyrarkaupstaðar en
Skapti Áskelsson, Skapti í Slippn-
um, eins og Akureyringum var lengi
tamast að kalla hann. Röskur með-
almaður á hæð, samanrekinn um
btjóst og herðar, svipurinn festuleg-
ur og ábúðarfullur, fasið rösklegt
og ákveðið. Maður í sóknarönn.
Hann var alinn upp við orf og ár
og sótti m.a. þangað í þrekið og
þolið, hann hafði þá hæfileika og
vitsmuni til að bera, að hann hefði
vel getað skipað breiðan sess í fleiri
en einni stétt, orðið bóndi, útgerðar-
maður, byggingarmeistari eða þá
kaupsýslumaður, en athafnastarf
varð það að vera, svo bauð áhugi
hans. En hann hafði þegar ungling-
urinn eignast þann draum að smíða
skip og þeim draumi lánaðist honum
að fylgja fram: Hann stóð á hátindi
ævi sinnar fyrir smíði fyrsta stál-
skipsins, sem smíðað var við Eyja-
§örð, og jafnframt því stærsta, sem
Islendingar höfðu þá enn smíðað.
Þetta var árið 1966. Nafn Skapta
Áskelssonar er því órofa tengt ís-
lenskri skipasmíði í bráð og lengd.
Það var svo ekki nema eftir atorku-
semi þessa vaska manns, að hann
lét fleiri en eina atvinnugrein af sér
vita áður en starfsdegi hans lauk,
raunar tveim: útgerð áður en hann
sneri sér að skipasmíði og verslun
eftir að hann hætti forstjóm Slipps-
ins á Akureyri.
Nú er þessi vaski athafnamaður
allur eftir erfitt veikindastríð um
nokkur ár. Hann lést 3. júlí sl. Það
er að honum hvort tveggja í senn
sjónarsviptir og atgervismissir, en
„elli hallar öllum leik“. Á þau leiks-
lok horfði karlmennið Skapti
Áskelsson óhvikulum augum. Þegar
sá, er heldur hér á penna, spurði
hann á síðustu árum eftir líðan
hans, svaraði hann gjamast, að
henni væri að vísu ekki að hrósa,
en hann þyrfti ekki að kvarta, hann
ætti góða að. Hann gleymdi aldrei
að geta þess.
Skapti Áskelsson var fæddur 20.
júní 1908 að Austari-Krókum í
Fnjóskadal. Foreldrarnir hans voru
hjónin Laufey Jóhannsdóttir Bessa-
sonar á Skarði í Grýtubakkahreppi
og Áskell Hannesson Friðrikssonar,
fæddur og uppvaxinn að Austari-
Krókum. Voru þessi merkishjón af
sterkum ættstofnum vaxin, en
börðust lengst af efnalega í bökk-
um, enda bammörg, eignuðust 11
börn. Var Skapti hið sjötta í röð-
inni. Þegar hann var á fyrsta ári
fluttust foreldrar hans með skyldu-
lið sitt að Skuggabjörgum í Grýtu-
bakkahreppi og þar og á Skarði
sleit Skapti barnsskóm sínum og
batt órofa átthagatryggð við hvorn
tveggja staðinn, ekki síður Skarð,
bæ móðurforeldra sinna, þar sem
hann byggði sér og sínum sumarbú-
stað á efri ámm og undi þar stund-
um_ löngum og löngum.
Árið 1921 lá leið Áskels Hannes-
sonar og fjölskyldu frá Skugga-
björgum að Fagraskógi við Eyja-
fjörð, en þá jörð fékk hann leigða
um sinn að meginhluta. Mun
Skuggabjargarhjónum hafa sýnst
þar meira olnbogarými hvað at-
vinnu snerti uppvaxandi börnum
sínum, enda athafnastaðurinn
Hjalteyri í nágrenninu, og Áskell
mun og hafa talið, að þar mundu
aukabúgreinar sínar sér hallkvæm-
ari, en hann var smiður mikill, eigi
síst á járn. í Fagraskógi lauk Skapti
barnaskólanámi, en það var sú eina
skólafræðsla, sem hann naut á lífs-
Ieiðinni auk stopuls náms á kveldum
í iðnskóla síðar. Við ýmiss konar
snúninga að fiskvinnu og jafnvel
vitavörslu vann Skapti á Hjalteyri
og eitt sumar var hann við sjóróðra
í Hrísey á Fagraskógarámm sínum,
sem aldrei urðu mörg, því að vorið
1925 keypti faðir hans Svínárnes á
Látraströnd og fluttist fjölskyldan
þangað. Var það þá mikil jörð til
lands og sjávar og sóttu Áskelssyn-
ir þaðan róðra fast og verkuðu afl-
ann. Sannaðist þá skilmerkilega á
Svínárnesheimili, að „mikið er um
þá maðurinn býr“. Sagði Skapti svo
frá síðar, að vorróðramir frá Svín-
ámesi hafi orðið sér ógleymanlegir.
