Morgunblaðið - 15.07.1993, Blaðsíða 44
SlMI 69110o1s1mBRÉF 691181, BÓSTHÓLF lÍöS / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
I RE'
THÓÍ
FIMMTUDAGUR 15. JULI 1993
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Skýrsla frá OECD
Athuga
þarf skatt
á kvóta
eða afla
í NÝÚKOMINNI skýrslu sem
OECD, Efnahagssamvinnu- og
þróunarstofnun Evrópu, _ hefur
samið um umhverfismál á íslandi
segir meðal annars að athuga
þyrfti árlega skattlagningu kvóta
eða afla, hugsanlega í tengshun
við samsvarandi lækkun á öðrum
álögum. Síðan segir í skýrslunni:
„Með því móti gæti stjórnunar-
kerfi fiskveiða staðið undir sér í
auknum mæli, meira fjármagn
fengist til rannsókna á lífríki sjáv-
ar og tii varnaraðgerða gegn
mengun í sjó.“
I skýrslunni segir að því líffræði-
lega markmiði að tryggja vemd fiski-
stofna hafi verið náð að því er varði
flestar tegundir þó ástand sumra
þeirra valdi áhyggjum, t.d. þorsks.
Stjórnunarkerfíð hafí stuðlað að hag-
ræðingu í sjávarútvegi. Framsal afla-
heimilda milli skipa hafi opnað út-
gerðarmönnum möguleika á að sam-
• -einast um réttindin og nota færri
skip og draga þannig úr kostnaði.
Ennfremur segir í skýrslunni:
„Gjald sem fæst fyrir veiðileyfi og
kvóta mætti nota í auknum mæli til
að fjármagna hafrannsóknir og
styðja þjóðfélagshópa og sveitarfélög
sem bera skarðan hlut frá borði við
að laga sig að breyttum aðstæðum."
Sjá ennfremur á miðopnu.
---------»-♦--♦----
í lífshættu á
Evrópumóti
JÓN Baldursson, einn af spilurum
Islands á Evrópumótinu í brids,
var alvarlega veikur allt mótið.
Meðan á mótinu stóð bárust fregn-
ir af bakveiki Jóns en þegar hann
kom heim og fór í læknisrannsókn
kom í ljós að hann var með bráða
kransæðastíflu. Gekkst hann undir
hjartaþræðingu og kransæðaútvíkk-
un skömmu síðar.
Sigurður B. Þorsteinsson læknir
segir að Jón hafí tvímælalaust verið
í umtalsverðri lífshættu meðan á
Evrópumótinu stóð.
Sjá bls. 16: „Keppti á Evrópu-
móti ..."
Kröftugar laxagöngur
LAXAGÖNGUR hafa aldrei verið jafn kröftugar í hafbeitarstöð Silfurlaxs
í Hraunsfírði á Snæfellsnesi og síðustu 7-8 daga. Áætlað er að hvern
sólarhring hafí 3-4.000 eins og tveggja ára laxar leitað uppruna síns í
stöðinni í botni fjarðarins og telur Júlíus B. Kristinsson, framkvæmda-
stjóri, ástæðu til að ætla að 4.-6.000 laxar á mánudag sé með því mesta
Morgunblaðið/Einar Falur
af Atlantshafslaxi sem komið hafí á einum sólarhring í hafbeitarstöð.
Hann segir að um 3.500 löxum sé slátrað í stöðinni á hverjum degi og
nálgist tala slátraðra laxa 30.000. Þrátt fyrir gott gengi undanfarið
varar Júlíus við óraunhæfri bjartsýni því ekki sé hægt að reikna út ferð-
ir laxsins. Á myndinni er verið að slátra laxi hjá Silfurlaxi í fyrradag.
Mesta atvinmileysi meðal
múrara og smiða í áratugi
60% fleiri einstaklingar en í fyrra eru nú án atvinnu í Reykjavík
MUN MEIRA atvinnuleysi er núna í Reykjavík en á sama tíma í
fyrra og teygir það sig yfir í stéttir, þar sem það hefur varla
þekkst áður á þessum árstíma. Hátt í 50 trésmiðir eru nú atvinnu-
lausir og í fyrsta skipti í fjölda ára eru múrarar á atvinnuleysis-
skrá. Hyá Ráðningarstofu Reykjavíkur eru 60% fleiri skráðir at-
vinnulausir en á sama tíma í fyrra eða 2.332 einstaklingar. Grét-
ar Þorsteinsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, segir að
biðin sé farin að lengjast fullmikið eftir aðgerðum gegn atvinnu-
leysi, sem samið var um í kjarasamningum.
