Morgunblaðið - 15.07.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
15
til 1983, er hann settist í helgan
stein.
III
Afi átti sterka stoð þar sem
amma Guðfinna var. Hún var úr
Fljótsdalnum, sannkallaður skör-
ungur sem bjó þeim dásamlegt
heimili á Norðurgötu 53. Hjá Guð-
finnu Hallgrímsdóttur var aldrei
komið að tómum kofanum í neinum
skilningi. Skoðanir hafði hún á öllu
og lá ekki á þeim; var hörkutól en
brosmild, lífleg og skemmtileg
kona. Glaðvær hetja, sem átti við
erfið veikindi að stríða og hvarf á
brott úr þessum heimi allt of
snemma, 69 ára að aldri síðsumars
1979. Missirinn var ólýsanlegur þó
að ef til vill hafi hann ekki verið
óvæntur á sínum tíma. Bn óskiljan-
legur fannst mér hann og finnst
enn. Mannlegur máttur ræður engu
um brottfarartíma; eflaust erum við
öll með einhvers konar apex-miða
sem ekki er hægt að breyta, en
benda mætti almættinu á að svona
ömmur á það ekki að hrifsa til sín
svo snemma.-'
iin
Afi varð 85 ára 20. júní. Lá þá
í rúmi sínu á Fjórðungssjúkrahús-
inu, þar sem hann dvaldist síðustu
vikurnar. Við komum öll til hans,
nánustu ættingjar, sátum langa
stund, en samræður voru ekki eins
líflegar og stundum áður. Öllum var
ljóst að nú styttist í brottför; kraft-
ar voru í kögglum og hugsjónimar
miklar á sínum tíma, en þreytan
var orðin augljós. Eftir að heymin
varð verri og sjónin svo slæm að
hann gat nánast ekkert lesið lengur
varð hann sár. Honum leið vel á
heimili foreldra minna og bróður,
Hebu, Hallgríms og Ásgríms Arn-
ar, í Reynivöllunum, þar sem hann
eyddi síðustu ámnum, en þegar
hann gat ekki orðið bjargað sér
sjálfur svo vel færi var enginn til-
gangur lengur. Hann vildi ekki vera
upp á aðra kominn.
Hann var ekki að kynnast veik-
indum í fyrsta skipti nú; veiktist
mjög alvarlega fyrir um 30 ámm,
en náði sér ótrúlega vel og síðustu
árin kom það oft fyrir að menn
héldu að komið væri að leiðarlokum.
En viljastyrkurinn og krafturinn var
slíkur að alltaf reis afi upp og var
farinn að arka um Eyrina af sama
þrótti og fyrr.
Þegar ég heimsótti afa i síðasta
sinn, til að kveðja fyrir suðurför,
hafði hann orð á því að þetta gæti
ekki gengið svona mikið lengur,
enda hafði hann verið rúmfastur í
nokkrar vikur; kyrrsetan var ekki
fyrir Skapta Áskelsson. Ég kvaddi
hann með kossi, og sagði: „Hafðu
það gott, afi minn. Við sjáumst
fljótlega aftur.“ Já, svaraði hann
lágt, en það var öðruvísi að horfa
í augun en áður. Hann vissi ég
kæmi aftur von bráðar í frí — ég
kom, en hann var farinn í síðustu
ferðina; dó fjórum dögum eftir að
við kvöddumst.
Liklega geta menn slappað vel
af og haft það huggulegt í efra,
hvílt sig eftir jarðvistina. Ef ég
þekki afa rétt kemur hann hins
vegar ekki til með að sitja aðgerðar-
laus frekar en fyrri daginn. Skipa-
smiðum á himnum hefur bæst góð-
ur liðsauki, þannig að nú verður
líklega hægt að hefjast handa við
að endurnýja himnaflotann. Ef þess
gerist ekki þörf hlýtur að minnsta
kosti að vera hægt að kenna ein-
hveijum að lesa.
Skapti Hallgrímsson.
Burðarás fallinn, styrkur ás úr
atvinnubyggingunni, Skapti
Áskelsson skipasmiður, alltaf kall-
aður Skapti í Slippnum, lengi for-
stjóri Slippstöðvarinnar á Akureyri.
Frumkvöðull að smíði stórra skipa
á sjöunda áratugnum, lét þá byggja
Hekluna og Esjuna, strandferða-
skipin, atorkumaður og ókvalráður.
Hann hafði sér þá til liðs frábæran
hóp verkmennta- og iðnaðarmanna
- og sagði þetta skýrt: vegna þeirra
hefði þetta tekist. Ég veit það var
rétt. í þeim hópi voru margir frænd-
ur Skapta. - Slippstöðin veitti mikla
atvinnu á Akureyri á þessum tíma,
verkmenning og gott verksvit nytj-
aðist og þróaðist svo að mikil- verð-
mæti urðu eftir og bærinn býr að.
Auk nýsmíða þá var mikið verk
allur undirbúningur skipa fyrir síld-
ina - ég man að þá gekk talsvert
á hjá frænda út í Slipp. - Og einn
burðarás í atvinnusögunni er fall-
inn; þá fer að vanta nýja. Það verða
sterk trén sem róta sig við gröf
slíks manns.
Skapti föðurbróðir var orðinn
hálfníræður þegar dauðinn fékk
sótt hann, og hafði þá staðist ýms-
ar fyrri atlögur. Menn gantast; Jón
á Skarði gamla kempan móðurbróð-
ir Skapta, sagðist hafa legið fjórar
banalegur - það var næstum satt.
Skapti þijár, sagð’ann, áður en
hann féll. Flestum dugir okkur ein.
Atvinnusagan norðanlands er
heillandi stúdía, ungir menn og
átakamiklir lögðu sig fram, bæði
til sveita og sjávar, það fjölgaði í
plássunum, þau tóku við mannfjölg-
uninni, þá tíðkuðust stórir barna-
hópar. Nú er það breytt. Þetta var
vel alið fólk og sterkt, vant allri
vinnu, mikil verðmæti sem við enn-
eigum reyndar talsvert af, menn
töldu ekki eftir sér að leggja lið,
sjá síðu 31.
IITSALA - UTSALA - UTSALA
Dragtir - Stakir jakkar - Kjólar
Peysur - Blússur - Buxur - Pils
U RVA
U M
50
FERÐAST ÞUINNAN
ísumar:
5 MANNA tjald Lapland
2 SVEFNPOKAR Nitestar -5°
32 Lkadibox Alft í einum pakka
8.900,- stgr.
9.400.- m. greiðslukorti
19.200. stgr.
4 stólar og borð á 3.990.-
4 MANNA Peking 180
2 SVEFNPOKAR Ntestar -5°
Allt í einum pakka
Einlitir frá 1.900 - Þykkri frá 2.990.-
SVEFNPOKAR 5 | TJALDASÝNING I TJALDSTÓIAR 1 KÆLIROX
FRA KR. 3.990.- ALLA DAGA FRÁ KR. 990.- Á ÚTSÖLU
opið laugardag kl. 10-16
sunnudag kl. 13 - 16
POSTSENDUM SAMDÆGURS
...þar sem ferðalagið byrjar!
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EYJASLÓÐ 7 101 REYKJAVÍK S. 91-621780