í Svínámesi gerir hann þó statt
fyrir sjálfum sér, að smiður skuli
hann verða, skipasmiður, og það
verður honum að ráði 1927 að ráð-
ast til Antons Jónssonar frá Arnar-
nesi, skipa- og húsasmiðs og þá
einnig umsvifamikils útgerðar-
manns. Hann var búsettur á Akur-
eyri, en hafði útgerð einnig á Hjalt-
eyri og Siglufirði. Skyldi Skapti
vinna hjá honum að skipasmíðum
á vetrum til réttindanáms, en við
útgerð hans á sumrum. Fór svo
fram um þrjú ár og þótti Skapti
Antonsvistin góð, en þó fóru leikar
svo, að Anton varð gjaldþrota og
hvarf frá Akureyri, áður iðnnámi
Skapta varð lokið, og fyrst röskum
10 ámm seinna öðlaðist hann skipa-
smíðaréttindi, með atbeina Antons
að vísu, en einnig aðild hliðhollra
valdamanna. Segir Skapti fróðlega
frá þeirri réttindasókn í athafna-
sögu sinni Skapti í Slippnum og út
kom hjá Skjaldborgarútgáfu 1985.
Árin 1931-1939 stundaði Skapti
bátaútveg frá Grenivík með Þor-
bimi bróður sínum, hinum kunna
forgöngumanni útgerðarfélagsins
Gjögurs hf. síðar, en jafnframt stóð
hann einnig að meiri og minni
smíðaönn. Hann kvæntist 1936 lífs-
fömnauti sínum Guðfmnu Hall-
grímsdóttur frá Glúmsstöðum í
Fljótsdal og reistu þau sér hús á
Grenivík. Guðfinna varð Skapta
mikil heillakona. Hún var ódul í
skapi, glaðvær, hress og hreinskipt-
in. Hún var mér jafnvægisásinn,
orðaði Skapti það síðar á ævinni,
og hefir þá ef til vill orðið hugsað
til stórra skapsmuna sinna og
stríðra á stundum. Honum varð
missirinn sár öldruðum manni, þeg-
ar hún kvaddi á undan honum.
Árið 1939 varð Skapta og Guð-
finnu að ráði og flytjast til Akur-
eyrar frá Grenivík. Höfðu þeir
bræður Þorbjörn og Skapti þá slitið
útgerðarskiptum sínum, enda stóð
hugur Skapta æ meir til smíða en
sjósóknar og hugði sér fremur til
athafnar við þær á Akureyri en á
Grenivík. Réðst hann þar fljótlega
að Skipasmíðastöð Kaupfélags Ey-
firðinga og starfaði þar um 11 ára
skeið. Rómaði hann ætíð mjög
smíðahæfni og verkstjórn Gunnars
Jónssonar, skipasmiðs, verkstjóra
og yfirsmiðs Skipasmíðastöðvarinn-
ar, og taldi sig margt og mikið
hafa af honum lært.
En nú var komið að stórdögum
Skapta Áskelssonar. Árið 1949 kom
Akureyrarbær sér upp dráttarbraut
fyrir 500 lesta skip og varð að ráði
að leigja hana til rekstrar. Var fyrst
um bráðabirgðaleigu að ræða frá
ári til árs, en frá ársbyijun 1952
varð um lengri tíma leigu að ræða.
Beitti Skapti sér þá fyrir hlutafé-
lagsstofnun til að sækja um leig-
una. Hreppti það hlutafélag leiguna
og tók sér nafnið Slippstöðin hf.
