Morgunblaðið - 15.07.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚU 1993
37
lUiimt-klEUM
HEFNDARHUGUR
Frábær hasarmynd þar sem bardagaatriði og tæknibrellur ráða ríkjum.
Ef þér líkaði „Total Recall"
og „Terminator", þá er þessi fyrir þig!
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11 í A-sal.
Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára
VILLT
ÁST
Erótísk og ögrandi mynd um taumlausa
ást og hvernig hún snýst upp í stjórn-
laust hatur og ótryggð. Mynd sem lætur
engan ósnortinn. Djörf og ógnvekjandi.
Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára
FEIL-
SPOR
ONE FALSE MOVE
★ ★★★ EMPIRE
★ ★★MBL. ★★★* DV
Einstök sakamálamynd, sem hvarvetna hefur
fengið dúnduraðsókn.
Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11
Bönnuð innan 16 ára.
0 •• , , ;
Umdeildasta
mynd ársins
1993
ÞRÍHYRIM-
IIMGURIIXIIM
SÍÐAN
„AMERICAN GIGALO"
HEFUR SVONA MYND
EKKISÉST!
Aðalhlutv.: William Baldwin,
kyntákn Bandaríkjanna ídag,
(„Sliver", „Flatliners“ og „Back-
draft“), Kelly Lynch („Drugstore
Cowboy") og Sherilyn Fenn
(„Twin Peaks").
★ ★ ★ ★ „Stórkostleg mynd.“
KFMB - TV San Diego
Sýnd kl. 5, 7, 9
og 11.10.
Bönnuð innan
12ára.
TVEIR ÝKTIR1
„LOADED WEAPON 1 “ fór beint á toppinn í Bandaríkjun-
um! Mynd, þar sem „Lethal Weapon", „Basic Instinct**,
„Silence of the Lambs“ og „Wayne’s World“ eru teknar
og hakkaðar í spað í ýktu gríni.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
GOÐSÖGNIN
Spennandi hrollvekja
af bestu gerð.
Mynd sem fór beint á toppinn í
Englandi.
Sýndkl.5,7,9og11.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Lokasýning
LOFTSKEYTAMAÐURINN
Meiriháttar gamanmynd eftir sögu Knuts
Hamsun. Kosin vinsœlasta myndin á
Norrænu kvikmyndahátíðinni '93 í
Reykjavík.
★ ★★GE-DV ★★★Mbl.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
SIÐLEYSI
★ ★★V. MBL.
★ ★ ★ Pressan ★ ★ ★ Tíminn
Aðalhlutverk: Jeremy Irons
og Juliette Binoche.
Sýnd kl. 5,7,9 og 11.
Bönnuð innan 12 ára.
Kærastan sem hvarf
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Hvarfið („The Vanishing“).
Sýnd í Bíóborginni. Leikstjóri:
George Sluizer. Handrit: Todd
Graff. Aðalhlutverk: Jeff
Bridges, Kiefer Sut.herland,
Nancy Travis, Sandra Bullock.
Þegar þeir í Hollywood eru
orðnir vita hugmyndalausir snúa
þeir sér til Evrópu. Þannig hafa
orðið til með stuttu millibili end-
urgerðirnar „Sommersby", „The
Assassin" og „The Vanishing“
eða Hvarfið, sem sýnd er í Bíó-
borginni og er hér til umræðu.
Ekki er að undra þótt þeir í
Holiywood hafi ginið við hinni
hollensku frummynd; Hvarfið er
glettilega góð sakamálasaga og
sálfræðitryllir sem Alfred Hitc-
hcock hefði selt aðra undirhök-
una fyrir.
Hollenski leikstjórinn George
Sluizer gerði frummyndina eftir
sögu Tim Krabbe, sem heitir
Gulleggið, og flaug sjáifur vestur
til Hollywood til að leikstýra
bandarísku útgáfunni með Jeff
Bridges, Kiefer Sutherland og
Nancy Travis í aðalhlutverkum.
Það er segin saga að aldrei var
hollenska myndin sýnd hér í
kvikmyndahúsi en um leið og
hún hefur verið sett í bandarísk-
an búning er hún komin á hvíta
tjaldið.
Ungt kærustupar rífst og
skammast þegar bíllinn þeirra
verður bensínlaus þar sem þau
eru á ferðalagi. Hann fer og nær
í bensín og skilur hana eina eft-
ir. Þegar hann kemur til baka
hafa bæði jafnað sig og þau eru
aftur orðin kát þegar þau renna
inn á næstu bensínstöð. Hún fer
inn að kaupa gosdrykk í nær-
liggjandi verslun og sést aldrei
meir eftir það. Hún er horfin
eins og jörðin hafi gleypt hana.
Ungi maðurinn er auðvitað
sleginn og með árunum fær hann
gátuna um hvarf stúlkunnar
sinnar á heilann. í þijú ár leitar
hann að henni eins og vitstola
maður þar til aðeins ein spurning
brennur í huga hans. Ekki hvort
hún er lifandi, komi til hans aft-
ur eða lifí hamingjusöm án hans.
Ekki hvort hún hafi lent í slysi.
