Morgunblaðið - 15.07.1993, Side 38

Morgunblaðið - 15.07.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1993 FAGOR UPPÞVOTTAVÉLAR FAGOR LVE-95-E Hljóðlát 40 dB Þvottakerfi 7 Hraðþvottakerfi 18 mín Sjálfv. hitastillir 50°/65°C Vatnsnotkun 28 i Sparneytin • Stilianlegt 'vatnsmagn Sparnaðarrofi Hitaþurrkun Barnavernd Ryðfrítt stál Góð greiðsluk)ör KYNNINGARTILBOÐ GF.R1) LVF.95F. - STAÐGRF. ITT K R . 47900 K R. 5 0 5 0 0 - MFÐ AFBORGUNliM RÖNNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68 Ferðaþjónusta bænda Frábær uppskrift ao frunu i ar Margs konar gistimöguleikar. í nýja bæklingnum eru upplýsingar sem hjálpa þér að finna það rétta fyrir þig! BÆKLINGURINN OKKAR ER ÓMISSANDI FÖRUNAUTUR Á FERÐALAGINU GÆÐAÞJÓNUSTA Á GÓÐU VERÐI Ferðaþjónusta bændar 8. Bændahöllinni v/Flaeatorc, Ferðaþjónusta bænda símar 623640/42, fax 623644 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Fræðimennskan o g mannúðin Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: FRAMKOMA skipverjanna á Guðnýju ÍS við hvítabjörninn í sl. viku djúpt út af Vestfjörðum hefur kallað fram ýmis viðbrögð almenn- ings hér heima og erlendis. Fáir nema forhertustu veiðieðlismenn hafa orðið til að réttlæta drápið. Sumir hafa hins vegar látið sér í léttu rúmi liggja hvernig dýrið var drepið. Einn þeirra kaldlyndu „fræðimanna" er Birgir Guðjónsson læknir. Birgi finnst einu skipta hvernig „lífið er murkað úr þeim“, þ.e. dýr- unum (orðrétt eftir B.G. I Mbl. 9. júlí 1993), ef á annað borð á að drepa alla þá hvítabirni sem til landsins synda úr norðri. Það er einmitt afstaða á borð við þessa sem mér finnst vera sú ósmekklegasta af öllum þeim sem séð hafa dagsins ljós í þessu annars Ijóta máli. Auðvitað skiptir höfuðmáli hvernig við siðlausa mannfólkið „murkurn" lífíð úr hinum dýrunum, úr því að við teljum okkur verða að drepa þau á annað borð, okkur til framfæris eða yndisauka, sbr. allan stangveiðilýðinn. Það er algert grundvallarskilyrði að fórnardýr okkar í orðsins fyllstu merkingu líði sem allra minnst þeg- ar þau eru deydd. Annað er ekki bara skepnuskapur (þessi saman- burður er reyndar móðgun við hinar raunverulegu skepnur náttúrunnar) heldur angi af kvalalosta ef eitthvað er. Að geta ekki deytt dýr á sem alira fijótvirkastan hátt og sárs- aukaminnstan er ómannúð af hæstu gráðu. Og móðgun við allt lífríkið sem og reyndar sköpunarverkið í heild sinni. Eitt er að veiða físk á fiskiskipi fyrir þjóðarbúið. Slæmt en nauðsyn- legt nú um stundir á meðan þjóðin haslar sér aðra og mannúðlegri at- vinnuvegi fyrir framtíðina. Annað er að fara með fjölskylduna í „fjöl- skylduveiðimót" þar sem allir fjöl- skyldumeðlimirnir gamna sér við að draga fiska á önglum í lengri tíma sjálfri sér til dægrastyttingar um helgar. Það er sannkallað „þján- ingar“-fjölskyldumót, og engum til sóma. Enn ljótari hugsunarháttur er að setja sig á stall eins og fræðimanna er siður og blása á flestar eða allar tilfinningar annarra dýra, undir yfirskini fræðimennsku eða nauð- synja aðstæðnanna, eða bara hvaða annarrar rökleysu sem er. En einn slíkra fræðimanna þjóðfélagsins er einmitt Birgir Guðjónsson læknir. Oftast finnst mér hlutur fræði- mannanna vera sýnu verstur þegar ýmis mannúðarmál eru skoðuð í heild sinni, t.d. ýmsar mjög svo ógeðfelldar tilraunir á dýrum sem gerðar eru undir merkjum vísind- anna eða fræðimennsku. Gildir einu hvort það á sér stað erlendis eða bara hérna uppi á Keldum þar sem mýs, rottur, fuglsungar eða bara hvaða annað húsdýr sem er líður þjáningar í það óendanlega fyrir rannsóknir mannsamfélagsins há- timbraða. Hollt er að minnast þess að flest- ar ógeðfelldustu tilraunirnar á mennskum föngum þriðja ríkisins voru gerðar að undirlagi nokkurra slíkra tilfinningalausra „fræði- manna“ undir strangvísindalegri aðferðafræði vísindanna. Og ekki er því að neita að margar merkileg- ar niðurstöður fengust þaðan, s.s. hversu nakinn mannslíkaminn þoldi mikið frost án þess að deyja. Ég gef því lítið fyrir fræði- mennsku sem ekki lítur á dýr sem lifandi tilfinningaveru sem finnur til jafnt og við manndýrin. Gildir einu hvort um er að ræða hvíta- birni eða bara meinlausu mýsnar í þjáningartilraununum uppi á Keld- um. Slíkan tilfinningalausan hugs- unarhátt ber skýlaust að varast hvarvetna. