Morgunblaðið - 15.07.1993, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993
Orn Pálmi Aðal-
steinsson — Minning
Fæddur 30. mars 1941
Dáinn 2. júlí 1993
Það er komið að kveðjustund,
kveðjustund sem engum finnst
tímabær. I dag verður vinur okkar
Örn Aðalsteinsson kvaddur í hinsta
sinn. Við þökkum þér allar þær
minningar um hjartagæsku, óend-
anlega hjálpsemi og ógleymanlegar
gleðistundir, hvort sem það var
heima eða í sumarbústaðnum, sem
þú skilur eftir í hjörtum okkar.
Elsku Kristín mín, Elísabet,
Helga, Stebbi, Addý, Alli og Anna,
Matti, Yngvi og íjölskyldur. Við
hjónin sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Eitt sinn verða allir menn að deyja,
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við getum ekki annað en tekið
undir þessi orð Vilhjálms heitins
Vilhjálmssonar úr ljóðinu Söknuði.
Fyrir okkur leið þetta sumar alltof
fljótt.
Magnea og Hannes.
í dag verður borinn til grafar
stjúpfaðir minn Öm Aðalsteinsson
er lést á Landspítalanum 2. júlí
eftir erfíð veikindi.
Ég var tíu ára gamall þegar hann
og móðir mín kynntust og fram að
þeim tíma hafði ég verið húsbónd-
inn á heimilinu og var því ekkert
alltof hrifínn þegar ég fékk sam-
keppni um þá stöðu. Samband okk-
ar var því frekar stirt til að byija
með. Með tímanum tókst okkur þó
að fínna farsæla lausn á því hver
gegndi þessu hlutverki og kom upp
frá því ágætlega saman.
Össi eins og hann var alltaf kall-
aður vann hjá Mjólkursamsölunni í
Reykjavík og á sumrin fór hann í
hringferðir um landið með mjólkur-
vörur. Þessar ferðir tóku þijá til
fjóra daga og fór ég með honum í
eina slíka ferð. Þessi ferð var mjög
skemmtileg og það var fyrst þama
sem ég kynntist honum almennilega
og þeim manni sem hann hafði að
geyma.
Össi var þúsund þjala smiður og
mjög hjálpsamur. Hann var einkar
laginn við að gera við vélar og það
voru ófá skiptin sem hann hjálpaði
mér að gera við þau farartæki,
mótorhjól og bíla sem ég hef átt í
gegnum tíðina. Hann var mjög lag-
hentur og er sumarbústaður hans
og móður minnar dæmi um það,
en þar hefur hann séð um flest það
sem þurft hefur að gera og farist
vel úr hendi. Hann var ætíð boðinn
og búinn að hjálpa öðrum ef svo
bar undir og kunni yfírleitt ráð við
öllu.
Fyrir þremur ámm greindist Össi
með krabbamein og barðist hetju-
legri baráttu gegn þessum sjúk-
dómi, en þurfti að lokum að lúta í
lægra haldi.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill og bið ég guð að styrkja þig
og fjölskylduna alla á þessari erfíðu
stundu.
Matthías.
Kveðja til afa
Vertu nú yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Legg ég nú bæði líf og önd,
Ijúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Svo að lifa, ég sofni hægt,
svo að deyja, að kvöl sé bægt,
svo að greftrast sem Guðs bam hér
gefðu, sætasti Jesú, mér.
(H.P.)
Bamaböm.
I dag fylgjum við til grafar
frænda mínum Erni P. Aðalsteins-
syni, sem lézt eftir harða baráttu
við illvfgan sjúkdóm hinn 2. júlí sl.
Þó að hin seinni ár hafí leiðir
ekki legið eins oft saman og skyldi
þá leitar hugurinn aftur til bemsku
og æskuára þegar bönd frjölskyldu
og vináttu tengdu foreldra okkar
saman.
Örn var fyrsta barn hjónanna
Erfidrykkjur
Glæsileg kafíi-
hlaðborð fállegir
salir og mjög
góð þjómistíL
Upplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
LQFTLEIIIR
Emelía Benedikts-
dóttir — Minning
Fædd 19. júlí 1908
Ðáin 5. júlí 1993
Emma, eins og hún var alltaf
kölluð, var fædd í Ólafsvík, dóttir
hjónanna Guðbjargar Halldórs-
dóttur og Benedikts Jónssonar, og
átti hún tvo bræður, Jón, sem dó
ungur, og Sigurð, sem dó fyrir
nokkrum árum.
Ungri að árum var Emmu kom-
ið í fóstur hjá Helga Daníelssyni
og Önnu Guðmundsdóttur, sem
bjuggu á Hellnum í Bervík, og
átti hún tvö fóstursystkini, Annel
og Elín. Um fermingaraldur fór
hún til Stykkishólms í vistir og
var þar til 18 ára aldurs, en þaðan
fór hún til Eskifjarðar í kaupa-
vinnu.