Ekki hvort hún er látin og hann
sjái hana aldrei aftur. Ekki hvort
það var eitthvað sem hann gerði
eða gerði ekki. Hann er löngu
orðinn þreyttur á öllum vanga-
veltum. En hann verður að vita
HVAÐ gerðist. Þráhyggja hans
eyðileggur líf hans, eyðileggur
nýtt samband hans við aðra unga
konu en þijáhyggjan verður líka
leiðin að ódæðismanninum og
hún verður vopnið í höndum hans
sem geymir svarið.
Sluizer byggir myndina kostu-
lega upp með því að sýna okkur
í nk. inngangi inní hugarheim
Jeff Bridges, sem leikur ódæðis-
manninn, þar sem hann er að
æfa sig í að lokka ungar konur
uppí bíl til sín. Bridges er frábær
í hlutverkinu sem fjölskyldumað-
ur og efnafræðikennari er geng-
ur til verka eins og um tilraun
sé að ræða; mælir púlsinn á sér,
tímasetur hversu lengi svefnlyfið
virkar, mælir vegalengdir. Síðan
er sjónarhornið sett á Sutherland
og þráhyggju hans og í þriðja
þætti mætast þeir í uppgjöri þar
sem hin hægláta, sálfræðilega
undirbygging Sluizers á frásögn-
inni brýst út í raunverulegri
spennu.
Bridges hefur svosem ekki úr
miklu að vinna því efnafræði-
kennarinn er furðuleg ráðgáta
en með göngulagi og stirðum lík-
amsburðum og talanda tekst
honum að gefa eftirminnilega
mynd af þessum ofur rólynda
manni sem gerir tilraunir á því
hversu langt hann getur gengið.
Sutherland er einnig ágætur sem
hinn hugsjúki maður er leggur
allt í sölurnar til að fá svar við
spurningu sinni.
Hér er á ferðinni fínasta saka-
málasaga, sem á það fyllilega
skilið að vera tvísögð.
*
Astarsaga
úr borg-
inni
Þríhyrningurinn („Three of
Hearts“). Leikstjóri: Yurek
Bogayevicz. Sýnd í Regnbog-
anum. Aðalhlutverk: William
Baldwin, Kelly Lynch, Sheri-
lyn Fenn og Joe Pantoliano.
Astarþríhyrningurinn í mynd-
inni „Three of Hearts“ er ansi
skringilega samansettur. Will-
iam Baldwin er karlmella sem
selur sig ríkum konum, Kelly
Lynch er lesbía í ástarsorg og
Sherilyn Fenn er önnur lesbía
sem hætt hefur með Lynch og
hyggst ætla að vera með karl-
mönnum í framtíðinni.
í hinni ósennilegu fléttu
myndarinnar ræður Lynch hinn
myndarlega Baldwin til að fleka
Fenn og skilja svo við hana í
sárum þannig að hún kemur
hlaupandi aftur í fangið á henni
reynslunni ríkari. En hlutirnir
fara ekki eins og þeim er ætlað
frekar en venjulega og málin
verða mun flóknari en Lynch
gerði ráð fyrir.
Myndin fer sannarlega ekki
troðnar slóðir í persónugerð en
einhvern veginn snertir þetta lið
mann sáralítið og sálarangist
þess fer fyrir ofan garð og neð-
an. Leikstjórnin er hálf vand-
ræðaleg á köflum og leikararnir
virka ósannfærandi; partur af
því er ofleikurinn í Kelly Lynch
og það er óttalega tilgerðarlegt
þegar Sherylin Fenn, sem leikur
bókmenntakennara, tekur að
vitna í Knut Hamsun af öllum
mönnum og ástarbréf Viktoríu.
Ósennilegust er þó sagan af kari-
mellunni sem Baldwin leikur eins
og afvegaleiddur mömmudreng-
ur. Þar inní kemur hliðarsaga
um bijálæðing sem ætlar að
myrða hann og snertir í raun
ekkert það sem myndin annars
fjallar um. Það eru eins og atriði
úr annarri bíómynd þar sem Joe
Pantoliano fer með aðalhlutverk-
ið.
Þegar í ofanálag mann grunar
strax hvernig endarnir verða
hnýttir saman í lokin kemur fátt
á óvart. Það er kyndugt sjónar-
hornið í þessari ástarsögu en
þegar til kemur fellur í hún
skorður klisjunnar og lausnirnar
verða furðulega auðveldar.
Hagstæð
heyskapartíð
Borg í Miklaholtshreppi
SLÁTTUR hófst hér á mörgum
bæjum í fyrstu viku júlímánaðar.
Hagstæð heyskapartíð hefur ver-
ið hér undanfarið, sólskin marga
daga og þokkalegur hiti. Gras-
spretta er í knappara lagi, þó eru
nokkrir bændur sem eru að ljúka
fyrri slætti.
Þokkalega gott gras hefur verið
hjá þeim bændum, sem ekki þurftu
að beita tún í vor. Dálítið er um
kalskellur en þó ekki samfellt.
Mikill straumur ferðafólks hefur
verið hér undanfarið enda gott
ferðaveður og margt er hér sem
gleður auga ferðafólks.
Niðjamót hafa verið hér undan-
farandi helgar í Laugargerðisskóla,
Breiðabliki og Lýsuhóli. Mikill fjöldi
fólks hefur sótt þessi mót.
Páll
L«aw90v*gi 45 -t.21 255
VIKING-
ii í ra
í kvöld