og varð Skapti forstjóri stöðvarinn-
ar og veitti henni síðan forstöðu
um 17 ára skeið. Var hún við þau
lok orðin rúmlega 200 manna verk-
stöð og miklum og merkum afköst-
um lokið. Risin í þeim stórleik voru
1966, er Slippstöðin byggði skipið
Sigurbjörgu OF I, 346 lesta stál-
skip, hið fyrsta byggt við Eyjafjörð
og hið stærsta, sem þá hafði verið
byggt á íslandi. í kjölfarið kom
smíði Eldborgarinnar GK 13, 557
lesta stálskips. Loks smíði tveggja
1.000 lesta strandferðaskipa, Heklu
og Esju. Ekki má liggja í láginni,
að öll forstjóraár Skapta var Slipp-
stöðin, auk skipasmíða sinna og
skipaviðgerða, meira og minna í
uppbyggingarstarfi á dráttarbraut-
araðstöðunni. Þótt Akureyrarbær
greiddi kostnað, var vinnan mest
Slippstöðvarinnar. Loks uppsetning
á nýrri dráttarbraut fyrir 2.000
þungatonna skip. í henni fram-
kvæmdi Slippstöðin í forstjóratíð
Skapta fjögra ára flokkunarviðgerð
á frysti- og flutningaskipinu Hofs-
jökli. Enn má geta þess, að undir
stjórn Skapta byggði Slippstöðin
flugturninn og flugstöðvarhúsið að
stærstum hluta á Akureyrarflug-
velli og endurvarpsstöðina á Vaðla-
heiði.
Svo fóru leikar, að Skapta
Áskelssyni var rutt úr forstjórastóli
Slippstöðvarinnar áður en hún fékk
lokið smíði síðara strandferðaskips-
ins. Honum urðu þau stjórnarlok
skiljanlega sár, þótt hann tæki þeim
af karlmennsku. Hann hafði enda
komið æskudraumi sínum fram,
smíðað glæsiskip, svo að söguskil
voru að. Þá sæmd gátu engin stjórn-
né fjármálavöld frá honum tekið,
þótt þau vildu ekki lengur veita
honum þá fjárfyrirgreiðslu, sem
hann taldi sig þá þurfa vegna smíð-
aumsvifa, orðin smeyk við völlinn
á þessári framkvæmdakempu.
Fljótlega eftir að Skapti Áskels-
son lét af forstjórn Slippstöðvarinn-
ar, stofnaði hann byggingavöru-
verslunina Skapta hf. með Hall-
grími syni sínum o.fl. Stóð hann
fyrir þeirri verslun um allnokkur
ár og kom vel á legg, en dró sig í
hlé úr framkvæmdastjórn, þótt
lengur hefði hann þar starf með
höndum, uns veikindi tóku þar fram
fyrir hendur honum.
Skapta og Guðfinnu varð tveggja
sona auðið. Þeir eru Hallgrímur,
skipasmiður, fæddur 23. des. 1937,
kvæntur Hebu Ásgrímsdóttur ljós-
móður. Þau eru búsett á Akureyri.
Og Brynjar Ingi, skipaverkfræðing-
ur, fæddur 8. júní 1945, kvæntur
Sigrúnu Sveinbjarnardóttur, sál-
fræðingi og kennara. Þau eru einn-
ig búsett á Akureyri.
Bragi Siguijónsson.
Ævi og störf Skapta Áskelssonar
eru lýsandi dæmi um afrek þeirrar
kynslóðar sem komin var til vits
og ára þegar lýðveldið var stofnað
— þeirrar kynslóðar sem við eigum
það að þakka að ísland nútímans
er jafnvel búið og raun ber vitni.
Næstum alla byggingar, sam-
göngumannvirki, orkuver og at-
vinnutæki í landinu eru afrakstur
hörkudugnaðar, bjartsýni og fyrir-
hyggju manna eins og Skapta
Áskelssonar. Skapti var maður
framkvæmda — athafnaskáld.
Hann var smiður góður, bygginga-
maður og einn stórvirkasti frum-
kvöðull stálskipasmíða á Islandi.
Skapti lagði gjörva hönd á margt
um dagana. Lífsverk hans var svo
mikið að dugað hefði í mörg venju-
leg ævistörf. Lengst verður hans
minnst sem Skapta í Slippnum,
mannsins sem hafði kjark og út-
sjónarsemi til þess að efla skipa-
smíðastöð á Akureyri sem hafið gat
stálskipasmíði á íslandi á nútíma-
stig. Það merki stendur þó maður-
inn falli. Stundum fannst mönnum
að Skapti sæist lítt fyrir, slíkur var
framkvæmdahugurinn. En þegar
að er gáð sést glöggt hversu fram-
sýnn og vandvirkur Skapti var þeg-
ar hann lét reisa verkstöð Slippsins
á Akureyri. Hann var skilnings-
glöggur á mikilvægi hreinna skipta
milli verktaka og verkkaupa. Sagan
af Skapta og reikningi hans fyrir
byggingu flugturnsins á Akureyri
lýsir þessu einkar vel, hvert sem
sannleiksgildí hennar kann að vera.