Yfirvinnubann flugvirkja raskar áætlunum hjá Flugleiðum
Líkur á töfum í dag
FUNDUR vegna yfirvinnubanns flugvirkja hefur verið boðaður
hjá ríkissáttasemjara nk. mánudag. Allnokkrar tafir urðu á
flugi Flugleiða í gær vegna bannsins og búist er við einhverj-
um töfum í dag, fimmtudag, en seint í gærkveldi var ekki Ijóst
á hvaða flugleiðum tafir yrðu. Að sögn Jóhannesar Bragason-
ar trúnaðarmanns flugvirkja er óbreytt staða í samningavið-
ræðum og segir hann samningahorfur dökkar, ekkert hafi
þokast í samkomulagsátt.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki hefði verið
lagt mat á fjárhagslegt tjón fé-
lagsins vegna seinkana en tölu-
vert óhagræði hefði af hlotist.
„Það er mjög bagalegt að þess-
ar aðgerðir skuli koma á háanna-
tíma. Við vorum að tryggja fram-
tíð þessarar íðngreinar með bygg-
ingu flugskýlisins og höfum verið
að reyna að fá erlend flugfélög
til að koma með sitt viðhald hing-
að. Það er ekki auðvelt þegar við
getum átt von á verkföllum eða
yfírvinnubanni hvenær sem er,“
sagði Sigurður.
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Við vinnu
FLUGVIRKJAR við vinnu á
Védísi í gær en hún átti að
fljúga síðdegis í gærdag.
Atvinnuleysi hjá trésmiðum í
Reykjavík fór í mars upp í um 140
manns eða tæp 15% af félags-
mönnum en hefur minnkað niður
í 40 til 50 manns í júlí. Grétar
segir að ekki virðist, sem atvinnu-
lausum muni fækka meira. Á sama
tíma í fyrra voru að sögn Grétars
15 til 20 trésmiðir atvinnulausir.
Stórfyrirtæki segja upp
„Ég óttast að atvinnulausum
fari að ijölga snemma í haust, það
er vitað meðal annars um upp-
sagnir á miklum fjölda manna hjá
stórfyrirtækjum,“ segir Grétar.
Hann segir að félagið reyni að
gera hvað það getur til að tryggja
■ fleirum vinnu. „Okkur finnst
reyndar ganga dálítið seint fram-
vindan í sambandi við þessi at-
vinnuskapandi verkefni, sem var
samið um. Sannast sagna stóðum
við í þeirri trú þegar við vorum
að semja að það yrði gengið í þessi
verk strax næstu daga eða allra
næstu vikur. Að mínu viti hefur
þetta dregist alltof mikið,“ segir
Grétar.
Þarf að dreifa vinnunni
„Meginmálið er auðvitað að
reyna að tryggja öllum vinnu og
þáttur í því er að reyna að dreifa
þeirri vinnu, sem er til ráðstöfun-
ar,“ segir Grétar en hann segir
að félagið hafi reynt að vinna í
þeim málum en talað fyrir daufum
eyrum.
„Það eru nokkrir stórir vinnu-
staðir ekki síst hjá opinberum aðil-
um eins og Reykjavíkurborg og
ríkinu, þar sem unninn er óheyri-
lega langur vinnutími á sama tíma
og tugir iðnaðarmanna eru at-
vinnulausir," segir Grétar og bæt-
ir við að það sé til dæmis ekki í
takt við þessar aðstæður að setja
af stað stórverkefni í júlí, sem eigi
að skila í september. Hann telur
að það ætti að setja í útboðsgögn
það skilyrði að verkið sé unnið í
dagvinnu.
Haustið lítur illa út
Gísli Dagsson, formaður
Múrarafélags Reykjavíkur segir
að sjö múrarar séu á atvinnuleysis-
skrá hjá félaginu núna en í maí
og júní hafí þeir verið milli 10 og
15. Hann segir að atvinnuleysi
hafi verið óþekkt hjá múrurum á
þessum tíma árs í mörg ár þar
með töldu síðasta ári. Múrarar
staldri jafnan stutt við á atvinnu-
leysisskrám en „þegar fer að
hausta og kólna líst okkur frekar
dapurlega á ástandið,“ segir hann.