Morgunblaðið - 15.07.1993, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
Sigurður Olafsson
söngvari látinn
Morgunblaðið/Ingvar
Sjúkraflug frá Hornströndum
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti fótbrotna konu í Þaralátursfjörð á
Homströndum skömmu eftir hádegi í gær. _Um er að ræða yfir klukku-
stundarflug hvora ieið en konan var í hópi íslendinga á gönguferðalagi.
Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var læknir með í hópi
göngufólksins og hafði hann samband við Landhelgisgæsluna og bað um
flutning á konunni suður til Reykjavíkur.
Komið var með konuna á Borgarsjúkrahúsið um kl. 3 um daginn og
mun líðan hennar eftir atvikum góð.
Sigurður var einnig þekktur hesta-
maður á sinni tíð og átti marga lands-
þekkta gæðinga sem hann hleypti
reglulega á skeið á kappreiðum.
Frægasti hestur hans var hryssan
Gletta sem var um árabil ósigrandi
á kappreiðavellinum.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar
Ólafssonar er Inga Valfríður Einars-
dóttir frá Miðdal. Þau eignuðust 6
Sigurður Ólafsson
böm. Þau bjuggu í 34 ár í Laugar-
nesi í Reykjavík.
SIGURÐUR var fæddur í Reykja-
vík 4. desember 1916. Hann var
lengi einn jjekktasti söngvari þjóð-
arinnar. A liðlega 50 ára söng-
ferli sínum söng hann í kórum,
við jarðarfarir, með danshljóm-
sveitum og á söngskemmtunum.
Auk þess söng hann nokkur óperu-
hlutverk og önnur sönghlutverk í
þjóðleikhúsinu og tók meðal ann-
ars þátt í fyrstu uppfærslu Þjóð-
leikhússins á óperunni „Rígó-
lettó“. Sigurður söng einnig inn á
fjölda hljómplatna.
MS-félagið fær styrk
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
styrkja MS-félagið um 12 miljjónir
króna vegna byggingar dagvistar-
heimilis sem félagið hyggst taka
í notkun árið 1995.
í erindi Hjörleifs Kvaran fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og stjóm-
sýsludeildar tii borgarráðs kemur
fram, að Reykjavíkurborg leigir fé-
laginu húsnæði fyrir dagvist að
Álandi 13. Félagið stendur nú í bygg-
ingarframkvæmdum við Sléttuveg
og er kostnaður áætlaður rúmar 60
milljónir. Lagt er til að samþykkt
verði að veita MS-félaginu styrk sem
nemi andvirði hússins að Álandi en
áætlað söluverðmæti er 12 milljónir.
Upphæðin verði greidd með jöfnum
greiðslum næstu þijú ár. Reynist
söluandvirðið hærra þegar sala fer
fram er lagt til að viðbótarfjárhæðin
renni til MS-félagsins.
Félagið hefur áfram afnot af hús-
næðinu þar til nýbyggingin verður
tekin í notkun en húsnæðið selt á
þeim tímamótum.
Jón Baldursson varð fyrir erfiðrí lífsreynslu á dögunum
Keppti á Evrópumóti í brids
með bráða kransæðastíflu
MEÐAN Á Evrópumótinu í brids stóð bárust fréttir af bakveiki
Jóns Baldurssonar, eins af íslensku bridsheimsmeisturunum. Bæði
komst hann ekki á mótsstað fyrr en eftir að mótið var hafið, og
hann gat lítið sem ekkert spilað síðustu dagana vegna sársauka.
Eftir að mótinu lauk og Jón kom aftur heim leiddu læknisrannsókn-
ir í ljós að hann var með bráða kransæðastíflu og hann gekkst
undir hjartaþræðingu og kransæðaútvíkkun skömmu síðar. Að-
gerðin tókst vel og eru líkur á að Jón nái sér að fullu.