Emma eignaðist dóttur 1927,
t
Hjartkær eiginmaður minn,
SIGURÐUR ÓLAFSSON
söngvari,
lést þann 13. júlí.
Fyrir hönd aöstandenda,
Inga Valfríður Einarsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR SIGMARSSON,
Ólafsbraut 62,
Ólafsvfk,
lést í St. Fransiskusspitalanum í Stykkishólmi 13. júlí.
Una Þorgilsdóttir.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR,
Tangagötu 15a,
Isafirði,
verður jarðsungin frá fsafjarðarkapellu laugardaginn 17. júlíkl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guömundur Halldórsson.
sem var skírð Lára, en hún dó 18
mánaða gömul. Árið 1930 kynnt-
ist hún fyrri manni sínum, Jóhanni
Kristni Guðmundssyni sjómanni
frá Kaldalæk, Vatnsnesi, en hann
drukknaði 1943. Þau fluttust til
Vestmannaeyja og eignuðust þrjú
böm, en þau eru: Anna Helga,
fædd 28. ágúst 1932, gift Þór
Þorsteinssyni verkfræðingi; Jón
Guðmundur, fæddur 8. nóvember
1933, drukknaði 12. febrúar 1986,
var giftur Jóhönnu Halldórsdóttur
og eignuðust þau fjögur börn, sem
eru: Kristinn Helgi, sjómaður,
fæddur 5. nóvember 1962, giftur
Hafdísi Bjarnadóttur meinatækni,
þau eiga tvo syni, Rudolf og Hilmi
Snæ; Emelía Dröfn, danskennari,
fædd 24. nóvember 1963, gift
Skúla Bjamasyni fulltrúa, þau
eiga eina dóttur, Dagmar Rós; Jón
Þórir, fæddur 31. janúar 1966,
símvirki, sambýliskona hans er
Sigrún Steindórsdóttir; og að lok-
um Anna Helga, fædd 18. október
1969, sambýlismaður hennar er
Rögnvaldur Rögnvaldsson við-
skiptafræðingur. Rudolf, fæddur
17. júlí 1936, sjómaður, ókvæntur.
Emma og Kristinn slitu sam-
vistum 1940 og fluttist Emma þá
til Reykjavíkur og vann við ýmis
störf, þ. á m. tók hún menn í fæði
og þannig kynntist hún seinni
manni sínum, Þormóði Ottó Jóns-
syni frá Skuld á Blönduósi. Gift-
ust þau 14. júní 1943. Þormóður
lést 26. desember 1965. Þau eign-
uðust þrjú börn, en þau eru; Ragn-
heiður Kristín, fædd 12. mars
1943, gift Ólafí Bimi Guðmunds-
syni, fóstursonur þeirra er Haukur
ERFIDRYKKJUR
AKÓGES-salurlnn
Sigtúni 3, sími 624822.
ERFIDRYKKJUR
Verð frá kr. 850-
p E R l A n sími 620200
Betu Guðjónsdóttur og Aðalsteins
Vígmundssonar, sem einnig eignuð-
ust dótturina Önnu Maríu. Aðal-
steinn er sonur Vígmundar föður-
bróður míns en ólst að mestu leyti
upp hjá ömmu og afa, Maríu og
Páli, sem lengi áttu heima á Gréttis-
götu 73.
Það var alltaf tilhlökkun að koma
í heimsókn til Betu og Alla, ekki
sízt þegar boðið var til afmæla því
að engin tók Betu fram við að laða
fram kökur og kræsingar.
Þegar hús Mjólkurstöðvarinnar
reis við Laugaveg 162 fengu þau
íbúð í þessu stóra húsi þar sem þau
bjuggu þar til þau fluttust í Eski-
hlíð 35. Þama ólst Örn upp í ná-
býli við þennan fjölmenna og eril-
sama vinnustað og svo fór, að hann
Geir Briem. Amþór Brynjar, fædd-
ur 10. ágúst 1944, ókvæntur, en
á eina dóttur, Kristínu Ingu, fædda
16. apríl 1968, gift Guðmundi
Rúnari Sveinssyni rafvirkja og
eiga þau þijú börn sem em; Brynja
Björg, Kristín Unnur og Sveinn
Bragi. Þriðja barn Emelíu og Þor-
móðs fæddist 1951, en dó skömmu
síðar.
Emma og Þormóður tóku í fóst-
ur Ingþór Pétur Þorvaldsson,
fæddan 6. janúar 1960, þegar
hann var nokkurra mánaða og ólu
hann upp eins og sinn eigin son.
Hann er ókvæntur.
Ég kynntist Emmu árið 1956,
þegar ég kynntist Jóni (Bonna)
syni hennar, og var hún ávallt
hress og kát. Hún hafði mikið
yndi af söng og dansi og var mik-
ið líf í kringum hana, enda lang-
aði hana alltaf til þess að verða
leikkona. Rausnarleg var hún með
afbrigðum og var alltaf að gefa
eitthvað af sér. Alveg fram á síð-
asta dag var stutt í glensið hjá
henni, þó að heilsan væri búin að
vera slæm undanfarin ár.
