Morgunblaðið - 15.07.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.07.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993 21 Rússar gagnrýna laga- breytingu Eistlendinga Moskvu. Reutcr. RÚSSAR gagnrýndu í gær Eistlendinga fyrir ný lög um ríkisborgararétt sem hinir fyrrnefndu telja skerða mann- réttindi rússneska minnihlutans í Eistlandi. Lögunum var nýlega breytt og segir Lennart Meri Eistlandsforseti að þá hafi verið farið að tilmælum Evrópuráðsins og Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, sem vildu að komið yrði til móts við kröfur Rússa. Tugir rússneskra landamæravarða felldir í Mið-Asíu Moskvu. Reuter. RÚSSNESK stjórnvöld hétu því í gær að auka viðbúnað landa- mæravarða á mörkum Mið-Asíulýðveldanna Tadzhíkistans og Afganistans en 20 Rússar féllu I átökum við skæruliða frá báðum löndunum á þriðjudag. Að beiðni stjórnar Tadzhíkist- ans hafa Rússar haldið uppi gæslu á landamærunum og haft herbækistöð í landinu frá síðustu áramótum en Tadzhíkistan var áður Sovétlýðveldi. Konstantín Kobets, aðstoðar- varnarmálaráðherra Rússlands, hvatti rússneska þingið til að sam- þykkja að sendar yrðu flugvélar og fótgöngulið úr hernum til að aðstoða við gæsluna. Mikilvægt væri að þingmenn samþykktu strax áætlun yfirmanna hersins. Hann hefði enn sem komi væri enga lagalega heimild til að grípa til raunverulegra hernaðaraðgerða á svæðinu og „drengirnir okkar munu [ella] láta lífið“. Að sögn utanríkisráðuneytis Tadzhíistans féllu á milli 100 og 200 óbreyttir borgarar á svæðinu í átökunum sem stóðu í sólarhring og var beitt sprengjuvörpum. Auk landamæravarðanna féll liðsmaður í rússneskri hersveit sem hefur bækistöð í höfuðborginni, Dús- hanbe. Tadzhíkistan hefur margsinnis kvartað við afgönsk stjórnvöld vegna meints stuðnings þarlendra mujahedin-skæruliða við tadzhíska skæruliða sem flúðu land eftir hörð innanlandsátök fyrr á þessu ári og í fyrra. Að vera eða vera ekki Shakespeare London. Reuter. BRESKIR sérfræðingar í verkum Williams Shakespeare segja að handrit sem fullyrt var í vikunni að væri að löngu glötuðu leikriti skáldsins, Cardenio, væri það alls ekki. Bandaríska vikuritið News- week skýrði frá því á mánudag að handritafræðingur í New York, Charles Hamilton, hefði sannreynt með rithandar rann- sóknum að handrit í bresku þjóð- arbókhlöðunni væri að leikriti sem William Shakespeare hefði skrifað í samvinnu við lærisvein sinn John Fletcher árið 1612. Hamilton bar saman handritið og erfðaskrá Shakespeare og sagðist vandræðalítið geta sann- að fyrir rétti að leikverkið væri skrifað af erfðarskrárhöfundin- um. Sérfræðingar í skáldverkum Shakespeare við háskólana í Oxford og Birmingham gerðu lítið úr fullyrðingum Hamiltons og sögðu að líklega hefði skáld- ið ekki skrifað erfðaskrána sína, það hefði annar maður gert fyr- ir hann. „Það sem virðist hafa átt sér stað er að Hamilton hef- ur rekist á handrit sem við allir þekkjum,“ sagði Martin Wiggins við Shakespeare-stofnunina í Birmingham-háskólanum. Það væri að leikritinu „Second Maid- en’s Tragedy" eftir leikskáldið Thomas Middleton sem áritun ritskoðara benti til að skrifað hefði verið árið 1611. Rýmingarsala a kjólum Verö 3.000 til 7.000 kr. Elísubúðin, Skipholti 5. „Því miður er enn um að ræða