Bridslandsliðin héldu til Menton
í Frakklandi á Evrópumótið föstu-
daginn 11. júní en fyrr í vikunni
hafði Jón fundið fyrir sársauka í
bakinu. „Ég fann aðeins fyrir
þessu á þriðjudeginum og miðviku-
deginum en á fimmtudeginum
keyrði um þverbak. Þetta var stað-
bundinn verkur efst í bakinu sem
leiddi út í handleggina og þar sem
ég var með slæma vöðvabólgu lá
beint við að þar væri að leita or-
saka sársaukans. Ég fór í sjúkra-
nudd og lagaðist aðeins við það.
Einnig fékk ég vöðvaslakandi pill-
ur hjá lækni og var sagt að þær
væru svo sterkar að ég yrði að
láta vekja mig til að komast í flug-
vélina morguninn eftir. En ég
vaknaði eftir tveggja tíma svefn
með slíkar kvalir að ég treysti mér
ekki út með liðinu,“ sagði Jón í
samtali við Morgunblaðið.
Sársaukinn hvarf
Jón fór þess í stað til læknis
en rannsókn leiddi ekkert annað í
ljós en að verkurinn hlyti að stafa
af vöðvabólgu og jafnvel gæti ver-
ið um byijun á bijósklosi að ræða.
Læknirinn gaf Jóni vöðvaslakandi
sprautu í bakið þar sem sársauk-
inn var mestur. „Það varð hrein
bylting því sársaukinn hvarf að
mestu. Eg hafði raunar alltaf gert
ráð fyrir því að þetta myndi lag-
ast við meðhöndlun og ég dreif
mig því út á mótið á sunnudegin-
um og var byijaður að spila á
mánudeginum.“
Meðan á mótinu stóð tók Jón
stöðugt vöðvaslakandi lyf og ver-
kjalyf. „Ég var auðvitað ekki við
hestaheilsu en töflumar slógu allt-
af á verkina og þetta háði mér
því ekkert við spilamennskuna
lengi vel,“ sagði Jón. íslenska lið-
inu gekk einnig vel og var í þriðja
sæti þegar tveir dagar voru eftir
af mótinu. En þá fékk Jón annað
kast
„Ég fór að fá verki um miðja
seinni vikuna sem mótið stóð yfir.
Við áttum ekki að byija að spila
fyrr en um miðjan dag og um
morguninn ákvað ég að fara út
að hlaupa til að hressa mig við.
Ég hljóp ekki langt en en þegar
ég kom heim fór ég að finna fyrir
verkjunum aftur. Eg dældi í mig
verkjatöflum og lá fyrir þar til
spilamennskan hófst og náði mér
að mestu. Daginn eftir hélt ég
verkjunum niðri með lyfjum þar
til undir lok spilamennskunnar að
ég varð alveg frá og vissi varla
af mér síðustu þijú spilin," sagði
Jón.
Daginn eftir upphófst ganga
milli lækna í Menton en þrátt fyr-
ir myndatökur, skoðanir og rann-
sóknir voru þeir jafn nær um hvað
sársaukanum ylli. Jón vildi fá
samskonar sprautu og hann fékk
á íslandi áður en hann fór af stað,
en frönsku læknarnir treystu sér
ekki til gefa hana. Hins vegar fékk
Jón önnur lyf og sprautur sem
drógu úr sársaukanum og um
kvöldið settist hann við spilaborðið
á ný.
Láréttur á sjúkrahús
Þegar Jón kom aftur til íslands
eftir mótið sagðist hann hafa ver-
ið búinn að jafna sig nokkuð.
Nokkrum dögum síðar fór hann í
læknisrannsókn hjá gigtarlækni
og að þessu sinni tók læknirinn
hjartalínurit. „Þegar niðurstöðum-
ar lágu fyrir sagði læknirinn mér
að setjast eins og skot. Ég var
síðan sendur láréttur beina leið
upp á sjúkrahús og þar kom í ljós
að ein kransæð var alveg stífluð
og önnur var orðin léleg. Þessar
æðar voru síðan hreinsaðar og það
er hugsanlegt að það verði að
hreinsa þá þriðju með haustinu,“
sagði Jón.