Reikningurinn átti að hafa verið
svona: An: Eitt stykki flugturn kr.
1.500.000. Skapti Áskelsson. Alút-
boð hefðu verið Skapta að skapi.
Af öllu þessu er mikil saga sem
ekki verður sögð hér. Þessum fáu
orðum er aðeins ætlað að kveðja
góðan dreng sem fór af þessum
heimi laugardaginn 3. júlí sl., nýorð-
inn 85 ára. Skapti var fæddur 20.
júní 1908 að Austari-Krókum á
Flateyjardalsheiði í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Að Skapta stóðu traustir
þingeyskir stofnar. Hann rækti vel
alla ævi samband við ætt sína og
uppruna. Á efri árum undi hann á
sumrum í sumarhúsi sem hann
reisti með sonum sínum í landi
Skarðs í Dalsmynni. Þar naut hann
sín vel í faðmi fjölskyldunnar og
átthaganna.
Ég kynntist Skapta þegar ég kom
á heimili hans með konu minni
Laufeyju dóttur Þorbjarnar bróður
hans á fyrstu árum sjöunda áratug-
arins. Kært var með þeim bræðrum
Þorbirni og Skapta og mikill sam-
gangur milli fjölskyldnanna. Þessa
nutum við Laufey í ríkum mæli.
Okkur var jafnan tekið tveim hönd-
um þegar við komum á heimili
Skapta og konu hans Guðfinnu
Hallgrímsdóttur á Norðurgötu 53 á
Akureyri, þar sem þau bjuggu
lengst af. Það er í engu of mælt
að hjónaband og heimili þeirra Guð-
finnu og Skapta var farsælt. Synir
þeirra _eru Hallgrímur kvæntur
Hebu Ásgrímsdóttur ljósmóður og
Brynjar Ingi kvæntur Sigrúnu
Sveinbjarnardóttur sálfræðingi.
Samband Guðfínnu og Skapta við
synina og fjölskyldur þeirra var alla
tíð traust og innilegt og barnabörn-
in þeim til mikillar gleði. Guðfinna
var Skapta stoð og stytta í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur og á hún
sinn ómælda þátt í því ævistarfi.
Á þeim árum sem við Laufey
komum oftast á heimili þeirra hjóna
hafði Skapti mikið umleikis. Slipp-
stöðin var í örri uppbyggingu og
Skapti önnum kafinn. En hann gaf
sér jafnan tóm til að segja sína
skoðun á því sem efst var á baugi
og gat þá verið snöggur upp á lag-
ið. Honum fylgdi mikill athafna-
kraftur, oft gerði hann sínar at-
hugasemdir í fáum orðum og var
svo horfinn að sínum verkum. Um
fáa menn verður frekar sagt með
réttu en Skapta Áskelsson, að hann
var stór í sniðum.
Oft þegar Skapti var horfinn frá
borðinu hélt samtalið áfram við
konu hans Guðfinnu og var þar
ekki komið að tómum kofunum. Til
þeirra var gott að koma hvort sem
var í Norðurgötu eða Skarðsskóg.
Fyrir þetta allt viljum við Laufey
og böm okkar heilshugar þakka.
Faðir Skapta, Áskell Hannesson,
var smiður góður á tré og járn.
Smiðshendur og smiðsauga fékk
Skapti því í arf og ávaxtaði þá arf-
leifð vel. Synir hans Hallgrímur,
skipasmiður og verktaki, og Brynjar
Ingi, skipaverkfræðingur, halda
smiðshefðinni vel áfram. Síðustu
æviárin naut Skapti ástríkrar
umönnunar tengdadóttur sinnar
Hebu og Hallgríms sonar síns á
heimili þeirra á Akureyri. Það var
fagurt ævikvöld að loknum miklum
starfsdegi.
Jón Sigurðsson.
An: eitt stykki _ flugturn:
1.500.000 kr. Skapti Áskelsson.
Kunnasta sagan af afa Skapta var
líklega sú að hann hefði sent Flug-
umferðarstjórn reikning sem hljóð-
aði þannig, eftir að Slippstöðin hf.
á Akureyri byggði flugturninn þar
í bæ. Ekki veit ég hvort sagan er
sönn; spurði hann aldrei að því, en
hafi svo verið hefur afa líklega ekki
þótt taka því að vera að sundurliða
það sem hann var að rukka fyrir.
Þegar litið er yfir ævi Skapta í
Slippnum verður hins vegar að
sundurliða.