mismunun í lögunum. Yfirlýsing ráðamanna Eistlands um að réttindi rússneskumælandi minnihlutans yrðu virt hefur ekki reynst á rökum reist,“ sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, Sergej Jastrszhembskí, á fréttamanna- fundi. „Rússar munu enn sem fyrr hafa áhyggjur af framvindu mála í Eistlandi“. Rússar eru um þriðjungur íbúa Eistlands og hafa langflestir flust þangað eftir að landið var innlimað með valdi í Sovétríkin 1940. Sam- kvæmt lög„num ber þeim að sækja um borgararátt eða dvalarleyfi; velji þeir fyrrnefnda kostinn er það sett sem skilyrði að umsækjandi kunni 1.500 orð í eistnesku og hafi búið í nokkur ár í landinu. Eistlendingar benda T að það hafi verið markviss stefna sovéskra yfirválda að reyna að drekkja þjóð- erni þeirra með því að flytja Rússa til landsins. Eistland og hin Eystra- saltsríkin, Lettland og Litháen, komust undir yfirráð Rússa á 18. öld en nutu sjálfstæðis á árunum milli heimsstyrjaldanna. Löndin þtjú hafa skipt Rússland miklu máli vegna landfræðilegrar legu og einkum hafnaraðstöðu fyrir herflot- ann. ERLENT Reuter Clinton heitir neyðaraðstoð BILL Clinton Bandaríkjaforseti kannaði ástand á flóðasvæðum í miðvesturríkjum landsins í gær og hét því að beita sér fyrir því að þingið samþykkti tafarlaust 2,5 milljarða dollara fjárveitingu til þess að bæta tjón sem hlotist hefði af völdum flóðanna. Fór Clinton í þyrluflug yfir Des Moines en miðborgin er undir vatni og drykkjarvatn á þrotum. Á myndinni er Chinook-þyrla að flytja dráttarvél í vatnshreinsiver borgarinnar en vonast er til að starf- semi hefjist þar að nýju um helgina en þá er búist við að flóðin réni. Q 1.500 KR. Á MÁNUÐI OG ÞIÐ FÁIÐ STIGAHUSIÐ teppalagt Já, það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigana. Hér eru dæmi um verð á viðurkenndum teppum sem þola mikið álag. Dæmi 2:8 íbúða stigahús í Stóragerð Dæmi 1: 6 íbúða stigahús í Flúðaseli. Staðgreiðsluv. Kr.26.147,- pr. íbúð. M/afborgunum. Kr. 27.200,- pr. íbúð. 8 mánaðargr. Kr. 3.400,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. Kr. 2.300,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. Kr. 1.500,- pr. ibúð. Staðgreiðsluv. M/afborgunum. 8 mánaðargr. 12 mánaðargr. 18 mánaðargr. Kr. 22.000,- pr. íbúð. Kr. 23.200,- pr. íbúð. Kr. 2.900,- pr. ibúð. Kr. 1.900,- pr.íbúð. Kr. 1.300,- pr. íbúð. Algengt er að útborgun nemi 1/3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum.Sumir kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgunum á I I til 18 mánaða greiðslutímabi! Með þeim hætti getur mánaðargreiðsla farið niður í kr. 1.500,- pr. íbúð. 5 ARA BLETTA- OG SLITÞOLSABYRGÐ Við bjóðum ávallt sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús. Við fjariægjum gömul teppi, mælum upp, sníðum og leggjum fljótt og vel. Við lánum störar teppaprufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er. UMB0ÐSMENN UM UND ALLT ^X/AR GERÐIRTEPPA ÍTUGUM LíTa TEPPABÚÐIN ÖLL GÓLFEFNI Á EINUM STAÐ TEPPI» FLÍSAR « PARKET • DÚKAR • MOTTUR ■ GRASTEPPI • VEGGDÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍM0TTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI ‘wST ® GÓLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SÍMI 91-681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.