Ég veit að Emma er ánægð og
líður vel þar sem hún er núna, því
að hún var búin að þrá hvíldina
svo lengi. Við viljum þakka Emmu
fyrir öll þau ár sem við fengum
að njóta hennar. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Jóhanna, börn, tengda-
böm og barnabörn.
Hún var stundum ósköp þreytt
á honum þarna uppi, fannst að
varð hans starfsvettvangur við
akstur mjólkurbifreiða. Fyrst í stað
vann hann við dreifíngu mjólkur í
Reykjavík og á Suðurnesin en hin
síðari ár var hann aðallega í hring-
ferðum um landið með unnar mjólk-
urvörur. Um skeið sinnti hann einn-
ig í aukastarfi akstri hópferða bif-
reiða.
Það má segja, að starf og vinnu-
staður Arnar hafi verið eins konar
ættarfylgja. Aðalsteinn faðir hans
hætti störfum sem mjólkurbílstjóri
um næstsíðustu áramót, með
lengsta starfsaldur manna í þeirri
stétt, og faðir minn og Einar föður-
bróðir unnu hjá Mjólkurstöðinni um
margra ára skeið.
Örn var tvíkvæntur og með fyrri
konu sinni Ólöfu Stefánsdóttur
eignaðist hann tvö böm, Arndísi og
Stefán. Seinni kona Arnar er Krist-
ín Waage og áttu þau saman dæt-
umar Elísabetu og Helgu, en fyrir
ári átti Kristín soninnn Yngva.
Þegar ljóst varð fyrir um það bil
2‘A ári að Örn hafði orðið fyrir
barðinu á þeim sama sjúkdómi, sem
lagði Betu móður hans að velli rúm-
lega fertuga þá tók hann því af
karlmennsku og stundaði sína vinnu
á meðan stætt var. Seinustu mán-
uðimir voru erfíðir og Kristín og
fjölskyldan sýndu mikið þrek við
umönnun hans heima.
En nú hefur hann verið felldur,
hraustmenni í blóma lífsins. Þetta
eru meinleg örlög og enginn fær
þau flúið. Við kveðjum og heiðmm
minningu góðs drengs.
Ólafur G. Karlsson.
hún væri búin að vera nógu lengi
héma megin, hún væri orðin sodd-
an skar að það væri hætt að vera
gaman að þessu. Og þá á maður
að fá að fara, helst bara að sofna
og ekki vakna meira og þar varð
henni að ósk sinni, stundum gerir
hann þarna uppi eins og maður
helst kýs.
Hartnær 20 ár era liðin síðan
við kynntumst, ég var 25 ára en
hún 66 en einhvern veginn skipti
það engu máli, aldursmunurinn
gleymdist furðu oft. Við leigðum
á sama stað og kynntumst senni-
lega af því að báðum leiddist okk-
ur það sem við töldum ofræstingu
á sameign. Mikil orka og mikið
kaffí eyddust meðan við fáruð-
umst yfir fólki sem hefði ekkert
þarfara við lífið að gera en eyða
því í skúringafötu.
Lífið hafði myndað um hana
skráp, hafði ekki tekið neinum
silkihönskum á henni, hún var
ekki allra, gat verið hvefsin við
fólk og jafnframt furðu tilætlunar-
söm. Húmorinn svolítið kaldhæð-
inn. Mér fannst hún opinberan,
ég hafði aldrei kynnst neinni eins
og henni. Hún opnaði mér nýjar
víddir í fjölbreytileika mannlífsins.
Við gátum setið saman eins og
smástelpur og flissað yfir því hvað
fólk væri undarlegt, jafnvel smá-
klikkað, hvað við værum sjálfar
stórfurðulegar og skrýtnar. En
hún kenndi mér líka margt; hvern-
ig lífið var umkomulausum ungl-
ingi í byijun þessarar aldar, hvern-
ig ódrepandi sjálfsbjargarviðleitni
fleytti henni áfram er hún varð í
tvígang ekkja, hve bjartsýni og
hæfílega trú á mannskepnuna er
affarasælt veganesi í lífínu.
í rúm tíu ár leið sjaldan sú vika
að við hittumst ekki, þá varð vík
milli vina og samverustundum
okkar fór óðum fækkandi. En
tónninn var þarna alltaf, þögnin
varð aldrei vandræðaleg.
Fyrir allt þetta og miklu meira
langar mig að þakka, ég held ég
hafí aldrei sagt takk meðan hún
lifði, henni hefði líka þá þótt ég
asnalega væmin: „Og fyrir svo
sem hvað ertu að þakka, láttu
ekki eins og fífl,“ hefði hún sagt.
En sé eitthvað þarna hinum
megin er ég viss um að þegar þar
að kemur hitti ég litla, hnellna
konu með hjartalaga andlit, sem
þusar svolítið við mig, skammast
yfír því hvað ég hafi eiginlega
verið að drolla, en segir svo: kom-
um og fáum okkur kaffi.
Þórunn.