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. HEILRÆÐI ÖKUMENN! Forðist óþarfa hávaða, þar sem hestamenn eru á ferð. Akið aldrei svo nærri hesti að hætta sé á að hann fælist, og láti ekki að stjóm knapans. KOMUM HEIL HEIM Víkverji skrifar Leiklistin á marga unnendur hérlendis. Víkverji er einn þeirra sem gaman hafa af því að sækja leikhús, en telst jafnframt til þess hóps — sem eflaust er allt of stór — sem gefur sér ekki nægi- lega oft tíma til að heiðra listagyðj- una með nærveru sinni. Ríta geng- ur menntaveginn var eitt þeirra stykkja sem Víkverji ætlaði sér að sjá á sl. vetri, en kom þeirri heim- sókn í Þjóðleikhúsið ekki í verk. Hann greip því tækifærið fegins hendi, staddur á Akureyri á dögun- um, er Ríta og kennari hennar stigu á svið samkomuhúss bæjarins, og þeirri kvölcístund var sannarlega vel varið. í fyrsta lagi er leikritið ákaflega skemmtilegt; textinn vel skrifaður og fyndinn, og í öðru lagi fóru þau Amar Jónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir hreinlega á kost- um í þessari uppsetningu Þjóðleik- hússins. Léku listavel, þannig að Víkveiji hreifst af. Ríta breytist mikið frá því hún fyrst stígur fæti inn fyrir dyr hjá kennaranum og var engu líkara en margar leikkon- ur kæmu fram í sýningunni — svo vel tókst Tinnu að lifa sig inn í hlutverkið. í stuttu máli: sýning leikhúsi allra landsmanna til mikils sóma, en Víkveija þótti reyndar leitt að áhorfendur væru ekki fleiri en raun bar vitni. xxx Kunningi Víkveija er starfsmað- ur eins þeirra mörgu fyrir- tækja sem Landsbankinn hefur nú yfirtekið rekstur á. Þrátt fyrir slæma stöðu fyrirtækisins og alvöru málsins, leyfði kunninginn sér að gera örlítið að gamni sínu; taldi sem sagt jákvæða hlið á málinu þrátt fyrir allt. Þar sem hann væri nú orðinn bankastarfsmaður hlyti hann að fá þrettánda mánuðinn borgaðan um jólaleytið eins og títt væri í þessari starfsstétt! XXX Fyrst farið er að minnast á Akur- eyri getur Víkveiji ekki annað en minnst á ráðhústorg þeirra norð- anmanna. Því hefur nýlega verið mikið breytt; grasflötin sem í miðju þess var er horfin, og nú blasir lít- ið annað við en grár steinn. Reynd- ar er eitthvað svolítið af litlum plöntum að finna á torginu, en held- ur fannst Víkveija kuldalegt um að litast um þarna. Kunni betur við gamla, góða grasbalann sem var fyrir. xxx Annar er sá staður i landi Akur- eyrar sem Víkveiji kom á, og var hrifnari af. Sá er Kjarnaskóg- ur, sem stendur vissulega undir nafni sem útivistarparadís bæj- arbúa. Mikill fjöldi fólks kemur í skóginn ár hvert, bæði til líkams- ræktar og eins til að njóta hinnar miklu náttúrufegurðar sem þar er að finna. Nú hefur leiktækjum fyr- ir börnin verið fjölgað, og einnig verið komið upp grillaðstöðu. Vík- veiji og fjölskylda hans gerðu sér einmitt ferð í skóginn með kjöt sitt og meðlæti, grilluðu í rólegheitum og snæddu í fögru umhverfi — í góðu veðri, sem Akureyringar hafa reyndar ekki fengið allt of mikið af í „vetur“ eins og sumir þeirra kalla yfirstandandi sumar. Segja má að grillaðstaðan í skóginum sé punkt- urinn yfir i-ið; geri fallegan og skemmtilegan stað enn betri. i i « f i i J i i i i I i I € 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.