í lífshættu
í samtali við Morgunblaðið
sagði Sigurður B. Þorsteinsson
læknir að Jón hefði tvímælalaust
verið í umtalsverðri lífshættu með-
an á Evrópumótinu stóð. „Bráðri
kransæðastíflu fylgir alltaf ákveð-
in lífshætta, sérstaklega vegna
hættu á hjartsláttartruflunum. Og
mjög erfið bridskeppni hvetur auð-
vitað adrenalínframleiðsluna sem
eykur þessa hættu,“ sagði Sigurð-
ur.
Hann sagði, að verkurinn sem
Jón fékk hefði verið mjög óvenju-
legur af hjartaverk að vera. „Stað-
setningin og útbreiðslan mæltu á
móti því. Auk þess var Jón með
sögu um vöðvabólgu og sprauturn-
ar sem hann fékk höfðu greinileg
áhrif til bóta sem aftur passar illa
0
I afturbata
JÓN Baldursson spilaði Evrópu-
mót í brids þrátt fyrir að hafa
fengið bráða kransæðastíflu en
talið var að verkur sem hann
fékk stafaði af vöðvabólgu. Hann
er nú á góðum batavegi.
við hjartaverk, og það flækti sjúk-
dómsgreininguna," sagði Sigurð-
ur. Hann sendi Jón í hjartaeftirlit
sl. haust og þá fannst ekkert að.
En Sigurður skoðaði ekki Jón áður
en hann fór til Frakklands.
Hættir ekki að spila
Jón sagði að allt útlit væri fyrir
að hann næði sér að mestu. Hann
er hættur að reykja en reykti áður
að staðaldri 2 pakka af sígarettum
á dag og upp í 3 pakka meðan á
bridsmótum stóð. Jón segist ætla
að halda ótrauður áfram í keppn-
isbrids. „Það hefur þó væntanlega
ekki góð áhrif á hjartað að spila
á erfiðum mótum en ætli maður
láti ekki duga að hætta að reykja
og taka upp heilbrigt mataræði,“
sagði Jón.
Islenska liðið í opna flokknum
á Evrópumótinu náði ekki því tak-
marki að enda ekki neðar en í 4.
sæti og vinna sér þannig þátttöku-
rétt á Heimsmeistaramótinu í
brids í haust til að veija heims-
meistaratitilinn. Liðið var í 3. sæti
á Evrópumótinu þegar veikindi
Jóns gerðu aftur vart við sig en í
síðustu umferðunum töpuðust
mikilvægir leikir og liðið endaði í
6. sæti. Jón segist aðspurður ekki
vera í vafa um að veikindi sín
hafi haft áhrif á liðið. „Þetta fór
greinilega illa í hina liðsmennina.
Menn höfðu ekki undirbúið sig
undir svona hluti og það var eins
og jafnvægið færi úr liðinu öllu
við þetta,“ sagði Jón Baldursson.
>
>
>
>
>
>
\
Á fjölskyldudeginum munu starfsmenn
Skógræktarinnar kenna rétt handbrögð
við gróðursetningu og leiðbeina um val
á trjáplöntum og jafnframt kynna ,
starfsemi skógræktarstöðvanna.
Hallormsstaðaskógur: Hestaleiga, bátsferðir
frá Atlavík, skógarganga og útigrill.
Vaglaskógur: Gönguferðir á klukkustundar
fresti og útigrill.
Allir velkomnir í grill og gleði.
Skógrækt meö Skeljungi
Fjölskyldudagur hjá Skógrækt ríkisins
á Hallormsstað og Vöglum í Fnjóskadal laugardaginn 17. júlí.
>
i