Morgunblaðið - 15.07.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
39
VELVAKANDI
Seðlaveski tapaðist
SVART leðurseðlaveski með
greiðslukorti, skilríkjum o.fl. tap-
aðist í tívolíinu við hafnarbakkann
sl. sunnudagskvöld. Finnandi vin-
samlega hafi samband í síma
656005.
Peningaveski tapaðist
FJÓLUBLÁTT peningaveski tap-
aðist aðfararnótt sl. laugardags í
Austurstræti. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 680567 eftir kl.
17.
GÆLUDÝR
Kettlingar
TVEIR kettlingar, læða og fress,
9-10 vikna gamlir óska eftir góðu
heimili. Upplýsingar í síma
811330 éða síma 670729.
Kettlingar
BLÍÐAN og kassavanan kettling
og fallega læðu bráðvantar heim-
ili strax. Upplýsingar í síma
652573.
Kettlingar
TVEIR ljúfir 'kettlingar, fress og
læða, u.þ.b. 8 vikna, annar svartur
og hvítur, hinn grábröndóttur, fást
gefins á gott heimili. Upplýsingar
í síma 685693.
Kettlingar
TVEIR kassavanir 7 vikna kettl-
ingar, grár högni og svört læða,
fást gefins. Upplýsingar í síma
41637 eða 40386.
Kettlingar
GULLFALLEGIR tveggja mánaða
kettlingar, kassavanir og blíðir,
fást gefins. Upplýsingar í síma
651946.
Kettlingur
ÞRIGGJA mánaða kassavön læða
fæst gefins á gott heimili. Upplýs-
ingar í síma 28747 eftir kl. 16.
Köttur í óskilum
GULBRÖNDÓTT fress, u.þ.b.
þriggja mánaða, með hvítar loppur
og hvíta týru í rófu, fannst við
Keldur sl. föstudag. Kannist ein-
hver við kettiinginn má hann
hringja í síma 71015 eða 673700.
Hanna.
Týndur köttur
YRJÓTTUR skógarköttur, læða,
tapaðist frá Vesturvangi í Hafn-
arfirði. Hún er eyrnamerkt
„R3H010“. Hafi einhver orðið
hennar var er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma 52924.
Týndur síamsköttur
SÍAMS-fressköttur týndist frá
Brúnastekk 9. Hann er með ól.
Þeir sem hafa séð til ferða hans
vinsamlega hafi samband í síma
870226.
LÖGLEGT EN
SIÐLAUST
KONA hringdi til Velvakanda og
hafði þá sögu að segja að hún
færi stundum út að dansa og þá
oftast í Danshúsið í Glæsibæ. Hún
sagði að sú nýbreytni hefði verið
tekin upp á staðnum að selja fólki
vatn. Ekki væri lengur hægt að
fá ókeypis kranavatn heldur ein-
ungis kolsýrt vatn á flöskum.
Henni finnst það siðleysi af hálfu
veitingahúsaeigenda að láta gesti
greiða aðgangseyri, sem er í Dans-
húsinu í Glæsibæ átta hundruð
krónur, en gefa fólki ekki kost á
ókeypis kranavatni, sem þó er nóg
af. Hvað verður reynt að hafa af
fólki næst? — Kannski að láta það
borga inn á salemin?
ÞAKKIR TIL 10
DROPA
NEÐARLEGA við Laugaveginn
er kaffihúsið 10 dropar. Það hefur
löngum verið vinsælt fyrir heima-
bakaðar kökur og létta rétti í há-
degi. En nú hefur breyting orðið
á hádegismatseðlinum, að farið
er að bjóða upp á suður-indverska
grænmetisrétti. Með þessu er ekki
einungis komið til móts við græn-
metisætur, heldur_ alla þá sem
unna góðum mat. Ég þakka þeim
á 10 dropum fyrir frábæran mat
og góða þjónustu hvenær sem ég
kem í hádeginu. Einnig hvet ég
alla þá sem vinna í nágrenninu
eða eru á ferð í bænum að gefa
sér tíma til að heimsækja 10 dropa
og gleðja bragðlaukana. Takk fyr-
ir mig.
Kristín Bergmann,
Óðinsgötu 5,
Reykjavík.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Ljósmynd í heima-
tilbúnum ramma
FUNDIST hefur ljósmynd í heima-
tilbúnum ramma af Elísabetu, 9
ára. Upplýsingar í síma 12983.
Stelpujakki tapaðist
BLEIKUR stelpujakki tapaðist
þann 4. júlí sl. á leiðinni frá vest-
urbæ Hafnarfjarðar og upp í
kirkjugarð. Finnandi vinsamiega
hringi í síma 51771.
Týndi dúkkunni á
Landspítalanum
LÍTIL stúlka, Guðbjörg Ásta Jóns-
dóttir, heimsótti móður sína á
fæðingardeild Landspítalans 30.
júní sl. í þeirri heimsókn týndi hún
uppáhaldsdúkkunni sinni sem hún
hefur mikla þörf fyrir þegar að
svefntíma kemur. Þetta var sem
sagt uppáhaldsdúkkan og aðrar
dúkkur skipa ógjaman þann sess.
Dúkkan er í bláröndóttum kjól og
bleikri peysu og hún er hárlaus á
höfðinu. Hafi einhver fundið dýkk-
una þá er viðkomandi vinsamlega
beðinn að láta vita í síma 72290
í Hrafnhólum 8 í Reykjavík. Krist-
ín.
Regnjakki tapaðist
RAUÐUR Ajack-regnjakki
gleymdist við snyrtiaðstöðuna á
tjaldsvæði að Brunnum skammt
frá Hvallátrum eða Látrabjargi
fimmtudaginn 8. júlí sl. Finnandi
vinsamlega hringi í síma 35955.