I
Lítill drengur sest á læri afa síns
kvöld eftir kvöld eftir kvöld. Báðir
eiga sér stóran draum; annar vill
læra að lesa, hinn að Slippstöðin
hf. haldi áfram að vaxa og dafna;
komi fleiri stálfleyjum saman og í
sjó fram. Fyrri draumurinn rættist
að fullu, sá síðari að hluta: afinn
kenndi nafna sínum að lesa og skip-
in urðu fleiri, en Skapti Áskelsson
var ekki þátttakandi í þeim draumi
eins lengi og hann kaus. Undir
stjóm hans hófust stálskipasmíðar
við Eyjafy'örð; hann kom hugsjón
sinni í framkvæmd með miklum
glæsibrag, af krafti og dugnaði.
En um það leyti sem lestrarkunnátt-
an var farin að nýtast nafna hans
af einhveiju viti í upphafi barna-
skólagöngu var framkvæmdastjór-
anum ýtt af sviðinu og fram á
áhorfendapalla. Hann var hins veg-
ar ekki góður áhorfandi; keppnis-
skapið var svo mikið að hann varð
að fá að taka þátt. Hann gat ekki
setið auðum höndum. En í einhveij-
um lestrarbókum kerfisins höfðu
orð sem lýstu framkvæmdastjóran-
um fengið nýja merkingu; hug-
sjónamaðurinn var orðinn að ofrík-
um framkvæmdamanni sem sást
ekki fyrir, frekja komin í stað eld-
móðs og áræðið orðið að ófyrir-
leitni. Draumurinn varð að martröð.
Afi var bitur, þó að hann hafi e.t.v.
ekki látið mikið á því bera eða bor-
ið gremju sína á torg. En ég held
hann hafi aldrei getað fyrirgefið
að óskabarnið skyldi tekið frá hon-
um; hvernig sprautað var á hug-
sjónaeldinn.
II
Hann gat verið harður í horn að
taka og snöggur upp á lagið. Menn
hlustuðu þegar hann byrsti sig.
Hann var oft býsna brúnaþungur;
alvarlegur á svip, allt að því grimm-
ur. Mig grunar krakkamir hafi ver-
ið hræddir við hann, sumir hveijir.
Hann var einhvern veginn ekki eins
og flestir hinir afarnir. Gildur vel
og auk þess gormæltur, enda þótt
sumir ónefndir hafi auðvitað neitað
því staðfastlega þegar vinirnir
nefndu það. Gormæltur? Hverslags
vitleysa er þetta eiginlega? Hvernig
skyldi standa á því að böm skamm-
ast sín fyrir að afi þeirra skuli vera
gormæltur? Fáránlegt, eftir á að
hyggja, þegar það telst mönnum til
tekna að vera öðruvísi — hverfa
ekki í fjöldann. Hann var vissulega
öðruvísi. Setti skemmtilegan svip á
bæinn; broddaklipptur (með „upp-
hár“ eins og Guðfinna systir mín
kallaði það á sínum tíma) arkaði
hann um á skyrtunni þó að öðmm
væri kalt. Og hann braut súkkulaði-
stykkin í tvennt í búðum, áður en
hann borgaði, til að komast að því
hvort þau væru nokkuð gölluð.
Þetta þótti fyndið í barnahópnum.
Innan við harða skurn bjó yndis-
legur afí. „Afi langi Stasti", eins
og hún Arna mín sagði seinna meir.
Það var stutt í glettnina og hlýj-
una. Það fengum við barnabörnin
oft að finna og ekki síður langafa-
bömin þijú; Bára, Arna og Unnar
Þór.
Það sem margir gerðu sér líklega
ekki grein fyrir var, að hér var á
ferð feiminn maður og að mörgu
leyti óframfærinn. Hann var ekki
fyrir margmenni, nema þegar hans
nánustu áttu í hlut, var oft fámáll
og eflaust hafa sumir ranglega tal-
ið hann montinn vegna þessa. Verk-
in sýna merkin, sagði afi oft; fannst
nóg að verkin töluðu og svo mikið
er víst að verk hans eru bæði lang-
orð og hávær.
Hann varð að hafa eitthvað fyrir
stafni. Tók sér reyndar hlé frá störf-
um fyrst eftir brotthvarfið úr
Slippnum, en reisti fljótlega mynd-
arlegt hús við Furuvelli, steinsnar
frá heimili þeirra ömmu, og stofn-
aði þar byggingavöruverslunina
Skapta hf. Þar starfaði hann —
með útsýni að Slippnum — allt þar
■
h
f
I
I
I
f
»
!
»
I)
I
»