Úr tapaðist
KARLMANNSTÖLVUÚR með
gylltri keðju, Casio, tapaðist í
Borgarkringlunni eða í miðbænum
sl. mánudag. Heimilisfang, nafn
og símanúmer var grafið aftan á
úrið en stafirnir orðnir nokkuð
máðir. Finnandi vinsamlega hafið
samband í s. 671097.
Gleraugu fundust
GLERAUGU í gráyrjóttri plast-
umgjörð fundust fyrir utan Hótel
Borg fyrir nokkru. Þetta eru lík-
lega lesgleraugu. Upplýsingar í
síma 603153 á daginn. Sturla.
Leikföng í óskilum
LEIKFÖNG fundust á leiksvæði
við Landakotskirkju mánudaginn
12. júlí. Eigandi getur vitjað þeirra
í síma 24966.
GÆLUDÝR
Kettlingur I óskilum
STÁLPAÐUR kettlingur, svart-
og hvítflekkóttur, er í óskilum í
Hrísmóum, Garðabæ. Upplýsingar
í síma 656868.
Köttur í óskilum
SVARTUR og hvítur fressköttur
(kettlingur), ómerktur, hefur verið
á þvælingi við Baldursgötu 12 í
Reykjavík síðustu daga. Hann er
með mjög mjótt trýni og tvo svarta
depla á nefinu. Upplýsingar í síma
25859.
Vafasöm
leiksýning í
Bohmgarvík
Frá Sigríði Eymundsdóttur:
Það mátti ætla að eitthvað spenn-
andi stæði til í Bolungarvík 26. júní
sl. er sjónvarpið sýndi fréttamynd
af þéttstaðinni bryggju af heima-
fólki. í þeim hópi mátti sjá þekkta
leikara úr Reykjavík.
Það var jú ekki beint leiksýning,
er fram átti að fara á bryggjunni,
en sýning var það samt, og að mín-
um dómi ekki beint skemmtileg.
Sægarpar á bátnum Guðný ÍS
höfðu verið á sjó, trúlega til að
veiða fisk, en óvart hittu þeir á ís-
björn, syndandi í sjónum 60 sjómíl-
ur norður af Horni.
Þeir sáu ekkert annað úrræði en
að drepa dýrið og það á ógeðslegan
hátt. Það mátti ætla, að annarra
kosta hefði ekki verið völ en ráðast
að dýrinu.
Þarna á bryggjunni var síðan
rætt við aðal hetjuna í fyrrgreindu
atviki og þar var ekki komið að
tómum kofa. Hann vissi að bangsi
hefði jú hvort sem er verið að gef-
ast upp á sundinu. Þeir eru ekki
blankir í líffræði þarna fyrir vestan.
Svo bjóst sá, er spurður var, við
því að fá nokkurn pening fyrir
bangsa, annað hvort í heilu lagi eða
á annan hátt. Þarna var peninga-
von, ekki veitti af í öllu peningafár-
inu í Bolungarvík.
Mitt álit á fyrrnefndu atviki er
viðbjóður. Ég segi því: Skammist
þið ykkar vel og lengi. Ég vona,
að við íslendingar eigum ekki marg-
ar þessu líkar hetjur.
SIGRÍÐUR EYMUNDSDÓTTIR,
Njörvasundi 19, Reykjavík.
Pennavinir
Þýsk 36 ára kona, tveggja
drengja móðir, í hlutastarfi á bóka-
safni, með áhuga á bókalestri,
bréfaskriftum, hjólreiðum og að
læra tungumál. Skrifar bréf sitt á
góðri sænsku en skrifar einnig
ensku og frönsku auk þýsku:
Inge Nelhubel,
Kastanienweg 45,
W-6830 Schwetzingen,
Germany.
Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka
með áhuga á ferðalögum, matar-
gerð og námi því sem hún stundar
en frá því er ekki greint nánar:
Nana Ajuah Serwaa,
P.O. Box Kl,
Cape Coast,
Ghana.
Hollensk 35 ára kona með áhuga
á bréfaskriftum, frímerkjum, sigl-
ingum, skíðaferðum, auk þess sem
hún safnar greinum um John F.
Kennedy fyrrum Bandaríkjaforr-
seta, vill skrifast á við konur:
Jeanette L. van der Vlies,
Menno ter Braaklan 101,
2624 TC Delft,
Holland.
Frá Tanzaníu skrifar 22 ára pilt-
ur með áhuga á tónlist, íþróttum
og ferðalögum:
Joseph J.S. Shangali,
P.O. Box 55152,
Dar Es Salaam,
Tanzania.
Frá Ghana skrifar 27 ára stúlka
með áhuga á ferðalögum og sjón-
varpi:
Araba Asafuabah,
P.O. Box A84,
Cape Coast,
Ghana.
Áströlsk 45 ára kona, tveggja
dætra móðir, með áhuga á tónlist,
útivist o.fl. Vill eignast pennavini í
landi þar sem mikið snjóar en aldr-
ei fellur snjókorn á hennar heima-
slóðum og segist hún t.d. ekki eiga
kápu! Þess gerist ekki þörf vegna
veðursældar:
Lee Weggelaar,
6 Wicks Street,
Eden Hill,
Western Australia 6054,
Australia.
,/ Bg get ekti, munab þai: km bokheUd-
arar „ i/instrL heiLL " ekam h&Qrí heiU V'
Með
morgunkaffinu
mönnum þarna, en það er
ekki þar með sagt að þeir
séu mannætur.
Ast er ...
TM Reg. U.S Pat 0«.—all rlghts reserved
® 1993 Los Angeles Tlmes Syndicate
Nágrannar okkar koma I
heimsókn í kvöld. Viltu ekki
fara i hreinan nærbol.
HÖGNI HREKKVÍSI